Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 62
62 fólkið 29. október 2010 föstudagur
kalli Bjarni og Sverrir StormSker:
Fegurðardrottning
trúlofast
Suðurnesjamærin og fegurðardrottn-
ingin Guðbjörg Hermannsdóttir,
sem var valin fegurðardrottning
Íslands árið 1998, hefur trúlofað sig.
Sá heppni heitir Árni Sigurjónsson,
en hjónaleysin búa í Grindavík.
Guðbjörg fékk bónorðið þann 10.
október en dagurinn var sérstakur
fyrir Guðbjörgu að því leytinu að
foreldrar hennar héldu upp á 23 ára
brúðkaupsafmæli sitt þann sama
dag. Guðbjörg og Árni eiga þrjú
börn sem heita þeim skemmtilegu
nöfnum Kleópatra, Leonard og
Veronica.
ara bauðst
Hringekjan
Þátturinn Hringekjan, sem sýndur er
á Spaugstofutíma á RÚV hefur heldur
betur fengið misjafnar viðtökur.
Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói,
þykir góður leikari en er umdeildur í
hlutverki þáttastjórnanda. Hápunktur
þáttarins eru innslög með uppistandi
Ara Eldjárns en óhætt er að fullyrða
að Ari sé með allra bestu skemmti-
kröftum. Heimildir DV herma að Ara
hafi upphaflega verið boðið að stýra
Hringekjunni. Hann ku hafa hafnað
boðinu vegna þess hve lítinn pening
hann átti að fá til framleiðslunnar; vel
innan við helming af því framleiðslu-
fé sem Spaugstofan hafði til umráða
í viku hverri. Hann hafi ekki treyst
sér til að gera góðan þátt fyrir þá
upphæð sem honum stóð til boða.
„Ég er ekki tilbúin. Ég fór svo-
lítið hratt í þetta og missti
næstum því æskuvin minn,“
er á meðal þess sem Vala seg-
ir vera ástæðuna fyrir sam-
bandsslitunum. Milos Tana-
sic er sonur Markos Tanasic
sem spilaði lengi með KS/
Leiftri hér heima og Kefla-
vík. Hann tók svo við þjálfun
Njarðvíkur í fyrra en var lát-
inn taka pokann sinn. Milos
sem er 23 ára lék tíu leiki með
Þrótti í sumar en auk þess
hefur hann spilað með Njarð-
vík og KS/Leiftri.
Vala ræddi samband sitt
við Milos, sem hún kallaði
sinn eigin Cristiano Ronaldo,
í útvarpsþættinum Harma-
geddon á dögunum. „Við vor-
um alltaf að spila fótbolta
þegar við vorum yngri. Svo
hittumst við á djamminu
þar sem hann spurði hvort
ég myndi ekki eftir honum.
Við hittumst svo svona fjór-
um sinnum áður en hann fór
út,“ en Milos hefur undan-
farið dvalið í heimalandinu,
Serbíu. Þar við sat og er Vala
þakklát fyrir að halda vin-
skapnum við þennan æsku
vin sinn.
asgeir@dv.is
Vala og Milos Vala var
ekki tilbúin í samband.
Vala Grand er hætt með Milos:
einhleyp á ný
Alltaf stutt í
villidýrið
Þ egar ég var yngri var mér stranglega bannað að hlusta á Sverri og þess vegna var hann svo spenn-
andi,“ segir tónlistarmaðurinn Karl
Bjarni Guðmundsson, betur þekkt-
ur sem Kalli Bjarni, sem hefur tek-
ið höndum saman við tónlistar-
manninn Sverri Stormsker.
Þeir félagar ætla að spila saman
í nóvember en Kalli hefur verið að
syngja fyrir Sverri upp á síðkastið.
„Við náðum bara svo vel saman að
við ákváðum að taka smá túr upp
á gamanið, ef túr skyldi kalla. Þetta
verður ein helgi. Þann 5. nóvember
verðum við í Salthúsinu í Grinda-
vík og svo verður allt gert brjálað á
Sódómu laugardaginn 6. nóvem-
ber og svo verða eflaust einhverj-
ar fleiri staðsetningar,“ segir Kalli
og bætir við að þeir ætli að spila
allt sem þeim detti í hug. „Þarna
verða flottar tónleikaútgáfur á því
efni sem við höfum báðir verið að
spila í gegnum tíðina og svo reikna
ég með að syngja viðlög fyrir hann.
Sverrir á flottar perlur sem við
þekkjum öll.“
Kalli Bjarni hefur notað allan
sinn frítíma til að vinna að plötu
sem kemur út einhvern tímann á
næstunni. „Hún hefur verið lengi
í smíðum en ég vil frekar láta lög-
in frá mér þegar ég er fullkom-
lega sáttur heldur en að eltast við
einhverja tímaramma,“ segir Kalli
Bjarni sem semur sjálfur lög og
texta. „Þarna gætir ýmissa áhrifa en
ég held að innsti kjarninn sé rokk-
blús og sólfílingurinn sem býr allt-
af í mér. Ég get ekki beðið eftir að
komast upp á svið og flytja þessi lög
því eins og það er frábært að fylgjast
með börnunum sínum fæðast þá
er líka yndislegt að fá hóp af lista-
mönnum til að flytja efnið sem þú
ert búinn að vinna að.“
Kalli Bjarni er því á fullu að
vinna við tónlist á milli þess sem
hann er á sjó. „Ég var svo hepp-
inn að finna mér pláss á íslensk-
um báti sem gerður er út frá Nor-
egi. Ég er því í mánuð á sjónum
og í mánuð í tónlistinni og það
hentar mér vel,“ segir hann og
bætir við að hann hafi gefist upp
á íslenska gjaldmiðlinum og fái
núna borgað í norskum krónum.
Aðspurður segir hann Storm-
sker hafa róast. „Það er samt
alltaf stutt í villidýrið í honum
auk þess sem tónlistarbakterían
virðist grassera í honum þessa
dagana. Ég held að Sverrir sé að
stórum hluta misskilinn. Hann
er fíkill á að hneyskla fólk og ef
það tekst er hann ánægður. Þá
hlakkar í honum. Hann nær samt
ekkert að hneyksla mig og leið-
ir okkar liggja ágætlega saman.
Við eigum auðvelt með að vinna
saman.“
indiana@dv.is
Tónlistarmennirnir Kalli Bjarni og Sverrir Stormsker ætla
að túra saman í nóvember. Kalli Bjarni segir að sér hafi ver-
ið bannað að hlusta á Sverri í æsku en þess vegna hafi hann
verið svo spennandi. Hann segir að Sverrir sé misskilinn og
hann lifi á því að hneyksla fólk.
Kalli Bjarni og SVerrir StorMSKer
Kalli Bjarni hefur sungið nokkur lög inn á
plötur fyrir Sverri upp á síðkastið. Hann mun
auk þess gefa út eigin plötu á næstunni.