Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 1. október 2010 föstudagur
Vesturvör 30c, Sími 575-1500
Auðvitað máttu
borga meira.
Þó það nú væri!
En þá verðurðu bara
að fara annað.
Ferð á Kársnesið borgar sig!
www.kvikkfix.issko
ðaðu!
Svona gerum við - fyrir minna
ósáttir við vegagerðina:
Krefjast milljóna
Þau Aðalheiður Auðunsdóttir, Hákon
Örn Halldórsson og Ragnar Jóhann
Halldórsson, landeigendur í Ísafjarð-
ardjúpi, krefjast milljóna í skaða-
bætur vegna lagningar nýs vegar við
Djúpavog. Vegagerðinni er stefnt og
krafist eignabóta og var málið tek-
ið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur á
fimmtudag.
Þremenningarnir eiga jarðirn-
ar Eyri og Bjarnastaði, sem eru í
nágrenni við Ísafjörð, og fóru þau
í mál við Vegagerðina þar sem þau
töldu sig ekki hafa hlotið þær bætur
sem þeim voru ætlaðar. Áður hafði
Matsnefnd eignanámsbóta úrskurð-
að þeim bætur upp á tæpar 13 millj-
ónir króna en þeim úrskurði fylgdi
Vegagerðin ekki. Þess í stað greiddi
hún landeigendunum þremur átta
milljónir.
Karl Axelsson hæstaréttalögmað-
ur sækir málið fyrir landeigendurna
og segir hann málið snúast um að
fá þær bætur sem úrskurðaðar voru
af Matsnefnd eignanámsbóta. Hann
bendir á að í þessu tilviki hafi sveita-
vegur breyst í aðalveg á þessu svæði.
„Matsnefndinni er einmitt ætlað
að ákvarða bætur í svona málum en
af einhverjum sökum hefur Vega-
gerðin síðustu ár hafnað þeim bótum
sem stjórnvaldið ákvarðar og hugsað
þess í stað um eigin hag,“ segir Karl
og bætir við að það veki nokkra undr-
un. „Þetta eru afar fagrar jarðir og
um þessar jarðir var gengið eins og af
skepnum. Mitt fólk krefst einfaldlega
þeirra bóta sem ákveðnar voru og ég
treysti því að landráðendum verði
sýnd meiri virðing en þetta,“ segir
Karl að lokum.
trausti@dv.is
Lestur á DV hefur aukist um 120 prósent á rúmu ári:
Dv í stórsókn
Frá því júní 2009 til september 2010
hefur lestur DV aukist um 120 pró-
sent. Þetta er samkvæmt nýrri könn-
un Markaðs- og miðlarannsókna,
MMR, á notkun á vef- og prentmiðl-
um. Frá því í júní 2009 hefur lestur á
DV og DV.is fari ört vaxandi. Í júní
2009 mældist lestur DV 12,7%, í apríl
2010 mældist hann 23,7% og í sept-
ember 2010 mældist lesturinn 27,9%.
Að sama skapi hefur lestur á DV.is
aukist jafnt og þétt. Þannig var hann
23,5% í júní 2009, 43,5% í apríl 2010
og 45,4% í september 2010.
Heldur fleiri karlar en konur lesa
DV samkvæmt könnuninni; 32,1%
karla sem spurðir voru sögðust lesa
DV samanborið við 23,6% kvenna.
Á sama tíma og lestur DV og DV.is
hefur aukist hefur lestur á Morgun-
blaði Davíðs Oddssonar og mbl.is
minnkað. Lesturinn á Morgunblað-
inu mælist nú 42,5% en í júní 2009
mældist hann 45,2%. Lesturinn á
mbl.is mælist nú 80,1% en mældist
83,2% í júní 2009 og 86 prósent í apr-
íl 2010.
Fréttablaðið bætir við sig lestri
frá síðustu tveimur könnunum og
mælist hann nú 63,1% en var í tveim-
ur könnunum þar á undan liðlega
60%. Lestur á vísir.is hefur sveiflast
nokkuð í síðustu könnunum. Hann
mælist nú 73,7% en mældist í apríl
síðastliðnum 77,9%. Þetta er engu að
síður aukning frá könnuninni 2009
þegar lesturinn mældist 66,5%.
Könnun MMR var framkvæmd
dagana 14. til 16. september síðast-
liðinn og fór hún fram á netinu. 854
einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára
svöruðu könnuninni og var úrtakið
valið af handahófi úr hópi álitsgjafa
MMR.
