Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 36
36 úttekt 1. október 2010 föstudagur Aldur: 27 ára. Búseta: Reykjavík. Iðja: Bréfberi. Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft á líf þitt og þinna nánustu? „Það hefur í sjálfu sér ekki haft mikil áhrif á mig enda tel ég mig ekki hafa gert neitt glæpsamlegt og kvíði því ekki niðurstöðu. Staðan væri kannski öðruvísi ef ég hefði fjölskyldu sem ég þyrfti að framfleyta. Foreldrar mínir hafa held ég í raun meiri áhyggjur af þessu en ég, þó svo að þau í sjálfu sér kvíði engu. Allir þeir sem þekkja mig standa með mér og trúa því ekki að þetta fari alla leið.“ Hver er þín skoðun á dómsmálinu? „Yfirvaldið dæmir sig bara sjálft ef það telur sig þurfa að taka okkur úr umferð eða hræða okkur. Þetta mál styrkir í raun þær hug- myndir sem ég hafði áður um valdið. Gagnrýni á ríkjandi kerfi er talin ógn við ríkjandi vald. Ef við hefðum verið ungliðahreyfing frá einhverjum af stjórnmálaflokkunum tel ég að málið hefði aldrei farið fyrir dóm.“ Hvernig finnst þér umfjöllun um landsdóm vera í samanburði við umfjöll- un um dómsmálið gegn ykkur? „Skondin. Fyndið að þeir sem hafa hvað mest verið á móti því að dæma ráðherrana séu þeir sömu og vilja hvað mest stinga okkur í grjótið. En annars er þetta landsdómsrugl bara enn einn skrípaleikurinn. Persónulega er mér nákvæmlega sama hvort þessir ráðherrar verði dæmdir meðan ekkert hefur verið gert til að hrófla við ríkjandi meingölluðu kerfi.“ Ert þú sekur? „Nei, eins saklaus og ég gæti verið.“ Fyrir hvern er réttarríkið? „Ríkjandi vald og kerfi.“ TEITur Ársælsson: Annað ef við værum ungliðahreyfing stjórnmálaflokks sTEInunn GunnlAuGsdóTTIr: sakleysi ekki nóg í réttarríkinu Aldur: 27 ára. Búseta: Reykjavík. Iðja: Listamaður. Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft á líf þitt og þinna nánustu? „Það er auðséð að pólitískar ofsóknir og hótanir um frelsisskerðingu hafa vond áhrif á þá sem fyrir þeim verða og þeirra nánustu. Í umfjöllunum um sakamál á hendur peningahausunum og stjórnmálarassgöt- unum er síendurtekið að þessar ásakanir hafi alvarlegan mannorðshnekki í för með sér auk tilfinningalegs álags fyrir þá og fjölskyldur þeirra. Brýnt er fyrir fjölmiðlum að sýna aðgát í nærveru sálar. Hrikalegt sé fyrir aðstandendur að sjá til dæmis auglýst eftir fjölskyldumeðlimi hjá Interpol eða þegar birtar eru myndir af þessu fólki í lögreglufylgd jafnvel handjárnuðu. Ritstjórar stóru blaðanna halda uppi frösum um að fólk sé saklaust uns sekt þess sé sönnuð og þannig er umfjöllunin í tilfelli þeirra fyrrnefdu. Á sama tíma hikar enginn við að birta myndir af okkur þar sem við erum dregin í handjárnum út úr alþingishúsinu. Sömu miðlar titla okkur ávallt „Fólkið sem réðst á Alþingi“ þegar þeir fjalla um málið. Við höfum fyrir löngu verið dæmd sek. Ýmsar aðrar rangfærslur fjölmiðla haldast svo lifandi í umræðunni þrátt fyrir að þeim hafi verið bent á að þeir fari með rangfærslur. Við, vinir okkar, stuðningsmenn og fjölskyldur höfum sætt ofbeldi eða þurft að horfa upp á slíkt af hálfu lögreglunnar í nánast hvert skipti sem við mætum upp í héraðsdóm. Það myndi aldrei líðast að Jón Ásgeir eða Geir H. Haarde væru lamdir af löggunni á leið í sitt eigið dómsmál. Munurinn er sá að við erum lágstéttar-, millistéttar- og utanstéttarpakk.