Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 15
Passið þrýstinginn Ekki verður of oft brýnt fyrir ökumönnum að gæta þess að loftþrýst- ingur í hjólbörðum sé réttur. Þannig má spara umtals- vert í bensíni. Þeir sem eiga reiðhjól vita að auðveld- ara er að hjóla þegar hart er í dekkjum. Hið sama gildir um bíla; minni orku þarf til að knýja þá áfram ef loft- þrýstingurinn í hjólbörðum er nægur. Þess utan eykur það endingu hjólbarðanna en lofþrýstingstöflu má oft finna undir bensínlokinu. niður með tengdamömmuboxið Þeir sem vilja draga frekar úr eldsneytiskostnaði ættu að kíkja í skottið á bíln- um. Óþarfi er að keyra um göturnar með dót sem er aðeins notað ein- stöku sinnum. Þar má nefna sand í poka, skóflu og annan vetrarbúnað sem þyngir bílinn. Ef sumarfríið er búið skaltu taka niður tóma farang- ursgrind eða „tengdamömmubox“ og ekki aka með opna glugga nema þörf krefji. Slíkt eykur loftmótstöðu og þar með bensíneyðslu og meng- un. Þá er nær óþarft að taka fram að hraðakstur eykur bensíneyðslu og er stórhættulegur. Sparaðu inngjöfina. miðvikudagur 8. september 2010 neytendur 15 Tegund Tegundin skiptir ekki höfuðmáli þegar tölva er valin. Vissulega er bilanatíðni misjöfn en týpur innan ákveðinna merkja skipta meira máli. Kynnið ykkur reynslu notenda af ákveð- inni týpu fremur en að útiloka Dell, HP, Acer eða önnur merki. Vélbúnaður á borð við örgjörva og móðurborð er oft á tíðum sá sami á milli tölva þó að vörumerkið sé ekki það sama. Þau merki sem seld eru á Íslandi eru flest, ef ekki öll, góð. Mikið úrval Neytendum standa margar tegundir fartölva til boða. Merkin eru ekki endilega það sem fólk ætti að horfa í að mati deildarstjóra í ELKO. Mynd RóbeRt Reynisson Rafhlaða Það skiptir flesta námsmenn máli að tölvan geti verið án rafmagns í skólanum í nokkra klukkutíma. Í sumum tölvum eru lághitaörgjörvar sem eru sparneytnari á orkuna en aðrir örgjörvar. Í þeim vélum endist rafhlaðan í 9 til 10 tíma. Öflugri vélar nota meiri orku og þá endist rafhlaðan skemur í hvert sinn. Minni skjáir nota einnig minni orku. Gætið þess að láta ekki rafhlöðuna vera í vélinni langtímum saman ef hún er fullhlaðin. Takið hana frekar úr - þá endist hún betur. Stýrikerfi Flestar nýjar tölvur hafa Windows 7 stýrikerfið. Það kom á markað í fyrra og hefur reynst mun betur en flestar útgáfur af Windows Vista eða XP. Tölvur eiga yfirleitt í minni erfiðleikum með að keyra Windows 7 en önnur stýrikerfi. Grunnútgáfur Windows Vista hafa til dæmis alls ekki reynst vel. Stýrikerfið getur því skipt töluverðu máli. Skjákort Fyrir þá sem spila stóra tölvuleiki getur verið nauðsynlegt að hafa gott skjákort sem er ekki innbyggt í móðurborðið. Námsmaðurinn ætti þó að hafa í huga að öflugur vélbúnaður hefur þær aukaverkanir að rafhlaðan endist skemur í hvert sinn. Allar nýjar tölvur hafa skjákort sem mætir þörfum námsmanna sem ekki nota flókin eða þung forrit. Hátalarar og myndavél Algjört aukaatriði þegar nota á tölvuna fyrir skólann. Flestir nota heyrnartól til að hlusta á tónlist í tölv- um og vefmyndavélar eru enn sem komið er ekki nema sæmilegar. Þær gagnast lítið við flest nám. Verðmunur á internettengingum, miðað við miðlungs notkun, er allt að 128 prósent eftir því hvaða áskrift- arleið er valin en miðað við litla eða mikla notkun er munurinn enn meiri. Ódýrustu tengingarnar er að finna hjá Netsamskiptum og Tali miðað við miðlungs notkun. Rangt var farið með í mánudagsblaði DV að Síminn væri með dýrustu net- tengingarnar. ódýrasta netið DV sagði frá því á mánudaginn að ódýrustu tengingarnar, miðað við miðlungs notkun – 10 GB í niðurhal á mánuði – væru hjá Netsamskiptum og Tali. Þær kosta um 3.700 krónur á mánuði. Miðað við litla notkun – 1 GB í niðurhal á mánuði – eru Snerpa og Síminn með ódýrasta netið og Tal fylgir fast á hæla þeim. Mánaðar- gjaldið er ríflega 3.000 krónur. Miðað við mikla notkun – þar sem 40 GB erlent niðurhal er innifalið í áskriftinni – er Hringiðan með ódýr- asta netið – um 4.500 krónur á mán- uði. Þessa upplýsingar eru réttar og standa. Margfaldur verðmunur DV fór hins vegar rangt með að Sím- inn væri með dýrasta internetið mið- að við miðlungs og/eða mikla notk- un. Netsamskipti og Tal eru heldur ekki með dýrustu tengingarnar mið- að við litla notkun. Þá er verðmun- ur á internettengingum í mörgum tilfellum tvöfaldur en flest fyrirtæk- in sem selja internetþjónustu bjóða upp á fjölmargar mismunandi áskriftarleiðir. Í DV á miðvikudaginn kom fram að verðmunurinn væri allt að 46 prósent en hið rétta er að hann er mun meiri. Reiknivél Póst- og fjarskiptastofn- unar tekur ekki mið af því hversu hraðvirkar tengingarnar eru, sértil- boðum sem kunna að standa við- skiptavinum til boða, eða þjónustu sem söluaðilarnir veita. Einung- is er tekið mið af erlendu niðurhali og ADSL-tengingum, en munurinn á hraða tengingarinnar getur verið margfaldur eftir því hvaða áskriftar- leið er valin. Minni þjónusta og minni hraði Af miklum verðmuni leiðir að auð- velt er að spara sér tugi þúsunda króna árlega með því einu að velja ódýran kost fremur en dýran. Á einu ári getur munurinn verið 66 þúsund krónur. Þó skal ítrekað að þó innifal- ið erlent niðurhal sé það sama get- ur fólk þurft að sætta sig við marg- falt minni hraða nettengingar og eftir atvikum minni þjónustu. Sem dæmi má nefna að munur á ódýr- ustu og dýrustu tengingu, miðað við litla notkun, er 181 prósent. Ódýrasta tengingin kostar 3.014 krónur á mán- uði hjá Snerpu en sú dýrasta er hjá Hringiðunni og kostar 8.490 krónur á mánuði. Munurinn á hraða teng- inarinnar er hins vegar hundraðfald- ur, svo dæmi sé tekið. Þó tengingarn- ar falli í sama flokk, miðað við erlent niðurhal, eru þær vart sambærilegar að öðru leyti. DV hvetur því neytendur, eftir sem áður, til að skoða nánar forsend- ur reikniaðferðanna á reiknivel.is og biður lesendur og hlutaðeigandi fyrirtæki velvirðingar á að hafa farið rangt með upplýsingar um dýrustu nettengingarnar. Margfaldur verðmunur getur verið á dýrustu og ódýrustu nettengingunum miðað við sambærilegt innfalið magn erlends niðurhals. Munur á hraða teng- inganna getur verið enn meiri. Rangt var farið með í DV á mánudaginn að dýrustu nettengingarnar væru hjá Símanum. Af miklum verðmuni leiðir að auðvelt er að spara sér tugi þúsunda króna árlega með því einu að velja ódýran kost fremur en dýran. LítiL notkun MiðLungs notkun MikiL notkun 1 GB erlent niðurhal 10 GB erlent niðurhal 40 GB erlent niðurhal Ódýrustu tengingarnar Súluritin sýna ódýrustu áskriftarleiðir seljenda ADSL-tenginga. Birt með fyrirvara um að upplýsingar á reiknivel.is séu réttar. balduR guðMundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is netið ekki dýrast hjá síManuM sn er pa -– 1M b/ 1g b sí M in n – gr un ná sk ri ft ta L 1 gb ne ts aM sk ip ti 8M b/ 20 gb hr in gi ða n – 1M b/ 10 gb Vo da fo ne ug gu Le ga et ið ne ts aM sk ip ti 8M b/ 20 gb ta L 10 b sí M in n – Le ið hr in gi ða n – 1M b/ 10 gb Vo da fo ne ug gu Le ga et ið sn er pa 2M b/ 10 gb hr in gi ða n – 1M b/ 10 gb ne ts aM sk ip ti 12 M b/ 40 gb ta L 60 b sí M in n – Le ið Vo da fo ne fu r ne ti ð sn er pa 2M b/ 10 gb 3.0 14 kr ón ur 3.0 50 kr ón ur 3.1 90 kr ón ur 3.7 20 kr ón ur 4.4 90 kr ón ur 4.6 50 kr ón ur 3.7 20 kr ón ur 3.7 90 kr ón ur 4.2 50 k ró nu r 4.4 90 kr ón ur 4.6 50 kr ón ur 4.7 28 kr ón ur 4.4 90 kr ón ur 5 .43 3 k ró nu r 5.9 90 kr ón ur 6.0 50 kr ón ur 6.5 90 kr ón ur 10 .44 3 k ró nu r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.