Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 48
48 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
Syfjan er í
genunum
Ný bandarísk rannsókn gefur til
kynna að syfja sé genunum að kenna.
Niðurstöðurnar gætu útskýrt af hverju
sumir virðast geta haldið fullri starfsorku
með litlum nætursvefni en aðrir ekki.
Vísindamenn, undir stjórn Namni Goel
við læknaháskólann í Pennsylvaniu,
fundu út að einstaklingar með
genið DQB1*0602 mældust þreyttari og
syfjaðri eftir nokkrar svefnlitlar nætur en
þeir sem höfðu ekki genið. Afbrigðið er
tengt „narcolepsy“ eða skyndimóki, sem
veldur því að fólk finnur fyrir syfju yfir
daginn. Í ljós kom að þeir sem bera gen-
ið þjást þó ekki endilega af kvillanum.
Hægt er að lesa meira um rannsóknina í
nettímaritinu Neurology.
Ástin milli móður og barns tengist öðrum svæðum í heila en rómantísk ást:
Ástin er vísindaleg
Sefur barnið
ekki? Forðastu
stærstu mistökin
Misræmi
Passaðu að barnið fái ekki mismun-
andi skilaboð. Barnið verður ringlað
ef það fær að drekka eina nóttina, er
ruggað í svefn aðra og fær að sofa
uppi í þá þriðju. Slíkt misræmi getur
leitt til meiri gráts.
Svefnhækjur
Ef börn venjast því að sofna út frá
pela eða að gengið sé með þau um
gólf munu þau ekki læra að sofna
sjálf. Ef þau vakna um miðja nótt
munu þau að öllum líkindum ekki
linna látum fyrr en þau hafa fengið
sömu þjónustu og þau fengu þegar
þau sofnuðu.
Rútínuleysi
Börn þarfnast 10–11 klukkustunda
svefns fyrstu níu ár lífs síns. Að fara
seint að sofa og sleppa daglúrum
veldur enn verri nætursvefni.
Óþolinmæði
Foreldrar verða að taka sér tíma til
að skapa góðar svefnvenjur. Sumir
foreldrar velja að leyfa barninu að
sofa uppi í og það er í góðu lagi
svo lengi sem bæði eru sammála
og öryggið er í lagi. Ef þið eruð hins
vegar svefnvana skaltu leita þér
ráðgjafar.
Ættgeng
offita
Vísindamenn hafa fundið yfir 30 genatil-
brigði sem tengjast offitu. Uppgötvunin
er talin geta útskýrt offitu og mögulega
leitt til nýrra aðferða til að takast á við
vandamálið, jafnvel koma í veg fyrir
það. Vísindamenn eru þó sammála um
að þótt að genin hafi áhrif sé lífsstílnum
helst um að kenna. Flestir of feitir borði
of mikið og hreyfi sig of lítið. Niðurstöður
fyrri rannsókna hafa sýnt að hvar við
geymum fituna hefur áhrif á heilsu
okkar. Þeir sem séu feitir um mittið –
eplalaga – séu líklegri til að þróa með
sér sykursýki og hjartasjúkdóma en þeir
sem eru með feit læri og rass – perulaga
– eigi síður á hættu að fá áðurnefnda
sjúkdóma.
Rómantísk ást hefur áhrif á vitsmuna-
svæði heilans, samkvæmt vísinda-
manninum Stephanie Ortigue við
Syra cuse-háskólann í New York. Ort-
igue segir ástina hafa áhrif á tólf svæði
í heilanum sem losi um sæluvaldandi
efni, eins og dópamín, oxytocin, adr-
enalín og vasopressin. Hann segir enn
fremur að tilfinningin hafi áhrif á það
hvernig við upplifum okkur sjálf, and-
lega og líkamlega, og að það taki okk-
ur aðeins brot úr sekúndu að verða
ástfangin. Vísindamenn segja niður-
stöður Ortigues vekja upp spurning-
una: „Verður hjartað eða heilinn ást-
fanginn?“ Samkvæmt Ortigue er erfitt
að svara því. „Ég myndi segja heilinn
en hjartað fylgir því ástin er flókið fyrir-
bæri. Örvun ákveðinna svæða í heilan-
um geta leitt til áreitis í hjartanu, jafn-
vel fiðrilda í maga.“
Niðurstöður annarra rannsókna
gefa til kynna að magn próteinsins
NGT eykst í blóði ástfanginna ein-
staklinga, en próteinið sér um vöxt og
viðhald tauga og tengist því fyrirbær-
inu „ást við fyrstu sýn“. Sam-
kvæmt Ortigue gefur sú upp-
götvun til kynna að ástin
eigi sér vísindalegan grund-
völl. Hann segir frekari
rannsóknir geta hjálpað ein-
staklingum að jafna sig fyrr eft- ir
ástarsorg. „Ef okkur tekst að skilja af
hverju við finnum svona til þegar við
erum í ástarsorg getum við þróað nýjar
meðferðir.“ Í rannsókninni kom einn-
ig fram að mismunandi ástarsam-
bönd hafa áhrif á mismunandi
svæði í heilanum. Til dæm-
is tengist skilyrðislaus ást,
líkt og ást á milli móður og
barns, svæði í miðjum heilanum en
rómantísk ást öðrum svæð-
um og þeim sem hafa
með vitsmuni okkar
að gera.
