Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir Um það bil 1.000 rafiðnaðarmenn eru ýmist horfnir af landi brott eða sestir á skólabekk á ný vegna þreng- inganna á vinnumarkaði. Þetta eru um það bil 17 prósent félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að atvinnuleysi hafi verið tals- vert undir meðaltali allra starfs- greina, eða frá 2 upp í 5,7 prósent. „Það segir þó ekki nema hluta af sögunni því fólk er farið eitthvert annað. Af þessum 1.000 rafiðnað- armönum eru líklega um 350 sestir aftur á skólabekk eftir að hafa leiðst úr námi inn á vinnumarkaðinn á þenslutímanum. Þetta var unga fólkið sem fyrst var sagt upp störfum þegar harðnaði á dalnum. Aðrir eru einfaldlega horfnir úr landi. Nú eru margir að hringja, búnir að koma sér fyrir í starfi, og vilja fá makann og börnin út einnig. Aðallega hafa rafiðnaðarmenn farið til Noregs en einnig til annarra Norðurlanda.“ Hærri skatta ofan á allt annað Þegar mest var voru allt að 6.500 fé- lagar í Rafiðnaðarsambandinu en nú losa þeir 5.000. Að sögn Guð- mundar er talsvert auglýst eft- ir íslenskum rafiðnaðarmönnum í Noregi, einkum til viðgerða- og tæknistarfa. Norsk fyrirtæki sæk- ist eftir Íslendingum því þeir séu í senn með breiða starfsreynslu og tungumálaerfiðleikar séu eng- ir samanborið við til dæmis þegar pólskir starfsmenn eigi í hlut. „Ís- lendingarnir fá allt upp í 230 krón- ur norskar á tímann, jafnvirði um 4.400 íslenskra króna á tímann. Þetta gera að lágmarki 700 þúsund krónur á mánuði. Hér þakka menn fyrir að losa 2.000 krónur á tímann við skilyrði þar sem kaupmáttur fer lækkandi og skuldir margfaldast í krónum talið. Við þessi skilyrði er svo ætlunin að rukka þetta fólk um hærri skatta sem nemur tugum þús- unda á ári. Auk þess vekur það okk- ur ugg í brjósti að margir eru með uppsagnarbréf í höndunum við eldhúsborðið. Verktakar halda að sér höndum. Nú virðist einsýnt að þeim framkvæmdum sem hefjast áttu í sumar verður að miklum hluta slegið á frest til næsta sumars. Ég er að tala um virkjunarframkvæmd- ir, línulagnir og fleira. Að vísu eru að hefjast framkvæmdir við stækk- un Straumsvíkurálversins. En afar margir verktakar segjast ekki geta haldið mönnum lengur á launaskrá án verkefna og því eru margir með uppsagnarbréf í höndum sem taka gildi í október og nóvember næst- komandi.“ Guðmundur segir að ofan á þennan vanda bætist áform um að hækka skatta í stað þess að takast á við ríkisfjármálin og hagstjórn- ina. „Þetta er mikið áhyggjuefni. Við þurftum að taka slag til þess að afla stöðugleikasáttmálanum fylg- is meðal félagsmanna. En á næstu vikum losna allir kjarasamningar. Við getum slegið frá okkur ef út í það er farið. Við erum með marga kjara- samninga; hluti félagsmanna get- ur fellt niður vinnu þótt aðrir haldi áfram. Við erum auk þess með gilda verkfallssjóði.“ Vilja laun í evrum Guðmundur er úrkula vonar um að á ný takist að verja kjörin og skapa nauðsynlegan stöðugleika með því að halda krónunni. „Fjöldi fyrirtækja í landinu er með tekjur í evrum eða öðrum gjaldmiðlum og forsvars- menn þeirra eru margir grjótharð- ir stuðningsmenn þess að taka upp evru sem gjaldmiðil. Við sjáum fyrir- tæki eins og CCP, Marel og fleiri sem að einhverjum hluta greiða laun í evrum. Ég býst alveg eins við því að stéttarfélög krefjist þess að laun verði greidd í evrum þar sem tekj- ur fyrirtækja eru í erlendum gjald- miðlum. Sjómenn eru á hlut og fá laun sín raunverulega greidd út frá söluverði aflans á erlendum mörk- uðum. Því skyldu aðrar stéttir ekki geta krafist þessa einnig þar sem það á við?