Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 3
miðvikudagur 8. september 2010 fréttir 3 „ÉG ÁTTI Í KAUPÞINGI – ÞVÍ MIÐUR“ Arion-safnreikningur hélt til dæmis utan um hlutabréf fyrir ýmsa þekkta viðskiptavini bankans. „Það get- ur vel verið að þetta hafi ekki verið beint á okkar nafni heldur í fram- virkum samningum eða einhverj- um fjandanum sem ég kann ekki að lýsa. Það var enginn drusluskapur í því.“ Jón Helgi segir að hann kann- ist ekki við að Straumborg hafi selt umtalsvert magn hlutabréfa í Kaup- þingi í byrjun ágúst. „Það er ekki rétt – því miður. Það kannast ég ekki við.“ Hann segir að þessar upplýs- ingar séu einfaldlega ekki réttar. „Við vorum aldrei spurðir um þetta.“ Ljóst er því að misræmis gætir í því sem kemur fram í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis og í orðum Jóns Helga frá hruninu og einnig nú, þegar staðhæfingar rannsókn- arnefndarinnar eru bornar upp við hann. Hver ástæðan er fyrir þessu misræmi liggur ekki fyrir. Misræmi Mikið misræmi er á milli umfjöllunar rann- sóknarnefndar Alþingis um fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar í Byko og orða hans sjálfs um afdrif hlutabréfa sem hann átti í Kaupþingi. Í skýrslunni er sagt að hann hafi selt bréfin en Jón Helgi þvertekur fyrir það. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyf- ingarinnar, telur æskilegt að Julian Assange stígi tímabundið til hlið- ar sem talsmaður WikiLeaks. Ass- ange sætir nú rannsókn í Svíþjóð vegna meintra nauðgana. Assange hefur sagt opinberlega að kærurn- ar á hendur honum beri þess merki að vera árás gegn trúverðugleika hans og jafnvel runnar undan rifj- um FBI eða CIA. WikiLeaks, vefsíða Assange, birti nýverið tugþúsundir leyniskjala frá bandaríska hernum. „Ég treysti mér ekki til að dæma það hvort hann sé sekur eða sak- laus, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta út frá þessum skýrslum sem nauðgun, en ég vil hvorki dæma honum né konunum í vil fyrr en ég hef allar staðreyndir málsins,“ segir Birgitta. Talar ekki við Birgittu Julian Assange segir í samtali við DV að hann og Birgitta hafi ekki tal- að saman í marga mánuði að und- anskildu spjalli sem þau áttu fyrir tveimur vikum. „Birgitta hefur ekki beðið mig um að stíga til hliðar,“ segir Assange. Hann neitar því líka að Birgitta starfi fyrir WikiLeaks þó að hún hafi tekið þátt í að vinna myndbandið Collateral Murder og önnur íslensk verkefni WikiLeaks. „Birgitta er ekki „starfsmaður Wiki- Leaks“,“ segir Assange. Birgitta er ekki sammála Ass- ange um að kærurnar séu runnar undan rifjum CIA eða FBI. „Ég hef lesið lögregluskýrsluna og fleira á netinu sem og fengið upplýsingar um stöðu mála á öðrum stöðum og get ekki undir neinum kring- umstæðum séð að þetta sé eitt- hvað sem runnið sé undan rifj- um FBI og CIA,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þær minna meira á eitthvað sem kalla mætti ástarþrí- hyrning og afbrýðisemi.“ Misskilingur í New York Post „Það virðist gæta misskilnings varðandi ummæli mín í tengsl- um við Julian. Ég lagði til að hann myndi stíga til hliðar sem talsmað- ur og einbeita sér að málsókn- inni gegn honum, held að það sé heppilegra fyrir hann og WikiLeaks að þessum málum sé ekki blandað saman,“ segir Birgitta en hún ítrek- ar að hún vilji ekki að staða hans innan WikiLeaks verði önnur en hún er nú. Birgitta og Julian hafa starfað saman að málefnum WikiLeaks. Hún tók virkan þátt í að undirbúa og birta myndband frá Afganistan sem sýndi bandaríska hermenn gera, að því er virtist, tilefnislausa og grófa árás á almenna borgara. Birgitta hefur einnig verið ötull talsmaður þess að Ísland verði gert að athvarfi fyrir frjálsa fjölmiðlun. Illa staðið að ákærunni Birgitta segir ákærurnar á hendur Julian bera þess merki að þær séu jafnvel byggðar á andúð einhverra á honum og að ljóst sé að þegar málið sprakk út í heimspressunni hafi CIA nýtt sér það í hag. „Þá er jafnframt ekki hægt að neita því að mjög illa var að ákærunni staðið í upphafi,“ segir hún. Handtökuskipun var gefin út á hendur Assange, en hún var dreg- in til baka daginn eftir. Handtöku- skipunin var svo gefin út aftur en þá sagði ríkissaksóknari í Svíþjóð, þar sem málið er til meðferðar, að samkvæmt þeim gögnum sem hann hefði undir höndum liti út fyrir að glæpur hefði verið fram- inn og að sá glæpur væri nauðg- un. Lögfræðingur Assange sagði strax frá byrjun að málið kæmi á óvart og ætti sér enga stoð í raun- veruleikanum. Í samtali við breska blaðið The Guardian segir Assange að hann sé að missa trúna á sænsk- um dómstólum. „Ég veit hvað ég hef gert um ævina og þess vegna veit ég að þessar ásakanir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og koma illa við mig,“ sagði Assange. „Hins vegar veit ég ekkert um efni ákæranna.“ Náið samstarf Birgitta og Assange hafa starfað náið saman og eru lýsingar á sam- skiptum þeirra í bandaríska blað- inu The New Yorker til marks um hversu náin þau voru. Þar er því lýst þegar Birgitta kom inn á dval- arstað Assange þegar hann dvaldi á Íslandi. Hún sá til þess að hann skipti um bol, klippti á honum hárið og hellti upp á te fyrir hann. Birgitta lét hafa eftir sér í er- lendum fjölmiðlum um og fyrir helgina að hún liti á sig og Ass- ange sem góða vini. Hún sagði að athugasemdir sínar um að Ass- ange ætti jafnvel að stíga til hliðar væru ekki persónulegar. Í samtali við The Daily Beast sagði hún til að mynda: „Mér er mjög annt um WikiLeaks og ég lít á mig sem vin Julians. En vinur er sá er til vamms segir.“ Í samtali við DV staðfestir Birg- itta að hún og Julian séu vinir en hún segir jafnframt að samskipti þeirra hafi ekki verið mikil undan- farið vegna anna. Það kemur heim og saman við það sem Assange segir um að þau hafi nánast ekkert talast við síðustu mánuði. Birgitta Jónsdóttir kallaði eftir því um helgina að Julian Assange viki tímabundið sem talsmaður WikiLeaks vegna rannsóknar á hendur honum vegna meintra nauð- gana í Svíþjóð. Birgitta og Assange eru vinir og hafa starfað náið saman að málum WikiLeaks. Sambandi þeirra er lýst sem nánu í úttekt New Yorker á Assange. AðAlsTeINN kJArTANssoN blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is kærður Assange hefur verið kærður fyrir tvær nauðganir í Svíþjóð. Rannsókn stendur yfir. Náin Birgitta hefur starfað náið með Assange að málum WikiLeaks. Hún sá til þess að hann skipti um bol, klippti á honum hárið og hellti upp á te fyrir hann. wIKIleAKs-MAÐUR Í „ÁsTARÞRÍhyRNINGI“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.