Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 29. október 2010 föstudagur
Daníel ernir kominn heim
n Hjónin Dagbjört Þóra Tryggva-
dóttir og Jóhann Árnason
létust í bílslysi í Tyrklandi.
Hjónin létu eftir sig sex
mánaða son, Daníel Erni
Jóhannsson, sem var með
í bílnum og slapp ómeidd-
ur. Daníel Ernir er kominn til Íslands
og dvelur hjá móðurbróður sínum,
Gunnari Tryggvasyni. Gunnar seg-
ir foreldra Daníels hafa bjargað lífi
hans og að það sé honum ljúf skylda
að annast lítinn frænda sinn meðan
annað hefur ekki verið ákveðið.
Daníel slapp án allra meiðsla.
Gunnar segir það foreldrum hans að
þakka. „Bíllinn er tiltölulega illa far-
inn og við fengum að vita að þau hafi
farið fljótt og þjáðst lítið. Daníel slapp
hins vegar við öll meiðsl og á honum
fannst ekki skráma. Hann á foreldrum sínum lífið að launa.
Tómas ingi Tapaði
n Þetta er búið að vera mjög erfitt
fjárhagslega og ekki síst andlega,“
segir Tómas Ingi Tómasson,
athafnamaður og knatt-
spyrnuþjálfari. Tómas
Ingi tapaði rúmum níu
milljónum króna þegar
forsvarsmenn Choose
Holding A/S, handhafar
rekstursleyfis Build-A-Bear-versl-
unarkeðjanna á Norðurlöndum,
ákváðu skyndilega að hætta við að
opna útibú hér á landi. Tómas Ingi
og eiginkona hans, Helga Lund,
ákváðu að stefna fyrirtækinu og
á dögunum kvað Héraðsdómur
Reykjavíkur upp úrskurð þess efnis
að höfða þurfi málið í Danmörku
með tilheyrandi kostnaði fyrir Tóm-
as og eiginkonu hans.
skulDasúpa sigurjóns
n Danskt dreifingar- og
framleiðslufyrirtæki í eigu
Sigurjóns Sighvatssonar
kvikmyndaframleiðanda,
Scanbox Entertainment
Group, skuldaði fjárfest-
ingarbankanum Straumi-Burða-
rási tæpa 6 milljarða króna við
bankahrunið árið 2008. Skuldin er
tilkomin vegna yfirtöku Sigurjóns
á fyrirtækinu sumarið 2007. Þetta
kemur fram í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis.
Sonur Sigurjóns, Þórir, segir
að félagið sé ennþá í rekstri og að
greitt sé af skuldunum. „Félagið er
ennþá í rekstri. Við erum í stjórn,
ég og pabbi. Straumur er með okk-
ur í þessu. Félagið er bara að sýna
kvikmyndir í Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð,“ segir Þórir og
bætir því við aðspurður að félagið líkist íslenska afþreyingarfyrirtækinu
Senu.
2
3
1 „KONUR ERU ÞERNUR KARLA“
Á MÖMMU
OG PABBA
LÍFIÐ AÐ
LAUNA
HARMLEIKURINN Í TYRKLANDI:
MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 25. – 26. OKTÓBER 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 123. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395
MÆLTI MEÐ 100
MILLJARÐA STÖÐUTÖKU
n MINNISBLAÐ HEIÐARS MÁS
LÝSIR OPERATION SUPERSHORT
KVENNAFRÍ-
DAGURINN:
FRÉTTIR 2–3
FRÉTTIR 13
ÍRANA VÍSAÐ ÚR LANDI:
„HELD AÐ
HANN EIGI
EKKI EFTIR
AÐ LIFA
ÞETTA AF“
MÓTMÆLT FYRIR UTAN:
LÍFVERÐIR
Á FUNDI ASÍ
TAPAÐI
MILLJÓNUM
Á BÖNGSUM
TÓMAS INGI FÉKK
EKKI BUILD-A-BEAR:
FRÉTTIR 6
FRÉTTIR 8
FRÉTTIR 16
n DANÍEL ERNIR KOM
HEIM UM HELGINA
n FORELDRAR HANS
TÓKU SÉR TÍMA Í AÐ
VELJA VANDAÐAN STÓL
n „ÞAU VORU AFAR
ÁBYRGIR FORELDRAR“
n EKKI ÁKVEÐIÐ HVER
FER MEÐ FORSJÁ DANÍELS
n LJÚF SKYLDA AÐ
ANNAST HANN, SEGIR
MÓÐURBRÓÐIR HANS
VILL AÐ
ÍSLAND
BIÐJIST
AFSÖK-
UNAR
FRÉTTIR 10–12
6 fréttir 25. október 2010
mánudagur
F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0
O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6
ÞÆGILEGIR & LÉTTIR
www.gabor.is
Sérverslun með
Stærðir 35-42
Verð kr. 16.495.-
„Forsetinn tók okkur afskaplega vel
og lagði við hlustir. Væntanlega hef-
ur hann aldrei lent í því að fá svona
marga brotna við borðið,“ segir Guð-
mundur Guðlaugsson, fulltrúi í gras-
rótarsamtökunum Bót, samtökum
um bætt samfélag gegn fátækt og mis-
munum þegnanna. Fulltrúar hópsins
gengu á fund Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Íslands, síðastliðinn
miðvikudag þar sem umfjöllunarefn-
ið var fátækt á Íslandi.
