Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 18
18 nærmynd 1. október 2010 föstudagur SAT ATHAFNALAUS Á STÓRU LEYNDARMÁLI Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, mun setjast á sakamannabekk fyrir athafnaleysi sitt í aðdraganda hrunsins. Honum er gefið að sök að hafa sofið á verð- inum og ekki brugðist nægilega vel við í krafti embættis síns. Hann segist vera saklaus og skýtur á bankana, endurskoð- endur þeirra, Davíð Oddsson og fleiri. Geir H. Haarde verður fyrsti Íslend- ingurinn sem þarf að svara til saka fyrir landsdómi, eftir að alþingis- menn komust að þeirri niðurstöðu að hann væri sá eini úr þeirra ranni sem hefði gerst nægilega sekur um vanrækslu í starfi sínu, en hann var forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé ekki hræddur, þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Al- þingis hafi farið hörðum orðum um athafnir og þá sérstaklega athafna- leysi hans árin og mánuðina áður en bankarnir hrundu. Heldur fram sakleysi sínu Geir Haarde ætlar hins vegar að halda uppi vörnum fyrir landsdómi og ætlar að sýna fram á sakleysi sitt. Í bréfi sínu til þingmannanefndar- innar sem hafði rannsóknarskýrslu Alþingis til meðferðar, segir Geir meðal annars að forsvarsmenn bankanna hefðu vísvitandi sagt sér ósatt. „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vís- vitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðar- menn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra.“ Gögn um athafnaleysi hans í að- draganda hrunsins eru þó mörg. Sjálfur skellir hann skuldinni á bankana, endurskoðendur þeirra og aðra sem komu að rekstri bank- anna. Í bréfi sínu til Atla Gíslasonar, formanns þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is, ver Geir sig af krafti. Hann seg- ir veikingu bankanna innan frá ekki hafa verið minna vandamál en stærð þeirra í hlutfalli við efnahag þjóðar- innar. Geir skýtur á endurskoðend- ur bankanna og segir: „Ennfrem- ur blasir við að ábyrgð þeirra sem gengu frá og endurskoðuðu reikn- inga bankanna síðustu ár og árs- fjórðunga fyrir fall þeirra er mikil því á hinu endurskoðaða uppgjöri byggðist mat fjölmargra á stöðu bankanna.“ Líkt og aðrir sem sakaðir eru um að hafa verið orsakavaldar að hrun- inu, vill Geir ekki gangast við því. Hann segir að orsaka bankahruns- ins sé ekki að leita í því sem gerðist á vettvangi íslenskra stjórnvalda síð- ustu mánuðina fyrir hrunið. Hann segir að unnið hafi verið af „heilind- um og einurð“ í stjórnkerfinu þótt margir hlutir hefðu mátt betur fara. Hann segir að allt árið 2008 hafi það verið meginverkefni hans sem for- sætisráðherra að reyna með öllum tiltækum ráðum að afstýra hrun- inu. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa vanmetið stöðuna. Enginn hefði átt von á því að svo illa færi. „Eftir á að hyggja er ljóst að ég van- mat þá hættu sem var fyrir hendi.“ Gagnrýnir Davíð Í bréfi sínu til þingmannanefndar- innar gagnrýnir Geir Davíð Oddsson einnig fyrir aðgerðaleysi í Seðlabank- anum. Varnir seðlabankastjóranna um að þeir hafi varað við stöðunni dugi ekki, því bankinn hefði átt að bregðast við með aðgerðum. „Hafi verið meiri alvara í augum banka- stjórnar Seðlabankans hlaut hún að fylgja því eftir með formleg- um hætti,“ skrifar Geir. Hann vitnar einnig til ræðu Davíðs sem forsæt- isráðherra árið 2004, þar sem hann sagði að það leysti ekki Seðlabank- ann undan ábyrgð að koma varnað- arorðum á framfæri. Geir setur það í samhengi við að- gerðaleysi Davíðs í Seðlabankanum, en hann hafi ekki fylgt eftir tillögum eða hugmyndum um viðbrögð við vandanum. Bankinn hafi fram á vor 2008 sagt íslenska fjármálakerfið í meginatriðum vera traust. Vissi ekki að Davíð afþakkaði hjálp Sem fyrr segir er það miklu frekar athafnaleysi Geirs en athafnir hans á stóli forsætisráðherra sem veldur því að hann verður nú dreginn fyr- ir landsdóm og látinn svara til saka. Af skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis má ráða að Geir hafi skort yf- irsýn í starfi, þrátt fyrir að hafa haft aðgang að öllum þeim upplýsingum sem hann þurfti til þess að öðlast þá yfirsýn. Dæmi um athafnaleysi Geirs birt- ist í sjónvarpsviðtali sem hann veitti Bloomberg á miðvikudaginn. Þar var hann spurður hvort hann hefði ekki átt að taka boði Mervyns King, seðla- bankastjóra Bretlands, um aðstoð við að minnka íslenska bankakerf- ið. „Ég er viss um að það hefði verið frábær