Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 62
Dansarinn Lovísa Ósk Gunnarsdótt- ir á von á sínu fyrsta barni í desember. Barnið verður án efa hæfileikaríkt því pabbinn er enginn annar en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson, einn af stofn- endum Vesturports. Sjálf hefur Lovísa Ósk leikið í sjónvarpsþáttunum Kalla- kaffi og söngleikjum auk þess sem hún hefur verið hluti af Íslenska dansflokkn- um um árabil. Annað stjörnupar sem á von á erfingja er fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan og kærastan hans Katrín Rut Bessadóttir. Parið á fyrir dótturina Indíönu Karitas sem verður þriggja ára í haust en von er á nýja erfingjan- um á næstu dögum. Eins og kunnugt er varð barnasprengja á RÚV á dögun- um þegar þáverandi þulur urðu ófrískar hver á fætur ann- arri. Katrín Brynja Her- mannsdóttir reið á vaðið og eignaðist son í febrúar og svo komu þær Anna Rún Frí- mannsdóttir og Matt- hildur Magnúsdóttir með erfingja í sumar. Þá eru ótaldar fjölmiðlakonurn- ar og vinkonurnar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í Kastljós- inu og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir í Íslandi í dag en þær stöllur eign- uðust báðar sín fyrstu börn á árinu. Þá eignaðist söng- konan Emilíana Torrini sitt fyrsta barn í vikunni með kærasta sínum en söngkonan, sem er bú- sett í Bretlandi, eignað- ist dreng. LOVÍSA ÓSK OG ÓLAFUR DARRI EIGA VON Á SÍNU FYRSTA BARNI: 62 FÓLKIÐ 10. september 2010 FÖSTUDAGUR STJÖRNURNAR FJÖLGA SÉR JÓHANNES Í BÓNUS OG FRÚ: Jóhannes Jónsson kaupmaður, oftast kenndur við Bónus, gifti sig á afmælinu sínu nýverið. Hann kvæntist Guðrúnu Þórs- dóttur og voru einungis börn þeirra viðstödd athöfnina, sem fór fram heima í stofu, segir Jóhannes. „Þetta var mjög „low-profile“,“ seg- ir hann í samtali við DV. Guðrún og Jóhannes hafa búið saman síðastlið- in átta ár. Þau munu ekki fara í neina brúð- kaupsferð. „Ég er nú í þessu ferli að ná heilsunni aftur. Ætli maður láti ekki duga þá vegferð,“ segir hann. Jó- hannes hefur barist við krabbamein síðustu mánuði en hann er í nú í lyfjameðferð við því. Jóhannes kynntist Ásu Karen Jónsdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður, fyrir tvítugt. Saman eiga þau börnin Jón Ásgeir og Kristínu. Jón Ásgeir á þrjú börn og Kristín tvö þannig að barnabörn Jó- hannesar eru orðin fimm talsins. Eft- ir skilnaðinn átti hann í stuttu sam- bandi við Jónínu Benediktsdóttur. „Það hafa ekki verið margar ást- ir í mínu lífi. Í raun get ég nokkurn veginn sagt að þessar þrjár konur hafi verið ástirnar í mínu lífi. Ég hef átt barnaláni og barnabarnaláni að fagna og lít hamingjusamur til baka. Ég hef sannarlega verið heppinn,“ sagði Jóhannes í samtali við DV í febrúar á þessu ári. Jóhannes keypti nýverið nokkr- ar tískuvöruverslanir af Arion banka sem tók yfir Haga fyrr á ár- inu. Haga-samsteypan hélt utan um eign Jóhannesar og fjölskyldu hans í mörgum af stærstu versl- unum á Íslandi. Jóhannes reiddi fram tólf hundruð milljónir króna í kaupunum. Þrátt fyrir að eiga peninga hefur Jóhannes vægast sagt gengið í gegnum bæði súrt og sætt. Guðrún hefur gengið í gegn- um erfiðleikana með Jóhannesi en hún hefur staðið við hlið hans í nær áratug. Á þeim áratug missti Jóhannes bæði heilsuna og fyrir- tækið sem gerði hann að einum auðugasta manni landsins. Það er því alveg á hreinu að Jóhannes er vel kvæntur maður. adalsteinn@dv.is Jóhannes Jónsson kaupmaður, oftast kenndur við Bónus, gekk nýlega í það heilaga. Hann kvæntist sambýliskonu sinni til átta ára, Guðrúnu Þórsdóttur, á heimili þeirra við látlausa athöfn þar sem einu gestirnir voru börnin þeirra. Guðrún hefur staðið við hlið Jóhannesar í gegnum súrt og sætt í hartnær áratug. GIFTU SIG heima í stofu Látlaust Brúð- kaup Jóhannesar og Guðrúnar fór fram í stofunni heima hjá þeim. Silfurdrengurinn, gelframleið- andinn og sprelligosinn Logi Geirsson situr fyrir svörum í Lokaprófinu, léttum dagskrárlið í vikublaðinu Monitor sem fylgir Morgunblaðinu á fimmtudögum. Í prófinu þarf hann að klára setn- inguna: „Það besta við Hafnafjörð er... “ Logi svarar því á einfaldan hátt: „... fólkið.“ Í framhaldinu þarf hann að klára setninguna: „En það versta er... “ Skrifar þá hinn lauflétti Logi: „... að það er ekki komin stytta af mér.“ Einnig kemur fram í þessu prófi að Logi vildi helst berja Phoebe af öllum karakterunum úr Friends vegna þess hversu léleg hún er á gítar. VILL STYTTU AF SÉR Internetstjarnan Maggi Mix er hvergi nærri hættur og hlær að öllu tali um að hans fimmtán mínútur séu uppurnar. Hann hef- ur verið afskaplega duglegur að rappa á Facebook að undanförnu en þar „frístælar“ hann yfir þekkt lög á borð við Love the Way You Lie með Eminem og Rihönnu. Hann er búinn að búa til sérstaka Facebook-síðu fyrir rappið og aðra þar sem hann safnar saman YouTube-myndböndum. Um daginn var hann einnig með magnað bíóhorn þar sem hann gaf tíu bíómyndum einkunnir. Það myndband vakti mikla at- hygli en var snögglega kippt út. Hvers vegna var ekki útskýrt. ALLS EKKI BÚINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.