Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 16
16 ERLENT 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR Hin átján ára gamla Natascha Kampusch frá Austurríki varð heims- fræg á einni nóttu í ágústmánuði árið 2006. Þá slapp hún úr prísund sinni, kjallaradýflissu, þar sem hún hafði dvalið næstum hvern einasta dag frá því að mannræninginn Wolfgang Prik- lopil rændi henni 10 ára gamalli af göt- um Donaustadt-hverfisins í Vínarborg árið 1998. Um leið og Natascha var laus úr haldi kvalara síns fleygði hann sér fyrir lest og lést samstundis. Natascha Kampusch hefur nú, fjór- um árum síðar, skrifað sjálfsævisögu sína. Kaflar úr bókinni hafa birst síð- ustu daga í breska dagblaðinu The Daily Mail en þar lýsir hún í smáatrið- um hinni skelfilegu vist í læstum kjall- aranum en þar barði Priklopil hana nær daglega og skipaði henni að sinna heimilisstörfum hálfnakin með krún- urakað höfuð. Kampusch, sem nú er 22 ára, þjá- ist enn vegna áralangrar misnotkun- ar og ofbeldis og hefur hingað til ekki viljað tjá sig mikið um árin með Prik- lopil. Hún hefur reynt að byggja upp nýtt líf og stýrði viðtalsþætti í sjónvarp- inu fyrir tveimur árum, en hefur þurft að kljást við djúpstæðan sálfræðileg- an skaða. Hún lifir nú rólegu lífi, fjarri kastljósi fjölmiðla, sem hafa ofsótt hana allar götur síðan hún slapp úr prísundinni. En í bókinni, sem ber heitið 3.096 dagar, lýsir Natascha Kampusch mar- tröðinni í smáatriðum. Hún hefur lýst skrifunum sem meðferðarúrræði, með bókinni nái hún að vinna úr reynsl- unni skelfilegu. Meðfylgjandi lýsingar eru aðeins nokkur brot úr sjálfsævi- sögunni. Velti fyrir sér dauðanum Natascha var tíu ára gömul 2. mars 1998 þegar hún tók eftir hvítum sendi- ferðabíl á götunni. Fyrir framan hann stóð Wolfgang Priklopil. Móðir Natös- chu hafði hikandi leyft henni að ganga einni í skólann. Hún reyndi að láta lítið fyrir sér fara og gekk hægum skrefum upp götuna. En þá greip Priklopil hana og fleygði henni inn í sendiferðabílinn sinn. „Um leið og dyrnar á sendiferða- bílnum lokuðust vissi ég vel að mér hafði verið rænt – og að ég myndi ör- ugglega deyja. Tvö skelfileg mannrán höfðu verið framin mánuðina á undan. Ég sá ljóslifandi fyrir mér fréttamynd- irnar frá jarðarför ellefu ára stúlku sem hét Jennifer og hafði verið nauðgað og hún kyrkt eftir að hún reyndi að flýja sendiferðabíl. Hvernig væri að deyja, hugsaði ég með mér. Myndi ég finna mikið til,“ skrifar Kampusch. Priklopil keyrði hana út í skóg og rúntaði þar um en fór svo með hana niður í kjallarann, þar sem hún átti eft- ir að dúsa í átta og hálft ár. „Ég reyndi að ímynda mér að ég þyrfti ekki að vera hrædd, allt yrði í lagi ef ég gerði bara það sem mér var sagt. Hann horfði á mig líkt og barn sem lítur á nýja leikfangið sitt, fullt eftirvænting- ar og á sama tíma óvisst hvað það ætti að gera við það. Ég grátbað hann um að leyfa mér að fara: „Ég segi engum. Ég þykist bara hafa flúið.“ En það gerði ekkert gagn. Hann kom því til skila að ég þyrfti að gista þar um nóttina.“ Sjúk ímyndunarveröld Natascha Kampusch skrifar að fyrsta nóttin í prísundinni hafi líklega haft mikið að segja um þann sálfræðilega skráp sem hún myndaði sér. „Ef ég hefði getað séð fyrir að þetta herbergi yrði fangelsi mitt í átta og hálft ár, veit ég ekki hvernig ég hefði brugðist við. Þegar ég lít til baka átta ég mig á því að einungis það að ég vissi að ég þyrfti að dvelja þarna fyrstu nóttina framkallaði viðbrögð sem björguðu örugglega lífi mínu. Í stað þess að berjast við mann- ræningjann sætti ég mig einfaldlega við það sem hafði gerst. Hann spurði hverju ég þyrfti á að halda – rétt eins og ég gisti á hóteli. „Hárbursta, tann- bursta, tannkremi og bolla fyrir tann- burstann. Tóm jógúrtdós nægir,“ sagði ég. Ég var fórnarlamb geðsjúklings með ofsóknarbrjálæði og varð að leik- ara í sjúkri ímyndunarveröld hans,“ skrifar hún. „Eftir að ég varð fullorðin hef ég oft velt því fyrir mér hvernig mér tókst að lifa af þessa fyrstu daga prís- undar minnar. Í dag veit ég að ég hop- aði sálfræðilega aftur til fjögurra eða fimm ára aldurs, þegar barn samþykk- ir þá veröld sem því er skapað.