Ástfangin Ortigue vill rannsaka betur hvað gerist í heilanum þegar við
erum í ástarsorg svo hægt sé að þróa meðferðir við sárindunum.
Hver faðir barnsins þíns er
Samkvæmt Lissu Rankin, höfundi
bókarinnar What’s Up Down There?
Questions You’d Only Ask Your
Gyne cologist If She Was Your Best
Friend, er hreinlega hættulegt að fela
faðerni barna fyrir lækninum. Lækn-
ir verður að þekkja blóðflokk föður-
ins auk þess sem þjóðerni skiptir
máli. Sumum þjóðernishópum sé
hættara við að fá ákveðna sjúkdóma
en öðrum.
Hvað þú drekkur mikið
„Konur sem drekka mikið áfengi eru
líklegri til að fá brjóstakrabbamein og
aðrar tegundir krabbameina. Ef lækn-
irinn þinn veit hversu mikið þú drekk-
ur skoðar hann þig í samræmi við það,“
segir Roshini Raj, höfundur What the
Yuck?! The Freaky and Fabulous Truth
About Your Body, en Raj hvetur konur
til að vera hreinskilnar. „Það er enginn
að fara að dæma þig. Þessar spurning-
ar eru bornar fram af því að drykkjan
hefur áhrif á heilsuna. Auk þess fara
sum lyf illa við neyslu áfengis.“
Fjölda bólfélaga
„Ef þú heldur því staðfastlega fram
að þú hafir aðeins sofið hjá einum
karlmanni um ævina mun læknirinn
þinn líklega ekki skoða þig né fræða
þig um kynsjúkdóma. Komdu hreint
fram,“ segir Rankin.
Hvort þú hefur farið í fóstureyð-
ingu
Samkvæmt Rankin er mikilvægt fyrir
lækninn þinn að vita af því ef þú hefur
farið í fóstureyðingu, sér í lagi ef þú átt
við ófrjósemi að stríða. „Það gefur til
kynna að þú hafir eitt sinn verið frjó.
Ófrjósemin gæti verið vegna sýkingar
eða örvefs eftir aðgerðina,“ segir hún
og bætir auk þess við að margar fóst-
ureyðingar geti aukið líkur á fósturláti
eða fyrirburafæðingu.
Hverfandi kynhvöt
„Minnkandi löngun í kynlíf gæti
tengst hormónarugli eða þunglyndi,
sem hvorugt ætti að hunsa,“ segir Raj
sem mælir með að konur finni kven-
sjúkdómalækni sem þeim líkar við.
„Þú verður að geta sest niður og rætt
málin af alvöru við kvensjúkdóma-
lækninn þinn. Eins og um góðan vin
eða vinkonu væri að ræða,“ segir Raj
sem segir fæstar konur eiga auðvelt
með að ræða kynlíf sitt berrassaðar
með fæturnar uppi á statífi. „Spyrstu
fyrir og finndu lækni sem ræðir mál-
in við þig áður en hann skoðar þig
meðan þú ert enn í fötunum.“
Samkvæmt læknunum og sjálfshjálparbókahöfundunum Lissu Rankin og
Roshini Raj ættirðu alls ekki að fela ákveðin atriði fyrir lækninum þínum.
Leyndarmál
sem þú skalt ekki þegja yfir
Þú verður að geta sest niður og rætt
málin af alvöru við kven-
sjúkdómalækninn þinn.
Eins og um góðan vin eða
vinkonu væri að ræða.
Hreinskilni borgar sig Þær Lissa
Rankin og Roshini Raj segja að þótt
það sé freistandi borgi það sig ekki að
ljúga að lækninum.