“ Hver er þín skoðun á dómsmálinu? „Ég gef skít í þetta dómsmál. Það er bara enn ein birtingarmynd valdsins sem þarf að berjast gegn.“ Hvernig finnst þér umfjöllun um landsdóm vera í samanburði við umfjöll- un um dómsmálið gegn ykkur? „Mér finnst samanburðurinn kómískur. Það sem um landsdóminn er sagt má algjörlega heimfæra á okkar mál og önnur en fólkið sem er móðursjúkt vegna óréttlætis landsdómsins myndi aldrei geta séð eigin hræsni. Þau líta á sig og sína sem aðra tegund, yfir alla aðra hafna.“ Ert þú sek? „Ég er sek í augum þeirra sem vilja að fólk sé þægir þegnar, sem hugsa í frösum sem þeim hafi verið kenndir. Fyrir það á að refsa okkur.“ Fyrir hvern er réttarríkið? „Réttarríkið er refsiarmur valdsins gegn þeim valdalausu ef þeir haga sér ekki. Réttlætisþvaðrið um að séum við saklaus þá þurfum við ekkert að óttast, er yfirborðsleg hugsun og algjört skilningsleysi á tilgangi réttarríkisins og bákninu í heild sinni.“ Aldur: 26 ára. Búseta: Reykjavík. Iðja: Listamaður. Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft á líf þitt og þinna nánustu? „Er Geir Haarde ekki búinn að svara því ágæt- lega?“ Hver er þín skoðun á dómsmálinu? „Ísland væri nú varla gott og siðmenntað land með löndum ef það gæti ekki boðið upp á pólitískar ofsóknir svona við og við. Það er ein hlið allra vestrænna lýðræð- isríkja, ekki síður en alræðisríkja annarra heimshluta. Ákærurnar eru auðvitað út í hött og sönnunargögnin lítil sem engin. En það er ekki síður vert að spyrja: „Hvað ef við hefðum ógnað Alþingi með einhverjum hætti? Hvers konar samfélag er það sem gefur nokkrum einstaklingum svo mikið vald yfir öðrum, að verja þurfi það með ofbeldi?“ Siðmenntað lýðræði stendur og fellur með lögregluvaldi. Að sjá ekki lógíkina í því þegar þessu valdi er ögrað, er firring á hæsta stigi.“ Hvernig finnst þér umfjöllun um landsdóm vera í samanburði við um- fjöllun um dómsmálið gegn ykkur? „Fjölmiðlar eru fjórða valdið. Það má vera að einhvejrir þeirra séu skárri en aðrir en á heildina litið er hlutverk þeirra að viðhalda gildum samfélagsins, óháð því á hvaða stoðum þau byggja. Það má bera landsdómsmálið saman við margt fleira en málið gegn okkur. Ótrúlegur fjöldi dómsmála fer fram á degi hverjum um alla veröld og fjölmiðlar virðast almennt ganga út frá þeirri hugmynd að réttmæti þeirra sé algjört. Aðeins þegar ákærurnar fara upp stigveldið er spurningarmerki sett við réttmætið. Og það sem verra er, móðursýkin er keyrð á fullt.“ Ert þú sekur? „Ég er sekur um að hugsa öðruvísi en samfélagið reyndi að kenna mér. Ég er sekur um öfgafullar skoðanir í augum þeirra sem halda því ekki bara fram að hlutleysi og meðalmennska séu möguleiki, heldur einnig dyggðir allra dyggða.“ Fyrir hvern er réttarríkið? „Réttarríkið er skjaldborg utan um alla ónáttúru mannsins og er ætlað að temja það sem enn er ótamið.