Samtökin ákváðu að freista þess að
fá fund með Ólafi til að ræða við hann
um ákvæði í Stjórnarskrá Íslands sem
heimila forseta Íslands að taka til
varna fyrir þjóðina þegar hætta steðj-
ar að þegnunum.
„Við vísum í 25. greinina sem kveð-
ur á um að hann geti lagt beint fyrir
þingið frumvarp,“ segir Guðmundur
og bætir við að frumvarpið myndi
meðal annars fela í sér að reiknuð yrði
út framfærsla, svipað og gert er víðs
vegar í Evrópu, og tryggt að enginn
Íslendingur yrði undir þeim mörk-
um sem duga til nauðþurfta. „Það eru
hinir og þessir hagsmunaaðilar sem
eru að reikna þessa framfærslu. Okkar
vilji er sá að þetta verði gert vísinda-
lega þannig að það sé tryggt að allir Ís-
lendingar verði yfir þessum mörkum,“
segir Guðmundur.
Aðspurður hvernig forsetinn hafi
tekið þessari beiðni segir Guðmundur
að hann hafi verið fullur skilnings.
„Ólafur ætlaði að hugsa málið og tók
undir að það væri skelfingarástand.
Hann gaf engin loforð en ég þykist
vita að hann sé þegar byrjaður að tala
við menn.“
Guðmundur segir að fátækt á
Íslandi sé orðin að raunverulegu
vandamáli og það sé lögbundið hlut-
verk sveitarfélaga að tryggja fólki
nauðþurftir. „Það er alveg skeflilegt
ástand og skelfilegt að ríkið og sveit-
arfélög skuli vísa á hjálparstofnanir til
að uppfylla sínar lögbundnu skyldur.“
einar@dv.is
Vilja að forsetinn beiti sér beint gegn fátækt á Íslandi:
„Skelfilegt ástand“
Funduðu með forsetanum Hópurinn
gekk á fund með forseta Íslands.
Guðmundur er fjórði frá hægri.
„Þetta er búið að vera mjög erfitt fjár-
hagslega og ekki síður andlega,“ segir
Tómas Ingi Tómasson, athafnamað-
ur og knattspyrnuþjálfari. Tómas Ingi
tapaði rúmum níu milljónum króna
þegar forsvarsmenn Choose Holding
A/S, handhafar rekstrarleyfis Build-
A-Bear-verslanakeðjanna á Norður-
löndum, ákváðu skyndilega að hætta
við að opna útibú hér á landi. Tóm-
as Ingi og eiginkona hans, Helga
Lund, ákváðu að stefna fyrirtækinu
og á dögunum kvað Héraðsdómur
Reykjavíkur upp úrskurð þess efnis
að höfða þyrfti málið í Danmörku
með tilheyrandi kostnaði fyrir Tómas
og eiginkonu hans.
Smáralind varð fyrir valinu
Það var árið 2006 að Tómas Ingi
og eiginkona hans settu sig í sam-
band við höfuðstöðvar fyrirtækisins
í Bandaríkjunum með það fyrir aug-
um að opna verslun á Íslandi. Var
þeim hjónum bent á að snúa sér til
handhafa rekstrarleyfis fyrir Norður-
löndin, Choose Holding A/S, sem tók
beiðninni vel. Tómas fór meðal ann-
ars á fund tveggja fyrirsvarsmanna
fyrirtækisins, framkvæmdastjórans
Sörens Nielsens og fjármálastjórans
Johns Kristensens. Í stefnu Tómasar
sem lögð var fyrir héraðsdóm kem-
ur fram að þeir höfðu fullan hug á að
vinna með þeim að opnun verslun-
ar hér á landi. Hafi gróf fjárhagsáætl-
un verið sett upp og Tómasi og eig-
inkonu hans falið að finna hentugan
stað fyrir verslunina. Undirbúnings-
vinna hófst í mars 2007 og fékkst vil-
yrði frá Smáralind um að opna versl-
un þar. Til stóð að opna verslunina í
október 2008.
