Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 28
SKELJAR – BROT Í SAL ÍSLENSKRAR GRAFÍKUR Laugardaginn 30. október klukkan 16–18 opnar Ásdís Sigurþórsdóttir sýningu á verkum sínum í sal Grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Hún sýnir lágmyndir, form mótuð í bómullarefni sem síðan eru máluð með akríl, olíu og vaxi. Verkin eru öll unnin á þessu ári og eru tilraunir, eins konar fjöruferð í eiginlegri/óeiginlegri merkingu líkt og brotum sem safnað hefur verið saman og reynt er að raða í samhengi. Hún hefur staðið fyrir einkasýningum og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin fimmtu- daga til sunnudaga frá 14–18 og lýkur 14. nóvember. AF FINGRUM FRAM Í SALNUM Fimmtudaginn 4. nóvember hefst tónleikaröðin Af fingrum fram undir stjórn Jóns Ólafssonar í Salnum í Kópavogi. Margir muna eftir samnefndum þáttum hans sem voru á dagskrá Sjónvarpsins í þrjá vetur og endursýndir voru nýlega. Fyrsti gestur Jóns er Gunnar Þórðarson. Hann hefur samið lög á við; Fyrsti kossinn, Bláu augun þín, Þú og ég, Þitt fyrsta bros og Ástarsæla. Gunnar mætir með gítarinn og saman flytja þeir félagarnir þekktustu lög Gunnars og spjalla þess á milli. Gunnar var bæði í hljómsveitunum Hljómum og Trúbroti auk þess sem hann gaf út hinar geysivinsælu Vísnaplötur og Borgarbraginn. Reggísveitin Hjálmar gefur út bók, geisladisk og heldur útgáfutónleika um helgina: Hjálmar létta lundina Í dag heldur hljómsveitin Hjálmar upp á útgáfu 264 blaðsíðna bókar með safni ljósmynda frá ferlinum. Fullyrðir hljómsveitin að hér sé á ferðinni einn glæsilegasti pakki sem íslensk hljóm- sveit hefur frá sér sent. Myndirnar eru allar eftir ljósmyndarann Guðmund Frey Vigfússon, sem margir þekkja betur sem Gúnda. Með bókinni fylg- ir geisladiskur með áður óútgefnum lögum sem hafa ekki ratað inn á fyrri plötur sveitarinnar, auk fjögurra glæ- nýrra laga. Á meðal laga á plötunni má nefna nýja útgáfu af laginu Þitt auga sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarið í flutningi Sigurðar Guð- mundssonar og Memfismafíunnar. Þessi viðhafnarútgáfa Hjálma hef- ur hlotið nafnið Keflavík Kingston en nafnið vísar til þess að ljósmyndabók- in inniheldur myndir allt frá upphafi sveitarinnar, sem hóf ferilinn í Geim- steini í Keflavík árið 2004, til ferðar hennar til Jamaíka árið 2009, þar sem fjórða plata sveitarinnar var tekin upp. Geisladiskurinn verður einnig fáan- legur einn og sér. Til að fagna þessari umfangsmiklu útgáfu efna Hjálmar til tónleika í Há- skólabíói laugardaginn 30. október. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt blásarasveit og flytja öll sín bestu lög. Einnig verða með í för Þór- ir Baldursson og Matthías Hemstock. Hjálmar hafa ekki oft á ferlinum hald- ið sitjandi tónleika sem aðgengilegir eru öllum aldurshópum og er þetta því kjörið tækifæri fyrir aðdáendur sveitarinnar á öllum aldri. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 þann 30. október. Enn eru örfáir miðar eft- ir en miðasala fer fram á miði.is og miðaverð er 3.900 krónur. 28 FÓKUS 29. október 2010 FÖSTUDAGUR ÞJÓÐARSPEGILL HÍ Í DAG Þjóðarspegillinn 2010, ellefta félags- vísindaráðstefna Háskóla Íslands, verður haldinn í Gimli, Háskóla- torgi, Lögbergi og Odda í dag, föstu- daginn 29. október frá klukkan 09.00 til 17.00. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í rannsóknum í félagsvísind- um á Íslandi ár hvert. Um 160 fyrir- lestrar verða fluttir í 43 málstofum sem fjalla um efni allt frá þjóðfræði miðalda til afleiðinga efnahags- hrunsins. Fjöldi fyrirlestra er til vitn- is um fjölbreytt og öflugt rannsókn- arstarf á sviði félagsvísinda hér á landi og eru fyrirlesarar í fremstu röð hver á sínu sviði. Í tengslum við ráðstefnuna verður veggspjaldasýn- ing í Gimli og Háskólatorgi þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar. Erindi sem flutt eru á Þjóðar- spegli eru gefin út í veglegu safnriti af Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands. Í ár verður ritið einnig gefið út rafrænt og hafa allir greiðan aðgang að ritinu. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Dagskrána má sjá í heild sinni á www.thjodarspegill- inn.hi.is. TÖLVULEIKUR METROID: OTHER M Það eru vissir leikir sem einfaldlega klikka ekki þegar kemur að Nintendo. Zelda er gott dæmi, Mario er annað og Metroid á klárlega heima í þessum hópi. KVIKMYND INHALE Inhale minnir okkur á staðreyndir sem við megum ekki loka augunum fyrir; fyrir það á hún skilið lof og að fara sem víðast. LEIKRIT FÓLKINU Í KJALLARANUM Ólafur Egill Egilsson hefur farið um söguna fimum höndum og búið til gott leikhúsverk sem nýtur sín vel í fallegri og vel hugsaðri svið- setningu Kristínar Eysteinsdóttur. Allir leikarar standa sig með prýði. mælir með... mælir ekki með... LEIKRIT DÍSU LJÓSÁLFI Góð saga líður fyrir slappt hand- rit og leikstjórn. Tónlist Gunnars Þórðar er ljúf en tilþrifalítil. Hjálmar Hljómsveitin frá Keflavík færir út kvíarnar. Hvernig kom þetta ævintýralega samstarf til? Megas: „Þetta er uppsprottið frá æva- fornri þrá minna til að syngja Minn- ingu um mann. Það var lítill neisti sem þurfti sáralítið bensín á. Svo var það Rúnar sem fór að rabba um þennan möguleika og ég greip það strax á lofti því neistinn, neistinn, hann var þarna. Ég hugsaði: Núna er lag. Svo bara völdum við lög. Svona hittara. Eitthvað sem myndi hljóma vel í eyrum ágætra íslenskra drukk- inna manna og kvenna.“ Gylfi: „Það er líka svolítið einkenni- leg tilviljun að Megas var uppáhalds- tónlistarmaður mömmu minnar og mömmu Rúnars sem eru báðar látn- ar. Það er spurning hvort þær hafi bara komið okkur á sama koppinn.“ Megas: „Sennilega. Þær hafa stýrt þessu að ofan.“ Rúnar: „Þetta samstarf kemur líka svolítið til út af Ásvaldi Friðriks- Skylda að ÁTVR selji plötuna Þremenningarnir Rúnar Þór Pétursson, Gylfi Ægisson og Megas eru að senda frá sér plötuna MS-GRM. Þeir félagar hafa þekkst síðan þeir voru ungir og hafa gengið í gegnum ýmislegt saman. Gylfi segir það skyldu að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins selji plötuna eftir öll þau viðskipti sem þeir hafi átt þar í gegnum tíðina. Þeir ræddu við Ásgeir Jónsson um samstarfið, meðferðirnar og næstu plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.