Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 52
52 FYRR&NÚ 1. október 2010 FÖSTUDAGUR V ið Íslendingar erum söguþjóð. En saga okkar – eins og við höf-um lengst af túlkað hana – er fyrst og síðast dreifbýlissaga. Íslendingasögur, þjóðsögur, viðburða- sögur og ættrakningar eiga sér sögu- svið í dreifbýlinu þar sem náttúran er nánast ein til myndrænnar frásagnar og mannvirki – eldri en hundrað ára – afar sjaldséð. Við eigum enga kastala, hof né aldagamlar steinkirkjur, og gamlar þjóð- brautir eru fyrir löngu grónar götur. Saga án mannvirkja Þetta einkenni íslenskrar sögu kemur kannski ekki að sök þegar um er að ræða sögur af álfum og huldufólki sem hvort sem er bjó í sjálfu landslaginu – hólum, klettum og steinum. En í öðrum tilfell- um hættir sögunni til að verða svolítið súreal ísk í þeim skilningi að hana skort- ir alla áþreifanlega og sýnilega tilvísun. Í besta falli stöndum við úti á víðavangi með erlendum ferðamanni, bendum honum á þúfu fyrir fótum okkar og segj- um: „Hér hjó maður annan í herðar nið- ur fyrir þúsund árum.“ Mannvirki án sögu Á sama tíma og við hreyktum okkur af glæsilegri sagnfræðihefð, sniðgengum við þéttbýlissöguna. Hún var ekki saga. Hún var nútíminn. Hún var til marks um tröllauknar samfélagsbreytingar og þar með óvinur hinnar raunverulegu sögu sem átti heima í sveitunum. Þéttbýlið var einnig danskt, óþjóð- legt og mannskemmandi – ekki síst í Reykjavík: „Liggur leiðin þangað?“ spurði skáldið spekingslega – en flutti svo sjálft suður. Skáldin kepptust við að lýsa því í misgóðum smásögum, hvernig efnilegur bóndasonur breyttist í brask- ara og saklaus stúlka úr sveit tók upp skækjulifnað við komuna í bæinn. Heill stjórnmálaflokkur, Framsóknarflokkur- inn, var stofnaður til þess eins að vinna gegn sjálfu þyngdarlögmáli sögunnar, þéttbýlis mynduninni. Við þessar aðstæður var lengi vel sæmileg sátt um það viðhorf að Reykja- vík ætti sér enga sögu og engin sérkenni en allt timbur í bænum væru „danskar fúaspýtur“. Því fyrr sem miðbær Reykja- víkur breyttist í samsafn sviplausra og alþjóðlegra steinkumbalda, þeim mun betra. Þetta var meðal annars lengi vel afstaða borgaryfirvalda eins og sjá má á ýmsum skipulagsuppdráttum fyrri tíma. Breytt viðhorf En upp úr 1970 fóru að heyrast aðrar raddir. Stofnuð voru Torfusamtök sem beittu sér fyrir friðun Bernhöftstorfunnar og Grjótaþorpsins sem átti að slá af um þær mundir. Menn bentu á að Kvosin í Reykjavík væri einn sögufrægasti staður þjóðarinnar, saga og umhverfissérkenni samfélaga væru þeim að öllu jöfnu eðli- leg og mikilvæg og hefðu í okkar tilfelli mikið aðdráttarafl ferðamanna, og að eldri hús og götumyndir í Reykjavík væru afar fá vegna hinnar stuttu þéttbýlissögu okkar. Skuggsjá Reykjavíkur Síðan hefur gengið á ýmsu með upp- byggingu og niðurrif í Miðbænum, en friðunar- og sögusjónarmiðum hefur þó heldur vaxið fiskur um hrygg. Á næstu mánuðum munu birtast gamlar bæjarmyndir í helgarblöðum DV, flestar teknar í eða nálægt miðbæ Reykja- víkur frá því um aldamótin 1900 og fram yfir miðja síðustu öld. Hugmyndin er sú að fella þessar myndir inn í nútímann eins og hér er gert, og mynda þannig skuggsjá fyrir fortíðina – sjónarhorn til fyrri tíma. Myndunum mun svo fylgja texti með upplýsingum um ljósmyndara gömlu myndanna og með fróðleiksmol- um um það helsta sem gamla myndin hefur að geyma. Fyrsta myndin sem hér sýnir okk- ur inn í fortíðina var tekinn af Magn- úsi Ólafssyni ljósmyndara (1862–1937). Hann var án efa einn helsti frumkvöð- ull í íslenskri ljósmyndagerð og mætti að ósekju vera nefndur „ljósmyndari Reykjavíkur“. Enginn einn ljósmyndari tók fleiri myndir af mannlífinu í Reykja- vík og umhverfi þess frá því um aldamót- in 1900 og fram á fjórða áratug síðustu aldar. Myndir hans bera með sér listrænt handbragð fagmannsins, svo sem glöggt