Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 18
ReiðuR við textavaRpið n Davíð Oddsson, ritstjóri Mogg- ans, lætur ekki deigan síga í barátt- unni við fréttastofu Ríkisútvarps- ins sem hann telur ganga erinda ýmissa aðila. Davíð líkir biskupsmálinu og úrsögnum úr þjóðkirkjunni við það þegar Morgunblað- ið varð fyrir því reiðarslagi við ráðningu Davíðs að þúsundir áskrifenda sögðu blaðinu upp. Segir Davíð að Ríkisútvarp- ið hafi þá tímunum saman verið með áskriftarnúmer Moggans uppi á textavarpinu til að leiðbeina fólki með uppsögn á Mogganum. „samfylkingarfólkið“ á RÚV stýrði þannig aðför að Davíð. enn eitt fRíblað n Þótt fríblöð á Íslandi hafi tapað formúu frá því Gunnar Smári Eg- ilsson hóf slíka útgáfu virðast spor- in ekki hræða. Pressan segir frá því að Jón Kaldal, brott- rekinn ritstjóri Fréttablaðsins, hafi nú uppi áform um að stofna fríblað sem komi út vikulega. Sjálfur segist hann vera að hugsa málið. Orðrómur er uppi um að Valdimar Birgisson auglýs- ingasali sé einnig viðriðinn málið. Valdimar markaði spor sín í fjöl- miðlasöguna með útgáfu Krónik- unnar, vikublaðs sem hvarf jafn- skjótt og það birtist. aRnþRúðuR og eiðuR n Stríðið á milli Eiðs Guðnasonar, bloggara og fyrrverandi sendi- herra, og Arnþrúðar Karlsdótt- ur, útvarps- stjóra Sögu, hefur harðnað til muna. Eiður hefur af alúð haldið úti bloggi þar sem hann bendir fjöl- miðlafólki á am- bögur. Reyndar hefur hann á stundum lagt lykkju á leið sína til að gagnrýna Sögu. Arnþrúður er orðinn fastagestur í athugasemdakerfi Eiðs. Steininn tók úr þegar Arnþrúður hótaði að heimsækja eiginkonu Eiðs. baukuR í bRúðkaupi n Brúðkaup detoxdrottningar- innar Jónínu Benediktsdóttur og Gunnars Þorsteinssonar í Kross- inum vakti mikla athygli í sumar, enda ekki á hverjum degi sem jafn nafntogaðir og framtakssamir ein- staklingar ganga í eina sæng. Eins og í Krossinum er siður var sam- skotabaukur látinn ganga gesta á milli að athöfn lokinni. Það varð í það minnsta einum hagyrðingnum að yrkisefni. Þessi ferskeytla rataði nafnlaus til DV í pósti: Parið um farsæld í brúðkaupi bað og blessunin var síðan aukin er báðu þau glaðbeitta gestina að gefa í samskotabaukinn. Umfangsmikið samsæri hefur undanfarið átt sér stað gegn þjóðkirkjunni okkar. Síðustu vikur hef- ur verið birt hver uppljóstrunin á fætur annarri um hvernig kirkj- unnar menn fylktust um biskup- inn þegar konur greindu frá því að hann hefði ýmist reynt að nauðga þeim eða misnotað á annan máta. Komið hefur á daginn að um mis- skilning er að ræða. Raunverulega fórnarlambið í öllu þessu máli var kirkjan og prestarnir hennar. Örn Bárður Jónsson, prest-ur í Neskirkju, útskýrði málið í predikuninni „Þjóð og kirkja í álögum“. Hann notar hið félagssálfræðilega hugtak „einelti“ til að lýsa fréttum um kirkjuna í fjölmiðlum. Stóra vandamálið sem Örn Bárður sér er að fjölmiðlar skyldu hafa greint frá því hvernig fólk segir sig úr þjóð- kirkjunni. Honum finnst ástæða til að leggja áherslu á að þagga niður upplýsingar um það, enda hefur kirkjan gjarnan verið kennd við þöggun. Fjölmiðlar hafa sumir farið mikinn þessa dagana gegn kirkjunni og lagt hana í ein-elti á óvæginn hátt. Það hefur verið ljótur leikur og ójafn,“ þrum- aði Örn Bárður og sagðist vilja segja sig úr fjölmiðlunum, en hann vissi ekki hvar eyðublaðið til þess væri að finna. „Eru til eyðublöð til að skrá sig úr fjölmiðlunum?