Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 1. október 2010 UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON helgihrafn@dv.is SKRÝTIÐ 45 Hundrað ára gamlar litmyndir rússneska ljósmyndarans Sergeis Mikhailovich Prokudin-Gorskii sýna á ótrúlegan hátt lífið í rússneska keisaradæminu í upphafi tuttugustu aldarinnar. Þær eru ómetanleg heimild um lífið á jaðarsvæðum hins víðfeðma ríkis en á þessum tíma hafði iðnbyltingin ekki sett mark sitt á sam- félögin þar. 100 ÁRA GAMLIR DÝRGRIPIR Í LIT Myndirnar tók Prokudin-Gorskii með því að taka margar ljósmyndir í röð með bláum, grænum og rauðum litsíum. Síðan sameinaði hann afraksturinn úr tökunum í litmyndir. Á árunum 1909 til 1915 ferðaðist rússneskur ljósmyndari um hið gríð- arstóra rússneska keisaradæmi, ráð- inn af Niku lási II Rússakeisara til að ljósmynda hið margbrotna ríki hans. Ljósmyndarinn Sergei Mikhailovich Prokudin-Gorskii (1863-1944) not- aði sérsmíðaða myndavél til að fanga myndefnið í lit. Afraksturinn eru ótrúlegar myndir af veröld sem var. Það er harla erfitt fyrir okkur nútíma- mennina að trúa því að ljósmynd- irnar séu hundrað ára gamlar. Þegar ljósmyndirnar voru festar á filmu var hvorki rússneska byltingin né fyrri heimsstyrjöldin hafin. Nútíminn átti ekki eftir að hefja innreið sína til óra- vídda rússneska keisaradæmisins fyrr en löngu síðar. Verðmæt heimild Ljósmyndarinn ferðaðist um Rúss- land og Mið-Asíu í sérhönnuðum lestarvagni þar sem hann hafði kom- ið fyrir myrkraherbergi til að fram- kalla myndirnar. Myndirnar tók Prokudin-Gorskii með því að taka margar ljósmyndir í röð með bláum, grænum og rauðum litsíum. Síðan sameinaði hann afraksturinn úr tök- unum í litmyndir. Ljósmyndirnar eru gífurlega verð- mætar því þær sýna með ótrúleg- um hætti veröldina sem var áður en iðnbyltingin gjörbreytti lífinu á jað- arsvæðum keisaraveldisins. Sagn- fræðingar telja að sumar þessara ljósmynda séu þær einu sem fyrir- finnast af svæðunum sem þær sýna, borgum og bæjum og jafnvel heilu menningarsvæðunum, og íbúum þeirra. Líf hirðingjanna frá Mið-Asíu breyttist til að mynda gífurlega fáum áratugum eftir að myndirnar voru teknar þegar kommúnistar nútíma- væddu samfélög þeirra með miklum hraði, sem neyddi þjóðirnar oftar en ekki til að hætta að lifa því lífi sem þær höfðu lifað um aldir til þess að taka upp nútímalegri lífshætti sem þær höfðu í mörgum tilfellum ekki forsendur til að skilja. Dagestan Maður og kona sitja fyrir í Dagestan í Kákasusfjöllum. Þrjár stúlkur Sveitastúlkur, dætur kotbænda í Úralfjöllum. Litsíur Dæmi um þrílitaaðferð Prokudin-Gorskii: Rauður, grænn og blár. Myndunum er blandað saman til að mynda litmynd. Georgía Tblisí höfuðborg Georgíu fyrir hundrað árum síðan. Khorezm Isfandiyar Jurji Bahadur, Khan rússneska verndarsvæðisins Khorezm (hérað í Úsbekistan nútímans). Samarkand Börn af gyðingaættum hópast í kringum kennara sinn í Samark- and (Úsbekistan nútímans). Fæddur 1825 Pinkhus Karlinskii, fædd- ur árið 1825, flóðgáttarstjóri í Chernigov í norðurhluta Úkraínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.