Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 62
62 fólkið 29. október 2010 föstudagur kalli Bjarni og Sverrir StormSker: Fegurðardrottning trúlofast Suðurnesjamærin og fegurðardrottn- ingin Guðbjörg Hermannsdóttir, sem var valin fegurðardrottning Íslands árið 1998, hefur trúlofað sig. Sá heppni heitir Árni Sigurjónsson, en hjónaleysin búa í Grindavík. Guðbjörg fékk bónorðið þann 10. október en dagurinn var sérstakur fyrir Guðbjörgu að því leytinu að foreldrar hennar héldu upp á 23 ára brúðkaupsafmæli sitt þann sama dag. Guðbjörg og Árni eiga þrjú börn sem heita þeim skemmtilegu nöfnum Kleópatra, Leonard og Veronica. ara bauðst Hringekjan Þátturinn Hringekjan, sem sýndur er á Spaugstofutíma á RÚV hefur heldur betur fengið misjafnar viðtökur. Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, þykir góður leikari en er umdeildur í hlutverki þáttastjórnanda. Hápunktur þáttarins eru innslög með uppistandi Ara Eldjárns en óhætt er að fullyrða að Ari sé með allra bestu skemmti- kröftum. Heimildir DV herma að Ara hafi upphaflega verið boðið að stýra Hringekjunni. Hann ku hafa hafnað boðinu vegna þess hve lítinn pening hann átti að fá til framleiðslunnar; vel innan við helming af því framleiðslu- fé sem Spaugstofan hafði til umráða í viku hverri. Hann hafi ekki treyst sér til að gera góðan þátt fyrir þá upphæð sem honum stóð til boða. „Ég er ekki tilbúin. Ég fór svo- lítið hratt í þetta og missti næstum því æskuvin minn,“ er á meðal þess sem Vala seg- ir vera ástæðuna fyrir sam- bandsslitunum. Milos Tana- sic er sonur Markos Tanasic sem spilaði lengi með KS/ Leiftri hér heima og Kefla- vík. Hann tók svo við þjálfun Njarðvíkur í fyrra en var lát- inn taka pokann sinn. Milos sem er 23 ára lék tíu leiki með Þrótti í sumar en auk þess hefur hann spilað með Njarð- vík og KS/Leiftri. Vala ræddi samband sitt við Milos, sem hún kallaði sinn eigin Cristiano Ronaldo, í útvarpsþættinum Harma- geddon á dögunum. „Við vor- um alltaf að spila fótbolta þegar við vorum yngri. Svo hittumst við á djamminu þar sem hann spurði hvort ég myndi ekki eftir honum. Við hittumst svo svona fjór- um sinnum áður en hann fór út,“ en Milos hefur undan- farið dvalið í heimalandinu, Serbíu. Þar við sat og er Vala þakklát fyrir að halda vin- skapnum við þennan æsku vin sinn. asgeir@dv.is Vala og Milos Vala var ekki tilbúin í samband. Vala Grand er hætt með Milos: einhleyp á ný Alltaf stutt í villidýrið Þ egar ég var yngri var mér stranglega bannað að hlusta á Sverri og þess vegna var hann svo spenn- andi,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekkt- ur sem Kalli Bjarni, sem hefur tek- ið höndum saman við tónlistar- manninn Sverri Stormsker. Þeir félagar ætla að spila saman í nóvember en Kalli hefur verið að syngja fyrir Sverri upp á síðkastið. „Við náðum bara svo vel saman að við ákváðum að taka smá túr upp á gamanið, ef túr skyldi kalla. Þetta verður ein helgi. Þann 5. nóvember verðum við í Salthúsinu í Grinda- vík og svo verður allt gert brjálað á Sódómu laugardaginn 6. nóvem- ber og svo verða eflaust einhverj- ar fleiri staðsetningar,“ segir Kalli og bætir við að þeir ætli að spila allt sem þeim detti í hug. „Þarna verða flottar tónleikaútgáfur á því efni sem við höfum báðir verið að spila í gegnum tíðina og svo reikna ég með að syngja viðlög fyrir hann. Sverrir á flottar perlur sem við þekkjum öll.“ Kalli Bjarni hefur notað allan sinn frítíma til að vinna að plötu sem kemur út einhvern tímann á næstunni. „Hún hefur verið lengi í smíðum en ég vil frekar láta lög- in frá mér þegar ég er fullkom- lega sáttur heldur en að eltast við einhverja tímaramma,“ segir Kalli Bjarni sem semur sjálfur lög og texta. „Þarna gætir ýmissa áhrifa en ég held að innsti kjarninn sé rokk- blús og sólfílingurinn sem býr allt- af í mér. Ég get ekki beðið eftir að komast upp á svið og flytja þessi lög því eins og það er frábært að fylgjast með börnunum sínum fæðast þá er líka yndislegt að fá hóp af lista- mönnum til að flytja efnið sem þú ert búinn að vinna að.“ Kalli Bjarni er því á fullu að vinna við tónlist á milli þess sem hann er á sjó. „Ég var svo hepp- inn að finna mér pláss á íslensk- um báti sem gerður er út frá Nor- egi. Ég er því í mánuð á sjónum og í mánuð í tónlistinni og það hentar mér vel,“ segir hann og bætir við að hann hafi gefist upp á íslenska gjaldmiðlinum og fái núna borgað í norskum krónum. Aðspurður segir hann Storm- sker hafa róast. „Það er samt alltaf stutt í villidýrið í honum auk þess sem tónlistarbakterían virðist grassera í honum þessa dagana. Ég held að Sverrir sé að stórum hluta misskilinn. Hann er fíkill á að hneyskla fólk og ef það tekst er hann ánægður. Þá hlakkar í honum. Hann nær samt ekkert að hneyksla mig og leið- ir okkar liggja ágætlega saman. Við eigum auðvelt með að vinna saman.“ indiana@dv.is Tónlistarmennirnir Kalli Bjarni og Sverrir Stormsker ætla að túra saman í nóvember. Kalli Bjarni segir að sér hafi ver- ið bannað að hlusta á Sverri í æsku en þess vegna hafi hann verið svo spennandi. Hann segir að Sverrir sé misskilinn og hann lifi á því að hneyksla fólk. Kalli Bjarni og SVerrir StorMSKer Kalli Bjarni hefur sungið nokkur lög inn á plötur fyrir Sverri upp á síðkastið. Hann mun auk þess gefa út eigin plötu á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.