Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 19
Lovísa Ósk GunnarsdÓttir dansari er einn skipuleggjanda Reykjavík Dance Festival sem stóð yfir dagana 1. til 5. september. Hátíðin þótti vel heppnuð en hún hóf göngu sína árið 2002. Lovísa Ósk segir mikinn áhuga á dansi á Íslandi og vaxandi með hverju árinu. Byrjaði að dansa í leikskóla Icesave er beisk- ur kaleikur sem þjóðin situr uppi með sama hversu mjög lagapróf- essorar fram- leiða geðþótta- rök um að ríkið beri enga ábyrgð á innstæðum í Landsbankan- um í Bretlandi og Hollandi. Sama hversu InDefence-menn belgja sig um of- ríki nágrannaþjóða, um að Icesave sé einkamál Landsbankans og um rétt íslensku þjóðarinnar til að skjóta mál- inu til dómstóla. Sama hversu villta vinstrið í VG reynir að nota málið til þess að berjast gegn meintri heims- valdastefnu AGS, ESB og koma í veg fyrir erlendar fjárfestingar í landinu. Sama hversu mjög Davíð Oddsson, yfirhrunkvöðull, reynir að ná sér nið- ur á stjórnvöldum eftir að hafa ver- ið rekinn með skömm úr embætti seðlabankastjóra. Með forstokkaðri vænisýki í garð útlendinga nær hann fram hefndum á stjórnvöldum með liðsinni landbúnaðarmafíu á vinstri- kanti VG og samvinnumanna af þjóð- ernisvæng Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, lætur yfirhrunkvöð- ulinn einnig berja sig til hlýðni. Þetta eru í hnotskurn þeir drag- bítar sem stjórnvöld og meirihluti þjóðarinnar glíma við þessa dagana. Dragbítur merkir nagli eða tréflís sem stendur neðan úr meið á sleða og kemur í veg fyrir að hann renni greið- lega. Einfaldar staðreyndir Lærðir lagatæknar telja að hrun ís- lenska fjármálakerfisins hafi ver- ið kerfishrun. Þeir hafa líka haldið því fram að Tryggingarsjóður inn- stæðueigenda sé ekki ríkisstofn- un og ríkið beri ekki ábyrgð á sjóðnum. Stundum eru sótt- ir álitsgjafar til útlanda til að styðja þessi sjónarmið. Orðið kerfishrun hef- ur enga lagalega þýðingu. Þar að auki er augljóst að Icesave -málið varðar að- eins einn banka en ekki heilt fjár- málakerfi. Trygging- arsjóður inn- stæðueig- enda var settur á fót með samning- um við erlend- ar þjóð- ir. Ríkið ábyrgðist að slíkum sjóði yrði komið á laggirn- ar. Sjóðurinn er í umsjá efnahags- og viðskiptaráðu- neytisins, er vistaður hjá Seðlabank- anum og stjórnað af opinberum embættismanni. Bönkum er skylt að leggja honum til fé með iðgjöldum. Uppfylli banki ekki lagaskyldur sínar gagnvart sjóðnum skal stjórn sjóðs- ins tilkynna það ráðherra og Fjár- málaeftirlitinu tafarlaust. Í lögunum segir einnig að sérhver banki beri ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðs- ins umfram þau iðgjöld sem hann leggur í sjóðinn. Skýrara verður það varla. En þar með er ekki allt upp talið. Í lögum um fjármálafyrirtæki er kveðið á um skyldu FME til þess að senda yfir- völdum gistiríkis upplýsingar um gjaldfærni banka sem stofnar útibú (til dæmis í Hollandi eða Bretlandi). Jafnframt er FME skylt að gera gistiríki grein fyrir tryggingum inn- lána og bótakerfis sem vernd- ar viðskiptavini útibús (til dæmis útibús Landsbankans í Hollandi). Hér falla öll vötn til Dýrafjarðar. Ef Tryggingarsjóður innstæðueigenda er ekki ríkisstofn- un er FME það ekki heldur, ekki heldur Seðla- bankinn eða Landspítal- inn. Enda hef- ur ESA, eftir- litsstofnun EFTA, áminnt íslensk stjórnvöld um ábyrgð ríkisins á lágmarksinnstæð- um svo sem kveð- ið er á um í tilskipun ESB. Hollenski fjármálaráðherrann telur að áminn- ing ESA sé ígildi gerðardóms. við dauðans dyr með vitund stjórnvalda Dragbítarnir hafa gert rök Stef- áns Más Stefánssonar lagaprófess- ors að sínum. Stefán telur ástæðu- laust að óttast þótt málið færi fyrir EFTA-dómstólinn. Varla er líklegt að niðurstaða dómstólsins verði Ís- lendingum hagfelld. Líklegt er að forherðingu íslenskra stjórvalda yrði mætt með því að vísa til brota gegn EES-samningnum og krafist riftunar hans. Í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu