Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 32
n Heil hersing af málurum hefur unnið að því síðustu daga að mála hús Karls Wernerssonar fjárfest- is hvítt. Hús Karls, sem er einkar glæsilegt einbýlishús í Engihlíðinni, hefur orðið fyrir nokkrum árásum frá bankahruninu haustið 2008. Málningu var skvett á húsið í skjóli nætur í nokkur skipti og hefur verið fölbleik slikja á því æ síðan þrátt fyr- ir að reynt hafi verið að gera húsið drifhvítt aftur með því að mála það. Nú virðist Karl ætla sér að afmá slikjuna með öllu, slíkur er fjöldinn sem vinnur að því að hreinsa ummerkin um árás- ina af hús- inu. KARL MÁLAR FÖLBLEIKT HÚS n Leiðari Morgunblaðsins á mánu- daginn vakti verðskuldaða athygli. Þar djöflaðist leiðarahöfundur blaðsins á Ríkissjónvarpinu fyrir það meðal annars að láta Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fjalla um hrunið. Slíkt þótti leiðarahöfundi ekki heppilegt þar sem Jóhanna er systir Erlendar Hjaltasonar, forstjóra Exista, og kallaði við- komandi Jóhönnu „systur Exista“. Svo skemmtilega vill reyndar til að sonur Erlendar var í sumarvinnu á Mogganum í sumar og var und- irmaður helsta leiðarahöfundar Moggans, Davíðs Oddssonar, og er því réttnefndur „sonur Exista“, sam- kvæmt hugsuninni í leiðaranum. Davíð er án vafa ofarlega í röðinni yfir helstu gerendur hrunsins og þeirra atburða sem bjuggu til jarð- veginn fyrir það. Leiðarahöfundur Moggans getur því með góðri sam- visku hengt stimpilinn „Pabbi Ex- ista“ eða jafnvel „Pabbi hrunsins“ á Davíð ritstjóra því fáir menn greiddu götu stórbokka þessa lands betur en Davíð með einka- og græðgisvæðingu íslensks samfé- lags. Deyr Icesave, deyr Landsbanki en orðstír deyr aldregi! DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. VEÐRIÐ Í DAG KL. 15 ...OG NÆSTU DAGA SÓLARUPPRÁS 06:04 SÓLSETUR 20:51 Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 PABBI EXISTA REYKJAVÍK 16/14 16/10 16/14 11/10 20/9 21/11 18/14 24/20 28/24 17/13 16/12 16/14 13/8 17/13 18/14 15/14 24/21 27/24 18/13 18/12 16/12 16/14 17/8 18/16 18/14 25/22 28/24 16/14 16/10 16/14 11/10 20/9 21/11 18/12 24/21 28/24 Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 3-5 16/13 0-3 15/11 0-3 14/11 0-3 14/10 0-3 15/11 3-5 12/6 3-5 14/11 3-5 12/11 8-10 11/10 5-8 12/11 3-5 12/12 3-5 16/12 3-5 16/12 3-5 16/13 3-5 12/11 0-3 12/11 3-5 11/10 0-3 13/10 5-8 14/8 3-5 12/6 3-5 14/11 0-3 15/10 3-5 11/10 3-5 12/11 5-8 12/11 3-5 12/10 3-5 12/11 3-5 12/11 3-5 10/9 3-5 10/9 3-5 9/7 0-3 12/10 5-8 10/7 3-5 10/8 0-3 10/10 0-3 12/10 3-5 11/10 3-5 12/9 5-8 11/10 3-5 10/9 3-5 11/10 3-5 10/10 3-5 11/9 3-5 11/8 5-8 10/9 0-3 11/10 5-8 11/9 3-5 9/5 3-5 12/6 0-3 12/7 5-8 11/10 3-5 10/6 5-8 11/10 3-5 10/6 3-5 10/9 0-3 11/9 Mið Fim Fös Lau hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA 16 15 16 15 14 14 13 14 18 18 13 16 6 3 3 8 6 16 7 6 5 8 105 8 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafarið á landinu (sjá kvarða) BJARTAST NYRÐRA – HLÝJAST VESTRA HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Þó búast megi við skúraveðri í höfuðborginni sem vissulega dregur úr gæðum veðursins verður afskaplega hlýtt eða 16 til 17 stig þegar best lætur. Það verður áfram ákveðinn vindur af austri eða suðaustri, þetta 5-8 m/s en hvassara