hugmynd að tala við Seðla- banka Bretlands um aðstoð,“ svaraði Geir fréttamanni Bloomberg. Fréttamaðurinn benti Geir á að vitað væri að King hefði boðið fram aðstoð við að minnka banka- kerfið, en Geir svaraði því til að að hann vissi ekki hversu formlegt til- boð seðlabankastjórans hefði verið. Geir sagðist hins vegar vita að Dav- íð Oddsson hefði rætt við Mervyn. Af svörum Geirs að dæma, voru sam- skipti hans og Davíðs annaðhvort mjög léleg eða hann hefur ekki kynnt sér atburðarásina eins og henni er lýst í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. Þar kemur fram að hinn 15. apríl 2008 hafi Davíð sent formlega beiðni um gjaldmiðlaskiptasamning til Seðlabanka Bretlands. King svar- aði bréfi Davíðs 23. apríl og hafn- aði beiðninni. Hann lýsti því hins vegar yfir að erlendir seðlabankar gætu hjálpað Íslendingum að finna leið til að minnka bankakerfi sitt. Í skýrslunni segir: „Að hans mati væri það eina raunhæfa leiðin til að tak- ast á við vandann. King sagði loks að hann byði fram alla aðstoð sem hann gæti veitt við að takast á við þetta verkefni. Seðlabanki Íslands þekktist ekki þetta boð. Í staðinn var sent svar þar sem þess var vinsam- legast óskað að breski seðlabankinn endurskoðaði afstöðu sína til um- beðins skiptasamnings. Því bréfi var ekki svarað.“ Ljóst er því að tilboð Breta um hjálp barst í formlegu bréfi frá seðla- bankastjóra, jafnvel þó Geir segi að hann hafi ekki vitað hversu formlegt það var. Vissi allt og bar höfuðábyrgð Ákæran gegn Geir er að öllu leyti byggð á gögnum sem rannsóknar- nefnd Alþingis aflaði í 15 mánaða langri rannsókn sinni. Nefndin hafði meðal annars til grundvallar tölvu- pósta og dagbækur forsætisráðherra. Óhætt er að segja að nefndin fari hörðum orðum um stjórnartíð Geirs síðustu mánuðina fyrir bankahrun. Nefndin átelur Geir fyrir að hafa brugðist í starfi með aðgerðaleysi sínu. Bent er á að hann sem forsæt- isráðherra hafi borið meginábyrgð á því að tryggja efnahagslegan stöð- ugleika. Hann bar jafnframt ábyrgð vegna fyrirsvars og almennrar verk- stjórnar í störfum ríkisstjórnarinn- ar. Undir Geir heyrðu einnig mál- efni Seðlabanka Íslands, samkvæmt lögum sem þá voru í gildi. Það var því á höndum Geirs að hafa sam- ráð og miðla til ríkisstjórnarinnar upplýsingagjöf Seðlabankans um ValGeir örn raGnarssOn blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is 1 27. september 2008„Nei,nei,nei,nei,égvaraðkomafráBandaríkjunumímorgun einsogþiðvitið,búinnaðveranokkra dagaíburtuogákvaðaðnotadaginn íaðsetjamiginníþaðsemerbúið aðveraaðgerastámeðanégvar fjarverandi.“ Geirvarspurðurhvortfundurhans meðseðlabankastjórunumþremurí Stjórnarráðinuhefðiveriðkrísufundur. GrafalvarlegstaðaGlitnisvarrædd,en Geirgerðilítiðúrþví. 228. september 2008„Nei,égáekkertsérstaklegavonáþví,þaðnáttúrlegakemur fjárlagafrumvarpiðámiðvikudaginn ogégverðmeðstefnuræðuíAlþingi áfimmtudaginn.Þaðeralltsamaná barahefðbundnuróli.“ Geirsvaraðiþvíhvorthannætlaði aðgefaútyfirlýsingueðahvortrík- isstjórninætlaðiaðgrípatilaðgerða íefnahagsmálumeftirfundmeð fulltrúumallraflokka.Áfundinumvar hrikalegstaðaíefnahagsmálumrædd. 328. september 2008 „Ja,égmyndinúekkertlesaneittsérstaktíþað,viðvinnumoft umhelgar[...]maðurþarfstundumað finnatímaþarsemmenngetatalað samaníróognæðiánþessaðveraí eilífritímapressu.“ Geirvildiekkikannastviðaðeitthvað óvenjulegtættisérstaðhelginaáður enGlitnirhrundi. 429. september 2008:„Þaðvarekkertsérstaktsemgekká,égtalamikiðviðþessa mennogviðákváðumaðhittastí gærkvöldi.Égnotagjarnantækifærið ogspjallaviðBjörgólfThorþegar hannerálandinuogmérfinnstég hafagagnafþvíogþaðerekkert óeðlilegtviðþaðaðviðhittumsteftir þessarbreytingarsemorðiðhafaá markaðinum.“ Geirvildilítiðtjásigumhvaðhefði fariðframáfundinum,ensagðiað ekkihefðiveriðfariðframásamein- inguGlitnisogLandsbankansmeð formlegumhætti.Framhefurkomiðað forsvarsmennLandsbankanslögðutil aðGlitnir,LandsbankinnogStraumur yrðusameinaðir. 55. Október 2008„Nei,nei.Égmyndiekkisegjaaðviðværumneittsérstaklegaverr stödd.“ GeirvildiekkimeinaaðÍslandværi verrstattenaðrarþjóðir.Daginn eftirvoruneyðarlöginsettþarsem Fjármálaeftirlitinuvargefinheimildtil aðtakayfirreksturbankanna. Fimm ósannindi Geirs Að hans mati væri það eina raunhæfa leiðin til að takast á við vandann. King sagði loks að hann byði fram alla aðstoð sem hann gæti veitt við að takast á við þetta verkefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.