“ spyr Guðmundur. Pólitískt sprengjusvæði Margir líta til þess að svo sé krónunni fyrir að þakka að bærilega vel gengur hjá útflutningsgreinunum um þessar mundir, ekki síst í sjávarútvegi. Öðr- um fremur eru það þingmenn VG og sjálfstæðismanna sem halda slíkum sjónarmiðum á lofti. Hins vegar er að sjá sem forysta samtaka launamanna hafi að mestu snúið baki við slíkum viðhorfum og afstaðan gegn krón- unni hafi harðnað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir að lít- il hjálp sé í því fyrir launamenn að hirða af þeim kaupið með gengisfell- ingum sem í rauninni komi aðeins sumum atvinnugreinum til góða og öðrum ekki. „Allir samningar verða lausir eftir um tvo mánuði. Nú skipt- ir það okkur höfuðmáli hver grund- völlur nýrra kjarasamninga á að vera. Peningamálastefna ríkisstjórnarinn- ar getur ráðið úrslitum um það hvaða afstöðu menn taka við mótun kröfu- gerðarinnar. Við verðum að fá að vita hvaða grundvöllur verður lagður undir nýja kjarasamninga. Við unum ekki þessum óstöðugleika lengur.“ Gengið 20 prósentum of lágt Gylfi telur að gengi krónunnar sé um 20 prósentum of lágt um þess- ar mundir. Það geri að verkum að sumar útflutningsgreinar hagnist vel en aðrar greinar lepji dauðann úr skel. „Seðlabankinn neyðist til þess að kaupa gjaldeyri til þess að mæta skuldbindingum sínum og heldur raunverulegu gengi hennar niðri þar með. Þetta er allt mjög sorglegt. Með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990 náðum við verulegum árangri. Árið 2004 var kaupmáttur okkar í fremstu röð og jafnræði ríkti milli atvinnu- greina. En stjórnmálin fóru fram úr sér og keyrðu sjávarútveginn á kaf með ofursterkri krónu og svimandi vöxtum. Það samrýmist ekki stöðug- leika að keyra einstakar greinar á kaf. Nú er krónan niðri í kjallara og um 20 prósentum veikari en hún þyrfti að vera fyrir sjávarútveginn. Ef tækist að hækka gengi hennar um fimmtung myndi það létta á og bæta afkomu annarra greina. Í því fælist meira jafnræði og betri hagur fyrir okkar félagsmenn. Unnt yrði að bæta hag allra en ekki aðeins sumra. Við erum að ræða þessi mál og undirbúa kröf- ur okkar.“ Fullreynt með stöðugleika krónunnar Gylfi segir ekki einfalt að hækka gengi krónunnar. „En okkar stefna er skýr. Við teljum óumflýjanlegt að taka upp evru og ganga í Evr- ópusambandið ef við ætlum að ná nauðsynlegum stöðugleika. ASÍ vill þó ekki gera það skilyrðislaust. Við byggjum afstöðu okkar á köldu mati hagsmuna.“ Gylfi telur æskilegast að komast inn í anddyri myntsamstarfs Evrópusambandsins, EMU. „Umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu og innganga í mynt- samstarfið í kjölfarið er stefnumark- andi ákvörðun og yfirlýsing um að við ætlum að beita þekktum að- ferðum Evrópusambandsins við að ná stöðugleika í hagkerfinu. Á sama tíma eyðum við óvissu um það hvernig við ætlum að haga efnahags- og peningamálastjórn í framtíðinni. Það eykur traust alþjóðaumhverf- isins á endurreisnaraðgerðunum. Gangi þetta eftir skapast betri skilyrði til að lækka vexti hratt og afnema gjaldeyrishöft en hættan á annarri gengiskollsteypu verður til staðar þar til við getum afnumið gjaldeyrishöft- in og komið á eðlilegum gjaldeyris- viðskiptum,“ segir í riti um sýn ASÍ á Evrópusamvinnuna og samnings- markmið í aðildarviðræðunum. 1.000 RAFIÐNAÐAR- MENN FLÝJA LAND Um 1.000 rafiðnaðarmenn hafa horfið úr störfum hér á landi síðan bankakerfið hrundi og efnahagslífið tók að hökta. Meiri- hluti þeirra er farinn úr landi, segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Hann er úrkula vonar um að stöðug og batnandi kjör náist með krónunni. Hann vill að út- flutningsfyrirtæki miði launagreiðslur við erlenda gjaldmiðla líkt og við hefur átt um sjómenn, sem fá greiddan hlut sinn í samræmi við aflaverðmæti í erlendri mynt. jóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ég býst alveg eins við því að stéttarfélög krefjist þess að laun verði greidd í evrum þar sem tekjur fyrirtækja eru í erlendum gjaldmiðlum. svikul króna GuðmundurGunnarsson telurvístaðíauknummæligerimenn kröfurumaðfálaunsíngreiddíevrumþar semtekjurfyrirtækjaeruíerlendrimynt. Horfinn stöðugleiki Alltvelturnúápen- ingamálastefnustjórnvalda.Fyrrerekkiunnt aðmótakröfurnar,segirGylfiArnbjörnsson, forsetiASÍ(t.h).Meðhonumámyndinnieru JóhannaSigurðardóttirogVilhjálmurEgilsson. 8. september 2010 miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.