“ spurði hann. Hon- um til hjálpar má benda á netfang- ið askrift@dv.is, ef hann vill skrá sig eða afskrá sig sem áskrifanda að DV. Aðrir áskriftarmiðlar hafa sambæri- leg netföng. Örn Bárður vitnar í Ham-skiptin, eftir Franz Kafka, og vísaði til þess að kirkj-an væri í álögum eins og aðalpersónan Gregor Samsa, sem breyttist í risastóra bjöllu. „Gregor upplifir það hvernig nánasta fjöl- skylda hans snýr við honum baki og fyrirlítur hann,“ útskýrir Örn. Í bókinni verður téður Gregor sífellt ógeðfelldari og á endanum reynist hann ekki í húsum hæfur, því bjöllur kunna ekki mannasiði. Undir lok predikunar sinnar hættir Örn Bárður hins vegar við að láta lík- inguna eiga við um kirkjuna. Bjallan ógeðfellda verður skyndilega að þjóð- inni og kirkjan að fjölskyldu hennar. „Kirkjan hefur á margan hátt verið ráðalaus eins og Samsa-fjölskyld- an í verki Kafka. Hún þarf nú, ásamt stjórnmála- og valdstétt- inni, að horfast í augu við þau hamskipti sem orðið hafa á hugum fólks í landinu hvað varðar afstöðuna til „tignarmanna“ bæði kirkju og þjóðfélags.“ Auðvitað minnir Gregor Samsa meira á gríska goða-fræði en kristni. En eins og Örn Bárður sagði var Páll postuli einu sinni ofbeldismaður, sem tók hamskiptum og varð góður. Við þekkjum líka frásagnir af ham- skiptum Ólafs Skúlasonar biskups. En þar komum við að lykilatriðinu. Allir geta reynst vondir, af því að allir eru mennskir. Nema Guð. Og kirkjan hefur Guð. En kirkjan út- skúfaði samt skipulega fórnarlömb- um biskupsins. Á undarlegan hátt vísar Örn Bárður til frásagna af holdsveikum þegar hann fjallar um mál fórnarlamba kynferðisofbeldis. Hann virðist vísa til þess að prestarnir eigi að vera eins og Jesú, sem snerti hina líkþráu. „Dagskipunin er að standa með hin- um útskúfuðu, með hinum líkþráu þessa heims, hver sem lemstrunin er, með þeim sem orðið hafa fyrir hamskiptum og breyst í bjöllu sem veldur eintómum misskilningi og ráðaleysi heimilismanna,“ sagði Örn Bárður í magnaðri samantekt um þjóðina í álögum. Örn Bárður sagði að nú ætti að „taka utan um“ þær sem kirkjunnar menn misnotuðu kynferðislega. Hann er greinilega ekki að ná þessu. Fáir eru meira sannfærandi ræðumenn en prestar, enda hafa þeir einkarétt á að nota hugtakið „Guð“ til að rök- styðja mál sitt. Í einni predikun náði Örn Bárður Jónsson að fara úr því að biskup misnotaði fjölda kvenna í skjóli prestastéttarinnar og kirkj- unnar, í það að fjölmiðlar séu vondir, fórnarlömb kynferðisofbeldis holds- veik og þjóðin eins og risastór padda. GEGGJAÐ GUÐSPJALL „Ég veit ekki með hverjum hann ætti að borða ef hann borðar ekki með Jóhönnu,“ segir SérA BAlDur KriStJánSSOn, sóknarprestur í Þorlákshöfn. Jenis av Rana, leiðtogi kristilega Miðflokksins í Færeyjum lét hafa eftir sér að hjónabönd samkyn- hneigðra brytu í bága við vilja Guðs, samkvæmt Biblíunni. Hann vildi því ekki snæða með Jóhönnu og frú í Færeyjum. Myndi GUÐ borÐA MEÐ JóhönnU? „Ég veit ekki hvern djöfulinn ég ætti að gera í blaðamennsku.“ n Ásgeir Þór Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, um að honum hafi verið boðið að kaupa hlut í DV ehf. og núna síðast Birtíngi. - DV „Tilfinningin var mjög góð, að fá svar við þessu, og góð fyrir þjóðina líka.