Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 21
föstudagur 1. október 2010 fréttir 21
sé að brjóta gegn henni þegar hann
framkvæmir þetta. Það er ekki nægj-
anlegt til sakfellingar að viðhafa al-
gjört passívitet. Slíkt er ekki skil-
greint sem mótmæli.“
Vildi Jón Steinar frá
Varðandi sönnunarbyrðina og
óbein sönnunargögn. Valtýr seg-
ir frá öðru máli þar sem stúlka lýsti
kynferðisbrotum af hálfu stjúpföð-
ur síns frá 9-14 ára aldri. Hún lýsti
nákvæmlega umhverfi og atburð-
um. Maðurinn neitaði sakargiftum.
Staðfest var að stjúpi hennar hefði
farið með hana í þungunarpróf í
öðru bæjarfélagi án vitneskju móður
hennar. Hálfsystir hennar bar vitni
og sagðist hafa séð manninn ölvað-
an og nærbuxnalausan í eða við rúm
stúlkunnar. Tvö önnur vitni sögðu
að stúlkan hefði sagt þeim frá mál-
inu mörgum árum en það fór fyrir
dóm. Sérfræðingar mátu það einn-
ig svo að hún hefði einkenni sem
bentu til kynferðisofbeldis. Hann var
sakfelldur í hæstarétti.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttardómari og Eiríkur Tómasson
deildu um óbein sönnunargögn í
tímaritsgreinum og þar vísaði Jón
Steinar meðal annars til þessa máls
og sagði sönnunarfærsluna hafa ver-
ið afar veika, svo ekki sé meira sagt.
Í kjölfarið ritaði Valtýr forseta
hæstaréttar bréf árið 2008 og fór
fram á að Jón Steinar viki sæti í
kynferðisbrotamálum. Hann taldi
þessa skoðun Jóns Steinars varðandi
óbein sönnunargögn óásættanlega
og grafalvarlegt mál. „Enda myndi
hún, ef á hana væri fallist, leiða til
þess að það yrði óhjákvæmilega að
sýkna í langflestum og jafnvel öllum
nauðgunarmálum ef ákærðu neit-
uðu staðfastlega sök. Sú niðurstaða
væri óásættanleg fyrir ákæruvaldið
í landinu, brotaþola kynferðisbrota
og yrði beinlínis atlaga að réttar-
ríkinu. En ekki var orðið við þeirri
kröfu. Síðan hefur Jón Steinar dæmt
í máli þar sem sýkna var byggð á
óbeinum sönnunargögnum án þess
að skila sératkvæði.“
AfmæliSboð endAr illA
Árið 2009
frásögn hennar: 17 ára stelpa
hélt teiti í tilefni af afmælinu. Þar
drakk hún 12-14 stóra bjóra og varð
mjög drukkin. Hún hitti þar strák
og þau náðu vel saman, spjölluðu
og létu vel að hvert öðru. Hún sagð-
ist þó ekki getað gengið lengra með
honum þar sem hún væri að deyja
áfengisdauða. Hann samþykkti það.
Hún vaknaði síðan upp með buxurn-
ar á hælunum og hann var að hafa
samfarir við hana. Hún sagði að fé-
lagi hennar hefði rifið strákinn ofan
af henni og vinkona hennar hefði
hjálpað henni í fötin.
frásögn hans: Strákurinn neit-
aði og sagði þau hafa látið vel að
hvort öðru og káfað á kynfærum
hvors annars, en ekki haft samfarir
Önnur gögn: Dyravörður kom
að þeim og sagðist hafa séð þau
liggja í sófanum og kyssast en hún
hefði verið fullklædd og þegar hún
dó áfengisdauða þá hefði hann tek-
ið hann af henni. Vinkona hennar
sagði að hún hefði séð þau kyssast
og hjálpað henni að laga sokkabux-
urnar. Stelpan hefði sagt henni að
strákurinn hefði reynt að nauðga
sér. Annað vitni staðfesti að stelpan
hefði hringt í sig um nóttina og þá í
uppnámi af því að henni hefði verið
nauðgað.
