Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 23
miðvikudagur 8. september 2010 úttekt 23 lönd heimsins HÆttULeGUStU PakiStan Harðar og blóðugar deilur á milli talíbana og stjórn- valda eru tíðar í Pakistan. Saga landsins hefur að geyma valdarán, pólitísk morð og uppþot. Vestræn fyrirtæki á borð við hótelkeðjur hafa orðið skotspónn talíbana og hið sama gildir um vestræna ferðamenn. Á dögunum gengu hrikaleg flóð yfir landið sem ollu miklum skaða á grunnstoðum landsins. Þúsundir týndu lífinu í flóð- unum. Það getur þó verið göfgandi reynsla að ferðast um landið, bæði vegna ríkrar sögu landsins og fjölda minja og vegna þess hve fáir kjósa að sækja það heim. Það orð fer af Pakistönum að þeir séu ein vingjarnleg- asta þjóð í heimi. Morðtíðni á hverja 100.000  íbúa: 6,86 Srí Lanka Borgarastyrjöld á milli aðskilnaðarsinna og ríkisstjórnarinnar geisaði í rúm 26 ár alveg til ársins 2009. Tamiltígrar vildu stofna sitt eigið ríki í kjölfar strangra laga um tungumálakunnáttu og trúmál, en kröfurnar um hið fyrra gátu þeir ekki uppfyllt. Borgarastyrjöldinni lauk, en íbúar landsins glíma enn við afleiðingar stríðsins. Deilur gætu blossað upp að nýju nærri fyr- irvaralaust. Fáir ferðamenn féllu í valinn í stríðinu, en nokkrir ferðamenn særðust þó í sprengjuárásum í landinu. Framtíð landsins gæti verið björt eftir hina löngu borgarastyrjöld. Ódýrt er að ferðast um landið og náttúrufegurðin er mikil, þrátt fyrir að mörg svæði séu sködduð eftir langt stríð. Það er þó full ástæða til að hafa varann á í ferðum um landið. Morðtíðni á hverja100.000 íbúa: 6,69 SUðUr- afríka Tíðni morða og glæpa er ein hin hæsta í heiminum í Suður- Afríku. 20. öldin ein- kenndist af mismunun á milli svartra og hvítra íbúa í Suð- ur-Afríku og mikil fátækt hefur stuðlað að þessari háu glæpa- tíðni. Samkvæmt tölum frá Sam- einuðu þjóðunum um glæpi í heiminum á árunum 1998-2000, var hæsta tíðni nauðgana og lík- amsárása þar í landi, en um 52 voru myrtir daglega. Helst ber að forðast ferðir að næturlagi og á afviknum stöðum, en í slík- um tilvikum eiga flestir ofbeld- isglæpir sér stað. Landið dreg- ur þó marga að, vegna fagurrar náttúru og ríks menningararfs, og margir hafa ferðast klakklaust um landið. Morðtíðni á hverja 100.000 íbúa: 37 aLSír Borgarastyrjöld var í Alsír alveg fram undir lok 9. áratugarins, þar sem rúmlega 160.000 manns týndu lífi. Átökin hjöðnuðu og regla komst á í landinu. Þrátt fyrir lok stríðsins eru enn átök í Alsír. Hópar herskárra múslima með tengsl við al-Kaída hafa verið með starfssemi í landinu frá árinu 2002. Fjöldi fólks hefur látið lífið í sprengingum og hryðjuverkaárásum sem þessir hópar hafa staðið fyrir. Á þessu ári var til að mynda 78 ára gamall franskur ferðamaður tekinn af lífi, er hann var í haldi íslamista. Hryðjuverka árásum og of- beldisverkum hefur þó aðallega verið beint gegn opinberum stofnunum í landinu og starfsmönnum þeirra. Hóparnir halda sig við ákveðin svæði í Alsír og því er hættan ekki um allt landið. Morðtíðni á hverja 100.000 íbúa: 0,64 BraSiLía Glæpir á götum úti eru mjög stórt vandamál í Brasilíu og þar er morðtíðnin með því hæsta sem gerist í heiminum. Hún hefur lækkað seinustu ár, en er enn mjög há. Mikið er um átök á milli gengja á strætum borga í landinu og bæði heimamenn og ferðamenn verða fyrir barðinu á þeim. Hættulegustu svæðin í landinu eru í kringum landamæri Brasilíu og í úthverfum borganna. Úthverfin eru oft fátækra- hverfi þar sem glæpagengi ráða för. Talið er að bróðurpartur ofbeldisglæpa séu afleiðingar eiturlyfjaneyslu, en umfangsmikil kókaínframleiðsla er víða í landinu. Morðtíðni á hverja 100.000 íbúa: 25,2 kóLUmBía Tíðni ofbeldisglæpa í Kólumbíu var ógn- arhá á áttunda og níunda áratug sein- ustu aldar, en seinustu fimm árin hefur ástandið batnað gríðarlega. Eiturlyfja- stríðunum lauk að mestu árið 1993 með morðinu á Pablo Escobar, og á seinustu árum hefur bæði landsframleiðsla hækk- að og tíðni glæpa lækkað. Morðtíðn- in hefur lækkað um helming síðan árið 2000, þegar hún var mældist næsthæst í heiminum. Verulega hefur dregið úr starfsemi skæruliðahreyfinga, en hreyf- ingar á borð við byltingarher Kólumbíu (FARC) eru þó enn starfræktar á afskekkt- um svæðum landsins. Þessar hreyfing- ar standa enn í mannránum til að fjár- magna starfsemi sína, ásamt því að vera stórtækar í eiturlyfjaviðskiptum. Morðtíðni á hverja 100.000 íbúa: 35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.