Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 8. september 2010 miðvikudagur Vilja að þjóðin velji Samtök fiskframleiðenda og útflytj- enda, SFÚ, lýsa yfir eindregnum stuðningi við tilboðsleiðina sem þeir Þorkell Helgason og Jón Steinsson lögðu fram. Verði samningaleiðin hins vegar farin vilja samtökin að rannsakað verði hvaða þjóðhags- leg áhrif hvor leið fyrir sig hefur, meðal annars hvaða áhrif þær hafa á tekjur ríkissjóðs. Samtökin skora á stjórnvöld að leggja samningaleið- ina og tilboðsleiðina fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Niðurstöðurnar skapi sátt Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í starfshóp um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, segir að tillögur starfshópsins séu til þess fallnar að skapa sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfið. Samkvæmt tillögum hópsins verður svokölluð samningaleið farin í stað fyrningarleiðar. Með samn- ingaleiðinni verður það tryggt í stjórnarskrá að sjávarauðlindin sé í eigu íslensku þjóðarinnar. Þessu erum við ekki vön Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra sat fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Þórshöfn á Færeyjum á þriðjudag og segist hafa brugð- ið mjög við ummæli Jenis av Rana. Henni finnst ómaklegt að ummæl- in falli í opinberri heimsókn þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra og Jónínu Leósdóttur, eigin- konu Jóhönnu. „Þær eru hér í boði færeyskra stjórnvalda og því er þetta ekki boðlegt. Sjálfri var mér brugð- ið og hugsa sem svo að sem betur fer eigum við ekki þessu að venjast heima á Íslandi,“ segir Katrín í sam- tali við DV. Fyrningarleiðinni hafnað Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í endurskoðunar- nefnd um fiskveiðistefnuna, segir það niðurstöðu nefndarinnar að fara svokallaða samningaleið. Samninga- leiðin felur í sér að gera samninga við þá aðila sem þegar eiga kvóta um leigu á þeim kvóta. Með samninga- leiðinni er fyrningarleiðinni hafnað. Einar K. segir í bókun sem hann sendi á fjölmiðla að leggja þurfi sérstaka áherslu á að samningarnir verði til langs tíma. „Mjög mikilvægt er að samningarnir verði til langs tíma, rétt eins og gilda mun við nýt- ingu orkuauðlinda sem ekki eru í einkaeigu,“ segir í bókuninni. Starfsmenn Björgólfs Thors áttu hlut í Landsbankanum: FME vissi ekki um leynihlutinn Fjármálaeftirlitið, FME, var ekki með- vitað um að starfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar hjá fjárfestingafélaginu Novator hefðu átt óbeinan eignarhlut í Landsbankanum. Þetta herma heim- ildir DV. Líkt og DV greindi frá á föstudag- inn áttu starfsmenn Björgólfs Thors 5 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Givenshire, sem skráð var í Lúxem- borg, á móti 95 prósenta hlut Björgólfs Thors. Givenshire hélt svo utan um hlut Björgólfs í eignarhaldsfélaginu Sam- son, móðurfélagi Landsbanka Íslands. Samson átti alls rúmlega 40 prósent í Landsbankanum. Þetta hafði DV eftir talskonu Novators sem sagði orðrétt í svari við fyrirspurn DV um eignarhald Givenshire: „Þetta félag í eigu starfs- manna Novators átti aðeins lítinn hlut, bara nokkur prósent, og líklega um 5% þegar mest var.“ Þessi fimm prósenta eignarhlutur gerði það að verkum að óbeinn eignar- hlutur Björgólfs Thors í bankanum fór niður fyrir 20 prósent. Fyrir vikið var Björgólfur Thor ekki skilgreindur sem tengdur aðili hjá Landsbankanum og gáfu stjórnendur bankans þetta upp sem ástæðuna þegar þeir voru inntir eftir upplýsingum um lánveitingar til Björgólfs Thors. Björgólfur naut greið- ari lánafyrirgreiðslu hjá bankanum vegna þessa. Fjármálaeftirlitið hefur skoðað mörg mál sem tengjast íslenska efna- hagshruninu þar sem talið er að eignar- hald á félögum og fyrirtækjum hafi vís- vitandi verið skilgreint þannig að það gæti orðið til hagsbóta fyrir eigendur félaganna. Eignarhaldið á Givenshire og Landsbankanum mun þó ekki vera eitt þeirra mála sem Fjármálaeftirlitið hefur skoðað frá hruninu. ingi@dv.is Starfsmenn Björgólfs áttu í bankanum Starfsmenn Novators héldu utan um hlut í Landsbank- anum óbeint. Engar skýringar hafa fundist á þessu. mynd Big Landsbanki Íslands á tæplega 400 milljóna króna veð í húsinu Hrafna- björg í Svalbarðsstrandarhreppi á Norðurlandi sem er í eigu fjárfesting- arfélagsins Gaums. Gaumur hefur gert kyrrstöðusamning við Arion banka. Húsið er hluti af kyrrstöðusamningn- um þrátt fyrir að Landsbankinn eigi veð í því. Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, hafði húsið til umráða og hefur enn. Húsið er einkar glæsilegt og er rúmlega 400 fermetrar að stærð. „Hvað kemur það ykkur við?“ Jóhannes segir í samtali við DV að hann viti ekki betur en svo að samið hafi verið um húseignina í kyrrstöðu- samningum Gaums við bankann. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en að koma til með að búa í húsinu áfram. „Það er bara í samningum við bank- ann um það,“ segir Jóhannes. „Það hefur ekki verið neitt annað í spilun- um.“ Hann vill ekki gefa upp hvort hann borgi af húsinu sjálfur og spyr: „Hvað kemur það ykkur við?“ Jón Ásgeir, sonur Jóhannesar, seg- ir aðspurður að Gaumur borgi af lán- unum sem hvíla á húsinu. „Bankar fá greitt í hverjum mánuði á meðan á kyrrstöðu samninga stendur,“ segir Jón Ásgeir. „Almenningur með erlend lán greiðir 5.000 íslenskar krónur á hverja milljón sem hann skuldar. Gaumur greiðir verulega umfram það á hverja milljón,“ segir hann um afborganir á skuldunum sem hvíla á húsinu. Verðlaust fyrirtæki borgar Í kyrrsetningarmáli gegn Jóni Ás- geiri sjálfum vegna stefnu skilanefnd- ar Glitnis á hendur honum sagði Jón Ásgeir hlut sinn í Gaumi vera einskis virði. Gaumur virðist þó hafa fjármagn til að borga af mörg hundruð millj- óna króna fasteign. Landsbankinn á veð í húsinu fyrir hátt í fjögur hundruð milljónir króna. Kyrrstöðusamningurinn við Gaum þýðir að ekki verður gengið að eigum félagsins og að engir vextir eru reikn- aðir á lán þess. Bankinn skuldbindur sig einnig til að beita ekki vanefndaúr- ræðum á meðan kyrrstöðusamning- urinn er í gildi. Gaumur lætur í stað- inn Arion banka í té upplýsingar um félagið. Fyrirtæki Bónusfjölskyldunnar Gaumur hélt utan um hlut fjölskyldu Jóhannesar í ýmsum fyrirtækjum og var Baugur eitt þeirra. Baugur hefur hins vegar verið tekinn til gjaldþrota- skipta. Samsteypan Hagar var einnig innan félagsins en hana hefur Arion banki tekið upp í skuld. Jóhannes er stjórnarformaður Gaums. Í tilkynningu frá Arion banka frá því á þriðjudag segir: „Þó að einn kröfu- hafi geri kyrrstöðusamning við skuld- ara, hefur það ekki áhrif á fullnustuað- gerðir annarra kröfuhafa.“ Samkvæmt þessu getur Landsbankinn gert kröfu í húsið. Áfram stóreignamaður Ljóst er að Jóhannes sjálfur hefur að- gang að töluverðu fjármagni en hann keypti nýverið nokkrar tískuvöruversl- anir út úr Haga-samsteypunni af Ar- ion banka. Viðskiptin námu rúmum tólf hundruð milljónum króna. Versl- anirnar sem Jóhannes keypti út úr Högum voru Top Shop, Zara og All Saints. Í kaupunum fékk Jóhannes einnig helmingshlut Haga í færeyska félaginu SMS. Kyrrstöðusamningur Gaums við Arion banka virðist gera það að verk- um að Gaumur getur haldið áfram að borga af lúxusvillunni í Svalbarðs- strandarhreppi. Jóhannes er ekki á leið úr lúxusvillunni og Landsbankinn hefur væntanlega enga ástæðu til að leysa til sín hús Gaums á meðan greitt er af lánunum. Jóhannes Jónsson kaupmaður, oftast kenndur við Bónus, hefur enn aðgang að mörg hundruð fermetra húsi í Svalbarðsstrandarhreppi. Á húsinu hvíla miklar skuldir og á Landsbankinn mörg hundruð milljóna króna veð í því. Húsið er í eigu Gaums, en Gaum- ur gerði nýverið kyrrstöðusamning við Arion banka. JóhaNNes heldur lúxusVillu Gaums aðalSTeinn kJarTanSSon blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Bankar fá greitt í hverjum mánuði á meðan á kyrrstöðu- samningi stendur. 380 milljóna króna veð Jóhannes hefur enn afnot af húsi sem Landsbankinn á mörg hundruð milljóna króna kröfu í. Húsið er í eigu Gaums sem hefur gert kyrrstöðusamn- ing við Arion banka. mynd Hörður SVeinSSon glæsilegt hús Hús Gaums við Akureyri er rúmir 400 fermetrar að stærð og er veðsett fyrir tæplega 400 milljónir króna. mynd BJarni eiríkSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.