Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 1. október 2010 FYRR&NÚ 53 Tjörn í byrjun aldar Timburstórhýsin sem sluppu við brunann mikla 1915, stóðu flest við norður- og norðausturenda Tjarnarinnar, s.s. Báran, Iðnó, Iðnaðar- mannahúsið, Miðbæjarskólinn og Fríkirkjan. Flest þessara húsa bera enn vott um stórhug fyrri tíma og hafa verið, hvert með sínum hætti, vettvangur félagssögu Reykjavíkur. Þessi hús þola illa návígi við Ráðhúsið, sem er byggt á allt öðrum tíma, úr allt öðru byggingarefni og í allt öðrum byggingarstíl. Staðsetning Ráðhússins á þessum stað er því líklega eitt hrikalegasta skipulagsslys Miðbæjarins. Báran Húsið sem stúlkan og drengurinn stefna að er Tjarnargata 11, byggt árið 1906 en var flutt suður í Skerjafjörð er hafist var handa við byggingu Ráðhússins. Þar fyrir austan sést samkomuhúsið Báran, upphaflega reist af sjómannafélaginu Bárunni, árið 1899, en var síðar lengi samkomuhús KR þar sem KR-ingar stóðu fyrir leiksýningum með formann sinn, Erlend Pétursson, í broddi fylkingar, og héldu fræg Báruböll. Það hús var rifið árið 1945. Skúli Thoroddsen Ekki verður betur séð en að húsið á bak við Báruna sé í byggingu á gömlu myndinni en þá hefur hún verið tekin árið 1908. Það hús lét Skúli Thoroddsen reisa, ritstjóri, alþm. og mikil sjálfstæðiskempa, og langafi Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Kona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona. Gúttó Austan við Alþingishúsið og framan við Dómkirkjuna sést annað frægt samkomuhús, Gúttó. Þar voru góðtemplarar til húsa enda heitir götuspottinn þar fyrir austan Templarasund. Í Gúttó hóf Leikfélag Reykjavíkur starfsemi sína, þar voru haldin Gúttóböll og þar var Gúttóslagurinn frægi 1932. Um Gúttó orti Þorsteinn Gylfason eftirfarandi limru í limruflokknum Reykjavík fyrr og nú: „Er sumarið kom yfir sæinn, og sólskinið ljómaði um bæinn,“ var geysigaman að gera það saman í Gúttó um hábjartan daginn. Gúttó rifið árið 1968 svo alþingismenn fengu stæði fyrir bílana sína. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 MYND MAGNÚS ÓLAFSSON/ SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON MYNDVINNSLA SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.