Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 21
föstudagur 29. október 2010 erlent 21
Birnir í Komi-héraði í Norður-Rúss-
landi hafa tekið upp á því að leita
sér að fæðu í kirkjugörðum og eru
orðnir einstaklega færir í því að
grafa upp líkkistur, opna þær og
gæða sér á líkamsleifum sem þar
er að finna. Um síðastliðna helgi
urðu tvær konur vitni að því að
björn nokkur var að rífa í sig ný-
grafið lík í kirkjugarði þorpsins Vez-
hnya Tchova sem er að finna rétt
við heimsskautsbaug. Héldu þær
fyrst að þarna væri kominn mað-
ur í loðfeldi að vitja leiðis, en brá
heldur betur í brún þegar ljóst var
að bjarndýrið var að rífa í sig lík-
ið. Gáfu þær frá sér mikið óp af
hræðslu, sem nægði til að fæla dýr-
ið frá. Í kjölfarið dreifðust föt hins
nýgrafna líks út um allan garðinn
og héngu á nærliggjandi legstein-
um, blaktandi í vindinum.
Hefðbundin fæða á þrotum
Á veturna nærast birnir í Norður-
Rússlandi venjulega á sveppum,
berjum og einstaka froskum. Nú
virðist sú fæða hins vegar á þrot-
um og er hinum gífurlegu hlýind-
um sem ríktu í Rússlandi síðastlið-
ið sumar kennt um. Hafa birnir því
leitað í auknum mæli að annarri
fæðu, meðal annars í ruslatunnum
og í kartöflu- og gulrótargörðum.
Þá réðst hungraður björn á mann
í borginni Syktyvar og var maður-
inn illa leikinn á eftir. Talsmaður
samtakanna World Wildlife Fund í
Rússlandi, Anna Vorontsova, segir
mikilvægt að muna að bjarndýrum
er eðlislægt að éta hræ, rétt eins og
að veiða sér til matar. Sagði hún að
svipaðar aðstæður sem þessar hafi
skapast í Karelíu-héraði fyrir tveim-
ur árum: „Þar lærði einn björn að
opna líkkistu og byrjaði síðan að
kenna öðrum. Þeir eru nokkuð
fljótir upp á lagið.“
Eins og risastór ísskápur
Vorontsova segir að birnir í Rúss-
landi hafi þrátt fyrir allt haft nóg að
éta nú í haust, þar sem fæðuteg-
undir eins og fiskur og maurar hafi
verið taldar í eðlilegu horfi. Birn-
irnir hafa hins vegar lært að meta
kirkjugarðana, þar er auðvelda
fæðu að fá sem má líkja við risa-
stóran ísskáp sem birnirnir geta
leitað í að vild. „Þetta er hræðilegt
mál. Það kærir sig enginn um að
líkamsleifar ástvinar séu étnar af
birni.“
Um þessar mundir er bjarn-
dýrastofninn í Rússlandi talinn
sigla nokkuð lygnan sjó, en þeir
munu teljast um 120 til 140 þús-
und. Helsta hættan sem steðjar
að þeim er ekki að verða hungur-
morða, þrátt fyrir skort á hefðbund-
inni fæðu. Sportveiðimenn hafa
fært sig upp á skaftið í Rússlandi á
undanförnum árum og eru bjarn-
dýr vinsæl bráð. Hafa bjarndýr í
Kamchatka-héraði í Austur-Rúss-
landi verið allt að því þurrkuð út.
Stjórnvöld í Rússlandi vinna þó
að nýrri löggjöf, sem bannar veið-
ar á bjarndýrum yfir veturna þegar
mökunartímabilið stendur yfir. Erf-
itt gæti því reynst að reka birnina
úr kirkjugörðunum, en fáar lausnir
duga aðrar en að skjóta þá.
björn tEitsson
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Í Rússlandi hafa bjarndýr tekið upp á að grafa upp lík í kirkjugörðum og éta þau.
„Eins og risastór ísskápur,“ segir talsmaður World Wildlife Fund í Rússlandi.
björn slappar af UggureríRúss-
umviðheimsskautsbaugvegna
ágangsbjarndýraíkirkjugarða.
Það er ekki aðeins á Íslandi sem kon-
ur amast yfir launamun kynjanna.
Nýjar tölur frá hagstofu Þýskalands
sem birtust á mánudag síðastliðinn
sýna fram á að launamunur kynj-
anna er ennþá talsverður þar í landi
og ívið meiri í gamla Austur-Þýska-
landi. Samkvæmt tölunum þéna
konur að jafnaði 8 prósent minna
en karlar fyrir sömu störf, þrátt fyr-
ir að hafa sömu hæfni og menntun.
