Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 29. október 2010 föstudagur F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 ÞÆGILEGIR & LÉTTIR www.gabor.is Sérverslun með Stærðir 35-42 Verð kr. 16.495.- Fjölgun rítalínsprautufíkla helst í hendur við fjölgun HIV-smita: HIV meðal rítalínfíkla „Einstaklingar sem koma til með- ferðar hjá SÁÁ eru í auknum mæli sprautufíklar sem nota rítalín og hluti þeirra er smitaður af HIV-veir- unni,“ segir Þórarinn Tyrfingsson. „Vandinn er bæði flókinn og víðtæk- ur. Hann er félagslegur og það þarf að grípa til markvissra aðgerða til þess að koma í veg fyrir það að þessi efni séu seld á götunum og notuð til að sprauta sig með.“ Þórarinn segir misnotkunina hér á landi að mestu bundna við lyfin Ri- talin og Ritalin Uno en segir að í öðr- um löndum færist það mjög í aukana að fíklar sprauti sig með verkjastill- andi lyfjum í stað heróíns. Hann seg- ir sprautufíklum hafa fjölgað gífur- lega síðustu ár. „Neysla sprautufíkla er áhættusöm, bæði vegna skammt- anna og efnanna sem eru notuð og hættunnar á sjúkdómasmiti. Það er mikilvægt að skima fyrir HIV-smiti. Þeir fíklar sem vita að þeir eru smit- aðir breyta oft hegðun sinni og vara sig á að smita ekki aðra. Þeir sem eru í neyslu eru hins vegar oftar en ekki skeytingarlausir um smit.“ Þórarinn nefnir að auki að það megi minna á að HIV-smit sé kyn- sjúkdómasmit og reglulega smitist einstaklingar vegna óvarinna maka. „Fólk leiðir það hjá sér þegar um- ræðan um smit vegna sprautuneyslu verður hávær og það má ekki gera. Umræðan um getnaðarvarnir verður líka að vera lifandi.“ Notkun methýlphenídat-lyfja hefur vaxið gríðarlega hér á landi á undanförnum árum og er nú tvöfalt til þrefalt meiri en á öðrum Norður- löndum. Aukning ávísana á methýl- phenídat skýrist nær eingöngu með aukinni ávísun til einstaklinga yfir 20 ára aldri, þrátt fyrir að framleiðendur ætli lyfin aðeins börnum frá 6 til 18 ára aldurs. kristjana@dv.is Fjölskyldan þakklát Útför Jóhanns Árnasonar og Dag- bjartar Þóru Tryggvadóttur fer fram þriðjudaginn 2. nóvember frá Ytri- Njarðvíkurkirkju. Kistur þeirra voru fluttar heim í vikunni eftir að gengið hafði verið frá nauðsynlegri skjala- gerð í Tyrklandi. Daníel Ernir dvelur enn í tímabundinni umsjá móður- bróður síns, Gunnars Tryggvason- ar og eiginkonu hans, Úlfhildar Leifsdóttur, og hafa ekki verið teknar frekari ákvarðanir um hver mun fara með forsjá litla drengsins. Fjölskyld- an er þakklát fyrir þann samhug sem íslenska þjóðin hefur sýnt vegna fjölskylduharmleiksins. Rítalínsprautufíklar smita hver annan Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á SÁA segir mikilvægt að ráðast í það verkefni að minnka sprautuneyslu. Hermann Hinriksson var á göngu í vikunni í nágrenni við Hlíðaskóla þegar hann rakst á 9 ára dreng sem gramsaði í ruslafötu. „Maður bjóst ekki við að sjá svona,“ segir Hermann sem fékk hálfgert áfall. Hann hafði afskipti af drengn- um og spurði hvað hann væri að gera og sagðist drengurinn þá vera að leita að dósum til að selja, því hann vantaði pening fyrir nesti. Hann bætti svo við að mamma hans fengi ekki útborgað fyrr en um mánaðamótin. Vildi franskbrauð Hermann gat ekki hugsað sér að láta drenginn gramsa áfram eft- ir dósum svo hann fór með hann í verslun nágrenninu og keypti handa honum að borða. „Hann vildi fá eina kókómjólk og hálft franskbrauð.“ Hann segir dreng- inn eingöngu hafa beðið um þetta tvennt og þykir honum það lýsa nægjusemi barnsins. „Mér finnst bara rosalegt hvert landið er að fara, en svona er þetta þegar ein- stæðir foreldrar fá kannski bara rétt rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði og þurfa að borga af hús- næði og fleiru.