Lestur á DV
n Júní 2009: 12,7%
n Apríl 2010: 23,7%
n September 2010: 27,9%
*Heimild: MMR
Lestur á DV.is
n Júní 2009: 23,5%
n Apríl 2010: 43,2%
n September 2010:
45,4%
*Heimild: MMR
250 plöntur
fundust
Tvö hundruð og fimmtíu kanna-
bisplöntur á ýmsum stigum
ræktunar fundust við húsleit í
Kópavogi fyrr í vikunni. Á sama
stað var lagt hald á 2,5 kíló af
marijúana sem var í þurrkun.
Tveir karlar og ein kona, öll um
þrítugt, voru yfirheyrð í tengsl-
um við málið. Aðgerðin er liður
í að hamla gegn sölu og dreif-
ingu fíkniefna. Lögreglan minnir
enn sem fyrr á fíkniefnasímann
800-5005, en í hann má hringja,
án þess að gefa upp nafn, til að
koma á framfæri upplýsingum
um fíkniefnamál.
Pálmi Haraldsson hefur lagt fram greinargerð sína í máli skilanefndar Glitnis gegn
honum sem höfðað er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Pálmi vill meina að hann hafi
ekki borið neina lagalega ábyrgð á starfsemi Glitnis og geti þar af leiðandi ekki verið
skaðabótaskyldur út af starfsemi bankans.
PÁLMI BER VIÐ
AÐILDARSKORTI
Pálmi Haraldsson, fjárfestir kennd-
ur við Fons, ber við aðildarskorti í
máli skilanefnndar Glitnis gegn hon-
um sem höfðað er fyrir héraðsdómi
Reykjavíkur. Í þessari málsvörn felst
að Pálmi hafi ekki borið neina ábyrgð
á þeim ákvörðunum sem stjórnend-
ur og starfsmenn Glitnis tóku meðan
hann var óbeinn hluthafi í bankan-
um í gegnum FL Group, stærsta hlut-
hafa Glitnis, og að þess vegna beri að
sýkna hann. Þetta er rætt í greinargerð
lögmanns Pálma, Gísla Hall, sem lögð
var fram í héraðsdómi 30. september.
Málið snýst um 6 milljarða lán sem
eignarhaldsfélaginu FS38 ehf., sem
einnig var í eigu Pálma, var veitt til að
kaupa 25,7 prósent hlut Fons í bresku
skartgripakeðjunni Aurum Holdings
Ltd. fyrir sex milljarða króna vor-
ið 2008. Í stefnu skilanefndar Glitnis
gegn Pálma, Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni, Lárusi Welding og þremur öðr-
um kom fram að á þessum tíma hafi
verðmatið á hlutabréfunum í Aur-
um verið 1,4 milljarðar króna. Samt
hafi Glitnir átt að kaupa bréfin á sex
milljarða króna. Í stefnunni kemur
fram að eftir flókna viðskiptafléttu
með bréfin hafi lendingin orðið sú
að Pálmi og Jón Ásgeir Jóhanneson,
viðskiptafélagi hans og ráðandi aðili í
stærsta hluthafa Glitnis, hafi misnot-
að aðstöðu sína sem óbeinir hluthaf-
ar í Glitnis til að hagnast persónulega
um tvo milljarða króna. Farið er fram
á að sexmenningarnir sem hefur ver-
ið stefnt greiði sex milljarðana aftur til
Glitnis ásamt vöxtum frá árinu 2008.
Pálmi afneitar Jóni ásgeiri og
glitni
Líkt og gera má ráð fyrir í slíku máli
fer Pálmi fram á það að hann verði
sýknaður af skaðabótakröfu bankans
og til vara að upphæðin sem hann
er krafinn um verði lækkuð verulega.
Eitt af grundvallaratriðunum í máls-
vörn Pálma er að hann segist ekki
hafa hagnast um einn milljarð króna
í Aurum-viðskiptunum líkt og haldið
er fram í stefnu skilanefndar Glitnis.
Lykilatriðið í málsvörn Pálma í
stefnunni er að hann segir ekki rétt
að hann sé spyrtur við Jón Ásgeir Jó-
hannesson og að látið sé í það skína
að þeir beri ábyrgð á gjörðum hvors
annars. Jafnframt sver Pálmi það
af sér að hann hafi borið ábyrgð á
þeim ákvörðunum sem teknar voru
af starfsmönnum Glitnis banka:
Spyrja þurfi þá um þessar ákvarð-
anir. Í greinargerðinni segir með-
al annars: „[Pálmi telur að, innskot
blaðamanns] Ekki hafi verið staðið
óeðlilega að viðskiptunum og að þau
hafi verið gerð að undirlagi bankans.