Á Neyðarmóttöku var ótti hennar
og uppnám staðfest en ekkert annað
athugavert kom fram.
niðurstaða: Málið var fellt nið-
ur hjá ríkissaksóknara þar sem vitni
staðfestu ekki frásögn stúlkunnar og
verulegur vafi var á því hvort ástand
hennar hafi verið þannig að hún ekki
spornað við verknaðinum og honum
ætti að vera það ljóst. Það var því tal-
ið ólíklegt til sakfellingar.
Áfengisdrykkja hefur áhrif á
trúverðugleika
Valtýr segir að áfengismagn geti haft
áhrif á mat málsins. „Gildi fram-
burðar hefur stundum ekki mikla
vigt miðað við aðstæður. Sérstaklega
þegar fólk er undir miklum áhrif-
um áfengis eða fíkniefna. Það getur
haft áhrif á trúverðugleika kvenna að
þær séu drukknar. Ef þær eru mjög
drukknar er það oftast þannig að
þær muna verr hvað gerðist og þá er
minna að marka það sem þær segj-
ast hafa sagt og gert. Það er eðlilegt.
Að sjálfsögðu skiptir það máli hversu
drukknar þær eru. Þannig að við
rannsókn málsins er reynt að spyrja
mjög ítarlega um áfengisneyslu.“
„Þú Verður mín í kVÖld“
Árið 2009
frásögn hennar: Ungt fólk var
statt í teiti. Þar gerði ungur maður
tilraun til þess að merkja sér stúlku
með frösum eins og „þú verður mín í
kvöld“ og „ég á þig.“ Þau fóru á bar-
inn og þar vildi hann gefa henni
áfengi í skiptum fyrir koss. Hún neit-
aði að kyssa hann en drakk mikið og
man óljóst eftir kvöldinu. Man hún
þó eftir sér í húsnæðinu þar sem teit-
ið var haldið, þar sem hún er alls-
nakin á meðan hann hristir hana og
slær. Næst man hún eftir sér á meðan
hann er að hafa samfarir við hana
en þá rankaði við sér við ópin í hon-
um. Síðan man hún heftir sér þar
sem hún er greinilega búin að kasta
upp og komin í náttföt. Fötin henn-
ar fundust hvergi þegar hún yfirgaf
húsnæðið.
frásögn hans: Eftir rannsókn
lögreglunnar var ljóst var að hún
var undir miklum áhrifum áfengis
og hafði óljósa minningu um hvað
gerðist þetta kvöld. Vitni sáu unga
fólkið kyssast auk þess sem hún
fór sjálfviljug heim með mannin-
um. Þar sem hún var svo ölvuð bar
hann hana upp tröppurnar í stiga-
ganginum en nokkrum tímum síðar
taldi hann að hún væri komin í betra
ástand. Sagði hann að hann hefði
þá látið undan stöðugum þrýstingi
hennar en hún hefði gengið hart
að því að þau myndu hafa samfarir.
Hann sagðist einnig hafa verið mjög
drukkinn sjálfur.
Önnur gögn: Vinkona stúlkunn-
ar sagði lögreglu að stúlkan hefði
sagt sér frá því að henni hefði verið
nauðgað og í fyrstu hafi hún trúað
því. Henni hafi síðan snúist hugur
þegar hún varð vitni að orðaskipt-
um á milli fólksins, þar sem stúlkan
sagði við manninn að þótt hún hefði
viljað þetta hefði hann samt ekki átt
að gera þetta. Annað vitni sagði að
hún hefði haft miklar áhyggjur af því
að kærasti hennar kæmist að þessu.
Sama vitni sagði að hún væri afar
ósátt við atburðinn, ekki síst vegna
þess að hún laðist ekki að kærða og
hefði ekki viljað sofa hjá honum. Við
læknisskoðun fannst ekkert athuga-
vert.
niðurstaða: Það var því mat rík-
issaksóknara að málið væri ekki lík-
legt til sakfellingar. Þá mat ríkissak-
sóknari málið þannig að verulegur
vafi léki á því að svo hafi verið ástatt
fyrir henni að hún hefði ekki get-
að spornað við verknaðinum vegna
„Hann verður að Hafa ásetning“
framhald á
næstu síðu
Þarna játaði hann verknað-
inn, en játaði ekki að
hafa ætlað að nauðga
manneskjunni. Það er
heljarinnar munur þar á.
Er mælikvarðinn endi-lega sá að hún sé ekki
virk í rúminu með honum, taki
ekki þátt? Það held ég að sé nú
bara mismunandi.