Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 24
Hverjir fara í 2. deild? Í kvöld, miðvikudag, kemur í ljós hvaða lið leika í annarri deild að ári. Þá fara fram seinni undanúrslitaleik- irnir í úrslitakeppni 3. deildar karla. Tindastóll mætir Árborg á Sauðárkróki og Dalvík/Reynir tekur á móti KB fyrir norðan. Stólarnir eru í kjörstöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn, 3-0, á útivelli og eins eru norðanmenn í fínum málum gegn Reykjavíkurliði KB eftir 1-0 sigur í Breiðholtinu. KB og Árborg eru bæði hálfgerð varalið, KB hjá Leikni og Árborg hjá Selfossi. Margir muna kannski eftir liði KB en það mætti stórliði KR í bikarkeppninni fyrir tveimur árum og tapaði með aðeins einu marki í Frostaskjólinu. arnór svekktur Sóknarmaðurinn stórefnilegi, Arnór Smára- son, sem leikur með Esbjerg í Danmörku, sagði við danska netmiðilinn bold. dk að hann væri mjög svekktur að hafa misst af landsleik Íslands gegn Dan- mörku. Arnór var í byrjunarliði Íslands gegn Lichtenstein í ágúst en var síð- an ekki valinn í hópinn og lék með U21 árs liðinu í Tékklandi. „Ég var mjög svekktur þegar ég komst að því að ég hefði ekki verið valinn,“ sagði Arnór við bold.dk. „En ég átti í kjölfarið gott samtal við landsliðsþjálfarann, sem út- skýrði málið vel fyrir mér, og það er allt í fína. Sem betur fer er fullt af leikjum eftir í keppninni og ég verð bara að leggja hart að mér.“ MOlar Í strÍði við trapattoni n Darron Gibson, írski miðjumað- urinn hjá Manchester United, á í miklum deilum við landsliðs- þjálfara Írlands, Giovanni Trapattoni. Hinn aldni þjálfari hef- ur sagt Gibson að hann verði að yfirgefa Manchester United því hann fái ekki að spila nægilega mik- ið. Trapattoni valdi Gibson ekki fyrir landsleikina gegn Armeníu og Andorra en Írar hófu undan- keppnina með 1-0 sigri. „Hvert á ég að fara frá Manchester United? Hjá hvaða klúbbi get ég bætt leik minn meira en hjá Manchester United? Stoke? Þótt ég fengi meira að spila þar yrði ég ekkert endilega betri,“ segir Darron Gibson reiður. LiverpooL bauð fyrst n Franski vængmaðurinn Florent Malouda hefur upplýst að hann hafi hafnað bæði Liverpool og Real Madrid þegar hann gekk í rað- ir Chelsea í júlí árið 2007. „Eftir að Drogba skrif- aði undir fór ég oft á Stamford Bridge. Þar voru einnig Makel- ele og Michael Essien. Mér fannst að ef ég ætti að spila á Englandi yrði ég að vera þar sem mér liði vel því þannig gæti ég mest bætt mig. Þannig að ég sagði við forseta Lyon að ég vildi frekar fara til Chelsea en Liverpool og Real og bað hann um að redda því,“ segir Florent Malouda. rooney verður ekki fyrirLiði n Enska götublaðið Daily Mir- ror greinir frá því að Sir Alex Ferguson , knattspyrnustjóri Manchester United, hafi nú bakþanka um að gera Wayne Rooney að næsta fyrirliða liðsins. Blað- ið segist hafa heimildarmann sem segir Fergu- son gríðarlega svekktan yfir vænd- iskaupum Rooneys. „Sir Alex talaði mikið um að hann ætlaði Rooney fyrirliðastöðuna en nú hafa þau plön farið út um gluggann,“ segir heimildarmaðurinn, en Rooney átti að taka við fyrirliðabandinu þegar Gary Neville og Rio Ferdin- and kveddu félagið. svaraði ekki Í sÍmann n Hinn eldhressi stjóri nýliða Blackpool, Ian Holloway, upplýsti að hann hafi ætlað sér framherj- ann David Nug- ent á lokadegi félagaskipta- gluggans. Það heppnaðist þó ekki því ekki var hægt að ná í Nugent þegar mest á reyndi. „Ef leikmað- urinn hefði ekki týnst væri David Nugent í okkar liði. Þegar það voru tuttugu mínútur eftir af félaga- skiptaglugganum vorum við búnir að landa Nugent. En það gat eng- inn náð í hann þannig hann gat ekki skrifað undir samninginn og því varð ekkert úr þessu,“ segir Holloway. 24 spOrt UMSjón: TóMAS þóR þóRðARSoN tomas@dv.is 8. september 2010 miðvikudagur Tiger Woods mun leika með Bandaríkjunum gegn Evrópu í Ryder -bikarnum sem fram fer á Celtic Manor-vellinum í Wales 1. til 3. október. Woods hefur gengið af- leitlega á mótum undanfarin miss- eri og tókst því ekki að verða einn af þeim átta sem sjálfkrafa kom- ust í liðið. Hann var aftur á móti einn af þeim fjórum sem fyrirliði Bandaríkjanna í ár, Corey Pavin, valdi. Auk Tigers valdi Pavin Stew- art Cink, Zack Johnson og Rickie Fowler. Nánast frá því að Tiger Woods gerðist atvinnumaður hefur hann verið einn af þeim fyrstu, ef ekki langfyrstur, til þess að tryggja sér sæti í Ryder-liðinu. Fyrirliðinn Corey Pavin segist þó ekkert hafa hugsað til þess að Tiger hafi ekki komist sjálfur í liðið. „Það sem ég reyndi að gera var að reyna að mynda mér engar skoðanir