Hann sem framkvæmdastjóri Fons
hafi viljað selja hlutabréfin og Glitn-
ir banki hf. kaupa þau, allt í þeim til-
gangi að bankinn yrði betur settur.
Það er ekki hlutverk stefnda Pálma að
færa rök fyrir ákvörðun Glitnis banka
hf. um að kaupa hlutabréfin.“
Pálmi vill því ekki meina að þeir
Jón Ásgeir hafi lagt á ráðin um við-
skiptafléttuna með Aurum-bréfin og
að þeir hafi nýtt sér aðstöðu sína sem
hluthafar í stærsta hluthafa Glitnis til
að keyra viðskiptin í gegn og hagnast
á þeim persónulega. Aurum-viðskipt-
in hafi verið á viðskiptalegum for-
sendum.
Ber við aðildarskorti
Helsta ástæðan sem Pálmi nefnir því
fyrir þeirri skoðun að sýkna eigi hann
í málinu er aðildarskortur, líkt og áður
hefur komið fram: Að Pálmi hafi ekki
haft skyldum að gegna gagnvart Glitni
og verði því ekki dreginn til ábyrgðar
vegna viðskipta bankans. Hann seg-
ist í stefnunni ekki hafa verið í þeirri
stöðu að geta gefið starfsmönnum
Glitnis bindandi fyrirmæli um ein-
stök viðskipti og að eftir því sem hann
hafi talið hafi Glitnis gengið frjáls til
Aurum-viðskiptanna.
Í þessi sambandi ber að geta að
í stefnu Glitnis gegn Pálma og hin-
um fimm eru tilvitnanir í tölvupósta
þar sem svo virðist sem Jón Ásgeir og
Pálmi hafi lagt línurnar í viðskiptun-
um og gefið starfsmönnum Glitnis
skýr fyrirmæli um hvernig þau ættu
að vera. Meðal annars sagði Pálmi
í einum póstinum til starfsmanna
Glitnis: „Ég ítreka að ég legg mikla
áherslu á að við gerum þetta með
þeim hætti sem rætt var um,“ og vísaði
þar til Aurum-viðskiptanna. Svar Ein-
ars Arnar Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, til
Lárusar Weldings hefur einnig orð-
ið sérstaklega þekkt í þessu sam-
hengi. „Ég verð að viðurkenna að ég
skil ekki af hverju við við lánum ekki
bara palma 2. ma.kr. til að koma fyrir á
cayman, áður en hann fer á hausinn, I
stað thess að fara I alla þess goldsmith
aefingu [Aurum-viðskiptin, innskot
blaðamanns].“
Lögmaður Pálma útskýrir að ekki
sé óalgengt að menn í viðskiptalíf-
inu gangi hart fram í viðskiptum sín-
um við bankamenn, og er hann þá
væntanlega að vísa óbeint til tölvu-
póstsamskiptanna sem koma fram í
stefnunni: „Í þessu sambandi er rétt
að hafa hugfast að ekki er óalgengt
að fulltrúar viðskiptamanna banka
gangi hart fram í samskiptum við
bankamenn, t.d. með því að sann-
færa þá um ágæti eigin viðskiptahug-
mynda og að banki hafi af þeim hags-
muni.“
Inntakið í vörn Pálma er því að
hann hafi ekki borið neina lögform-
lega ábyrgð á starfsemi Glitnis og að
hlutverk hans hafi ekki verið að gæta
hagsmuna Glitnis heldur hagsmuna
eigin félags, Fons. Mál skilanefnd-
arinnar gegn Pálma mun því vænt-
anlega snúast um það á endanum
hvort hann og Jón Ásgeir Jóhannes-
son hafi í reynd borið ábyrgð á Glitni
sem óbeinir hluthafar í bankanum
og hvort þátttaka þeirra í Aurum-við-
skiptunum baki þeim skaðabóta-
ábyrgð gagnvart bankanum. Pálmi vill
að minnsta kosti meina að svo sé ekki.
ingi f. vilhJálmsson
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Í þessu sambandi er rétt að hafa
hugfast að ekki er óal-
gengt að fulltrúar við-
skiptamanna banka
gangi hart fram í sam-
skiptum við bankamenn.
segist ekki hafa borið ábyrgð á glitni Pálmi skýlir sér á bak
við það í greinargerðinni að hann hafi ekki borið neina ábyrgð
á starfsemi Glitnis og geti þar af leiðandi ekki verið skaðabóta-
skyldur vegna starfsemi bankans.