Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 1. október 2010 FÖSTUDAGUR Steingrímur Þór Ólafsson, þrjátíu og sex ára Íslendingur sem hand- tekinn var í Venesúela á mánu- daginn, starfaði sem einkaþjálfari í Kólumbíu á tíunda áratugnum. Þetta staðfestir vinur Steingríms í samtali við DV. Hann segir að fjölmiðlaumfjöllun um handtöku Steingríms hafi komið sér verulega á óvart, engum hefði dottið í hug að hann væri viðriðinn slík mál. „Mér finnst þetta bara alveg skelfi- legt, þetta kemur mér rosalega á óvart,“ segir vinur Steingríms í samtali við DV. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó-flugvellin- um á eyjunni Margarita í Karíba- hafi síðastliðinn mánudag. Hand- tökuskipun var gefin út á hendur Steingrími og var hann eftirlýstur af Interpol. Lögreglan í Venesúela staðfesti í samtali við dagblaðið La Calle að maðurinn verði framseld- ur til Íslands innan tíðar. 11 kíló af hassi „Hann var eftirlýstur að okkar ósk, þar sem vitað var að hann var í út- löndum,“ segir Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri í samtali við DV. Hann segir að lýst hafi ver- ið eftir Steingrími til þess að hefja undirbúning að því að fá hann framseldan hvaðan sem til hann næðist. „Það er rökstuddur grunur um að hann tengist þessum refsi- verðu brotum sem þarna er verið að rannsaka – stórfelldum svikum á greiðslum í formi endurgreiðslu virðisaukaskatts hjá tollstjóra.“ Það eru fyrirtækin Ólafsson hf. og H94 sem eru til rannsóknar vegna rúmlega 270 milljóna króna sem ekki voru greiddar í virðis- aukaskatt. Þá bendir Jón á að í tengslum við skattamálið hafi lög- reglan lagt hald á 11 kíló af hassi, og að lýst hafi verið eftir Steingrími í kjölfar þess, vegna mögulegra tengsla hans við það mál. Fráleitt segir lögmaður Steingrímur Þór Ólafsson var á leið til Frankfurt í Þýskalandi þar sem hann ætlaði að gefa sig fram við lögregluna þegar hann var hand- tekinn í Venesúela. Þetta segir hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steingríms. Hann tekur fram að lögreglan á Íslandi hafi verið látin vita af þessum fyrirætlunum Stein- gríms. Handtökuskipunin virðist því hafa seinkað komu Steingríms til landsins. Að sögn Vilhjálms heldur Steingrímur fram sakleysi sínu. Vilhjálmur segir Steingrím jafnframt vilja hjálpa til við rann- sókn málsins. Hann segir Steingrím ekki tengj- ast fíkniefnamálum og bendir á að hann eigi sér ekki sakaferil. Þá seg- ir hann fráleitt að tengja Steingrím við fíkniefni þó slík efni hafi fundist á heimili annars manns sem teng- ist rannsókn virðisaukaskattsmáls- ins. Vinur Steingríms, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir Stein- grím hafa ferðast nokkuð um Suð- ur -Ameríku og að hann hafi meðal annars verið búsettur í Kólumbíu í tvö ár á tíunda áratugnum. Þá segir hann málið hafa komið sér á óvart. Níu handteknir Í frétt á mbl.is þann 16. septem ber síðastliðinn um skattsvikamálið sem nú er til rannsóknar kom fram að tvö einkahlutafélög – sem munu vera Ólafsson hf. og H94 – skiluðu inn reikningum fyrir um samtals 1,3 milljarða króna og fengu end- urgreiddan virðisaukaskatt upp á um 270 milljónir. Ekkert mun hafa verið framkvæmt. Einn sexmenninganna sem úrskurðaður hefur verið í gæslu- varðhald, grunaður um aðild að málinu, er starfsmaður ríkisskatt- stjóra. Lögreglan handtók alls níu einstaklinga vegna rannsóknar á meintum virðisaukaskattsvikum tveggja einkahlutafélaga. Rann- sókn málsins miðar vel að sögn að- stoðarlögreglustjóra. Steingrímur Þór Ólafsson, maðurinn sem handtekinn var í Venesúela á mánu- daginn, starfaði sem einkaþjálfari í Kólumbíu á árum áður. Vinur hans lýsir hon- um sem góðum dreng og segir fjölmiðlaumfjöllun um málið hafa komið sér í opna skjöldu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, segir hann vera tilbúinn til þess að hjálpa til við rannsókn málsins. STARFAÐI Í KÓLUMBÍU JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Það er rök-studdur grun- ur um að hann teng- ist þessum refsiverðu brotum sem þarna er verið að rannsaka. Steingrímur Þór Ólafsson Maðurinn semhandtekinnvar íVenesúelaámánu- daginnbjóíKólumbíu ásínumtímaþarsem hannstarfaðisem einkaþjálfari,aðsögn vinarhans. HJÁLPSAMUR BORGARI: Borgaði fyrir ókunnuga konu Einstæðri móður með lítið á milli handanna var komið til hjálpar af ókunnugum manni þegar hún varð fyrir því óláni að fá synjun á kredit- kort sitt við matarinnkaup í Bónus á dögunum. Frá þessu greinir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í dag- bók sinni á Facebook og birtir bréf frá systur konunnar. Maðurinn bauðst til að borga fyrir kon- una upphæð- ina sem nam sjö þúsund krón- um. Þáði konan aðstoðina eftir að hann neitaði að taka annað í mál en að astoða hana. „[Hún] spurði hvort hann gæti ekki þá látið hana fá reikningsnúmer en þá sagði hann bara að hann vildi að hún gerði eitthvað gott fyrir einhvern í staðinn,“ skrifar systir konunnar í bréfinu sem borgarstjóra barst. Jón Gnarr fagnar þessari fallegu sögu af miskunnsama Samverjan- um í Bónus á Facebook-síðu sinni. Kveðst hann taka ofan fyrir svona fal- legri framkomu og óskar eftir meiru í þessum dúr í borginni og væntanlega samfélaginu öllu. Ummæli Jóns á Facebook koma aðeins nokkrum dögum eftir að Ásgerður Jóna Flosadóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Ís- lands, gagnrýndi sinnuleysi borgaryf- irvalda gagnvart fátækum. Ásgerður sagðist ítrekað hafa reynt að ná í borgarstjórann síðan hann heimsótti bágborið húsnæði samtakanna fyrr í sumar þar sem 500 fjölskyldur sækja sér mataraðstoð á viku. Jón Gnarr Ekki margir út Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir það ekki rétt að tugir einstakl- inga hafi gengið út þegar hann flutti ræðu á landsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag. „Það er einhver sem ekki kann að telja sem segir það, ég held að þeir hafi nú bara ver- ið teljandi á fingrum annarrar handar sem fóru úr þingsal,“ seg- ir Ögmundur. „Ég taldi að menn væru að bregða sér frá en hafði ekki hugarflug til að ímynda mér að þetta væri í mótmælaskyni vegna einhvers sem ég hafði sagt,“ segir hann, en fundargestir yfirgáfu salinn þegar Ögmundur fór að ræða ákæru á hendur Geir H. Haarde.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.