Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 25
Tímabilið búið fari monza ekki vel Stórlið Ferrari í Formúlu 1 ætlar að gefast upp takist liðinu ekki að ná góðum úrslitum á Monza, óopinberum heimavelli liðsins, um helgina. Fernando Alonso er 41 stigi á eftir forystusauðnum, Lewis Hamilton, en á eftir Monza eru aðeins sex keppnir eftir. „Fari Monza mjög illa og Red Bull bætir við forskotið í keppni bílasmiða verðum að fara að huga að næsta ári,“ segir liðsstjórinn í ítalska íþróttablaðinu Corriere dello Sport. Ferrari var komið á gott skrið rétt fyrir sumarfrí en á Spa um þar síðustu helgi gekk liðinu ekkert. Higgins Heldur fram sakleysi sínu Fyrrverandi heimsmeistarinn í snóker, John Higgins, heldur enn fram sakleysi sínu hvað varðar ásakanir sem hann þarf nú að svara fyrir í tveggja daga réttarhöldum í London. Higgins þarf að svara fyrir fréttir enska götublaðsins News of the World um að hann hafi viljandi reynt að tapa römmum í sumum leikja sinna til að hafa áhrif á veðmál. Fréttin birtist 2. maí, á öðrum degi heimsmeistaramótsins. Higgins hefur ekki mátt spila síðan fréttirnar birtust og verður hann endanlega útskúfaður úr íþróttinni komi það í ljós að ásakanirnar séu sannar. molar Cahill orðinn rándýr n Ætli Arsenal sér að landa mið- verðinum Gary Cahill í janúar- glugganum eins og líklegt þykir þarf liðið heldur betur að eyða peningum. Hefði Arsen- al boðið í hann 15 milljónir punda í sumar hefði Bolton ekki getað neit- að tilboðinu vegna klásúlu í samningi Cahills. En á laugardaginn spilaði Cahill 33 mínútur í landsleik með Englend- ingum, sínum fyrsta landsleik, og bættust því við 2,5 milljónir punda við kaupverðið. Fari Cahill til Ars- enal í janúar verður liðið því að borga alls 17,5 milljónir punda fyrir þennan stórgóða miðvörð. Mourinho vill SChweinSteiger n Þrátt fyrir að hafa keypt tvær stjörnur úr bronsliði Þjóðverja á HM í sumar villl Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, þá þriðju. Hann vill landa Bastian Schweinsteiger í sumar sam- kvæmt þýska blaðinu Bild. Schweinsteiger er með samning við Bayern München út tímabilið 2012 þannig að ætli Bayern-menn sér að græða eitthvað á miðju- manninum magnaða verður það að gerast næsta sumar. Það er að segja ef hann ákveður að semja ekki aftur við liðið sem þykir ekkert ólíklegt enda Schweinsteiger bæði uppalinn og hamingjusamur hjá FC Bayern. SChwarzer pirraður n Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer leiðir að því líkur að hann sé enn fúll út í Fulham fyrir að leyfa honum ekki að ganga í raðir Arsenal í sumar. Arsenal bauð 3 millj- ónir punda í markvörðinn sem hefur verið meðal þeirra bestu í úrvals- deildinni undanfarin ár en Mark Hughes neitaði að leyfa honum að fara. „Ég vil helst ekkert segja um þetta,“ sagði Schwarzer eftir magn- aða frammistöðu í æfingaleik gegn Sviss á föstudaginn. „Það er betra að segja ekkert því fæst orð hafa minnsta ábyrgð,“ sagði svekktur Schwarzer. rio fær bandið aftur n Það var létt yfir Steven Gerrard á blaðamannafundi á mánudags- kvöldið fyrir leik Englands og Sviss. Hann fór yfir erfiða tíma sína sem fyrirliði liðsins og sagði svo: „Yfir til þín, Rio,“ en næsta víst þykir að Rio Ferdinand verði klár fyrir næstu landsleiki í byrjun október og vill Gerrard að hann fái bandið aftur. „Rio er að koma til baka er það ekki? Þetta er þá í síðasta skipt- ið sem þið sjáið mig hér. Njótið þess á meðan er!“ sagði Gerrard léttur. Gerrard var ekki bara fyrirliði Englands á HM, sem var ömurlegt fyrir lið- ið, heldur bar hann einnig bandið þeg- ar Englending- um mistókst að komast á EM 2008. miðvikudagur 8. september 2010 sporT 25 Það er ekki mikið reykvískt við Opna Reykjavíkurmótið í handbolta sem fram fer um helgina. Aðeins þrjú lið af átta á mótinu eru frá Reykja- vík og þá fara aðeins tveir leikir af tólf fram í Reykjavík. Mótið er af- skaplega veikt í ár en það ber þess keim að fjögur úrvalsdeildarlið og tvö allra sterkustu liðin úr 1. deild- inni verða á sama tíma að keppa á sterku æfingamóti á Akureyri. Þar verða heimamenn, FH, Fram, Valur, Stjarnan og Grótta. Á opna Reykjavíkurmótinu keppa nýliðar N1-deildarinnar, Aft- urelding og Selfoss, auk HK. Úr 1. deildinni verða ÍR, ÍBV, Víkingur og Fjölnir en að þessu sinni keppir einnig lið HKR, Handknattleiksfé- lag Reykjanesbæjar. Aðeins tveir leikir af tólf verða leiknir í Reykjavík en mótið hefst í Keflavík og Kópavogi á föstudag- inn og verður handbolti spilaður í Sláturhúsinu, íþróttahúsi sem alla jafnan er frægara fyrir stórleiki í körfubolta, en þar er samastaður hins magnaða liðs Keflavíkur. Á föstudaginn verður bæði leikið í