Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 8
8 FRÉTTIR 1. október 2010 FÖSTUDAGUR Steingrímur Þór Ólafsson, þrjátíu og sex ára Íslendingur sem hand- tekinn var í Venesúela á mánu- daginn, starfaði sem einkaþjálfari í Kólumbíu á tíunda áratugnum. Þetta staðfestir vinur Steingríms í samtali við DV. Hann segir að fjölmiðlaumfjöllun um handtöku Steingríms hafi komið sér verulega á óvart, engum hefði dottið í hug að hann væri viðriðinn slík mál. „Mér finnst þetta bara alveg skelfi- legt, þetta kemur mér rosalega á óvart,“ segir vinur Steingríms í samtali við DV. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó-flugvellin- um á eyjunni Margarita í Karíba- hafi síðastliðinn mánudag. Hand- tökuskipun var gefin út á hendur Steingrími og var hann eftirlýstur af Interpol. Lögreglan í Venesúela staðfesti í samtali við dagblaðið La Calle að maðurinn verði framseld- ur til Íslands innan tíðar. 11 kíló af hassi „Hann var eftirlýstur að okkar ósk, þar sem vitað var að hann var í út- löndum,“ segir Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri í samtali við DV. Hann segir að lýst hafi ver- ið eftir Steingrími til þess að hefja undirbúning að því að fá hann framseldan hvaðan sem til hann næðist. „Það er rökstuddur grunur um að hann tengist þessum refsi- verðu brotum sem þarna er verið að rannsaka – stórfelldum svikum á greiðslum í formi endurgreiðslu virðisaukaskatts hjá tollstjóra.“ Það eru fyrirtækin Ólafsson hf. og H94 sem eru til rannsóknar vegna rúmlega 270 milljóna króna sem ekki voru greiddar í virðis- aukaskatt. Þá bendir Jón á að í tengslum við skattamálið hafi lög- reglan lagt hald á 11 kíló af hassi, og að lýst hafi verið eftir Steingrími í kjölfar þess, vegna mögulegra tengsla hans við það mál. Fráleitt segir lögmaður Steingrímur Þór Ólafsson var á leið til Frankfurt í Þýskalandi þar sem hann ætlaði að gefa sig fram við lögregluna þegar hann var hand- tekinn í Venesúela. Þetta segir hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steingríms. Hann tekur fram að lögreglan á Íslandi hafi verið látin vita af þessum fyrirætlunum Stein- gríms. Handtökuskipunin virðist því hafa seinkað komu Steingríms til landsins. Að sögn Vilhjálms heldur Steingrímur fram sakleysi sínu. Vilhjálmur segir Steingrím jafnframt vilja hjálpa til við rann- sókn málsins. Hann segir Steingrím ekki tengj- ast fíkniefnamálum og bendir á að hann eigi sér ekki sakaferil. Þá seg- ir hann fráleitt að tengja Steingrím við fíkniefni þó slík efni hafi fundist á heimili annars manns sem teng- ist rannsókn virðisaukaskattsmáls- ins. Vinur Steingríms, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir Stein- grím hafa ferðast nokkuð um Suð- ur -Ameríku og að hann hafi meðal annars verið búsettur í Kólumbíu í tvö ár á tíunda áratugnum. Þá segir hann málið hafa komið sér á óvart. Níu handteknir Í frétt á mbl.is þann 16. septem ber síðastliðinn um skattsvikamálið sem nú er til rannsóknar kom fram að tvö einkahlutafélög – sem munu vera Ólafsson hf. og H94 – skiluðu inn reikningum fyrir um samtals 1,3 milljarða króna og fengu end- urgreiddan virðisaukaskatt upp á um 270 milljónir. Ekkert mun hafa verið framkvæmt. Einn sexmenninganna sem úrskurðaður hefur verið í gæslu- varðhald, grunaður um aðild að málinu, er starfsmaður ríkisskatt- stjóra. Lögreglan handtók alls níu einstaklinga vegna rannsóknar á meintum virðisaukaskattsvikum tveggja einkahlutafélaga. Rann- sókn málsins miðar vel að sögn að- stoðarlögreglustjóra. Steingrímur Þór Ólafsson, maðurinn sem handtekinn var í Venesúela á mánu- daginn, starfaði sem einkaþjálfari í Kólumbíu á árum áður. Vinur hans lýsir hon- um sem góðum dreng og segir fjölmiðlaumfjöllun um málið hafa komið sér í opna skjöldu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, segir hann vera tilbúinn til þess að hjálpa til við rannsókn málsins. STARFAÐI Í KÓLUMBÍU JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Það er rök-studdur grun- ur um að hann teng- ist þessum refsiverðu brotum sem þarna er verið að rannsaka. Steingrímur Þór Ólafsson Maðurinn semhandtekinnvar íVenesúelaámánu- daginnbjóíKólumbíu ásínumtímaþarsem hannstarfaðisem einkaþjálfari,aðsögn vinarhans. HJÁLPSAMUR BORGARI: Borgaði fyrir ókunnuga konu Einstæðri móður með lítið á milli handanna var komið til hjálpar af ókunnugum manni þegar hún varð fyrir því óláni að fá synjun á kredit- kort sitt við matarinnkaup í Bónus á dögunum. Frá þessu greinir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í dag- bók sinni á Facebook og birtir bréf frá systur konunnar. Maðurinn bauðst til að borga fyrir kon- una upphæð- ina sem nam sjö þúsund krón- um. Þáði konan aðstoðina eftir að hann neitaði að taka annað í mál en að astoða hana. „[Hún] spurði hvort hann gæti ekki þá látið hana fá reikningsnúmer en þá sagði hann bara að hann vildi að hún gerði eitthvað gott fyrir einhvern í staðinn,“ skrifar systir konunnar í bréfinu sem borgarstjóra barst. Jón Gnarr fagnar þessari fallegu sögu af miskunnsama Samverjan- um í Bónus á Facebook-síðu sinni. Kveðst hann taka ofan fyrir svona fal- legri framkomu og óskar eftir meiru í þessum dúr í borginni og væntanlega samfélaginu öllu. Ummæli Jóns á Facebook koma aðeins nokkrum dögum eftir að Ásgerður Jóna Flosadóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Ís- lands, gagnrýndi sinnuleysi borgaryf- irvalda gagnvart fátækum. Ásgerður sagðist ítrekað hafa reynt að ná í borgarstjórann síðan hann heimsótti bágborið húsnæði samtakanna fyrr í sumar þar sem 500 fjölskyldur sækja sér mataraðstoð á viku. Jón Gnarr Ekki margir út Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir það ekki rétt að tugir einstakl- inga hafi gengið út þegar hann flutti ræðu á landsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag. „Það er einhver sem ekki kann að telja sem segir það, ég held að þeir hafi nú bara ver- ið teljandi á fingrum annarrar handar sem fóru úr þingsal,“ seg- ir Ögmundur. „Ég taldi að menn væru að bregða sér frá en hafði ekki hugarflug til að ímynda mér að þetta væri í mótmælaskyni vegna einhvers sem ég hafði sagt,“ segir hann, en fundargestir yfirgáfu salinn þegar Ögmundur fór að ræða ákæru á hendur Geir H. Haarde.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.