Þýska vikuritið Der Spiegel greinir
frá þessu.
Tölurnar sýna að launamunur
kynjanna í Þýskalandi hefur hald-
ist óbreyttur á undanförnum árum.
Í heildina fá konur 23 prósent lægri
laun en karlar þegar meðaltal tíma-
kaups er reiknað út. Um það bil tvo
þriðju þessara tilfella má rekja til eðl-
ismunar á þeim störfum sem konur
sinna frekar, svo sem hlutastörfum,
eða störfum þar sem minni hæfni og
menntunar er krafist. Í hinum þriðj-
ungnum eru konur sem hafa ná-
kvæmlega sömu menntun og hæfni
og karlkyns samstarfsmenn þeirra.
Kvenréttindasamtök hafa lýst
yfir áhyggjum sínum á viðvarandi
launamuni kynjanna, ekki síst vegna
skýrslu sem var gefin út í júlí síð-
astliðnum af hagfræðirannsóknar-
stofnun Þýskalands í Berlín. Í skýrsl-
unni kom fram að konur sætti sig
frekar við lægri laun heldur en karl-
ar. Félagsfræðingar hafa hins vegar
bent á að það sé fráleitt að álykta sem
svo, að konur séu ánægðar með lág
laun. Sé þetta fyrst og fremst sam-
félagslegt vandamál, og hrista þurfi
verulega í hugsunarhætti stjórn-
málamanna, atvinnurekanda sem
og launþega. Reinhard Bispinck er
einn þeirra en hann starfar hjá þýska
verslunarráðinu: „Þetta sýnir ekkert
nema fyrirfram ákveðnar hugmynd-
ir um kynjahlutverk í samfélaginu.
Stór hluti kvenna er ekki einu sinni
í neinni stöðu til að semja um laun
sín yfir höfuð.“
Lægri laun
Þýskarkonur
þiggjalægri
launenkarlar
fyrirnákvæmlega
sömuvinnu.
Það kærir sig enginn um að
líkamsleifar ástvinar
séu étnar af birni.
Birnir tæta í
sig frosin lík ævisaga Bush væntanleg
Vefsíðan The Drudge Report komst
á dögunum yfir eintak af ævisögu
George W. Bush, fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna,
en hún mun
vera væntanleg
á næstu dögum.
Bókin er sögð
vera „einstak-
lega persónu-
legt verk“ sem
forðast þó skot
á gagnrýnend-
ur forsetans og
Barack Obama, núverandi forseta.
Segir bókin frá því hvernig Bush hafi
endurtekið fundið trúna, sérstaklega
þegar neyðarástand ríkti í Banda-
ríkjunum – eins og 11. september
2001,eða þegar fellibylurinn Katrina
reið yfir. Hann hyggst að sjálfsögðu
kynna bókina í spjallþætti Opruh
Winfrey.
Berlusconi sængar
hjá táningi
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítala, er sagður hafa sængað hjá
átján ára gamalli stúlku fyrr á árinu
og borgað henni síðan veglega upp-
hæð. Stúlkan, sem er frá Marokkó
og er eingöngu þekkt undir nafninu
Ruby, er ólöglegur innflytjandi en
að hennar sögn var hún að reyna að
koma sér áfram í fyrirsætuheimin-
um þegar hún hitti Berlusconi. Seg-
ist hún hafa sótt nokkrar veislur sem
Berlusconi hélt á heimili sínu fyrr á
árinu og í lok þess síðasta. Á þeim
tíma var hún að reyna að koma sér
áfram í fyrirsætubransanum ásamt
öðrum stúlkum sem allar fengu að
hitta forsætisráðherrann.
o‘Donnell hótaði
útvarpsstöð
Starfsmenn framboðs Christine
O‘Donnell, frambjóðanda Repúblik-
anaflokksins fyrir þingkosningar í
Bandaríkjunum, hótuðu að höfða
dómsmál gegn bandarískri útvarps-
stöð birti það upptöku af viðtali
við hana sem útvarpsstöðin tók. Í
myndbandinu af viðtalinu sést hún
kalla eftir aðstoð aðstoðarmanns
síns með handabendingum til að
fá aðstoð við að svara spurningu.
Myndbandið var engu að síður birt
á vefsíðu útvarpsstöðvarinnar en
eftir að það hafði verið gert hringdu
lögfræðingar O‘Donnell og báðust
afsökunar.
Þýska hagstofan hefur birt nýjar tölur um launamun kynjanna.
Launamunur í Þýskalandi