Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 26
Rithöfundurinn og blaðakonan Tobba Marinósdóttir er dugleg við að gefa konum jafnt sem körlum ráð á bloggsíðu sinni. Hún segir þar einnig hinar ýmsu reynslusögur en í einni nýjustu færslunni talar Tobba um það að rauðhærð vinkona hennar geti ekki ímyndað sér að sofa hjá rauðhærðum manni. Það væri eins og að eiga samræði við frænda sinn. Tobba og vinkonur hennar spurðu svo rauðhærða karlmenn að þessu í miðbæ Reykjavíkur og fengu sömu svör. „Ég er nú bara miður mín og á ekki eitt einasta orð,“ segir Vilhjálm- ur Þór Davíðsson, herra hinsegin 2010, um færeyska þingmanninn Jenis av Rana sem neitaði að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra og eiginkonu hennar þar sem heimsókn þeirra væri ögrun við Færeyinga og bókstaf Biblíunn- ar. „Þetta eru ótrúlega gamaldags sjónarmið og ég vona að það sé af- skaplega lítill minnihlutahópur í Færeyjum sem hafi þessa skoðun,“ segir Vilhjálmur Þór og bætir við að hann vonist til þess að ummæl- in verði til þess að Færeyingar taki sig á í málefnum samkynhneigðra. „Það er voðalega skrítið að á meðan við hér á Íslandi erum komin langt í réttindabaráttunni eru þessi frænd- ur okkar og nágrannar svona langt úti á sjó með þetta. Við verðum bara að hjálpa þeim að sjá ljósið í þess- um málum.“ Þingmaðurinn Jenis er formað- ur Miðflokksins sem hefur það á stefnuskrá sinni að Færeyjum verði stjórnað eftir lögum Biblíunnar. Vil- hjálmur Þór segir trú manna alltaf viðkvæma en að honum litist ekki á veröldina ef við lifðum algjörlega eftir því sem stæði í Biblíunni. „Ég er ágætlega trúaður sjálfur en mér finnst sorglegt þegar fólk réttlæt- ir eigin fordóma með því að vitna í Biblíuna.“ 26 fólkið 8. september 2010 miðvikudagur gaukur úlfarsson: Rautt feR ekki við Rautt DV1001249623.jpg aRon á lausu Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel og íslenska landsliðsins, er laus og liðugur. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Séð og heyrt. Þar segir að samband Ar- ons við fyrirsætuna Kristínu Leu hafi runnið sitt skeið nokkurra mánaða gamalt. Aron er tvítugur að aldri og leiðist ekki kvenhyll- in sem fylgir frægðarsólinni. Sú sól mun eflaust rísa enn hærra á komandi árum en margir helstu handknattleiksspekingarnir telja Aron einn þann efnilegasta í heiminum öllum. Herra hinsegin Vilhjálmur Þór segir sorglegt þegar menn réttlæta eigin fordóma með því að vitna í Biblíuna. HeRRa Hinsegin miðuR sín Vilhjálmur Þór DaVíðsson er hissa á forDómum færeyinga: Þetta verður mjög skemmtileg mynd, sennilega skemmtilegasta mynd í heimi,“ segir kvikmyndagerðar-maðurinn Gaukur Úlfarsson sem er að gera heimildarmynd um borgarstjórann Jón Gnarr og framboð Besta flokksins til borgar- stjórnarkosninganna. Gaukur og Jón kynntust fyrir um einu og hálfu ári og náðu strax vel saman. Þeir byrjuðu á því að tala saman nánast daglega og þá oft um alls konar verkefni og hugmyndir. Þegar Jón fór að tala um að stofna stjórnmálaflokk fannst Gauki það fyndið en samt ekki. „Þetta hefur ver- ið gert áður og þá fannst mér það fyndið, samt ekki,“ segir Gaukur sem í upphafi var efins um verkefnið. Síðan var það eina nóttina sem Gaukur segist hafa fengið köllun um að þetti gæti verið snið- ug hugmynd. „Það var eina nóttina, rétt áður en ég festi svefn, að það var eins og það væri kveikt á peru. Og ég hugsaði hversu sniðugt þetta gæti orðið. En mig grunaði þó ekki að þetta yrði svona rosalega sniðugt,“ segir Gaukur. Aðspurður hvernig honum finnist Jón standa sig í nýju starfi svarar Gaukur: „Mér sýnist hann kunna vel við sig í starfinu. Og ég veit að hon- um finnst þetta gefandi og skemmtilegt. Hann er líka búinn að sanna það að þú þurfir ekki að vera með hæstu einkunnir úr MR til þess að standa sig vel í þessu starfi.“ Myndin fjallar um Jón og framboð Besta flokksins en ekki um hans persónulega líf. Að sögn Gauks er Jón ekki þessi týpa sem hleyp- ir tímaritinu Hús og hí- býli inn fyrir dyrnar hjá sér. Gaukur segist virða það. „Hann er þó mjög einlægur í myndinni og samkjaftar ekki,“ segir hann. Gaukur er mjög ánægður með störf Jóns Gnarr og finnst hann hafa gefið Reykvíkingum mikla gleði þrátt fyrir mikla erfiðleika. „En það er líka hópur fólks sem hann mun aldrei geta glatt en það er sennilega óvinnandi vígi fólks sem vill bara vera í fýlu.“ Gaukur er nú í Hveragerði að ljúka við gerð myndarinnar sem verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í nóvember. „Þetta verð- ur skemmtileg mynd þar sem fólk fær svör við mörgum spurningum varðandi þetta kraftaverk sem Jón Gnarr er,“ seg- ir Gaukur sem gæti allt eins trúað því að Jón endi sem forseti Íslands. hanna@dv.is heimildarmynd um Besta flokkinn og Jón Gnarr kemur í kvikmyndahús í nóvember. myndin fjallar um líf og störf borgarstjórans í reykjavík. Býr til „skemmtileg- ustu mynd í heimi“ Kraftaverk Gaukur Úlfarsson kvik- myndagerðarmaður segir að Jón Gnarr sé gangandi kraftaverk. Mynd um Jón eftir Gauk kemur í kvikmyndahús í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.