“ Um fyrstu nóttina segir Kampusch: „Ég bað hann um að leggja mig niður fyrir háttinn og segja mér sögur. Ég bað hann meira að segja um að kyssa mig góða nótt. Ég gerði allt til að viðhalda ímyndun minni um að allt væri venju- legt. Og hann spilaði með.“ Hjúpuð steypu „Dýflissan mín fór brátt að fyllast. Fyrst kom hann með gömul föt, því næst sólbekk, stóran rafmagnsofn, eldavél- arhellu, lítinn ofn, myndbandstæki og sjónvarp. En það leið ekki langur tími þangað til hann sýndi mér grimmlynd- ið aftur. „Ef þú verður ekki stillt verð ég að binda þig,“ sagði hann. Hann sagði mér að foreldrar mínir hefðu hafnað því að borga lausnargjaldið. „Foreldrar þínir elska þig ekki. Þeir vilja ekki að þú komir aftur. Þeir eru ánægðir með að vera lausir við þig,“ skrifar Kampusch í sjálfsævisögunni. Hún skrifar að hún hafi ekki áttað sig á því í fyrstu að hún byggi í rammgirtri dýflissu fyrr en hún hafi séð úr hverju hurðin fyrir kjallara- dyrunum var. „Ég uppgötvaði að fyr- ir dyrunum „upp“ var ferlíki úr járn- bentri steinsteypu. Ég get varla komið því í orð hvernig mér leið þegar ég sá hurðina. Ég hafði verið hjúpuð steypu.“ Skelfilegt ofbeldi Natascha skrifar að einu og hálfu ári 3.096 DAGAR Í HELVÍTI Hin austurríska Natascha Kampusch hefur skrifað sjálfsævisögu sína og ber hún heitið 3.096 dagar, þar lýsir hún því skelfilega lífi sem Wolfgang Priklopil, kvalari hennar, neyddi hana til að lifa þegar hann rændi hana barnæskunni. Mannræninginn hélt henni fanginni í dýflissu í átta ár. Bókarskrifin eru hluti af meðferð ungu konunnar, sem reynir nú að vinna úr atburðunum skelfilegu. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Kvalarinn Wolfgang Priklopil rændi Natöschu þegar hún var 10 ára og hélt henni fanginni í átta og hálft ár. Hann framdi sjálfsmorð þegar henni tókst að flýja. MYND REUTERS Segir sögu sína Natascha í viðtali við Beckmann á þýsku sjónvarpsstöðinni ARD á mánudaginn. MYND AFPSúrt vatn undir Jóhannesarborg Yfirvöld í Jóhannesarborg í Suður- Afríku reyna nú að byggja hreinsi- stöðvar áður en gríðarlega mikið magn af menguðu námuvatni flæðir upp á götur borgarinnar. Yfirgefnar námur í og við borgina hafa fyllst af grunnvatni sem mengast af snert- ingu við málmana í námunum. Þeg- ar það rís mun vatnið, sem hefur sama sýrustig og edik, hugsanlega leiða til smáskjálfta og rafmagns- leysis og valda krabbameini á með- al íbúa borgarinnar. Eitt og hálft ár mun líða áður en vatnið kemst upp á yfirborðið og borgaryfirvöld þurfa að bregðast við í tæka tíð. Bílpróf eftir 960 tilraunir Amma í Suður-Kóreu hefur náð bíl- prófinu sínu eftir níu hundruð og sextíu tilraunir. Hún hefur reynt við prófið þrisvar til fjórum sinnum í viku síðan í apríl árið 2005. Konan, sem heitir Cha Sa-soon, leikur nú í Hyundai-auglýsingu í Kóreu vegna þessa. „Mig langaði að fá bílpróf svo að ég gæti farið með barnabörnin mín í dýragarðinn,“ segir hún í sam- tali við The Telegraph. Kennari Sa- soon segir hana ekki verða hættu- lega í umferðinni þar sem hún hafi ítrekað fallið á bóklega hluta prófs- ins en ekki þeim verklega Mótmæli í Frakklandi Gríðarlegur fjöldi Frakka mótmælti í gær fyrirhuguðum niðurskurði stjórnvalda. Mótmælin voru skipu- lögð á sama tíma og sólarhringslangt verkfall truflaði flug- og lestarsam- göngur í landinu og lokaði skólum. Yfirvöld töldu að 1,1 milljón manna hafi mætt til að mótmæla, en verka- lýðsfélög segja að mótmælendur hafi verið miklu fleiri, 2,5 milljónir. Stjórn Nicolas Sarkozys vill að opin- berir starfsmenn verði að hafa náð að minnsta kosti sextíu og tveggja ára aldri áður en þeir eigi möguleika á að fara á eftirlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.