Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 20
Níðþungur Polanski KlassíK í sundhöllinni Hið vinsæla sundbíó RIFF fer fram föstudagskvöldið 24. september í Sundhöll Reykjavíkur. Þar verður sýnd myndin Some Like It Hot frá árinu 1959 með Marilyn Monroe í aðalhlutverki. Gestir geta fengið sér sundsprett á meðan þeir horfa á myndina en auk þess verður efnt til sérstaks „trópikal partís“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur, en sandi og pálmatrjám verður komið fyrir í Sundhöllinni og verða föngu- legar dansmeyjar á svæðinu, auk ex- ótískra ávaxtadrykkja. nýjar sýningar í listasafni reyKjavíKur Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi næstkomandi fimmtu- dag, 9. september, kl. 17. Þetta eru Indian Highway – Skjáverk í indverskri samtímalist og sýn- ing Magnúsar Helgasonar í D salnum. Á sýningunni Indian Highway er ljósi varpað á þró- un indversks samfélags með 26 skjáverkum eftir indverska listamenn, sem allir eru fæddir á áttunda áratug síðustu aldar. Yfir- skrift sýningar Magnúsar Helga- sonar er: Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – Garðyrkju- störf með málningu, en verk hans mótast af röð tilviljana, sem eru færð í stílinn til að ná fram rétta yfirbragðinu. styrKja reyKjadal Fjölmargir landsfrægir listamenn munu leggja dvalarheimilinu Reykjadal í Mosfellsdal lið á fimmtu- dag þegar haldnir verða styrktar- tónleikar. Fram koma meðal annars Diddú, Hafdís Huld, Gildran, Berm- úda, Íris Hólm og dúettinn Hljómur svo einhverjir séu nefndir. Tónleik- arnir eru partur af styrktarátaki sem hefur staðið yfir í sumar þar sem safnað er fé til þess að tryggja rekst- ur Reykjadals í vetur. Þar dvelja fötl- uð börn og ungmenni á aldrinum 5 til 23 ára. Miðaverð er 1.500 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00 í Reykjadal. 20 fókus 8. september 2010 miðvikudagur ÓsKir til handa aKureyringum Á Alþjóðadegi læsis, miðvikudaginn 8. september, verður opnuð sýning í Gallerí Ráðhúsi í bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð í ráðhúsinu á Akureyri. Þá er almenningi boðið að koma frá klukkan 8.15 – 16.00 og skrifa eða teikna óskir sínar handa Akureyringum fram til ársins 2015. Sýningin mun standa fram til áramóta og að fimm árum liðnum verða óskirnar teknar fram til skoðunar. Öllum er velkomið að koma og mega óskirnar vera fleiri en ein og fleiri en tvær. hvað heitir lagið? „En mér finnst ef að miðað er   við þig, að menn séu komnir  af flóðhestum en ekki öpum.“ svar: Feitar konur – kátir piltar skrifborðslöggurnar Allen Gamble (Will Ferrell) og Terry Hoitz (Mark Wahlberg) skrifa skýrslur og sinna pappírsvinnu fyrir svölu löggurnar á lögreglustöðinni. Þeirra tækifæri til að komast af botni fæðukeðjunnar kemur þegar þeir rannsaka vafasama kaupsýslumanninn David Ershon (Steve Coogan). Sú rannsókn gengur þó ekki eðlilega fyrir sig og gera þeir félagar sig margsinnis að athlægi. Adam McKay hefur leikstýrt nokkrum frábærum myndum með Will Ferrell undanfarin ár og má þar helst nefna Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, sem er fyrir löngu orðin klassísk. Það er ekki hægt að segja að The Other Guys nái sömu hæðum, en hún er vissulega mjög fyndin á köflum þó svo að söguþráð- urinn sé að mestu leyti kjaftæði og virkilega óáhugaverður. Will Ferrell er að venju fyndinn í sínu hlutverki og eru flest fyndnustu atriði myndarinnar tengd honum og hans persónu, sem hefur vægast sagt óvenjulega forsögu. Mark Wahlberg er ágætur