gætu Hollendingar rökstutt að svo seint sem 29. maí árið 2008 hafi Landsbankinn opnað Icesave- reikninga í Hollandi og safnað 300 milljörðum af sparifé almennings með vitund, vilja og samþykki ís- lenskra stjórnvalda. Væri það ekki skelfilegt í ljósi þess að hægt er nú að sýna fram á að ráðherrar vissu á þessum tíma að Landsbankinn var tæplega gjaldfær og vanhöld af hálfu stjórnvalda á tryggingum hér heima fyrir hollenska sparifjáreig- endur? Verði stjórnvöld dæmd fyr- ir lögbrot í málaferlum er ekki víst að Hollendingar og Bretar sætti sig við greiðslu lágmarksupphæðar fyr- ir Icesave. „Ég held að þetta sé komið inn á braut sem mun leiða til farsællar niðurstöðu sem bæði þing og þjóð sættir sig við,“ sagði nýr innanríkis- ráðherra í samtali við DV fyrir helgi. Eftir er að sjá hvaða fórn þessi sami ráðherra færði þegar hann sagði af sér ráðherradómi vegna Icesave fyrir tæpu ári. Hrunkvöðlar og dragbítar 1 Konan á baK við Rooney-sKandalinn: Vændiskonan Jenny Thompson sem átti vingott við Wayne Rooney er úr ríkri fjölskyldu og var erfiður unglingur. 2 „Ég þaRf eKKi á þÉR að halda lenguR“ Hjónabandi Waynes og Coleen Rooney virðist okið ef marka má bresku götublöðin í dag. 3 hundRuð milljóna í aRðgReiðsluR Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Friðrik Hallbjörn Karlsson greiddu sér samtals 450 milljónir króna í arð í fyrra úr eignarhaldsfélögum sínum. 4 þessu eRum við eKKi vön Katrínu Jakobsdóttur var mjög brugðið þegar hún heyrði ummæli færeyska þingmannsins Jenis av Rana, um Jóhönnu Sigurðardóttur og konu hennar. 5 baRnsmóðiR KöRfubolta-stjöRnu sigaði löggunni á hana Barnsmóðir NBA-stjörnunnar Dwights Howard sigaði lögreglunni á hann . 6 myRt fyRiR að hRópa Rangt nafn Breti stakk kærustu sína fyrir að kalla rangt nafn er þau stunduðu kynlíf. mest lesið á dv.is myndin Hver er konan? „Lovísa Ósk Gunnars- dóttir, dansari og einn af skipuleggjend- um Reykjavík Dance Festival.“ Hvar ertu uppalin? „Í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Gott fólk.“ Hvenær byrjaðir þú að dansa? „Ég byrjaði að dansa pínulítil, á leikskóla- aldri.“ afrek vikunnar? „Ótrúlega vel heppnað Reykjavík Dance Festival.“ Hvar líður þér best? „Heima í sófanum mínum.“ Er mikill áhugi á dansi á íslandi? „Já, og hann eykst með hverju árinu. Ég á von á að við höfum slegið enn eitt aðsókn- armetið á Reykjavík Dance Festival. Hingað til er búið að vera troðfullt á allar sýningar. Það er gott að finna fyrir þessari jákvæðu orku og áhuga á danslistinni.“ Hvernig dans finnst þér skemmti- legastur? „Ég er alæta, erfitt að hólfa niður eitthvað ákveðið.“ Hvort er skemmtilegra að dansa eða leika? „Það er skemmtilegra að dansa.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Já, mömmu mína. Sterk kona sem hefur farið sínar eigin leiðir.“ Hvað er fram undan? „Íslenski dansflokkurinn og Erna Ómars á Keðju-Reykjavík í október.“ maður dagsins kjallari „Ekkert sérstaklega.“ inGi tandri traustason 36 ÁRA ATViNNuLAuS „Já, já.“ Pétur Guðmundsson 34 ÁRA GRAFÍSKuR HöNNuðuR „Möller átti að vera inni. Hann á svo mikið óunnið sem er á góðri leið hjá honum.“ marGEir Eiríksson 65 ÁRA yFiRVÉLSTJÓRi „Mér líst bara vel á þau.“ rÓsi Árnason 77 ÁRA ELLiLÍFEyRiSÞEGi „Ég er löngu hættur að fylgjast með þessu.“ Árni Pétur arnarsson 21 ÁRS öRyGGiSVöRðuR eRtu ánægð/uR með RáðheRRasKiptin? dómstóll götunnar föstudagur 8. september 2010 umræða 19 mótmælakvartett Það var fámennur en nokkuð öflugur hópur mótmælenda sem beið ríkisstjórnarinnar að loknum fundi í Stjórnarráðinu í gær. Mótmælin beindust gegn fátækt í þetta skiptið. Vel fór á með ráðherrum og mótmælendum jafnvel þótt málefnið væri í eðli sínu viðkvæmt. mynd siGtryGGur ari jÓHannsson jóhann hauksson blaðamaður skrifar Bjarni Benedikts-son, formaður Sjálfstæðisflokksins, lætur yfirhrunkvöðul- inn einnig berja sig til hlýðni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.