Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Side 20
Mikil spenna ríkir meðal aðildar- ríkja Evrópusambandsins vegna leið- togafundar sem hófst í Brussel í gær. Er talið að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, for- seti Frakklands, muni í dag kynna tillögur að breytingum á Lissabon- sáttmálanum sem snúa að hagskerfi sambandsins. Merkel og Sarkozy hittust í síðustu viku á leiðtogafundi ásamt Dimitri Medvédev, forseta Rússlands, í strandbænum Deauville í Norður-Frakklandi. Þar munu þau hafa rætt breytingar á sáttmálanum, sem muni útiloka það í framtíðinni að þessi stærstu efnahagskerfi sam- bandsins þurfi að hlaupa undir bagga þegar önnur aðildarríki verða fyrir efnahagshruni, eins og raunin varð í Grikklandi fyrr á þessu ári. Vilja Merk- el og Sarkozy meðal annars að tekn- ar verði upp refsingar til handa aðild- arríkjum sem fara fram úr fjárlögum sínum með slíkum hætti að alvarlegt getur talist, en refsingarnar myndu þá verða í formi sviptingar atkvæð- isréttar í ráðherraráði Evrópusam- bandsins. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá þessu. Óhjákvæmilegar breytingar Miðvikudaginn síðastliðinn tal- aði Merkel í þýska þinginu og lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að þróa „nýtt kröftugt verkferli þegar efna- hagslegt neyðarástand myndast,“ til að tryggja stöðugleika á evrusvæðinu. Sagði hún það aðeins mögulegt með breytingum á stofnsáttmála Evrópu- sambandsins og sagði jafnframt sam- komulag hennar og Sarkozys vera mikils virði: „Þó franskt-þýskt sam- komulag skipti ekki öllu máli fyrir Evr- ópu, þá er ljóst að án þess konar sam- komulags mun lítið gerast.“ Stjórnvöld í Berlín hafa undanfar- ið leitað að heppilegu verkferli sem gæti komið í veg fyrir að stöðugri efnahagskerfi eins og Þýskaland neyðist til að taka ábyrgð á skuldum annarra ríkja. Merkel hefur lagt til að stofnaður verði varanlegur neyðar- sjóður, sem muni taka við af neyðar- sjóði sem stofnaður var sem viðbrögð við kreppunni í Grikklandi nú í ár – en sá sjóður var einungis skammtíma- lausn, gildir til 2013. Í gær og í dag hefur forseti ráðherraráðs Evrópu- sambandsins, Herman van Rompuy, kynnt breytingartillögur á Lissabon- sáttmálanum sem snúa að hertari reglum um fjárlög sambandsins, sem og víðari ramma til pólitískra og efna- hagslegra refsiaðgerða gagnvart að- ildarríkjum sem halda sig ekki inn- an fjárlaga. Refsiaðgerðirnar ná hins vegar ekki svo langt, að komið gæti til sviptingar á atkvæðisrétti aðildarríkja. Hafa Þjóðverjar þess vegna hótað að beita neitunarvaldi gegn tillögunum, fái þeir ekki tillögu Merkel og Sarko- zys samþykkta. Aldrei samþykkt Ljóst er að flest önnur aðildarríki en Þýskaland og Frakkland eru mótfall- in svo hörðum refsiaðgerðum eins og að svipta ríki atkvæðisrétti og það er framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins einnig. Framkvæmdastjóri dómsmála, Viviane Reding, sagði til að mynda í viðtali á miðvikudag að það væri „algerlega ábyrgðarlaust að færa fram á borðið slíka hugaró- ra um nýjan sáttmála. Skilja þau ekki að það tók okkur 10 ár að klára Lissa- bon-sáttmálann?“ Olli Rehn, sem er Íslendingum að góðu kunnur, er núverandi framkvæmdastjóri efna- hags- og gjaldeyrismála. Hann segist vel geta ímyndað sér nýtt varanlegt verkferli þegar kemur að neyðar- ástandi án þess að nauðsynlegt sé að breyta Lissabon-sáttmálanum. „Þetta er ekki endilega í línu við það sem við höfum kallað „sífellt nánara samband.“ Ljóst er að ef tillögur Merkel og Sar- kozys eiga fram að ganga, verða þær að vera samþykktar af öllum 27 aðild- arríkjum – eins og allar aðrar breyt- ingar á Evrópulöggjöfinni. Í mörgum þeirra krefjast breytingar á stofnsátt- málanum þjóðaratkvæðagreiðslu og því greinilegt að málið yrði mjög fyrir- ferðarmikið. Segja þýsk stjórnvöld að það sé auðveldlega hægt að sam- eina atkvæðagreiðslu um tillögurnar og aðild Króatíu að sambandinu. Ut- anríkisráðherra Lúxemborgar, Jean Asselborn, segir að slík framkvæmd myndi senda aðildarríkin í „mánaðar- eða áralanga naflaskoðun,“ nú þegar aðeins er liðið ár síðan Lissabon-sátt- málinn var staðfestur. Danir segja nei Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, sagði í viðtali við Politiken á miðvikudag að hann væri andsnúinn tillögum Sarkozys og Merkel. „Þetta er sannarlega ekkert sem við höfum verið viðriðin og ég hafna heilshugar þeirri tillögu að að- ildarríki geti verið svipt atkvæðisrétti.