Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 189,6 kr. verð á lítra 187,6 kr. Skeifunni verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,9 kr. verð á lítra 191,7 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 192,3 kr. verð á lítra 190,3 kr. Melabraut verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr. Algengt verð verð á lítra 192,6 kr. verð á lítra 190,6 kr. Biðin StyttiSt Á mánudaginn var í Hæstarétti tekið fyrir prófmál um svoköll- uð myntkörfulán. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur dæmdi snemma í sumar að lánin skyldu bera óverð- tryggða vexti Seðlabanka Íslands í stað samningsvaxta. Um það er nú tekist á í Hæstarétti en óumdeilt er að gengistrygging er ólögmæt. Vaxtamunurinn á samnings- eða óverðtryggðum Seðlabankavöxtum er gríðarlegur og því er um mikið hagsmunamál fyrir tugþúsund- ir Íslendinga að ræða. Niðurstöðu Hæstaréttar er að vænta innan fárra vikna. Biðin eftir niðurstöðu í útreikningum myntkörfulána styttist því óðum. góður DAgur í BónuS? n Lastið fær Bónus á Völlunum í Hafnarfirði. Viðmót afgreiðslustúlku á kassa var kaldranalegt. Hún af- greiddi hratt en svaraði ekki kveðju viðskiptavinar sem bauð hátt og snjallt góðan dag fyrr en hann hafði endurtekið kveðjuna. Þá muldraði hún „daginn“ á móti. Hún þakkaði auðvitað ekki fyrir viðskiptin heldur – jafnvel þótt við- skiptavinurinn gerði það. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS BæjArinS lAngBeStu n Lofið fá Bæjarins bestu fyrir glað- legt viðmót og þrautþjálfuð vinnu- brögð. Viðskiptavinur, sem fær sér regluleg pylsu þar, hefur lengi veitt því athygli að viðmótið er alltaf til fyrirmyndar og starfs- fólkið glaðlegt – jafnvel þótt röðin nái langt út á götu. Engin furða að viðskiptin blómstri. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 8. september 2010 miðvikudagur ÓdýrAST hjá OLíS Bensínið og dísilolían reyndust ódýrust hjá Olís, þegar DV kannaði bensín- verð hjá olíufélögunum um hádegisbil í gær, þriðju- dag. Fátítt er að verðið sé lægst hjá Olís en það reynd- ist um þremur krónum ódýrara en hjá Orkunni, óB, N1 og Atlantsolíu. Lítrinn kostar 189,6 krónur en lítrinn af dísilolíu 187,6 krónur. Hann er líka ódýrastur hjá Olís. Hæst er verðið hjá Skeljungi, hvar bensínlítrinn kostar 193,9 krónur, þegar þetta er skrifað.e L d S n e y T i Veigamesta atriðið, þegar kaupa á tölvu, er að gera sér grein fyrir því til hvers á að nota tölvuna. Sá sem vill eignast tölvu fyrir þung myndvinnslu- forrit, tölvuleiki eða kvikmynda- vinnslu ætti ekki að kaupa sömu tölv- una og sá sem notar hana einungis til bóknáms og til að skoða vefsíður. Skólarnir eru óðum að komast á fullt. Fyrir lengra komna í námi getur góð tölva verið mikilvægt tæki til að auðvelda námið. DV ræddi við Hjörv- ar Frey Hjörvarsson, deildarstjóra í ELKO, sem fór vandlega yfir það hvaða þátta fólk þarf að taka tillit til þegar hefðbundin skólatölva er keypt. Hann segir að hægt sé að kaupa fín- ar skólafartölvur í fullri stærð frá 80 þúsund krónum en minni vélar (með mini skjái) sé hægt að fá frá 60 þúsund krónum. Fyrir þá sem illa skilja skammstaf- anir á borð við GHz, MB, GB, WiFi, LED, DDR og Mbps er hér leiðarvís- ir að því hvað skiptir máli þegar tölva er valin. Upplýsingarnar eru að hluta byggðar á samtali við Hjörvar. þegar velja á fartölvu Tegundin skiptir ekki mestu máli þegar ný fartölva er valin. Þættir eins og vinnsluminni, stýrikerfi og örgjörvi eru veiga- meiri. DV hefur sett saman leiðarvísi að því hvernig velja skal réttu tölvuna. Blaðið naut aðstoðar Hjörvars Freys Hjörvars- sonar, deildarstjóra í ELKO. baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Vinnsluminni Stundum kallað innra minni. Innra minnið getur haft áhrif á það hversu hratt vélin ræður við að framkvæma það sem þú biður hana um. Tölvunotendur þekkja eflaust flestir hvað það getur verið þreytandi að bíða eftir að tölvan opni forritið eða myndina sem beðið er um. Þetta á sérstaklega við þegar mörg forrit eða margir gluggar eru opnir í einu. Hjörvar ráðleggur fólki að taka vél með 2GB vinnsluminni eða stærra. Örgjörvi Það getur skipt miklu máli að hafa góðan örgjörva en hann hefur mjög mikið að segja um hraðvirkni vélarinnar. Dual-core örgjörvar eru til að mynda mjög hraðvirkir en einnig nýir örgjörvar sem kallast I3 og I5. með góðan örgjörva eru minni líkur á að tölvan sé lengi að vinna. Fyrir þá sem nota aðallega einföld forrit á borð við Word og Excel skiptir örgjörvinn litlu máli. Allar nýjar vélar ráða vel við slíka vinnslu. Harður diskur Harður diskur er í raun gagnageymsla tölvunnar. Þar eru allar skrár og allar upplýsingar úr vélinni geymdar. Algengt er að nýjar fartölvur hafi 500 GB disk. Það jafngildir 500.000 mB. Til glöggvunar má benda á að eitt lag er um 3 til 5 mB og ein bíómynd í fullri lengd er um 700 mB. ógrynni af Word-skjölum er hægt að geyma á diski sem telur nokkur GB og þeir sem ekki ætla að geyma þungar skrár á tölvunni hafa ekkert með sérstaklega stóran harðan disk að gera. Gætið þess að eiga afrit af mikilvægum gögnum, til dæmis á geisladiskum, USB-lyklum eða utanáliggjandi hörðum diskum, ef tölvan skemmist eða glatast. Netkort Þetta getur verið mikilvægt ef nám er stundað í skólum þar sem netsamand er misjafnlega gott. Gott netkort, til dæmis með N-staðal er mikið hraðvirkara og langdrægara en eldri gerðir. Gagnaflutningur tekur minni tíma. Skrifari Flestar tölvur eru með DVD-skrifara svo hægt sé að setja myndir, myndbönd eða skjöl á disk. Flestir nota þó USB-lykil eða stærri harðan disk undir slíkt. Skrifari er ekki þarfaþing ef nota á tölvuna fyrir skólann. Ábyrgð Tveggja ára ábyrgð er á flestum vélum – í það minnsta í Elko. Á sumum vélum er lengri ábyrgð og þá er hægt að kaupa kaskótryggingu sem bætir tjón við fall eða högg, svo dæmi sé tekið. Ársábyrgð er á flestum rafhlöðum. Hvað skiptir mestu máli þegar fartölva er keypt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.