“ snorrI pÁll Jónsson úlFHIldArson: Sekur um að hugsa öðruvísi GREIN: InGIBJörG döGG kJArTAnsdóTTIr ingibjorg@dv.is VIðtöL: ÁsGEIr Jónsson asgeir@dv.is, HAnnA ólAFsdóTTIr hanna@dv.is, Jón BJArkI mAGnússon jonbjarki@dv.is hafði dómarinn kallað lögreglu í hús þegar réttarhöld fóru fram. Til að byrja með vissu hvorki hann né skjólstæðingar hans af því en það kom síðar á daginn. Þá var gestum meinaður aðgangur að réttarsaln- um. Taldi Ragnar að þessi ákvörðun dómarans fæli í sér fyrirframgefna afstöðu dómarans, sem liti á þetta fólk sem vafasamt. Því var hafnað. Aðalflutningur málsins hefst því 29. nóvember. Ríkissaksóknari hef- ur boðað 20–30 vitni máli sínu til stuðnings, þingverði, lögreglu og aðra. Lögmaður sakborninga er að skoða hvort ástæða sé til þess að leiða alla þingmenn til vitnis. Pét- ur Blöndal lýsti í útvarpinu í gær hvernig það var að vera á þingi þeg- ar uppþotið varð: „Ég var inni á Al- þingi og upplifði ógnina sem þetta var. Ég upplifði baráttuna. Ég upp- lifði það að mínir ættingjar voru hræddir.“ Ef þeir hafa verið á staðn- um og upplifað sömu ógn og Pétur telur Ragnar það líklegt að það hafi haft áhrif á afstöðu þeirra í málinu. Björn Valur Gíslason þingmaður VG lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að skrifstofustjóra Al- þingis yrði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann drægi til ákæruna til baka. Það fékkst ekki í gegn. össur mótmælti á þingpöllunum Þó að engin fordæmi séu fyrir þess- um viðbrögðum Alþingis er mál- ið sjálft ekkert einsdæmi. Þekkt er orðið þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fór sem ungur maður á þingpalla og hélt þar langa ræðu. Í öðru tilviki þyrptust stúd- entar á þingpallana með þykjustu- vélbyssur og í ógnandi búningum. Össur og stúdentarnir sluppu allir við ákærur. Það er líka erfitt að átta sig á því af hverju þessir níumenning- ar voru valdir úr ekki bara þrjátíu manna hópi sem var þarna á þing- pöllunum heldur einnig úr þúsund manna hópi sem mótmælti daga og nætur á þessu tímabili. Þessi at- burður var þar að auki frekar lág- stemmdur miðað við margt annað sem gekk á á þessum mánuðum. En fyrir utan Geir H. Haarde er þetta eina fólkið sem er dregið fyrir dóm vegna gjörða sinna í hruninu. ráðamenn sleppa Fólkið sem var í ábyrgðarstöðum á þessum tíma sleppur. Atli Gísla- son leiddi vinnuhóp sem mánuð- um saman fjallaði um ráðherraá- byrgð áður en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti fjóra ráðherra, þau Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen, Björgvin Sigurðsson og Geir H. Haarde. Fjölmörgum þingmönn- um misbauð þessi niðurstaða og sjálfur forsætisráðherra fordæmdi hana. Þegar þingið greiddi atkvæði um landsdóm á dögunum var það almennt viðkvæði þingmanna að það væri það erfiðasta sem þeir hefðu gert á ferlinum. Að lokum sluppu þrír af fjórum ráðherrum við ákæru. Þeir nutu stuðnings fé- laga sinna sem töldu mikið órétt- læti felast í því að kæra þetta fólk. Alþingi þótti það mun greini- lega mun léttbærara að kæra níu þjóðfélagsþegna sem ofbauð mis- réttið og mótmæltu ranglætinu. Egill Helgason benti réttilega á orð Evu Joly í þessu samhengi. Hún hefur oft talað um það hvað fólki þyki óþægilegt að sjá prúða menn í jakkafötum, úr efri stéttum þjóð- félagsstigans, dregna fyrir dóm. Þá fer í gang einhver ógurleg með- virkni sem fólk ræður ekki við. Það er mun þægilegra að senda ungmenni, sem sum hver eru illa klædd og jafnvel anarkistar, fyrir dóm. ingibjorg@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.