“ Rasmussen telur jafnframt, að Evr- ópusambandið þurfi ekki á neinum breytingum að halda, ekki einu sinni til að auka aðhald í fjármálastjórn. Eiga aðildarríkin heldur að einbeita sér að því að fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem eru nú þegar fyrir hendi, en það hafi einmitt misfarist á síðustu árum með skelfilegum afleið- ingum. Popúlismi hjá Merkel, öll ríkin hafa neitunarvald Blaðamaður DV hafði samband við Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og spurði hver áhrifin yrðu á smærri aðildarríki sambandsins færi svo að tillögur Merkel og Sarkozys næðu fram að ganga. Baldur telur enga al- vöru á bak við tillögurnar: „Ég trúi því í ekki að Merkel og Sarkozy ætla að leggjast aftur í það ferli að fá stofn- sáttmála Evrópusambandsins breytt, þegar hann hefur í raun nýtekið gildi.“ Minnir Baldur á að nauðsyn- legt sé að fá samþykki allra ríkja sam- bandsins til að fá slíkar breytingar í gegn, þar á meðal smærri og efna- minni aðildarríkja. Öll ríkin 27 hafa neitunarvald. „Þetta verður aldrei samþykkt í þessari mynd, að refsing- ar verði með þeim hætti að ríki verði svipt atkvæðisrétti. Ég held að Merkel og Sarkozy séu frekar að þrýsta á öll ríki sambandsins að fara eftir mark- aðsskilyrðum og koma í auknum mæli á samræmdri efnahagsstjórn innan sambandsins. Þau hljóta að átta sig á að þetta er algerlega óraun- hæft.“ Baldri líst hins vegar ágæt- lega á að stofnaður verði varanleg- ur neyðarsjóður fyrir ríki sem lenda í vanda. „Það væri sterkara, sérstak- lega fyrir smærri ríki sambandsins, að hafa aðgang að slíkum sjóði þegar illa árar en það er vafalaust hægt að finna lausn á því máli án þess að rífa upp Lissabon-sáttmálann, rétt eins og var gert í Grikklandsmálinu.“ Þegar Baldur er spurður að því hvort innanlandsstjórnmál í Frakk- landi og Þýskalandi stjórni ef til vill aðgerðum Sarkozys og Merkel, segist hann ekki efast um að svo sé. Til að mynda sé mikill hagvöxtur í Þýska- landi en jafnframt mikið atvinnu- leysi. Sífellt færri Þjóðverjar njóta því góðs af hagvextinum og gremst það mjög þegar Þýskaland þarf að borga fúlgur fjár undir ríki sem getur ekki staðið í skilum. „Merkel er því mið- ur komin út í afar ómerkilegan pop- úlisma, mjög ólíkt öðrum könslurum Þýskalands í gegnum tíðina sem hafa ávallt tekið mjög ábyrga afstöðu í Evr- ópumálum. Nú er hún farin að skella skuldinni af vandkvæðum Þjóðverja á Evrópusambandið, til að slá sig til riddara innan Þýskalands. Hún hef- ur einnig talað mjög óvarlega gagn- vart innflytjendum í Þýskalandi og talaði jafnvel niður til Grikkja í kjölfar neyðaraðstoðar Þjóðverja til Grikkja. Þá hefur hún einnig verið mjög nei- kvæð í garð Tyrkja varðandi inngöngu þeirra í Evrópusambandið. Allt þetta lyktar af miklum popúlisma, og það er sorglegt.“ 20 erlent 29. október 2010 föstudagur Merkel er því miður komin út í afar ómerkilegan popúl- isma, mjög ólíkt öðrum könslurum Þýskalands í gegnum tíðina sem hafa ávallt tekið mjög ábyrga afstöðu í Evrópumálum. Nicolas Sarkozy og Angela Merkel vilja refsiaðgerðir gagnvart ríkjum sem fara of langt fram úr fjárlög- um ESB. Gætu aðgerðirnar falist í sviptingu á atkvæðisrétti. Prófess- or í stjórnmálafræði segir að tillag- an verði aldrei samþykkt. óreiðuríki missi atkvæðisréttinn Leiðtogar Merkel og Sarkozy ráða ráðum sínum við sólarlagið í Deauville í Normandí. MyND reuterS björN teitSSoN blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is baldur Þórhallsson Minnir á að öll ríkin 27 hafa neitunarvald. Lars Løkke rasmussen Danmörk mun ekki samþykkja tillögurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.