Sagði upp starfinu
Svo virðist sem snurða hafi hlaupið
á þráðinn í júní 2008 þegar forsvars-
menn Choose Holding A/S fóru
fram á að auka þyrfti hlutafé óstofn-
aðs félags, sem halda átti utan um
rekstur verslunarinnar á Íslandi,
um eina milljón danskra króna.
Sören, framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins, dró sig þá út úr verkefninu og
benti Tómasi á að vera í sambandi
við framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins. Þann 2. júlí sama ár átti Tóm-
as símafund með forsvarsmönnum
Build-A-Bear í Bandaríkjunum og
á Norðurlöndunum þar sem fram
kom að ekki væru uppi áform um
að opna verslun á Íslandi vegna
skipulagsbreytinga. Þá var Tómas
búinn að ganga frá samkomulagi
við Smáralind, fara til Danmerkur á
námskeið um rekstur verslunarinn-
ar og segja starfi sínu lausu í verslun
Sævars Karls.
Mikill tími og kostnaður
Tómas ákvað að stefna fyrirtækinu
fyrir dómstólum á Íslandi þar sem
hann krafðist skaðabóta að upphæð
tæplega sex milljónir króna, auk 171
þúsunds danskra króna. Héraðs-
dómur tók undir málstað forsvars-
manna Choose Holding A/S, að
ekki væri hægt að stefna fyrirtæk-
inu á Íslandi. „Þessu verður áfrýjað
til Hæstaréttar. Ef allt fer á versta veg
þarf ég að sækja málið í Danmörku
og maður hefur ekkert sérstaka burði
til þess. Ég ætla að reyna eins og ég
get,“ segir Tómas og bætir við að fjár-
hagslega tjónið hafi verið mun meira
en gefið er til kynna í stefnunni. „Það
fór gígantískur tími í þetta og mað-
ur hefur aldrei mælt hann. Við erum
bara að leitast eftir því að fá borg-
að það sem við lögðum í þetta með
beinhörðum peningum.“
Ekki ætlað að eiga bangsabúð
Þrátt fyrir áfallið hefur Tómas ekki
setið auðum höndum síðan málið
kom upp. Hann er aðstoðarmaður
Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsþjálf-
ara U21 landsliðsins í knattspyrnu,
sem komst í úrslitakeppni Evrópu-
mótsins sem fram fer í Danmörku
á næsta ári. Þá hefur hann getið sér
gott orð sem sparkspekingur á Stöð 2
Sport. „Maður er sennilega kominn í
það sem manni var ætlað. Manni var
greinilega ekki ætlað að eiga bangsa-
búð,“ segir Tómas að lokum.
Tapaði milljónum
á bangsaævinTýri
Einar þór SigurðSSon
blaðamaður skrifar: einar@dv.is
Manni var greini-lega ekki ætlað
að eiga bangsabúð.
Tómas ingi Tómasson og eiginkona hans
hugðust opna Build-A-Bear-verslun hér
á landi árið 2008. Málið var langt komið
þegar forsvarsmenn fyrirtækisins á
Norðurlöndum hættu skyndilega við.
Tómas hafði lagt mikið fjármagn og
ómældan tíma í verkefnið en óvíst er
hvort hann fái nokkuð til baka.
Build-a-BEar er stór bandarísk verslanakeðja sem
sérhæfir sig í böngsum af öllum stærðum og gerðum. Yfir
400 verslanir eru til og eru þær um allan heim. Sérstaða
fyrirtækisins felst í því að viðskiptavinir geta skapað sína
eigin bangsa sem felst í átta skrefum. Fyrst er bangsinn
valinn, svo geta viðskiptavinir sett hljóðupptöku í bangs-
ann, næst er bangsinn fylltur og satínhjarta sett í hann
sem viðskiptavinir pumpa til að glæða hann lífi. Bangsinn
fær svo eigið fæðingarvottorð og er loks klæddur í föt sem
eigandinn velur. Þá má geta þess að sérstakt strikamerki er
á bangsanum sem er skráð á eigandann. Ef bangsinn týnist
getur sá sem finnur bangsann skilað honum í næstu verslun Build-A-Bear sem
kemur honum aftur í réttar hendur.
Hvað er build-a-bear?