á sjónum. LANDSBYGGÐIN Líkt og verið hefur verður áfram allhvasst með suðurströnd landsins en það veður hefur valdið Eyjaferj- unni Herjólfi nokkrum vandræðum með siglingar í Landeyjahöfn. Ég á hins vegar von á að í dag verði heldur hægari vindur þar en verið hefur. Annars staðar verður vindur hægari af austri eða suðaustri en á Vestfjörðum slær fyrir norðaustanátt. Almennur vindhraði verður 5-10 m/s, stífastur úti við austur- og norðausturströndina. Það má búast við skúrum allvíða í dag, síst þó á norðanverðu landinu þar sem verður þurrt og skýjað með köflum. Hitinn á landinu verður þegar best lætur á bilinu 12-20 stig, hlýjast til landsins á Vesturlandi og síðan jafnvel einnig til landsins vestan til á Suðurlandi. NÆSTU DAGAR OG HÆSTI HITINN Í SUMAR Eftir því sem líður á daginn dregur úr vindi sunnanlands og smám saman tekur við hægviðri á landinu. Ekki er að sjá neitt kuldakast þó heldur dragi nú úr mestu hlýindunum, en hitastigið á landinu hefur verið með afbrigðum hátt í september. Raun- ar svo hátt að hæsti hitinn í sumar og einnig sá næsthæsti varð nú í september, þann fjórða. Þá fór hitinn í 24,9 stig á Möðruvöllum í Hörgárdal ekki langt frá Akureyri og 24,7 stig á Mánárbakka á Tjörnesi. Fram að því hafði orðið hlýjast í 25. júlí eða 24,6 stig. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is Ein merkilegasta frétt síðari ára á Íslandi er tvímælalaust þegar DV sagði frá því árið 2005 að Björgólfur Thor Björgólfsson hefði fengið synj- un á gullkortið sitt í Bónusvídeó við Laugalæk. Björgólfur hafði ætlað að kaupa sér sjeik og súkkulaði en svo fór að kortinu hans var hafnað og mamma hans, Þóra Hallgrímsson, þurfti að koma í sjoppuna og greiða fyr- ir kruðer íið. Með sögunni fylgdi að Björgólfur hefði komið í sjoppuna á gulllituðum jeppa. Einnig kom fram að Björgólfur hefði farið út í gullbíl- inn og leitað að klinki til að greiða fyrir nammigottið en ekki haft erindi sem erfiði. Gullkortið var því látið í pant þar til móðir Björgólfs kom í sjoppuna og bjargaði syni sínum undan ísskuldinni og færði honum kortið aftur. Á þessum tíma var framhalds- fréttin af málinu hins vegar aldrei sögð. Hún er sú að þessi frétt ærði Björgólf Thor svo mjög að hann hringdi tæplega fimmtíu sinnum í tiltekinn mann hjá fjölmiðlafyr- irtækinu 365, sem átti og gaf út DV á þeim tíma, til að kvarta undan henni. Þetta er merkilegt í ljósi þess að Björgólfur hefur nánast aldrei haft fyrir því að hringja og kvarta undan fréttaflutningi fjölmiðla þegar fjall- að er um alvarlegri mál sem tengjast honum. Umræða um skuldaupp- gjör, skuggastjórnun, afskritir, maf- íutengsl í Rússlandi, Landsbankann og Icesave fær ekki eins mikið á Björ- gólf og saklaus frétt um að kortinu hans hafi verið synjað þegar hann keypti sér gotterí í hverfissjoppunni fyrir 500 kall. Símtölin fimmtíu sýna því hvað Björgólfi er umhugað um ímynd sína, jafnvel þegar kemur að tittlinga skít eins og að líta út fyrir að eiga ekki aur fyrir sjeik. Slíkt getur Björgólfur ekki þolað. Fjárfestirinn hringdi oft í starfsmann 365 vegna fréttarinnar um ísinn og gullkortið: ÍSFRÉTTIN ÆRÐI BJÖRGÓLF Æfur Björgólfur Thor varð æfur þegar sögð var frétt um að hann ætti ekki fyrir ís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.