“ n Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu, spurður hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af játningu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. - DV „Hann vorkenndi Gunn- ari líka svolítið, fyrir það hvernig hann var.“ n Guðlaug Matthildur Rögnvaldsdóttir, unnusta Hannesar heitins Helgasonar, um að Hannes hafi átt frumkvæðið að því að Gunnar Rúnar Sigurþórsson umgengist þau. Hann hafi alltaf verið góður við hann. - DV „Með því að þiggja boðið er ég að leggja blessun yfir hjónaband samkyn- hneigðra.“ n Færeyski stjórnmálamaðurinn Jenis av Rana sem neitar að sitja við sama borð og Jóhanna Sigurðardóttir og maki hennar vegna kynhneigðar þeirra. - Bylgjan „Skammastu þín, Jens.“ n Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, segir í samtali við færeysku útvarpsstöðina Kringvarpið að Jenis av Rana eigi að skammast sín fyrir ummæli sín um Jóhönnu Sigurðardóttur - Kringvarpið Bjarna batnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-stæðisflokksins, virðist gera sér grein fyrir því að flokkur hans er ekki stjórntækur nema farið verði í uppgjör við kolsvarta fortíð. Flestum hugsandi mönn- um er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn átti stóran hlut í þeirri spillingu sem endaði með hruni íslensks efnahagslífs. Nokkrir góðir flokksmenn gerðu veikburða tilraun undir forystu Vilhjálms Egilssonar til þess að gera upp fortíð flokksins. Skrifuð var skýrsla um mistök varðandi einkavæðingu bankanna og fleira. Á frægum landsfundi skaut Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður, skýrsluna í kaf. Blindir og siðspilltir flokksmenn eltu gamla foringjann þá eins og áður. En nú kveður við nýjan og óvæntan tón. Bjarni Benediktsson viðurkennir að fjöl- margt hafi farið úrskeiðis hjá flokknum í valdatíð hans fyrir hrun. Í viðtali við Ríkis- útvarpið tilgreindi hann sérstaklega einka- væðingu bankanna og eftirlit með þeim eft- ir að þeir komust í eigu einstaklinga. Bjarni sagði í umræddu viðtali að mikilvægt væri að flokkurinn horfðist í augu við mistökin og viðurkenndi þau. Nauðsynlegt er fyrir hann sjálfan að gera upp sín eigin mistök í viðskiptalífinu í leiðinni. Batnandi mönn- um er best að lifa. Játningar Bjarna eru mikilvægar öllum þeim sem vilja kjósa til hægri en sjá sér það ekki fært vegna spillingar. Núverandi for- maður varpar kastljósinu á forvera sína, Geir Haarde og Davíð Oddsson. Það er mat margra að Davíð sé versti skúrkur hruns- ins. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í af- neitun hvað það varðar er lítil von um bata. Taki menn aftur á móti áskorun núverandi formanns er von til þess að hreinsunareld- urinn vinni á spillingunni og skapi flokkn- um trúverðugleika. Bjarni mun nú þurfa að standast árás- ir Davíðs og nánustu hirðar hans. Enginn veit hvernig það stríð mun enda. Það er þó ljóst að niðurstaðan ræður því hvort flokk- urinn nær aftur vopnum sínum og heldur til móts við nýja framtíð undir fána heið- arleikans. rEynir TrAUSTASon riTSTJóri SkrifAr. Bjarni mun nú þurfa að standast árásir Davíðs. sandkorn tRyGGvaGötu 11, 101 ReykJavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: Jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari spurningin svarthöfði bókstaflega 18 umræða 8. september 2010 föstudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.