Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 11
miðvikudagur 8. september 2010 fréttir 11 Aðalfundur Bor garahreyfingari nnar verður haldinn þann 25. septem ber nk. að Borgartúni 6 , Reykjavík. Í kjölfar ummæla Jenis av Rana í Mið- flokknum og Alfreds Olsen, þing- flokksformanns Sambandsflokksins, hefur skapast umræða um það á Ís- landi og í Færeyjum hvernig komið er fyrir mannréttindum samkynhneigðra í Færeyjum. Ummæli þeirra vekja óhug hér á landi en í athugasemdakerfum netdagblaða í Færeyjum má hins veg- ar skynja að nokkuð sé um að tekið sé undir þau. Samtökin ‘78 vilja huga að réttindabaráttu samkynhneigðra í Færeyjum og Páll Óskar Hjálmtýsson vonar að Jóhanna Sigurðardóttir missi ekki gullið tækifæri til að leggja þungt lóð á vogarskálarnar hvað varðar bar- áttuna, sérstaklega þar sem ummælin umdeildu hafi ratað í heims pressuna. Samtökin ‘78 í útrás til Færeyja Svanfríður Lárusdóttir, formaður Sam- takanna ‘78, segir Íslendinga og Fær- eyinga eiga margt sameiginlegt en þarna skilji þjóðirnar að. Bæði samfé- lögin séu fámenn og friðsöm en það sé hneyksli að þingmaður leyfi sér að tala af slíkri óvirðingu við forsætisráðherra. Jenis hafi sýnt sig sem forpokaðan og fordómafullan. Íslendingar hafi stutt Færeyinga með ráðum og dáð í sjálf- stæðisbaráttu sinni og leiðtogi þjóð- arinnar eigi ekki framkomuna skilið. „Framkoman er ekki Færeyingum til framdráttar,“ segir Svanfríður og bend- ir á að þingmaðurinn sem um ræðir sé í minnihluta í stjórn. „Þeir hafa ákveð- ið fylgi í Færeyjum en oft láta þeir hæst og ófriðlegast sem sitja í minnihluta.“ „Illa er komið fyrir mannréttind- um samkynhneigðra í Færeyjum,“ segir Haukur Árni Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Samtakanna ‘78. „Staða þeirra er ekki í samræmi við góða stöðu þeirra á Norðurlöndum og þar hafa stjórnmálamenn og trúarskoð- anir áhrif á afstöðu almennings. Við erum öðrum ríkjum til fyrirmyndar,“ segir Haukur og minnir á að samtökin hafi náð góðum árangri með rökfastri baráttu sinni hér á landi. „Barátt- an hefur opnað augu Íslend- inga sem taka þátt í henni af ánægju. Við höfum áhyggjur af ungmennum í Færeyjum. Þeirra líðan hlýtur að vera slæm og við íhugum hrein- lega að láta til okkar taka í Færeyjum. Eflaust veitir þeim ekki af krafti í baráttuna þar.“ Átök í almannaumræðu Eitt elsta dagblað Færeyinga, Dimmalætting, gerði netkönn- un á netmiðli sínum, dimma.fo, í gær og spurði lesendur að því hvort þeir aðhylltust hjónabönd samkynhneigðra. Um helming- ur þeirra er svöruðu var and- vígur. Í athugasemdakerfum netmiðla má enn fremur sjá að nokkuð er um að tekið sé undir fordóma Jenis. Í gær kvaddi sér hljóðs Alfred Olsen, þingflokksformað- ur Sambandsflokksins, og sagði í viðtali við vefritið Norðlýsið að heimsókn Jóhönnu og maka henn- ar væri ögrandi. Sambandsflokkur- inn er flokkur lög- manns Færeyja, Kajs Leos Johannesen, sem bauð Jóhönnu Sigurðardóttur til Fær- eyja í opinbera heimsókn. Fjölmiðlaumræðan er þó ekki öll af neikvæðum toga. Á þriðjudaginn skrif- aði ungur færeyskur maður, Arni Za- chariassen, opinbera afsökunarbeiðni sem hann stílaði á Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Bréfið birtir Arni á Facebook og á heimasíðu sinni. Í bréfinu biður hann Jóhönnu afsökunar og segir að með heimsókn hennar sé Færeyingum sýndur heiður. Saga þjóðanna tveggja sé samofin og verði það áfram um ald- ir. Hann segir sorglegt að kristnir menn réttlæti slíka framkomu með tilvísun- um í Biblíuna. Hann minnir á dæmi- söguna um Sódómu og Gómorru sem svo oft er notuð gegn samkynhneigð- um og að það var ekki samkynhneigð- in sem kallaði réttláta reiði guðs yfir borgarbúa heldur, samkvæmt Ezekiel 16:49-50, var það skortur á gestrisni. Arni endar bréf sitt á því að segjast fullviss um að meirihluti Færeyinga myndi glaður bjóða Jóhönnu og Jón- ínu að setjast með sér til málsverðar. Hinsegin dagar Jóhönnu í Færeyjum Páll Óskar Hjálmtýsson