ósáttur Tómas Ingi segist ekki hafa mikla burði til að sækja málið í Danmörku. Hann
ætlar þó að reyna eins og hann getur. Mynd HEiða HElgadó
TTir
Tekur undir
orð biskups
Félag kennara í kristnum fræðum,
siðfræði og trúarbragðafræði segir
samþykkt Mannréttindaráðs skerða
möguleika kennara til að beita fjöl-
breyttum kennsluháttum. Tekur það
undir orð Karls Sigurbjörnssonar
biskups um að skefjalausir fordómar
og andúð á trú ráði för. Félagið telur
bann við vettvangsferðum í kirkj-
ur og trúarlegri listsköpun brjóta í
bága við aðalnámskrá grunnskóla.
Félagið hvetur til þess að samþykkt
Mannréttindaráðs verði dregin til
baka. Samþykktin kveður á um að
starfsmenn kirkjunnar fái ekki leng-
ur að heimsækja skóla auk þess sem
kirkjuferðir verði bannaðar.
jóhanna fagnar
með gerplu
Lið Gerplu braut blað í sögu fimleika
á Íslandi um helgina þegar liðið
sigraði í úrslitum á Evrópumótinu í
hópfimleikum sem fram fór í Malmö
í Svíþjóð.
„Við slátruðum þeim,“ sagði Ásdís
Guðmundsdóttir, ein stúlknanna
í liði Gerplu. Kvennalið Gerplu og
landslið stúlkna í hópfimleikum fékk
hamingjuóskir frá Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra í tilefni af
gullverðlaunum liðsins. Í tilkynn-
ingu frá forsætisráðherra segir að
með árangri sínum hafi stúlkurnar
skipað sér í hóp bestu íþróttamanna
sem Ísland hefur átt fyrr og síðar.
Snæland ekki
Snædal
Í miðvikudagsblaði DV var sagt
frá Hafsteini Snæland sem lét
fjarlægja nafn sitt úr símaskránni
2011 vegna óánægju með Egil
Gilzenegger Einarsson sem
meðhöfund skrárinnar. Nafn
Hafsteins misritaðist því miður
við gerð fréttarinnar og var hann
sagður heita Hafsteinn Snædal.
Hans rétta nafn hans er Hafsteinn
Snæland.
SIGURJÓN
SIGHVATS Í
VANDA
miðvikudagur og fimmtudagur 27. – 28. október 2010 dagblaðið vísir 124. tbl.100. árg. – verð kr. 395
Hollywood-framleiðandi í skuldasúpu:
„eitthvað sem fáir fá að upplifa“:
SVEITA-
STúlkA
SEM VAR
pIlTUR
n „mamma
og pabbi
tóku þessu
bara ágæt-
lega“
viðtal 22–23
n skuldar sex
þúsund milljónir
n stefnt fyrir dóm
n „Hann skrifaði
upp á fyrir mig“
n tapaði 242
milljónum
í fyrra
m
Y
N
d
r
Ó
b
er
t
r
eY
N
is
sO
N
fréttir 6
ísleNdiNgur í jarðskjálfta:
FÉkk EÐlU
Í FANGIÐ
erlent 16–17
arON eiNar:
RÆNDUR
n „þetta er leiðinlegt“
NettÓ í mjÓdd:
Sorgleg
uppsögn
kerru-
pilts
fólkið 26
fréttir 8
Heiðar fer með
rangt mál
fYrrveraNdi baNkaráðsmaður í laNdsbaNka:
n „það er
af og frá“
fréttir 2–3
landsbankinn
leynir ennþá
kaupendum
lYfjadreifiNg:
n lektor einn
skráður
fréttir 12
Þessar fréttir bar hæst í vikunni
þetta helst Sóley Björk Axelsdóttir, sem notast við hjólastól, sat föst í Smáralind í þrjá klukkutíma á mánudagskvöld. Hún fór
í bíó klukkan átta en kom að lokuðum dyrum að sýningu lokinni.
Þegar klukkan var langt gengin eitt komst hún loks út.
hitt málið
Verð: 9.750 kr.
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Nálastungudýnan
„Ég var orðin dálítið lúin og ég var
eftir mig daginn eftir þessa uppá-
komu,“ segir hin 41 árs gamla Sóley
Björk Axelsdóttir. Sóley, sem notast
við hjólastól, komst í hann krapp-
ann þegar hún skellti sér í bíó á kvik-
myndina Brim í Smáralind klukkan
átta á mánudagskvöld. Áður en að
bíósýningunni kom fór Sóley í versl-
unarleiðangur um Smáralindina
með vinkonu sinni en fór síðan ein í
bíó. Þegar sýningunni lauk, rétt fyrir
klukkan tíu, kom hún að læstum dyr-
um þar sem hún lagði bíl sínum við
vesturenda hússins. Rúmlega þremur
klukkustundum síðar komst hún út.
