Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 53
FÖSTUDAGUR 1. október 2010 FYRR&NÚ 53 Tjörn í byrjun aldar Timburstórhýsin sem sluppu við brunann mikla 1915, stóðu flest við norður- og norðausturenda Tjarnarinnar, s.s. Báran, Iðnó, Iðnaðar- mannahúsið, Miðbæjarskólinn og Fríkirkjan. Flest þessara húsa bera enn vott um stórhug fyrri tíma og hafa verið, hvert með sínum hætti, vettvangur félagssögu Reykjavíkur. Þessi hús þola illa návígi við Ráðhúsið, sem er byggt á allt öðrum tíma, úr allt öðru byggingarefni og í allt öðrum byggingarstíl. Staðsetning Ráðhússins á þessum stað er því líklega eitt hrikalegasta skipulagsslys Miðbæjarins. Báran Húsið sem stúlkan og drengurinn stefna að er Tjarnargata 11, byggt árið 1906 en var flutt suður í Skerjafjörð er hafist var handa við byggingu Ráðhússins. Þar fyrir austan sést samkomuhúsið Báran, upphaflega reist af sjómannafélaginu Bárunni, árið 1899, en var síðar lengi samkomuhús KR þar sem KR-ingar stóðu fyrir leiksýningum með formann sinn, Erlend Pétursson, í broddi fylkingar, og héldu fræg Báruböll. Það hús var rifið árið 1945. Skúli Thoroddsen Ekki verður betur séð en að húsið á bak við Báruna sé í byggingu á gömlu myndinni en þá hefur hún verið tekin árið 1908. Það hús lét Skúli Thoroddsen reisa, ritstjóri, alþm. og mikil sjálfstæðiskempa, og langafi Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Kona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona. Gúttó Austan við Alþingishúsið og framan við Dómkirkjuna sést annað frægt samkomuhús, Gúttó. Þar voru góðtemplarar til húsa enda heitir götuspottinn þar fyrir austan Templarasund. Í Gúttó hóf Leikfélag Reykjavíkur starfsemi sína, þar voru haldin Gúttóböll og þar var Gúttóslagurinn frægi 1932. Um Gúttó orti Þorsteinn Gylfason eftirfarandi limru í limruflokknum Reykjavík fyrr og nú: „Er sumarið kom yfir sæinn, og sólskinið ljómaði um bæinn,“ var geysigaman að gera það saman í Gúttó um hábjartan daginn. Gúttó rifið árið 1968 svo alþingismenn fengu stæði fyrir bílana sína. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 MYND MAGNÚS ÓLAFSSON/ SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON MYNDVINNSLA SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.