Keflavík og í Digranesi í Kópavogi. Fyrsti leikurinn er við- ureign HK og Fjölnis í Digranesi en klukkan 19.30 hefst leikur Sel- foss og HKR í Keflavík. ÍBV og íR mætast síðan klukkan 20.00 í Digranesi á meðan Víkingur og Afturelding leika klukkan 21.00 í Keflavík. Á laugardaginn verður leik- ið bæði að Varmá í Mosfellsbæ og Dalhúsum en úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið verða svo leiknir í Reykjavík, nema hvað, í Víkinni, heima- velli Víkings í Fossvoginum. tomas@dv.is Aðeins tveir leikir á Reykjavík Open í Reykjavík: Óreykvískt Reykjavíkurmót Fara til Akureyrar Reykjavíkurliðin Fram og Valur spila ekki á Reykjavíkurmótinu. Mynd RAkel ÓSk „Þetta er mjög skrítin tilfinning,“ sagði Alfreð Finnbogason, marka- skorari U21 árs landsliðsins, við DV í gær eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer í Danmörku á næsta ári. Tilfinn- ingin skrítna var jú vegna þess að strákarnir töpuðu leiknum, 3-1, og spiluðu mjög illa en komust samt í umspilið með fjórða besta árangur- inn í öðru sæti. Glæsilegur árangur hjá Eyjólfi og strákunum. „Við vor- um svakalega pirraðir og ósáttir með sjálfa okkur en síðan komu Bjarni Viðars og Arnór Smára á flugi inn í klefann og sögðu okkur að við vær- um komnir áfram. Þá brutust út óg- urleg fagnaðarlæti,“ sagði Alfreð sem var í rútunni með liðinu á leiðinni til Prag þegar DV náði á hann. Púttaði í slána og inn „Menn eru bara hressir núna eins og eftir góðan sigurleik,“ sagði Al- freð. Tékkar komust í 3-0 áður en Al- freð minnkaði muninn fyrir Ísland. Fyrstu tvö mörk heimamanna voru afar ódýr þar sem íslenska vörnin svaf illa á verðinum en lítið var hægt að gera við þriðja markinu sem var einkar fallegt. Spilamennska liðsins var slök og ekki liðinu lík. Alfreð gat tekið undir það. „Við vorum bara að spila mjög illa. Við vorum að gefa Tékkunum of mikið pláss á miðjunni og sóknarleikurinn var nánast enginn. Þetta var einfald- lega ekki nægilega gott. Við munum núna fara yfir þetta og sjá hvað við getum bætt. Við erum klárlega að fara að mæta sterku liði í umspilinu þar sem við verðum að gera betur,“ sagði Alfreð sem gat þó ekki neitað því að mark hans hafi verið glæsilegt. Hann tók þá boltann viðstöðulaust innanfótar og smellti honum í slána og inn. „Ef maður tekur eitthvað jákvætt úr þessum leik er það markið. Ég gat tekið boltann með ristinni en það er góð kenning að boltinn þarf ekk- ert alltaf að rífa netið. Ég hafði þarna tíma til að meta hvernig ég ætti að gera þetta en ég ákvað að taka hann bara innanfótar. Þetta var bara gamli góði pútterinn í slána og inn.“ Sanngjarnt í umspil Íslensku strákarnir fóru hreinlega á kostum í undankeppninni, þeir töp- uðu tvisvar sinnum fyrir Tékkum sem töpuðu ekki leik í riðlinum, náðu fjórum stigum í leikjum við heims- meistara Þjóðverja og unnu rest. „Þetta tékkneska lið er bara svakalega sterkt, þeir voru að hvíla nokkra leikmenn í dag þannig að þar sést þeirra fáránlega breidd. Fjög- ur stig gegn Þjóðverjum og fullt hús gegn hinum er samt meira en menn gátu búist við fyrir mótið. Þetta er al- veg langt yfir væntingum og að kom- ast í umspilið er bara draumur,“ sagði Alfreð, sem benti einnig á breidd ís- lenska liðsins. Í það vantaði marga sterka leikmenn, alls sex úr byrjunar- liðinu sem lagði Þýskaland. „Það eru bara tveir eða þrír af þessum hópi núna hjá okkur sem spila erlendis. Það sýnir líka okkar breidd,“ sagði Al- freð Finnbogason kátur. Pirringur varð að gleði hjá u21 U21 árs landsliðið í knattspyrnu komst í gær í umspil um sæti í lokakeppni EM. Strákarnir lágu fyrir Tékkum, 3-1, ytra en voru með það góðan árangur í 2. sæti riðilsins að þeir komust í umspilið. tÓMAS þÓR þÓRðARSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is koMniR áFRAM Eyjólfur Sverrisson er að gera flotta hluti með U21. koMniR áFRAM Jón Guðni Fjóluson og félagar í U21 verða í pottinum þegar dregið verður í umspilið. Mynd toMASz kolodzieJSki Baráttan algjör uPPskeran engin inn tali á Stöð 2 Sport eftir leik- inn. „Þetta er grátlegt, bara eins og Englendingarnir segja „a kick in the balls“. Við gátum ekkert gert í þessu marki. Einn maður rennur til og svo annar. Þetta var eitt mesta klaufamark sem ég hef séð,“ sagði hann en var þó sáttur með frammi- stöðu liðsins. „Við ætluðum að sitja til baka og beita skyndisóknum og það gerðum við vel. Ég held að ís- lenska þjóðin geti alveg verið stolt af okkur eftir þennan leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hart barist Eggert Gunnþór og félagar í íslenska liðinu uppskáru ekkert þrátt fyrir harða baráttu. Mynd AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.