segir að þótt Jóhanna sé ekki þekkt fyrir að tjá sig opinberlega um kynhneigð sína verði að bera virðingu fyrir því hvernig hún kýs að umgangast hana. „Eftir að hafa fylgst með fréttum upplifi ég þetta sem raunveruleikatékk fyrir Færeyinga. Það er líka fallegt að heyra að ekki eru allir Færeyingar sammála öfgastjórn- málamanni. Það er þó gott að Jóhanna er komin út út skápnum og hvaða góðu afleiðingar það getur haft að lifa einföldu lífi og senda út frá sér ein- föld skilaboð heldur en tvöföldu lífi og senda frá sér tvöföld skilaboð. Maður ber virðingu fyrir kyn- hneigð fólks og því hvernig það kýs að umgangast eigin kynhneigð. Ég er búinn að læra það í gegnum árin. Það þýðir ekkert að ýta fólki út úr skápn- um gegn vilja þess. Ég er persónu- lega löngu hættur að reyna að fá fólk til að fara með mér í einhverja skrúð- göngu sem gengur út á stolt þegar það er ekki stolt af sér fyrir það fyrsta. Jó- hanna Sigurðardóttir er ekki af sömu kynslóð og ég. Hún elst upp við allt aðrar að- stæður en ég, hún kemur úr allt öðru umhverfi og hún lifir og hrærist í allt öðru umhverfi en ég. Ég verð að bera virðingu fyrir því en vil að sama skapi að hún beri virð- ingu fyrir mér. Þetta gengur út á gagn- kvæma virðingu.“ Páll Óskar segir hins vegar baga- legt að Jóhanna noti ekki tækifær- ið í þeirri valdastöðu sem hún er í. „Hún er ef til vill að láta gullið tæki- færi renna sér úr greipum. Hún er í þeirri stöðu að geta lagt þungt lóð á vogarskálarnar þó ekki væri nema fyrir fólkið í Færeyjum. Samkynhneigt fólk í Færeyjum á virkilega undir högg að sækja. Ég hef heyrt af því að Færey- ingar séu nákvæmlega þrjátíu árum á eftir okkar tíma. Þetta er eins og að fara í tímavél og stilla hana áratugi aftur. Þetta er ekki svo galin samlík- ing. Við Íslendingar getum litið í eigin barm. Hvar vorum við stödd fyrir 30 árum? Orðið samkynhneigð var ekki einu sinni til. Það var talað um kyn- villu og kynhverfu. Samkynhneigðir voru annars flokks þegnar.“ Vildi að Jóhanna talaði meira Páli Óskari finnst hins vegar hægt að lesa í það eitt að Jóhanna þiggur boð- ið til Færeyja. „Hún hefði alveg getað farið ein, en hún gerir það ekki. Hún tekur eiginkonu sína með og veit vel hverjar aðstæðurnar eru í Færeyj- um. Kannski er hún að sýna stolt sitt á þennan hátt. Þetta er hennar stíll. Kannski er þetta hennar Gay pride? Og núna er þetta komið í heimspress- una og núna veit pressan hvernig ástandið er í Færeyjum. Mér þætti vænt um ef Jóhanna myndi tala meira fyrir opnum tjöld- um, að hún myndi láta hafa eitthvað eftir sér. Ég sakna þess. Jóhanna Sig- urðardóttir hefur aldrei komið fram og haldið ræður á Hinsegin dögum eða neinu í tengslum við Gay pride. Það eina sem hún hefur gert er að senda tilkynningu til Fríkirkjunnar þar sem við fögnuðum hjúskapar- lögunum 27. júní. Tilkynningin var lesin upp þar sem hún óskaði okk- ur til hamingju með daginn og bætir því við að hún og Jónína hafi gift sig í kyrrþey. Þetta er í fyrsta skipti sem Jóhanna ávarpar okkur undir okkar eigin fána. Ef afstaða hennar kemur samkynhneigðum vel, þá er það gott. En ef að afstaða hennar skemmir fyr- ir baráttunni, þá er það miður og þá mun ég persónulega skrifa henni bréf og segja henni til syndanna.“ Samtökin ‘78 fordæma ummæli færeysks þingmanns og þingflokksformanns og telja vanlíðan samkyn- hneigðra ungmenna þar í landi vera mikla. Forsvarsmenn samtakanna íhuga að hefja réttindabaráttu þeim til aðstoðar í Færeyjum. Páll Óskar Hjálmtýsson segist telja að ferð Jóhönnu með eiginkonu sinni til Fær- eyja sé hennar einka Hinsegin dagar. Hinsegin dagar JóHö nu í FæreyJum kriStJana guðbrandSdÓttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Hún er ef til vill að láta gullið tækifæri renna úr greipum sér. Þetta er hennar stíll Segir PállÓskarumferðJóhönnuog eiginkonuhennartilFæreyja. gullið tækifæri Jóhannageturlagtsitt lóðávogarskálarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.