fyrr en um þessa helgi,“ sagði Pavin um valið en leikmenn hans voru uppteknir á lokaspretti PGA-mótaraðarinnar um helgina. „Ég vildi ekki vera að íþyngja sjálf- um mér þannig að ég bara beið og beið og beið. Tiger er einn af þeim tólf sem voru valdir og verður lið- inu jafnmikilvægir og hinir,“ segir Pavin. Woods hélt snögga ræðu um valið þegar það var orðið ljóst og þakkaði hann Pavin sérstaklega fyrir að minnast á hversu vel hon- um hefur gengið í Wales. „Ég hef komið áður til Wales og spilað í Walker-bikarnum. Ég hlakka mik- ið til að fara með liðinu og vonandi að koma með titilinn heim,“ segir Tiger. Bandaríkin eiga titil að verja en þau hafa ekki unnið Ryder-bikar- inn á evrópskri grund frá því 1993. Heilt yfir hefur Evrópa haft vinn- inginn undanfarin ár en Evrópa hefur unnið fimm af síðustu sjö Ryder -bikurum. tomas@dv.is Einn af fjórum síðustu í hópinn: tiger vaLinn Í ryder-Liðið Fær að vera með Tiger Woods leikur með Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum þrátt fyrir afleitt gengi að undanförnu. MyND AFP Baráttan algjör uppskeran engin Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leik- ina í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi og Úkraínu árið 2012. Íslendingar töpuðu í gær- kvöld fyrir Dönum á Parken í Kaup- mannahöfn, 1-0, en mark heima- manna skoraði Thomas Kahlenberg á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Úr- slitin eru sárgrætileg fyrir íslenska liðið sem barðist hatrammlega í leiknum og átti skilið stigið sem það hóf leikinn með. Íslendingar léku betur og börðust meira en í langan tíma. Uppskeran er þó því miður sú sama og hefur verið í flestum leikjum sem skipta máli, engin. Áttu meira skilið Það fór ekkert á milli mála að íslenska liðið ætlaði að leyfa Dönum að halda boltanum, vera skipulagt til baka og sækja hratt fram. Sú taktík gekk líka vel nær allan leikinn. Danir fengu nokkur mjög góð færi en í ramm- anum var Gunnleifur Gunnleifsson óstöðvandi og ekki bara varði hann allt sem kom á markið heldur hélt hann einnig boltanum. Þrátt fyrir nokkrar bagalegar og óhnitmiðaðar vinstri fóta sendingar fram á við frá varnarmönnum Íslands tókst liðinu alla jafnan að spila boltanum ágæt- lega út úr vörninni. Í seinni hálfleik fékk Ísland kjörið tækifæri til að skora. Birkir Már Sæv- arsson, sem kallaður var inn í liðið fyrir leikinn vegna meiðsla Grétars Rafns, þeyttist þá upp hægri væng- inn og var kominn upp að marki Dana hægra megin áður en hann vissi af. Því miður eins og hefur loð- að við Birki fraus hann á ögurstundu og reyndi skot úr þröngu færi í stað þess að renna boltanum á dauðafrían Gylfa Sigurðsson. Kolbeinn Sigþórs- son átti einnig ágætisskot aftur fyrir sig undir lokin sem minnstu munaði að hitti rammann. Þegar allir voru orðnir þokkalega sáttir við jafntefli og fyrstu úrslit- in gegn Dönum önnur en tap í 19 ár kom reiðarslagið. Eftir misskilning í vörninni, röð tilviljana og einskæra óheppni lak laflaust skot Thomas Kahlenbergs í netið á fyrstu mínútu uppbótartíma. Grátlegt, glatað og svekkjandi! Eins og spark í punginn „Við spiluðum vel varnarlega og héldum hreinu í níutíu mínútur en því miður dugði það ekki í dag,“ sagði sársvekktur Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Guð- mund Benediktsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég sagði við strákana inni í klefa að við ættum að bera höf- uðið hátt. Við spiluðum frábærlega, héldum góðu skipulagi og allir lögðu sig hundrað prósent fram. Í flestum tilfellum myndi þetta duga,“ sagði Ól- afur. Aron Einar Gunnarsson var engu minna svekktur þegar hann var tek- Ísland þurfti að sætta sig við tap, 1-0, gegn Danmörku á Parken í gærkvöldi í leik liðanna í undankeppni EM 2012. Íslensku strákarnir börðust eins og grenjandi ljón en mark Thomas Kahlenbergs í uppbótar- tíma kostaði Ísland eitt stig. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum. TóMAS þóR þóRðARSoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is 1-0 Thomas Kahlenberg (90.+1) ByRjuNARlIðIð Gunnleifur Gunnleifsson, Birkir Már Sævarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Indriði Sigurðs- son, Aron Einar Gunnarsson, Eggert Gunnþór jónsson, Rúrik Gíslason, Gylfi Þór Sigurðsson, jóhann Berg Guðmundsson (Birkir Bjarnason 88.), Heiðar Helguson (Kolbeinn Sigþórsson 75.). óNoTAðIR Árni Gautur Arason, Ragnar Sigurðs- son, ólafur Ingi Skúlason, Veigar Páll Gunnarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson. danMörk 1 ísland 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.