Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 26
26 umræða 29. október 2010 föstudagur Ég fór um dag- inn að sjá heim- ildarmyndina Norð Vestur sem Einar Þór Gunnlaugsson frumsýndi ný- lega. Myndin fjallar um snjó- flóðið skelfi- lega sem féll á Flateyri við Önundarfjörð haustið 1995. Uppistaðan í myndinni eru viðtöl við fólk sem lenti í flóðinu eða tók þátt í björgunarstörfum með einum eða öðrum hætti. Einnig fá áhorf- endur að sjá skemmtilegar myndir af lífinu í plássinu fyrir snjóflóðið – og einföld en áhrifarík tölvugrafík sýnir svo leiðina sem flóðið féll. Snjóflóðið á Flateyri var hrylli- legt áfall á sínum tíma, eiginlega ótrúlegt. Snjóflóð hafði ekki valdið verulegum skaða á Íslandi í lang- an tíma fyrr en á útmánuðum 1995 þegar flóð féll á Súðavík og meira en tugur manns féll í valinn. Auðvitað hnykkti mönnum illa við, en það var þó hægt að afgreiða það sem skelfilegt slys sem eflaust myndi ekki gerast aftur í mjög langan tíma – að snjóflóð legði stóran hluta bæj- arfélags svo illilega í eyði. SVO GERÐIST ÞAÐ AFTUR En svo gerðist það aftur aðeins hálfu ári síðar. Það var samt ekki partur af sama vetri, á milli hafði komið vor og sumar, og þetta virt- ist á einhvern hátt svo ótrúleg tilvilj- un að það var næstum eins og ver- ið væri að sýna mönnum fram á að hvað sem liði allri nútímatækni og framþróun mannsins, þá yrðu slíkir hlutir lítils virði þegar náttúran vildi sýna vald sitt. Mynd Einars Þórs er gerð af miklum skilningi og nærfærni, og kannski skiptir máli að hann er ætt- aður af Vestfjörðum, og þekkir því þetta umhverfi út og inn. Fyrir fá- einum árum gerði hann leikna bíó- mynd sem gerðist á Barðaströnd- inni og fékk því miður alltof litla athygli, því það var bráðskemmti- leg mynd og ágæt mynd af íslenskri sveit og fólkinu sem þar lifir sínu lífi. Þessi mynd hét Heiðin. Í heim- ildamyndinni Norð Vestur er Einar Þór vitaskuld á öðrum slóðum, og hugguleg kímnin sem einkenndi leiknu myndina er vitaskuld fjarri sögunni um snjóflóðið – en hún er samt ekki neitt yfirþyrmandi átak- anleg. Maður skynjar þær miklu og sáru tilfinningar sem flóðið vakti, fremur en að þeim sé slett framan í áhorfandann. Og sú tilfinning sem stendur eftir er raunar aðdáun yfir því af hve miklu æðruleysi Flateyr- ingar brugðust við – og sömuleiðis það fólk sem kom þeim til aðstoðar, og jafnvel þjóðin öll – sem varð fyrir öðru áfallinu af þessu tagi á aðeins hálfu ári. Sú samstaða og sá hlýhugur sem spratt upp á landinu í garð þeirra sem áttu um sárt að binda, það var raunar ekki síst það sem vakti at- hygli á sínum tíma. “Þegar eitthvað bjátar á, þá standa allir Íslendingar saman,” sögðu menn hver í kapp við annan, þegar bæði íbúar á Flateyri og þjóðin öll var að reyna að takast á snjóflóðið og afleiðingar þess. Og það var líka alveg áreiðanlega rétt. Þeir sem muna þessa atburði muna hve samstaðan var þétt og rík – hún var næstum áþreifanleg. EKKI SÉREINKENNI ÍSLENDINGA Ég man að ég hugsaði stundum, þegar fólk var að endurtaka möntr- una um samstöðu Íslendinga and- spænis áföllum, að menn ættu nú kannski ekki að staglast svona mik- ið á því að þetta væri sérstakt ein- kenni Íslendinga. Sömu samstöðu- hvöt upplifðu áreiðanlega allar þjóðir sem yrðu fyrir viðlíka kjafts- höggi og Íslendingar höfðu mátt þola 1995. Og augljósa sönnun þess mátti sjá í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001 þegar þjóðin vestra rann um skeið saman í einn vold- ugan þjóðarlíkama sem talaði ná- lega einni röddu. En þó samstaðan á Íslandi eft- ir snjóflóðin á Súðavík og Flateyri væri sem sé líklega ekki sér-íslenskt fyrirbæri, þá var hún samt raun- veruleg og flestum áreiðanlega mikil og nauðsynleg huggun. Þeim mun undarlegra er að eft- ir það efnahagslega áfall sem við urðum fyrir í október 2008 skuli varla hafa orðið vart við samstöðu þjóðarinnar – heldur eiginlega þvert á móti. Nóg var svo sem tal- að um að Íslendingar