Myrkur og grenjandi rigning
„Mér finnst gott að leggja í nýja bíla-
stæðahúsið. Það eru yfirleitt fáir þar
og maður getur nokkurn veginn valið
sér stæði,“ segir Sóley. Hún bjóst við
að komast út um sömu dyr og hún
kom inn um fyrr um daginn. Raun-
in varð hins vegar önnur. „Það var
búið að harðlæsa útidyrunum þar og
ég fór þá eitthvað að reyna að flækj-
ast um. Ég fór út hinum megin og at-
hugaði hvort ég kæmist yfir á stæðið
þaðan,“ segir Sóley en vegna þess að
hún notast við hjólastól, auk þess að
komið var myrkur og mikil rigning,
hafi hún ekki treyst sér til þess. „Ef
ég hefði ekki komist alla leið þá hefði
verið erfitt að fara til baka þannig að
ég fór ekkert að ana út í það,“ segir
hún.
Þreytt í öxlum og höndum
Sóley segir að hún hafi því far-
ið aftur inn í Smáralindina til að
freista þess að finna öryggisvörð
sem gæti hleypt henni út. Þegar
þarna var komið sögu var klukkan
að ganga ellefu. Þrátt fyrir að hafa
flakkað um alla Smáralindina fann
hún engan nema stúlku sem var
að skúra gólfið á kaffihúsi í vestur-
enda Smáralindar. „Ég talaði við
hana og hún sagðist ætla að reyna
að ná í öryggisvörð. Ég ákvað þá að
fara og taka mér stöðu við dyrnar
aftur. Svo líður og bíður og enginn
kemur,“ segir Sóley sem var orð-
in þreytt í öxlunum og höndun-
um vegna þvælingsins. Hún ákvað
því að bíða í þeirri von að einhver
kæmi en skaust reglulega fram á
gang til að athuga hvort einhver
ætti leið hjá. En enginn kom.
Fann loks öryggisvörð
Þegar klukkan var farin að nálgast
miðnætti ákvað Sóley að fara aftur
af stað til að freista þess að athuga
hvort hún yrði vör við einhvern
eftir síðustu sýningar Smárabíós.
„Það eru oft einhverjir krakkar að
þvælast eftir svona sýningar en svo
var ekki í þetta skiptið,“ segir Sól-
ey en henni gekk erfiðlega að finna
skilti sem vísuðu henni á skrifstofu
öryggisvarðanna í Smáralind. „Svo
fór ég inn á gang þar sem var alveg
myrkur og þar sá ég svona grunn-
mynd af öllum þremur hæðun-
um. Þá loksins fann ég hvar ör-
yggisvörðurinn er,“ segir hún og
tók hún því lyftuna upp á þriðju
hæð á skrifstofu öryggisvarðanna.
„Þá var klukkan orðin hálf eitt. Ör-
yggisvörðurinn var ekkert nema
elskulegheitin þegar ég birtist
honum að óvörum og hann opn-
aði fyrir mig.“
Aðspurð hvort hún hafi óttast
að þurfa að dúsa í Smáralindinni
alla nóttina segir hún: „Ég velti því
vissulega fyrir mér. En ég veit ekki
hvort ég trúði því nokkurn tímann.
Maður bjargar sér alltaf, sem bet-
ur fer,“ segir hún en hún var kom-
in heim til sín þegar klukkan var að
verða eitt um nóttina.
Gripið verður til ráðstafana
Kristinn Jóhannesson, rekstrar-
stjóri Smáralindar, staðfestir að
málið hafi komið upp og að gripið
verði til ráðstafana til að tryggja að
þetta endurtaki sig ekki. „Við ætl-
um einfaldlega að laga þetta. Það
er engin ástæða til annars en að
fólk geti farið þarna út,“ segir Krist-
inn. Hann segir að á kvöldin sé
band strengt yfir ganginn þar sem
veitingahúsin eru í þeirri viðleitni
að koma í veg fyrir hópamynd-
un unglinga. „Það hefur tekist vel.
Við læsum þá vesturendanum af
því að það er engin umferð þar
um nema í undantekningartilfell-
um. En þetta er góð ábending og
við þurfum einnig að merkja bet-
ur hvernig hægt er að ná sambandi
við öryggisgæsluna.“
Bjargarlaus
í smáralind
EInAr Þór SIGurðSSon
blaðamaður skrifar: einar@dv.is
Við ætlum ein-faldlega að laga
þetta.
Löng bíóferð Sóleyfóríbíó
klukkanáttaámánudagskvöld
envarekkikominheimfyrren
fimmklukkustundumsíðar.
MynD SIGTryGGur ArI