en er þó mest í því að væla yfir hversu slæmt líf hans er orðið og er oft erfitt að átta sig á því hvort hann eigi að vera hetja eða lúði. Steve Coogan er ekkert sérlega fyndinn og minnir einna helst á grannan Gordon Brown. Hans per- sóna hafði engan sjarma eða aðdrátt- arafl og voru flest hans atriði leiðinleg. Samuel L. Jackson og Dwayne John- son eiga frábærar innkomur í upphafi myndarinnar sem súperlöggurnar sem Ferrell og Wahlberg líta svo upp til og gaman er að sjá Michael Keaton í hlutverki lögreglustjórans. Að öðru leyti er leikarahópurinn að mestu leyti skipaður sömu leikurum og í fyrri myndum Adams McKay. Fyrri helmingur The Other Guys er ótrúlega fyndinn en eftir það ligg- ur leiðin niður á við. Þá er grínið orð- ið þreytt og eftir stendur ruglingsleg- ur söguþráður sem enginn mun hafa áhuga á. Henni er þó ekki ætlað að vera tímamótakvikmynd. Hún á ein- ungis að vera fyndin og það er hún í u.þ.b. klukkutíma. Jón Ingi Stefánsson the other guys Leikstjóri: Adam McKay. Aðalhlutverk: Will Ferrell, Mark Wahlberg, Steve Coogan, Michael Keaton, Eva Mendes, Damon Wayans Jr., Rob Riggle, Samuel L. Jackson, Dwayne Johnson. kvikmyndir LÚÐALEGT löggulíf góðir vinir Allen og Terry á góðri stund. Þegar ævisagnaritari fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands finnst látinn vantar einhvern til að klára verkið. Ungur rithöfundur frá Eng- landi, leikinn af Ewan McGreg- or, er fenginn til að klára bókina og honum sagt að ekki sé mikið eftir af henni. Hann ferðast því til Bandaríkjanna þar sem forsætis- ráðherrann fyrrverandi, leikinn af Pierce Brosnan, býr ásamt konu sinni, leikinni af Oliviu Williams, í lúxushúsnæði á afskekktri eyju. Fljótlega eftir að hann kem- ur þangað fer hann að gruna að ekki sé allt með felldu en á meðan hann á að vera að skrifa bókina er mikið deilt á forsætisráðherrann fyrir að hafa samþykkt pynting- ar afganskra hermanna á breskri grund. Fer rithöfundurinn ungi að rannsaka málið jafnhliða því að reyna að skrifa bókina auk þess sem hann nær góðu sambandi við konu forsætisráðherrans sem er ekki öll þar sem hún er séð. Það verður seint sagt að The Ghost Writer sé eitthvert gaman- efni enda á hún ekki að vera það. Mér finnst ég taka vægt til orða þegar ég segi að myndin sé níð- þung því öll er hún grámyglu- leg með alvarlegum leikurum sem reyna til hins ítrasta að vera eins alvarlegir og hægt er í þess- ari mynd. Nánast út alla myndina er annaðhvort rigning eða rok auk þess sem ekki einn einasti tónlist- arbútur heyrist þá rúmu tvo tíma sem myndin er í gangi. Hún er samt afskaplega vel leikin og vel skrifuð. Þokki Ewans McGregors á skjánum er alltaf vel séður og þá gerir Pierce Brosnan vel sem forsætisráðherrann fyrr- verandi. Sá sem ætlar að sjá The Ghost Writer verður að vera tilbú- inn að fylgjast vel með og ekki láta glepjast af stiklum úr myndinni, þær gefa gjörsamlega kolranga mynd af því sem svo sést á skján- um. Þetta kannski hljómar voða neikvætt en myndin er ekki vond. Hún er þung en auðvitað þurfa ekki allar myndir að vera gerðar af Will Ferrell eða Farrelly-bræðr- um. Polanski gerir vel með þessa fínu mynd sem unnendur „alvöru“ bíómynda ættu að vera nokkuð ánægðir með. Tómas Þór Þórðarson the ghost Writer Leikstjóri: Roman Polanski Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Pierce Brosnan, Olivia Williams, Kim Cattrall. kvikmyndir Stórfínn Ewan McGreg- or er alltaf sjarmerandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.