myndu án efa þjappa sér saman og hjálpast að við að komast “gegnum brimskafl- inn” eins og það var orðað fyrst eft- ir hrunið. En það gerðist bara ekki. Þvert á móti hafa sundurþykkja og ósamlyndi orðið æ meira áber- andi. Ég veit ekki af hverju það staf- ar að við bregðumst nú svo ólíkt við, miðað við það hvernig mynd Einars Þórs Gunnlaugssonar lýsir viðbrögðum okkar við snjóflóðinu hræðilega. Kannski er það vegna þess að þá höfðu stjórnmálamenn engu sér- stöku hlutverki að gegna. Auðvitað var þörf fyrir þá þegar kom að end- urbyggingu Flateyrar, en þeir spil- uðu litla sem enga rullu þegar þurfti að horfast í augu við ósköpin. STJÓRNMÁLAMENN Í AÐAL- HLUTVERKUM Eftir hrunið nú hafa stjórnmála- menn hins vegar verið í aðalhlut- verkunum, hvert sem litið er í þessu skúespili, og kannski er það ein- faldlega ástæðan fyrir því hvern- ig allt hefur drabbast niður í rifr- ildi, smákóngabaráttu, vanhæfni og þumbaraskap. Af því að stjórn- málamenn okkar hugsa alltaf fyrst og fremst um völdin og eigið skinn – það er einfaldlega siður íslenskra stjórnmálamanna. Og á meðan þeir kýta, þá veita þeir þjóðinni enga forystu. Viðbrögðin sem nú mæta þeim sem illa hafa orðið úti í hruninu, eru sorglega ólík þeirri samstöðu sem mætti Flateyingum og Súðvík- ingum. Myndin Norð Vestur getur kannski endurvakið í brjósti okk- ar þá tilfinningu að rétt eins og á Flateyri, þá erum við öll á sama báti. Við þurfum bara að losna við þá stýrimenn sem vilja sigla hver í sína áttina, og við þurfum að end- urmennta þá sem eru til í að taka upp ný og betri vinnubrögð. Stjórn- lagaþingið í febrúar getur á sinn hátt orðið áfangi í þeirri endur- menntun. V ið vorum blautir inn að beini þegar við gengum í veð-urofsa úr Almenn- ingaskarði á Hornströnd- um og niður í Kjaransvík. Úti í víkinni sáum við háar, hvítfyssandi öldurnar koma að landi og enda í kröftugu brimi sem mótar þetta harð- gera land eins og leir. Kom- ið var fram á kvöld, grátt var yfir með þokuslæðingi og rigningin buldi á okkur. Við sáum samt talsvert meira út frá okk- ur en við höfðum gert þann daginn á göngu okkur um Þorleifsskarð úr botni Fljótavíkur. Þokan í fjöllunum hafði byrgt okkur sýn svo við villtumst af leið og lentum ekki á Þorleifskarði og við höfðum gengið framhjá stik- unni góðu sem átti að vísa okkur leið- ina upp í Almenningskarð niður á lág- lendið. Við orðnir þreyttir og dálítið pirraðir. Ég var á fimm daga í göngu um Hornstrandir ásamt tveimur vinum mínum, Degi Kristj-ánssyni og Tómasi Sveins- syni, um miðjan ágúst síðastliðinn. Á tveimur dögum höfðum við geng- ið frá Sæbóli í Aðalvík, yfir að Látrum og þaðan til Fljótavíkur þar sem veðr- ið varð vont á meðan við reyndum að fiska í soðið. Árangurinn var rýr: ein væn bleikja húkkaðist þó á land og átti hún eftir að koma sér vel. Norð- anátt og hellirigning skall á okkur yfir veiðinni í Fljótavík þannig að við þurftum að snúa við, eftir að við höfð- um lagt af stað áleiðis til Kjaransvík- ur, og slá upp tjöldum í Fljótavíkinni. Við vonuðum að veðrinu myndi slota svo við gætum reynt aftur daginn eftir. Við þrímenntum, blautir, inni í tveggja manna tjaldi yfir kakóbollum og flat- brauði og hlustuðum á veðurham- inn tuska tjaldið okkar til um nóttina. Vindurinn dundi á þeim sem svaf við hliðina sem snéri upp í helvítis vind- inn. Þegar í Kjaransvík var kom-ið voru góð ráð dýr. Við vor-um svo blautir og hraktir eftir volkið á heiðinni að við gát- um ekki hugsað okkur að tjalda aftur í slíku veðri. Kortið okkar af Hlöðu- vík sýndi neyðarskýli að Búðum innst í víkinni. Við þurftum einungis að ganga Kjaransvík á enda og fara fyr- ir mikilúðlegt fjall, Álfsfell, og inn í Hlöðuvík áleiðis að Búðum. Á leiðinni þurftum við að vaða tvær ár og vorum við svo votir að við óðum án þess að fara úr skónum því það gerði ekkert til lengur - vatnið var alls staðar. Spottinn að Búðum var lengri en við héldum og vorum við því