Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 62
Dansarinn Lovísa Ósk Gunnarsdótt- ir á von á sínu fyrsta barni í desember. Barnið verður án efa hæfileikaríkt því pabbinn er enginn annar en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson, einn af stofn- endum Vesturports. Sjálf hefur Lovísa Ósk leikið í sjónvarpsþáttunum Kalla- kaffi og söngleikjum auk þess sem hún hefur verið hluti af Íslenska dansflokkn- um um árabil. Annað stjörnupar sem á von á erfingja er fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan og kærastan hans Katrín Rut Bessadóttir. Parið á fyrir dótturina Indíönu Karitas sem verður þriggja ára í haust en von er á nýja erfingjan- um á næstu dögum. Eins og kunnugt er varð barnasprengja á RÚV á dögun- um þegar þáverandi þulur urðu ófrískar hver á fætur ann- arri. Katrín Brynja Her- mannsdóttir reið á vaðið og eignaðist son í febrúar og svo komu þær Anna Rún Frí- mannsdóttir og Matt- hildur Magnúsdóttir með erfingja í sumar. Þá eru ótaldar fjölmiðlakonurn- ar og vinkonurnar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í Kastljós- inu og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir í Íslandi í dag en þær stöllur eign- uðust báðar sín fyrstu börn á árinu. Þá eignaðist söng- konan Emilíana Torrini sitt fyrsta barn í vikunni með kærasta sínum en söngkonan, sem er bú- sett í Bretlandi, eignað- ist dreng. LOVÍSA ÓSK OG ÓLAFUR DARRI EIGA VON Á SÍNU FYRSTA BARNI: 62 FÓLKIÐ 10. september 2010 FÖSTUDAGUR STJÖRNURNAR FJÖLGA SÉR JÓHANNES Í BÓNUS OG FRÚ: Jóhannes Jónsson kaupmaður, oftast kenndur við Bónus, gifti sig á afmælinu sínu nýverið. Hann kvæntist Guðrúnu Þórs- dóttur og voru einungis börn þeirra viðstödd athöfnina, sem fór fram heima í stofu, segir Jóhannes. „Þetta var mjög „low-profile“,“ seg- ir hann í samtali við DV. Guðrún og Jóhannes hafa búið saman síðastlið- in átta ár. Þau munu ekki fara í neina brúð- kaupsferð. „Ég er nú í þessu ferli að ná heilsunni aftur. Ætli maður láti ekki duga þá vegferð,“ segir hann. Jó- hannes hefur barist við krabbamein síðustu mánuði en hann er í nú í lyfjameðferð við því. Jóhannes kynntist Ásu Karen Jónsdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður, fyrir tvítugt. Saman eiga þau börnin Jón Ásgeir og Kristínu. Jón Ásgeir á þrjú börn og Kristín tvö þannig að barnabörn Jó- hannesar eru orðin fimm talsins. Eft- ir skilnaðinn átti hann í stuttu sam- bandi við Jónínu Benediktsdóttur. „Það hafa ekki verið margar ást- ir í mínu lífi. Í raun get ég nokkurn veginn sagt að þessar þrjár konur hafi verið ástirnar í mínu lífi. Ég hef átt barnaláni og barnabarnaláni að fagna og lít hamingjusamur til baka. Ég hef sannarlega verið heppinn,“ sagði Jóhannes í samtali við DV í febrúar á þessu ári. Jóhannes keypti nýverið nokkr- ar tískuvöruverslanir af Arion banka sem tók yfir Haga fyrr á ár- inu. Haga-samsteypan hélt utan um eign Jóhannesar og fjölskyldu hans í mörgum af stærstu versl- unum á Íslandi. Jóhannes reiddi fram tólf hundruð milljónir króna í kaupunum. Þrátt fyrir að eiga peninga hefur Jóhannes vægast sagt gengið í gegnum bæði súrt og sætt. Guðrún hefur gengið í gegn- um erfiðleikana með Jóhannesi en hún hefur staðið við hlið hans í nær áratug. Á þeim áratug missti Jóhannes bæði heilsuna og fyrir- tækið sem gerði hann að einum auðugasta manni landsins. Það er því alveg á hreinu að Jóhannes er vel kvæntur maður. adalsteinn@dv.is Jóhannes Jónsson kaupmaður, oftast kenndur við Bónus, gekk nýlega í það heilaga. Hann kvæntist sambýliskonu sinni til átta ára, Guðrúnu Þórsdóttur, á heimili þeirra við látlausa athöfn þar sem einu gestirnir voru börnin þeirra. Guðrún hefur staðið við hlið Jóhannesar í gegnum súrt og sætt í hartnær áratug. GIFTU SIG heima í stofu Látlaust Brúð- kaup Jóhannesar og Guðrúnar fór fram í stofunni heima hjá þeim. Silfurdrengurinn, gelframleið- andinn og sprelligosinn Logi Geirsson situr fyrir svörum í Lokaprófinu, léttum dagskrárlið í vikublaðinu Monitor sem fylgir Morgunblaðinu á fimmtudögum. Í prófinu þarf hann að klára setn- inguna: „Það besta við Hafnafjörð er... “ Logi svarar því á einfaldan hátt: „... fólkið.“ Í framhaldinu þarf hann að klára setninguna: „En það versta er... “ Skrifar þá hinn lauflétti Logi: „... að það er ekki komin stytta af mér.“ Einnig kemur fram í þessu prófi að Logi vildi helst berja Phoebe af öllum karakterunum úr Friends vegna þess hversu léleg hún er á gítar. VILL STYTTU AF SÉR Internetstjarnan Maggi Mix er hvergi nærri hættur og hlær að öllu tali um að hans fimmtán mínútur séu uppurnar. Hann hef- ur verið afskaplega duglegur að rappa á Facebook að undanförnu en þar „frístælar“ hann yfir þekkt lög á borð við Love the Way You Lie með Eminem og Rihönnu. Hann er búinn að búa til sérstaka Facebook-síðu fyrir rappið og aðra þar sem hann safnar saman YouTube-myndböndum. Um daginn var hann einnig með magnað bíóhorn þar sem hann gaf tíu bíómyndum einkunnir. Það myndband vakti mikla at- hygli en var snögglega kippt út. Hvers vegna var ekki útskýrt. ALLS EKKI BÚINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.