Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 8. september 2010 miðvikudagur Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis segir að eignarhaldsfélag Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, Straumborg, hafi selt hlut sinn í Kaupþingi í byrjun ágúst 2008, tæp- um tveimur mánuðum fyrir íslenska bankahrunið. Kaupandi bréfanna var Straumur-Burðarás fjárfestinga- banki. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Sölu- verð bréfanna var rúmir 5,7 millj- arðar króna. Engar tilkynningar bárust til Kauphallar Íslands um áðurnefnd viðskipti og engar slíkar tilkynning- ar er að finna um þau á vef Kaup- hallarinnar. Viðskiptin voru til- kynningarskyld vegna umfangs þeirra, vegna þess hversu Straum- borg átti stóran hlut í bankanum og eins vegna þess að starfsmaður Jóns Helga, Brynja Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Norvikur, sat í stjórn bankans fyrir hönd Jóns Helga. Samkvæmt þessu var því um að ræða viðskipti innherja með hluta- bréf í Kaupþingi skömmu fyrir fall bankans. Fjármálaeftirlitinu bent á málið Í byrjun ágúst 2010 var send fyrir- spurn um söluna á Kaupþingsbréf- unum til Kauphallar Íslands vegna þess að engar opinberar tilkynn- ingar fundust um viðskiptin. Heim- ildir DV herma að Kauphöllin hafi í kjölfarið, eftir að hafa grennslast fyrir um málið, bent starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins á að viðskiptin hefðu ekki verið tilkynnt til Kaup- hallarinnar á sínum tíma. Ekki er vitað hvort og þá hvað Fjármálaeft- irlitið hyggst gera í málinu. Samkvæmt þessum upplýsing- um seldi Jón Helgi hlutabréf sín í Kaupþingi áður en bankinn hrundi í byrjun október 2008 og var ekki greint frá því opinberlega. Jón Helgi sagðist hafa tapað hlutnum Þessar upplýsingar stangast á við það sem Jón Helgi hefur sagt um fjárfestinguna í Kaupþingi í fjöl- miðlum og hvað varð um hlutabréf Straumborgar í bankanum. Í viðtali við Fréttablaðið í janúar 2009, nokkrum mánuðum eftir ís- lenska bankahrunið, skrifaði blaða- maður Fréttablaðsins, og hafði þar eftir Jóni Helga: „Jón Helgi segir einu skráðu eignina í dag um fjög- urra prósenta hlut í Kaupþingi. Verðmæti hans nam um 17,2 millj- örðum króna þegar ríkið tók hann yfir í byrjun október í fyrra, en er verðlaus í dag.“ Í 4. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir hins vegar, líkt og áður hefur kom- ið fram, að Straumborg hafi ekki átt nein hlutabréf í bönkunum við fall þeirra. Í ársreikningi Straumborgar fyrir árið 2008 kemur aftur á móti ekkert fram um þessa meintu sölu félags- ins á bréfunum í Kaupþingi. Þvert á móti segir í reikningnum: „Á með- al fjárfestinga félagsins eru eign- ir í bankageiranum og hefur verð- mæti þessara eigna rýrnað á árinu út af fjármálakreppunni. Félagið átti verulega eign í Kaupþingi sem hrundi á árinu og var yfirtekið af ís- lensku ríkisstjórninni. Út af þessum aðstæðum skilar félagið tapi á ár- inu.“ Ársreikningurinn rennir því stoðum undir orð Jóns Helga um söluna á hlutabréfunum í Kaup- þingi. Segist ekki hafa selt Jón Helgi segir, aðspurður í samtali við DV, að hann hafi ekki lesið um- rædda umfjöllun um Straumborg í skýrslunni og að það sé ekki rétt að hann hafi selt hlutinn í Kaupþingi fyrir hrunið. „Nei, ég átti í Kaup- þingi – því miður.“ Aðspurður hversu stór þessi hlutur hafi verið, hvort hann hafi verið fjögur prósent, segir Jón að um minni hlut hafi verið að ræða. „Nei, nei, en ég átti andskotans nógu mik- ið… Við áttum þessi bréf því miður og við töpuðum því öllu saman við fall bankans. Þetta voru miklar töl- ur.“ Jón segir að hlutur Straumborg- ar hafi numið um einu prósenti við fall bankans. Jón Helgi svarar því til, spurður af hverju Straumborg hafi ekki verið á hluthafalista Kaupþings skömmu fyrir hrun bankans, að vel kunni að vera að félagið hafi ekki verið skráð sjálft fyrir bréfunum, heldur einhver annar aðili eða að bréfin hafi verið bundin í framvirkum samningum – „ÉG ÁTTI Í KAUPÞINGI – ÞVÍ MIÐUR“ Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er sagt að fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar hafi verið búið að selja hlutabréf sín í Kaupþingi við fall bankans haustið 2008. Fjármála eftirlitinu hefur verið bent á umfjöllunina og að engar tilkynningar hafi komið fram opinberlega um söluna. Jón Helgi segir að umfjöll- unin í rannsóknarskýrslunni sé ekki rétt, hann hafi ekki selt bréfin heldur tapað þeim í bankahruninu. Við fall bank-anna var Straum- borg ehf. búin að selja öll hlutabréf sín í bönk- unum. Bls. 97 í 4. bindi rannsóknarskýrslu Alþingis. „Hlutabréfaeign Straumborgar ehf./ Norvest ehf. þann 1. janúar 2007 er samtals 10,1 milljarður kr. og voru það eingöngu hlutabréf í Kaupþingi. Á tímabilinu eru veittar lánsheimildir bankanna samtals að fjárhæð 7,8 milljarðar kr. Keypt hlutabréf á tímabilinu nema 14 milljörðum kr. og seld hlutabréf eru að andvirði 21 milljarður kr. Seld hlutabréf umfram keypt nema þannig að andvirði 7 milljörðum kr. Við fall bankanna var Straumborg ehf. búin að selja öll hlutabréf sín í bönkunum.“ Hluthafalistar bankanna frá Kauphöll Íslands sýna jafnframt að Straumborg ehf. var ekki hluthafi í Kaupþingi við yfirtöku Fjármálaeftir- litsins á bankanum. Nafn félagsins kemur hvorki fyrir á hluthafalistanum frá 2. né 8. október 2008. úr skýrslunni inGi F. vilHJálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Bent á málið Fjármálaeftirliti Gunnars Andersen hefur verið bent á umræðuna í skýrslunni um meinta sölu Straumborgar á Kaupþingsbréfunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.