Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 30
BARNALEIÐSÖGN Í ÞJÓÐMINJASAFNI ÍSLANDS Sunnudaginn 3. október kl. 14.00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er að þessu sinni ætluð börnum á aldrinum 5–8 ára. Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1.200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Ýmsir spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1.000 ára gömul sverð og dularfullur álfapottur. Leiðsögnin tekur um 45 mínútur og er ókeypis aðgangur fyrir börn yngri en 18 ára. GALLERÍ Í HEIMAHÚSI Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, opnar laugardaginn 2.október myndlistargallerí í íbúð sinni, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Klukkan 14.00 mun Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, klippa á borða og opna þar með galleríið formlega. Listamennirnir sem taka þátt í fyrstu sýningunni eru Þorvaldur Þorsteinsson, Helena Jónsdóttir, Bjarni Þór Sigurbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Sara Björnsdóttir, Hlynur Hallson, Anna Sigríður, Elín Anna Þórisdóttir, Helena Hans, Hjördís Frímann og Unnur Óttarsdóttir. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og er opin frá kl. 14.00 til 17.00 á laugardag og sunnudag. Sumir listamennirnir munu gera verk beint á veggina og þannig verður íbúðin að listaverki sem tekur stöðugum breytingum. Pablo Francisco og Funkin‘ Off The Wall á Broadway: Endar á Íslandi Bandaríski grínistinn Pablo Fran- cisco verður með uppistand á Broadway á sunnudag. Um er að ræða síðasta lið grínistans í Evr- óputúr, en hann hefur á undan- förnum vikum og mánuðum ferð- ast um Evrópu með nýja atriðið sitt sem kallast Funkin‘ Off The Wall. Hann hefur meðal annars troðið upp á hinum Norðurlöndunum við góðar undirtektir. Hinn 36 ára gamli Pablo er fædd- ur og uppalinn í Bandaríkjunum en ættaður frá Chile. Á undanförnum árum hefur hann verið á meðal vinsælustu uppistandara heims og milljónir manns hafa horft á mynd- brot með honum á YouTube. Pablo er þekktur fyrir að geta hermt eftir ótrúlegum fjölda frægra einstakl- inga og má þar til dæmis nefna Jackie Chan,  Arnold Schwarzen- egger, Keanu Reeves,  Michael J. Fox,  Jerry Springer,  Celine Dion, William Hung, Danny Glover og Gary Busey. Þetta er í þriðja skipti sem Pablo kemur hingað til lands Hann tróð upp á Hótel Nordica árið 2004 og aftur í Háskólabíói árið 2007. Sýn- ingin á sunnudag hefst klukkan 20.00 og verður líkt og fyrr segir á Broadway. Miðar eru seldir á þrjú mismunandi svæði, A, B og C. Miði á svæði A kostar 5.000 krónur, miði á svæði B 4.000 krónur og miði á svæði C 3.000 krónur. Þegar er upp- selt á svæði A og B en bætt verður við miðum um helgina. Hægt er að kaupa miða á midi.is 30 FÓKUS 1. október 2010 FÖSTUDAGUR OPIÐ HÚS HJÁ ÍS- LENSKRI GRAFÍK Á laugardaginn verður dagur myndlistar haldinn hátíðlegur hér á landi. Af því tilefni ætlar Íslensk Grafík að vera með opið hús á milli klukkan 11.00 og 14.00 á verkstæði sínu. Unnið verður á verkstæði félagsins með nokkuð hefðbundnum hætti til að gefa innsýn í starf myndlistarmanns- ins. Fullbright-styrkþeginn Nicole Pietrantoni mun vera á verkstæð- inu að vinna þennan dag. NÝTT SÝNINGARÁR ÍSLENSKA DANS- FLOKKSINS Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst 7. október með frumsýningu á Transaquania – Into Thin Air. Höf- undar verksins hafa allir skapað sér nafn sem listamenn á alþjóðlegum vettvangi en þeir eru dansararnir Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet ásamt listakonunni Gabríelu Frið- riksdóttur. Tónlistin er í höndum Valdimars Jóhannssonar og Bens Frost. Þessi fjölhæfi hópur listafólks hefur unnið náið saman í gegnum tíðina og náð einstökum samruna dans-, tón- og myndlistar.Trans- aquania – Into Thin Air er sjálfstætt framhald af hinu óvenjulega verki Transaquania – Out of the Blue sem Íslenski dansflokkurinn sýndi í Bláa lóninu í apríl 2009 og var valið sýn- ing ársins af gagnrýnendum Morg- unblaðsins. KVIKMYND RIFF: DEALER Afskaplega vel gerð mynd um einn dag í lífi eiturlyfjasala. Lágstemmd en en næm á hið hamingjulausa umhverfi sem myndin gerist í. HEIMILDARMYND RIFF: WHEN THE DRAGON SWALLO- WED THE SUN Þessi magnaða heimildarmynd segir langa og flókna sögu Tíbet á skýran og spennandi hátt. TÖLVULEIKUR SPORTS CHAMPIONS PS MOVE Vel heppnaður íþróttaleikur sem notast við PlayStation Move-tæknina. Ótrúlega raunverulegar hreyfingar og skemmti- legur leikur. mælir með... mælir ekki með... TÖLVULEIKUR KUNG FU RIDER Gjörsamlega glataður leikur sem PlayStation Move mun fljótt gleyma. Rúllustóla-, hindrana-, spark-leikur. Glataður. Pablo Francisco Endar Evróputúrinn á Íslandi. Á rið 2004 frumsýndi leik-hópurinn Vesturport leik-ritið Brim en á laugardag-inn verður kvikmynd eftir Árna Ólaf Ásgeirsson sem er byggð á leikritinu frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni RIFF. Leikarar Vesturports leika sjálfir í myndinni en hún skart- ar stjörnum á borð við Ingvar E. Sig- urðsson, Björn Hlyn Haraldsson, Nínu Dögg Filippusdóttur og Ólaf Darra Ólafsson. Kvikmyndahandrit- ið skrifaði Óttó Geir Borg. Skáldaleyfi frá Jóni Atla „Myndin er meira byggð á persón- unum en sögunni,“ segir leikstjór- inn Árni Ólafur Ásgeirsson en hann hefur áður leikstýrt myndinni Blóð- bönd. „Við erum samt trúir stemn- ingunni og karakterunum en þeir sem hafa séð leikritið munu reka upp stór augu. Þetta er samt hluti af því að segja þessa sögu í öðru formi. Leikritið sjálft gerist allt inni í messa þar sem persónurnar koma inn og út og segja sínar sögur. Það var erfiðara að myndgera það í handritinu,“ seg- ir Árni. Árni segir að myndin sé töluvert breytt frá leikritinu og því hafi þurft að beygja út af hér og þar við gerð kvikmyndahandritsins. „Við gáfum okkur skáldaleyfi og Jón Atli gaf okk- ur alveg lausan tauminn með það. Við vildum reyna að gera þetta að eins mikilli kvikmynd og hægt er. Hún er samt byggð upp á samtölum og við reynum að vera með í stemn- ingunni.“ Heilmikið púsl „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef gert þetta og þetta var heilmik- Kvikmyndin Brim, byggð á handriti Jóns Atla Jónassonar fyrir Vesturport, verður lokamyndin á kvikmyndahátíðinni RIFF í ár. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrði myndinni sem var öll tekin úti á sjó til að gera upplifunina sem raunverulegasta. migu í saltan sjó 30 LISTASPÍRUR Á sjó Árni Ólafur skaut Brim alla úti á sjó. MYND EGGERT JÓHANNESSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.