Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 23
kalkún.“ Í kjölfarið var stofnuð und-
irskriftasíða á netinu þar sem 700
manns hafa mótmælt ráðningu Egils.
Já.is er harðlega gagnrýnt fyrir að ráða
Egil til verksins og sagt er að með því
sé verið að festa í gildi og gera að við-
miði það sem hann stendur fyrir.
„Passa hvernig hann orðar
hlutina“
Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Já.is, svarar gagnrýn-
inni með þeim orðum að Egill hafi
verið valinn þar sem hann hafi já-
kvæð skilaboð fram að færa. Hann
höfði til ungs fólks og hafi áhuga á
því að hvetja Íslendinga til heilsu-
ræktar. Hún segir jafnframt: „Það er
ekkert sem afsakar dónaskap í nafni
Já.is en mér finnst oft ómaklega að
Agli vegið í umræðunni og mér per-
sónulega líkar það ekki þegar fólk
telur sig geta dæmt einstaklinga
sem það þekkir ekki einungis vegna
þess hvernig fjölmiðlar fjalla um þá.
Ég þekki Egil og hann er bæði góð-
ur og gáfaður, hann hefði ekki lok-
ið háskólanámi og skrifað metsölu-
bók nema það væri talsvert í hann
spunnið. Egill vill vel, hann þarf
bara að passa það hvernig hann orð-
ar hlutina stundum.“
Egill svarar einnig fyrir sig og seg-
ist sjá eftir skrifum sínum árið 2007
og bendir á að færslan hefði verið
tekin út daginn eftir að hún var birt.
Eins segir hann við blaðamann DV:
„Nefndu mér einhvern sem sér ekki
eftir einhverjum ummælum ein-
hvern tímann.“ Hann er bjartsýnn á
samstarfið við Já.is og segist stefna
að því að boða heilbrigðan lífsstíl í
símaskrá næsta árs. Hann segir að
skilaboðin verði jákvæð. Stofnuð
hefur verið síða á Facebook Agli til
stuðnings og á hún nú tæplega 6.000
stuðningsmenn.
„Hann hefur aldrei lagt neinn í
einelti“
Ester tekur upp hanskann fyrir son
sinn en aðspurð hvort hann sé hald-
inn kvenfyrirlitningu segir hún það
af og frá. „Ég hef ekki orðið vör við
það, ekki á neinn hátt, í okkar fjöl-
skyldu,“ bætir hún við. Hún segir að
skrif hans á sínum tíma hafi farið
fyrir brjóstið á sumum en oftast hafi
þetta verið grín hjá honum og fólk
sé með misjafnt skopskyn. „Fólk
þekkir ekki Egil,“ segir hún og bætir
við að allt of margir myndi sér skoð-
anir á fólki án þess að þekkja mann-
eskjuna. „Ég hef ekki alltaf verið sátt
við það sem Egill skrifar en hann
hefur aldrei lagt neinn í einelti eins
og mér finnst gert við hann núna,“
segir hún.
„Ber mikla virðingu fyrir
konum“
Þótt margir elski að hata Gillz eru
þeir til sem líkar vel við drenginn
og sjá má að vinir Egils bera honum
góða söguna. Jóhann Ólafur Schröd-
er er vinur Egils síðan í mennta-
skóla og segir hann vera toppmann.
„Hann hefur náttúrulega alltaf verið
snarruglaður en hann er góður vinur.
Hann setur vini sína alltaf í forgang,
langt á undan sjálfum sér,“ segir Jó-
hann. Hann segir jafnframt að Eg-
ill elski kvenfólk og beri mikla virð-
ingu fyrir konum. „Það er allt tekið úr
samhengi sem hann hefur sagt,“ seg-
ir Jóhann þegar hann er spurður um
aðkomu Egils að símaskrármálinu.
Hann bendir einnig á að stuðings-
síða Egils á Facebook sé komin með
mun fleiri vini en mótmælasíðan.
„Segir það ekki allt sem segja þarf?“
spyr hann að lokum.
Hjörvar Hafliðason, æskuvin-
ur Egils, segir hann vera eiginhags-
munasegg sem vilji alltaf hafa allt
eftir sínu höfði. Hann tuði og röfli
út í eitt, sé frekur og þver og hafi
þreytandi nærveru til lengdar. „Eg-
ill skiptir aldrei um skoðun sem er
mikill ókostur í mönnum, já, svo er
hann tillitslaus,“ bætir Hjörvar við.
Hann segir að það megi lýsa honum
sem stórum krakka. Ef hann þurfi að
nefna jákvæðar hliðar á Agli þá sé
hann fínn þjálfari, góður bílstjóri og
hafi mikinn sannfæringarkraft. „Eg-
ill er fínn náungi sem er mjög uppá-
tækjasamur. Það er aldrei lognmolla
í kringum hann,“ bætir Hjörvar við
og segir vin sinn ekki eiga skilið allt
þetta mál undanfarið og vísar þar til
umræðu um Egil og símaskrána.