fengnir þegar við sáum glitta í húsaþyrpingu. Ekkert neyðarskýli var hins vegar að Búðum, öfugt við það sem kortið sagði. Skýl-ið hafði verið fjarlægt fyrr um sumarið. Þar voru aftur á móti tvö sterkleg sumarhús sem búið var að læsa fyrir veturinn og ólæstur úti- kamar með neyðartalstöð sem leit ekki út fyrir að virka. Á miða á klósettinu stóð að ekki mætti nota það. Við reitt- um hár okkar og gengum um svæðið hálf-æstir í leit að einhvers konar hlýj- um og þurrum næturstað og töluðum meira að segja um að að hreiðra um okkur þrír á örlitlum kamrinum frekar en að tjalda úti í regninu. tómas sá þá að gluggi var opinn á jarð-hæð í öðru húsinu. Barnsleg ánægja okkur leyndi sér ekki því við töldum okkur vera borg- ið um nóttina - myrkur var skollið á þegar þarna var komið sögu og komin smá örvænting í mannskap- inn. Nú þyrftum við ekki að kúldrast í regnvotu tjaldi. Tómas skreið inn um glugg- ann og opnaði fyrir okkur hinum. Í húsinu var gerðarlegur við- arofn og nóg af eldiviði enda mikill reki í hinni brimsorfnu Hlöðuvík sem er galopinn fyrir úthafinu. Við kveiktum upp í einfaldri gleði ykkar og settum öll föt-in okkar til þerris við ofninn. Meira að segja fötin sem við vorum með í bakpokunum okkar voru öll rennandi blaut. Fljótlega hafði ofn- inn kynt upp þetta gestrisna hús og við ornuðum okkur við snarkandi eld- inn á meðan feit bleikjan steiktist á prímusnum upp úr síðustu smjörklíp- unni. Við sátum glaðir og veðurbarðir á nærbxunum í stofunni og gröðguð- um í okkur þennan gómsæta, dýr- mæta fisk sem hafði tafið okkur í þrjá tíma í Fljótavík daginn áður. Yrðling- arnir skottuðust fyrir utan húsið og fengu hausinn og sporðinn á bleikj- unni í svanginn þegar við höfðum lok- ið okkur af. Við lukum málsverðinum með lögg af koníaki, súkkulaði og ilm- andi Nesara – sem bragðaðist meira að segja eins og alvörukaffi í þessum aðstæðum – og lágum mettir í svefn- pokunum í sófunum. Höfgin færð- ist fljótlega yfir okkur eftir matinn og við sofnuðum værum blundi hlið við hlið á hlýju svefnloftinu yfir ofninum sem hafði þurrkað okkur á sál og lík- ama þetta eftirminnilega kvöld. Við rumsk uðum ekki um nóttina og sváf- um lengi, lengi, lengi. daginn eftir hafði stytt upp og það glytti loksins í sólina í gegnum skýin. Við geng-um sælir og þurrir áleiðis til Hornvíkur og vorum komnir þangað eftir nokkurra tíma auðvelda göngu. Landvörðurinn sagði okkur að dag- inn áður hefði hópur göngumanna þurft að yfirgefa húsið á Búðum í flýti og þurft og fara landleiðina suður í Hesteyrarfjörð. Veðurofsinn var síkur að ekki var nokkur leið fyrir bátinn frá Ísafirði að komast inn í Hlöðuvík til að sækja fólkið. Við höfðum séð farangur fólksins í anddyrinu í húsinu en viss- um ekki að það hefði verið þar svo skömmu á undan okkur. Fólkið virt- ist hafa gleymt gluggunum opnum í stressinu og við nutum góðs af því þegar við komum að luktum dyrum á Búðum. Við hummuðum það svo fram af okkur þegar við landvörður- inn spurði okkur af hverju við værum svona þurrir og frískir eftir veðurhörk- una daginn áður. Göngumennirnir í Hornvík höfðu flúið suðureftir eða norpað í neyðarskýlinu. Við skömm- uðust okkar pínulítið fyrir húsbrotið en sem betur fer tók eigandi hússins því ekki illa þegar hann var látinn vita. Líklega hefðu flestir gert það sama og við í þessum aðstæðum sem urðu svo gefandi þrátt fyrir allt. Það er á þessum einföldu, barnslegu stundum, þegar á móti blæs og allt verður svo í lagi, sem maður skynjar hvað mest og best hvað það getur verið dásamlegt að vera til. Hrakningar í Hlöðuvík trésmiðja illugi jökulsson rithöfundur skrifar HELGarPistiLL ingi f. vil- Hjálmsson fréttastjóri skrifar Illugi Jökulsson fór í bíó að sjá heimildarmynd um snjóflóð- ið á Flateyri 1995 og furðaði sig á því að samstaðan, sem þá greip þjóðina, sé nú víðs fjarri eftir efnahagshrunið. Hvar er sa staðan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.