“ Hermann segir ljóst að dreng- urinn hafi ekki komið frá óreglu- heimili, enda hafi hann ver- ið hreinn og snyrtilegur til fara. „Þetta var mjög skýr strákur,“ seg- ir Hermann sem verður nokk- uð beygður þegar hann rifjar upp samskipti sín við drenginn. „Hræðilega óhuggulegt“ Anna Flosadóttir, aðstoðarskóla- stjóri í Hlíðaskóla, hafði ekki heyrt af umræddu atviki þegar blaða- maður hafði samband. „Við höfum blessunarlega ekki orðið mikið vör við fátækt hjá nemendum,“ segir Anna sem er miður vegna sögunn- ar af drengnum. „Mér finnst alveg hræðilega óhuggulegt að heyra af þessu ef þetta er raunin.“ Hún segir að í Hlíðaskóla sé öll- um nemendum boðið upp á frían hafragraut á morgnana. „Við reyn- um að koma til móts við ástandið í þjóðfélaginu eins og við mögulega getum.“ Hún segir börnin mjög þakklát fyrir hafragrautinn og sumir fái sér marga diska. Í Hlíða- skóla býðst nemendum jafnframt að kaupa heitan mat í hádeginu og kostar máltíðin 250 krónur á dag. „Það eru samt alltaf einhverjir sem vilja ekki heita matinn og koma með nesti.“ Anna segir að í þeim tilfellum fylgist kennarar með börnunum og hvort þau borði ekki örugglega. „Um leið og við höldum að eitthvað sé að þá fer það áfram.“ Anna segist ekki hafa orðið vör við það á síðastliðnum misserum að fækkað hafi í hópi þeirra sem kaupa heitan mat af skólanum. Hún segist heldur ekki hafa orð- ið vör við aukna greiðsluerfiðleika hjá þeim foreldrum sem kaupa skólamáltíðirnar. Þá hefur beiðn- um um aðstoð vegna fjárhagslegra erfiðleika ekki fjölgað hjá skólan- um. Hermanni Hinrikssyni brá í brún þegar hann gekk fram á 9 ára dreng sem rótaði í rusla- fötu við Hlíðaskóla. Drengurinn sagðist vera að safna dósum til að selja svo hann gæti keypt sér nesti. Mamma hans fengi ekki útborgað fyrr en um mánaðamótin. Aðstoðar- skólastjóri Hlíðaskóla segist ekki hafa orðið var við mikla fátækt hjá nemendum. Barn gramsaði í rusli Fyrir nesti Selur dósir fyrir nesti Drengurinn gramsaði í ruslafötu í þeirri von að finna dósir sem hann gæti selt og keypt sér nesti fyrir ágóðann.GodduR: Vegið að menntun Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófess- or í grafískri hönnun við Listahá- skóla Íslands, telur að vegið sé að menntun Maríu Kristu Hreiðars- dóttur, sem hélt úti heimasíðunni Brosbörnum, í nýföllnum dómi Hér- aðsdóms Reykjaness. Eins og komið hefur fram hafa hjónin María Krista Hreiðarsdótt- ir og Börkur Jónsson neyðst til að leggja niður Brosbörn sem boðið hefur upp á stafræna myndvinnslu sem notið hefur mikilla vinsælda. Voru þau kærð af níu faglærðum ljósmyndurum og þau sakfelld fyrir að brjóta gegn iðnaðarlögum með því að hafa rekið ljósmyndastofu án réttinda. Í yfirlýsingu segir Guðmundur Oddur að stór hluti náms í grafískri hönnun sé ljósmyndun og notk- un ljósmynda. „Grafísk hönnun er sérhæfing í beitingu myndmáls og hafa grafískir hönnuðir það fram yfir venjulega ljósmyndara. Eitt aðaleinkenni á störfum graf- ískra hönnuða er að setja saman texta og myndir. Myndefni og öflun myndefnis og samsetning þeirra við texta. Mynd fær nýja merkingu með samsetningum. Eitt frægasta dæmi er hjá belgíska súrrealistanum Rene Magritte þegar hann skrifar undir mynd af pípu – þetta er ekki pípa!“ skrifar Guðmundur Oddur. Hann vildi fá eina kókómjólk og hálft franskbrauð. SólRún lilja RaGnaRSdóttiR blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.