Mannasiðir Gillz á skjáinn
Það hafa allir sína skoðun á mann-
inum sem kallar sig Gillz en gera má
ráð fyrir að lognmollan muni ekki
umlykja hann í nánustu framtíð. Nú
hefur Vesturport ákveðið í samstarfi
við Stöð 2 að framleiða gamanþætti
byggða á bók Egils, Mannasiðum
Gillz. Þetta verða leiknir þættir í leik-
stjórn Hannesar Þórs Halldórsson-
ar sem sýndir verða í febrúar. Rakel
Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri
Vesturports, segir hugmyndina að
þáttunum hafa kviknað fljótlega eft-
ir útkomu bókarinnar. Aðspurð hvort
oft á tíðum neikvæð umfjöllun um
Gillz hafi ekki áhrif segir hún: „Öll
umfjöllun er góð umfjöllun. Síma-
skráin hefur örugglega aldrei fengið
aðra eins umfjöllun og nú.“
FÖSTUDAGUR 29. október 2010 NÆRMYND 23
Dagskrá
Föstudag 5. nóvember
20:00 – 22:00 Setning og móttaka
Laugardag 6. nóvember
9:00 – 12:00 Yfirlit
Dorothee Kirch, stjórnandi Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar.
Marita Muukkonen, sýningarstjóri, Finnlandi.
Anette Østerby, stjórnandi The Danish Arts
Agency’s Visual Arts Centre, Danmörku.
Cecilia Widenheim, stjórnandi Swedish Arts
Grants Committee’s International Program (Iaspis),
Svíþjóð.
Marianne Zamecznik, sýningarstjóri, Noregi.
Stjórnandi: Karlotta Blöndal, listamaður, Íslandi.
13:30 – 16:30 Norræn samvinna
Jonas Ekeberg, ritstjóri Kunstkritikk, Noregi.
Bergljót Jónsdóttir, stjórnandi Nordic Culture
Point, Finnlandi.
Maria Lind, sýningarstjóri, Svíþjóð.
Umræðum stjórnar Ólafur Sveinn Gíslason,
listamaður.
Sunnudag 7. nóvember
9:30 – 12:00 Ólíkir fletir í norrænni myndlist
Judith Schwarzbart, sýningarstjóri, Danmörku.
Aura Seikkula, sýningarstjóri og fræðimaður,
Finnlandi.
Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri, Íslandi.
Solveig Øvstebo, stjórnandi Bergen Kusthall,
Noregi.
Umræðum stjórnar Hanna Styrmisdóttir,
sýningarstjóri, Íslandi.
14:00 – 16:00 Óhefðbundin rými, óhefðbundin
í hvaða skilningi?
Henriette Bretton-Meyer, stjórnandi
Overgaden Institute of Contemporary Art
Copenhagen, Danmörku.
Birta Guðjónsdóttir, stjórnandi
Nýlistasafnsins, Íslandi.
Mats Stjernstedt, stjórnandi Index-The Swedish
Contemporary Art Foundation, Svíþjóð.
Umræðum stjórnar Jón Proppé, sýningarstjóri og
listheimspekingur, Íslandi.
16:15 – 17:30 Lokahóf í Kling & Bang
Málþing um samtímalist
á Norður löndum
Listasafn
Reykjavíkur
Hafnarhús
Alternative
North
5.– 7.
nóvember
2010
Málþingið er ókeypis og opið öllum en nauðsynlegt
er að skrá sig fyrir fram. Þátttakendum gefst kostur
á hádegisverðar tilboði á Súpu barnum í Hafnar-
húsinu.
Fyrir skráningu og nánari upplýsingar hafið samband
við Sirru Sigurðardóttur. Netfang:
sirra.sigurdardottir@reykjavik.is, sími 590-1200.
Virtir safnstjórar, listgagnrýnendur, sýningar-
stjórar og fagfólk frá Norðurlöndum beina sjónum
að nýjum straumum í myndlist, gagnrýnni umræðu
og sýningarýmum fyrir tilraunalist á málþingi
Listasafns Reykjavíkur helgina 5.-7. nóvember.
Málþingið fer fram á ensku.
„FÓLK ÞEKKIR EGIL EKKI“
Ungur Egill var ekki alltaf massaður.
Gillzenegger í mótun Karakterinn hefur smám saman komist inn í vitund
Íslendinga.
Námsmaður Egill á útskriftardaginn ásamt vinum sínum.
Fermingardrengur Egill var ekki kall-
aður „Þykki“ þegar hann var unglingur.
Jólabarn Egill með systur sinni á jólum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir kvenfyrir-
litningu í skrifum sínum.
Ég þurfti ekkert að sækjast eftir
þessu, það var hringt í
mig og ég spurður hvort
ég vildi gera þessa hluti.
Mér leist vel á þessa
áskorun.
Með allt í gangi Framleiðsla er hafin
á þáttum byggðum á bók Egils. Auk
hans munu fjölmargir leikarar leika í
þáttunum.