Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 44
Jana María Guðmundsdóttir leikkona leikur eitt
aðalhlutverka í söngleiknum Rocky Horror sem Leikfélag
Akureyrar sýnir í Hofi. Jana María er einhleyp og hamingjusöm
og segir lífið of stutt fyrir líkamleg hryðjuverk á við megrun.
Nafn og aldur?
„Jana María Guðmundsdóttir, 29 ára.“
Atvinna?
„Söng- og leikkona, starfandi hjá Leikfélagi Akureyrar.“
Hjúskaparstaða?
„Einhleyp og hamingjusöm.“
Fjöldi barna?
„Engin ennþá, kenni fjölda nemenda sem eru mér sem
börn.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Já, áttu ekki allir hamstur hérna einu sinni?“
Hvaða tónleika fórst þú á síðast?
„Pétur og úlfinn með Bernd brúðumeistara og Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands.“
Hefur þú komist í kast við lögin?
„Ehm, já. Alveg óvart.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju?
„Dökkblár plíseraður H&M-kjóll, af því að hann getur verið
glerfínn þannig en breytist í hversdagsflík með hvítu belti.“
Hefur þú farið í megrun?
„Nei, lífið er of stutt fyrir líkamleg hryðjuverk sem þessi.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum?
„Nei, skammarlegt að segja frá því.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Hiklaust, sem og fyrri líf, engla og karma.“
Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið
upp á?
„Skjóttu mig í nótt – Skítamórall.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Akkúrat núna er það „Það snjóar“ með Memfismafíunni –
jólin eru að koma!“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Jólanna, ekki spurning.“
Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur?
„In the mood for love, myndatakan, tónlistin, sagan – allt.“
Afrek vikunnar?
„Að leikstýra í atvinnuhúsi í fyrsta skipti - Pétur og úlfurinn
með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Já, þó nokkrum sinnum. Stórhættulegt að vita of mikið
stundum.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Ég spila á píanó fyrir söngnemendur mína – enga aðra!“
Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið?
„Já og nei. Of margir faktorar til að geta sagt það í einni
setningu.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að vera samkvæmur sjálfum sér og þakklátur fyrir það sem
maður fær.“
Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella
fullan og fara á trúnó með?
„Varla nokkrum manni.“
Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta
og af hverju?
„Blossom Dearie, sem er amerískur djasspíanisti og söng-
kona sem hafði svo yndislega barnslega og bjarta rödd.“
Hefur þú ort ljóð?
„Já, er á lúmsku ljóðatímabili núna – allt er innblástur
einhvern veginn.“
Nýlegt prakkarastrik?
„… ;)“
Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest?
„Skosku bekkjarsystkinin mín sögðu Björk, er það eitthvað?“
Ertu með einhverja leynda hæfileika?
„Með ótakmarkaða lyst á ís og Cocoa Puffs.“
Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Nei. Punktur.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn?
„Eyjafjörður, fallegasti staður á Íslandi.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að
sofa?
„Að velja tónlist við hæfi og umla svo yfir hvað koddinn
minn er alltaf mjúkur þegar ég leggst.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur – vera
bjartsýn og harðdugleg með sól í hjarta því það mun birta
til á ný.“
Með ótakmarkaða
lyst á Cocoa Puffs
M
Y
N
D
IR
B
JA
R
N
I E
IR
ÍK
SS
O
N
44 HIN HLIÐIN 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
komdu í áskrift!
512 70 80
dv.is/askrift
frjálst, óháð dagblað