Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 48
48 útlit umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 1. október 2010 föstudagur
Birkiland.com er síða sem sel-
ur allt það helsta og nýjasta í ís-
lenskri hönnun, sem og vörur
eftir gömlu meistarana. Á meðal
þess sem hægt er að kaupa á síð-
unni eru herðatré, hankar, hattar,
húfur og hárskraut, föt, vefnað-
ur, bækur, grafík, töskur og margt
fleira eftir marga af
eftirtektarverðustu ungu
hönnuðum landsins. Má þar
nefna Hildi Yeoman, Eygló Mar-
gréti Lárusdóttur, Vík Prjónsdótt-
ur, REY, og Hidden Goods.
Einnig er þar haldið úti
skemmtilegu bloggi um allt frá
byggingarlist til tískustrauma.
Birkiland segist hafa það að mark-
miði að kynna, selja og styðja við
íslenska hönnun með það að
leiðarljósi að stuðla að áfram-
haldandi þróun hennar, bæði á
Íslandi og úti í hinum stóra heimi.
Birkiland með
flotta hönnun
Nude
Magazine í Kringlunni
Nude Mag-
azine er raf-
rænt tíma-
rit sem fjallar
um tísku og
hönnun og
senn kemur
októ berblaðið
í netheima.
Í blaðinu
er fjallað á
metnaðarfull-
an hátt um allt það sem er að gerast
í heimi tískunnar bæði hér heima
og erlendis. Aðstandendur blaðs-
ins brugðu á það ráð á dögunum að
kynna októberheftið í Kringlunni og
um leið leita að forsíðuandliti fyrir
næsta blað. Ritstjórinn hvatti ung-
ar stúlkur til að mæta á svæðið og
sagðist ekki bíta heldur nyti hún
að sjá og spjalla við fallegar stúlkur.
Það verður spennandi að sjá hvaða
stúlka varð fyrir valinu.
Nýir
litir frá
ChaNel
Nú eru komnir nýir
litir á Chanel Le
Vernis naglalökk-
in sem eru dás-
amlegir. Burstinn
er stór og góður
þannig að það er
auðvelt að þekja
neglurnar með
fallegum litum í
þessum hausttón-
um. Þau eru dýr en peninganna
virði. Stundum er bara gaman
að dekra við sig. Gott ráð til þess
að liturinn endist lengur á nögl-
unum er að pússa neglurnar og
bera svo undirlakk á þær áður en
lakkið er borið á.
Trendið „natural goddess“ sem ég valdi að vinna með upplifi ég sem tímalaust. Það er alveg sama hvort um
fortíð eða nútíð er að ræða, hárið og
manneskjan sem ber það eru alltaf
flott sama hvert tímabilið er, enda
klassískt trend,“ segir Katrín Ósk
Guðlaugsdóttir hárgreiðslumeistari
sem vann Wella Trend Vision-hár-
keppnina sem fram fór um síðustu
helgi.
Katrín Ósk, sem er sjálfstætt starf-
andi á hárgreiðslustofunni Hár Expo,
keppti með módelið Evu Katrínu
Baldvinsdóttur og hafa þær stöll-
ur unnið sér inn þátttökurétt í stóru
keppninni sem fram fer í París í nóv-
ember.
„Svona keppni snýst um samspil
módels og fagmanns og ég var ofsa-
lega heppin að næla í Evu Katrínu.
Hún kann þetta og þar að auki fer
skæri rauði liturinn henni mjög vel
því hún er með þetta rauðhærða út-
lit,“ segir Katrín Ósk og bætir við: „Ég
hef oft séð þessari stelpu bregða fyr-
ir og hafði ákveðið að næst þegar ég
þyrfti á módeli að halda þá myndi
ég ræða við hana og mér til mikillar
lukku var hún til í þetta.“
Katrín Ósk bíður spennt eftir
stóru keppninni. „Ég hef einu sinni
áður tekið þátt í alþjóðlegri keppni
og var þá svo heppin að koma heim
með silfrið. Þessi keppni er enn
stærri og meiri umfangs svo þetta er
algjör draumur, svona mekka hár-
greiðslunördsins,“ segir Katrín Ósk
brosandi og bætir við að hún fari út
bjartsýn og vongóð. „Það þýðir ekk-
ert annað en að vera með jákvætt
hugarfar. Að mínu mati standa ís-
lenskir fagmenn upp úr og ég hef
heyrt að við séum mjög fær á okk-
ar sviði. Þarna verða þeir bestu frá
hverju landi að keppa svo þetta verð-
ur frábær reynsla og upplifun.“
Ásgeir Sveinsson er fram-
kvæmdastjóri Halldórs Jónssonar,
umboðsaðila Wella á Íslandi, en fyr-
irtækið heldur Trend Vision-keppn-
ina á Íslandi. „Í tilefni af 50 ára af-
mæli Wella á Íslandi ákváðum við að
taka þátt en þessi keppni hefur verið
valin hárviðburður ársins tvö undan-
farin ár,“ segir Ásgeir og bætir við að
honum lítist vel á sigurgreiðsluna og
fyrirsætuna. „Það verður spennandi
að fara út með svona náttúrulegt út-
lit í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt.
Miðað við þau vinnubrögð sem Katr-
ín Ósk sýndi hér heima þá efast ég
ekki um að við eigum eftir að verða
stolt af henni. Ég hef farið á nokkra
mjög stóra og flotta viðburði en þessi
keppni er eitt af því stærsta sem ger-
ist í hárheiminum. Yfir 50 keppendur
munu keppa frá jafnmörgum lönd-
um og þarna verða blaðamenn frá
öllum helstu tískutímaritum heims
svo um frábæran vettvang fyrir ungt
hárgreiðslufólk er að ræða sem
spennandi verður að fylgjast með.“
indiana@dv.is
Katrín ósk Guðlaugsdóttir hárgreiðslumeistari vann Wella Trend Vision-hárkeppnina
hér heima og mun fara út og keppa í stóru keppninni sem haldin verður í París í nóvember.
Um einn stærsta viðburð í hárgreiðsluheiminum er að ræða og Katrín Ósk stefnir langt.
Hárgreiðslu-
keppni ársins
Klassískt útlit Katrín
ósk vann út frá þemanu
„natural goddess“ og segist
sjálf upplifa greiðsluna sem
tímalausa, það skipti ekki
máli hvort um fortíð eða
framtíð sé að ræða.
Þarna verða þeir
bestu frá hverju
landi að keppa
svo þetta verður
frábær reynsla
og upplifun.
Fyrsta sætið Hárgreiðslumaðurinn sigur-
jón Helgason var einn af dómurunum og
skoðar hér verk Katrínar vel og vandlega.
Þrjú efstu sætin Katrín ósk vann en í öðru sæti var Heiða Rún Pálsdóttir frá Crinis
hárstofu í mjódd með módelið Ts. ómó og jóhanna stefnisdóttir frá hárgreiðslustof-
unni Fagfólki með módelið Eddu sif var í því þriðja.
hæfileikaríkur hópur Allir keppendur ásamt fyrirsætum. samkvæmt Katrínu ósk
og Ásgeiri sveinssyni er standardinn hár á Íslandi og þess vegna verður spennandi að
fylgjast með gengi Katrínar í stóru keppninni í París.
sigurvegararnir Katrín ósk, sem starfar sjálfstætt á hárgreiðslustofunni Hár Expo,
og fyrirsætan Eva Katrín Baldvinsdóttir.