auga fyrir skemmtilegu sjónarhorni og góða uppbyggingu. Auk þess eru þær yfirleitt óvenju skýrar. Síðast en síst eru myndir Magnúsar ómetanlegar heimild- ir um mannlíf og mannvirki í Reykjavík á þessu tímabili. kjartan@dv.is SAGAN OG UMHVERFIÐ Bændaglíma á Austurvelli Þessi mynd sýnir glímukeppni á Austurvelli á þriðja áratugnum. Íslensk bændaglíma var þá enn ómissandi skemmtiatriði og ein vinsælasta íþróttagrein hér á landi og Grettisbeltið einhver eftirsóttustu íþróttaverðlaun sem ungum manni gátu hlotnast. Pósthúsið á horninu Á gömlu myndinni sjást tvö hús sem lengi hafa sett sinn svip á Miðbæinn: Pósthúsið, sem er fjær, og Nathan og Olsen-húsið eða Reykjavíkurapótek. Pósthúsið var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni og fullgert árið 1915. Það slapp nánast óskemmt við brunann mikla það vor. Það er algengur misskilningur að Pósthússtræti heiti eftir þessu tiltekna pósthúsi, enda var það aðalpósthús Reykjavíkur á árunum 1915–1984. Áður, frá 1898, var pósthúsið í húsinu sem stendur við norðurgafl þessa húss og varð síðar lögreglustöð, en þar áður í gömlu timburhúsi við Pósthússtræti þar sem nú er Hótel Borg. Það hús var fyrst flutt suður í Skerjafjörð er það vék fyrir Hótel Borg, árið 1930, og síðar að Kleifarvegi í Laugarásnum þar sem það stendur enn, vel uppgert. Pósthússtræti, sem er stræti þriggja pósthúsa, ber því nafn sitt með rentu. Reykjavíkurapótek Sunnan megin við Austurstræti, á móti Pósthúsinu, stóð áður timburhús, Enska verslunin, og síðan Godthaab-verslun Thors Jensen. Þar lagði þessi merki athafnamaður grunninn að Thorsaraveldinu eftir að hann flutti til Reykjavíkur, slippur og snauður, skömmu eftir aldamótin. Það hús brann til grunna í brunanum mikla 1915. Ári síðar, 1916, var hafist handa við að reisa „verslunarstórhýsi“ Nathans og Olsen á grunninum. Húsið var fullbyggt 1917 og var um skeið talið hæsta húsið í Reykjavík. Byggingarstíll þess er svolítið blandaður en oftast kenndur við sérdanskan jugend-stíl. Það er eitt fyrsta húsið sem Guðjón Samúelsson teiknaði eftir að hann kom frá námi í arktektúr við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, og án efa eitt svipmesta hús hans og eitt fallegasta steinhús Miðbæjarins. Þá er vert að geta þess að í stigagangi hússins eru skemmti- legar styttur af ýmsum kempum Íslandssögunnar, gerðar af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal, föður Errós og Ara Trausta. Bæjarskrifstofurnar og þar með skrifstofa borgarstjóra voru í þessu húsi um áratuga skeið frá 1929, Reykjavíkurapótek flutti í húsið úr Thorvaldsensstræti árið 1930 og í risi hússins var auk þess lengi aðsetur Frímúrarareglunnar. 12345 Á gömlu myndinni er Austurstræti 14 (Cafe Paris) eins og við þekkjum það, ekki komið til sögunnar. Einar Benediktsson keypti þá lóð árið 1906 á fimmtán þúsund krónur og var það þá dýrasta lóð á Íslandi. Hann lét reisa þar verslunarhús, „Syndikatið“ sem brann í miðbæjarbrunanum 1915. Lóðin var svo óbyggð til 1928 er Jón Þorláksson lét reisa þar hús sem við þekkjum í dag. Hann var verkfræðingur og frjálslyndur íhaldsmaður í enskum skilningi af guðs náð, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra og síðar borgarstjóri. Þar sem nú er Cafe Paris var lengi Herradeild PÓ, þeir höfðu lengi símanúmerið 12345 og auglýstu grimmt: „Allt frá hatti ofan í skó–Herradeild PÓ Á sama tíma og við hreyktum okkur af glæsilegri sagnfræðihefð, sniðgengum við þéttbýlis- söguna. Hún var ekki saga. Hún var nútíminn. Hún var til marks um tröllauknar samfélagsbreytingar. MYND MAGNÚS ÓLAFSSON/ SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON MYNDVINNSLA SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is og SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON sigtryggur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.