Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 54
54 SPORT 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Strákarnir okkar í Þýskalandi 2. HLUTI worldpsoriasisday.com 29·October World Psoriasis Day 29.október er alheimsdagur psoriasis sjúklinga. Að þessu sinni er árið tileinkað börnum með húðsjúk- dóminn psoriasis. Sjá nánar á heimasíðu SPOEX.IS DAGUR SIGURÐSSON HEFUR ÞJÁLFAÐ Í ÞREMUR LÖNDUM: REYNSLUMIKILL ÞRÁTT FYRIR UNGAN ALDUR Dagur Sigurðsson hefur þegar þjálfað í Japan, Austurríki og Þýskalandi auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Vals þrátt fyrir að vera einungis 37 ára gamall. Hann varð fimm sinnum meistari með Val 1991 til 1995 og einu sinni bikarmeistari. Árið 1995 fóru hann og Ólafur Stefánsson til þýska liðsins Wuppertal sem Viggó Sigurðsson þjálfaði. Hann spilaði með Wuppertal í fjögur ár. Eftir það fór hann til japanska liðsins Wakunaga og spilaði og þjálfaði liðið í þrjú ár. Á árunum 2003 til 2007 var hann spilandi þjálfari austurríska liðsins Bregenz sem varð austurrískur meistari öll árin undir hans stjórn. Árið 2007 gerðist hann framkvæmdastjóri Vals en tók síðan við liði Füchse Berlín árið 2008. Hann þjálfaði auk þess landslið Austurríkis frá 2008 til 2010 en lét af því starfi eftir Evrópumeistaramótið að kröfu forráðamanna Füchse Berlín. Spilaði með íslenska landsliðinu frá 1991 til 2005 og var fyrirliði liðsins frá 1999 til 2005. Lék 215 landsleiki og skoraði í þeim 399 mörk. Dagur er giftur Ingibjörgu Pálmadóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Sunnu 13 ára, Birtu 11 ára og Sigurð, 8 ára. ALEXANDER PETERSSON KOM TIL ÍSLANDS 18 ÁRA ÁRIÐ 1998: ERFITT Á ÍSLANDI FYRSTU TVÖ ÁRIN Alexander Petersson fluttist til Íslands árið 1998, þá 18 ára gamall. Árið 2000 kynntist hann síðan Eivoru Pálu Blöndal eiginkonu sinni. Þau eiga synina Lúk- as Jóhannes, 6 ára og Tómas, 19 mánaða. Áður en Alexander kom til Íslands spilaði hann með liði Riga í Lettlandi. Á Íslandi spilaði hann með Gróttu/KR frá 1998 til 2003. Þaðan lá leið hans til Þýskalands þar sem hann hefur spilað síðan. Fyrst með liði Düsseldorf, 2003 til 2005, Grosswallstadt 2005 til 2007 og Flensburg 2007 til 2010 en í sumar gekk hann til liðs við Füchse Berlín. Alex- ander fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2003 en spilaði ekki með íslenska landsliðinu fyrr en árið 2005. Ástæðan var sú að hann hafði áður spilað 25 leiki með landsliði Lettlands og varð því ekki löglegur fyrr en í janúar 2005. Hann hefur spilað 106 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 414 mörk. Hann gat ekki spilað með landsliðinu á miðvikudag á móti Lettlandi vegna eymsla í hné sem hann hlaut í leik Füchse Berlín og Rhein-Neckar Löwen síðasta sunnudag. Þú komst til Íslands að spila handbolta 18 ára gamall. Hvernig kom það til? „Ágúst Jóhannsson og Björgvin Barðdal hjá KR komu til Lettlands árið 1998 og litu við á landsliðsæfingu hjá Lettlandi. Þeir voru að leita að örvhentum leikmanni og líka miðjumanni. Ég var einn þeirra sem þeim leist vel á. Þeir spurðu mig hvort ég vildi koma til Íslands og gerast atvinnumaður í handbolta. Ég spurði síðan foreldra mína hvernig þeim litist á að ég færi til Íslands. Þau voru sátt við það. Síðar var ég, ásamt öðrum lettneskum miðju- manni, á leiðinni til Íslands og töluðum við um það í flugvélinni hvað það yrði flott að vera atvinnumaður í handbolta. Héldum að við fengjum íbúð og bíl eins og atvinnumenn. Svo þegar við komum til Íslands þá var það ekkert svoleiðis. Björgvin fór með okkur heim til Björns sem var yfir Gróttu á þeim tíma. Sagði að hér myndum við búa. Síðan byrjuðum við að vinna nokkra tíma á dag með handboltanum. Fyrstu tvö árin voru mjög erfið. Ég gat ekki talað íslensku og heldur ekki ensku. Eftir tvö ár á Íslandi hitti ég Eivoru og þá varð þetta auðveldara.“ ekki sagt nei. Ég vissi að verkefnið var spennandi og Berlín væri flott borg. Það er hins vegar ekkert sem segir að ég þurfi að starfa sem þjálf- ari næstu tíu árin. Ég hefði áhuga á því að koma aftur að einhverjum rekstri og þá ekkert endilega innan handboltans.“ Nú er Berlín þekkt sem mikil menningarborg. Eruð þið að drekka í ykkur menninguna? Alexander: „Ég fór einu sinni með tengdaforeldrum mínum að skoða borgina. Maður hefur held- ur ekki tíma. Þarf að hvíla sig á milli æfinga og slíkt. Ég hef einu sinni farið á tónleika hérna en maður er ekki mikið að stunda menninguna. Við eigum líka heima í úthverfi og það er langt í miðborgina.“ Dagur: „Ég get ekki sagt. Hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að fara með mína gesti um borgina. Ég hef ekki gefið mér tíma til að sjúga upp menninguna hérna.“ Finnið þið eitthvað fyrir áhrifum af bankahruninu árið 2008? Dagur: „Maður er nú búinn að finna fyrir þessu hruni. Hér úti vegna umræðu um það. Hún fór þó snöggt yfir á Grikki. En það hefur ekkert orðið viðhorfsbreyting gagn- vart okkur. Við látum líka alltaf eins og Ísland sé eina landið í heiminum sem hafi lent í efnahagskreppu. Það er ekki þannig.“ Orðspor íslenskra handbolta- manna hefur sem sagt ekkert breyst í Þýskalandi? Dagur: „Nei. Alls ekki og það er góður punktur. Ég er sem dæmi að þjálfa í Þýskalandi vegna góðs orðspors okkar manna eins og Al- freðs Gíslasonar og fleiri. Íslenskir leikmenn hafa mjög gott orðspor á sér og það er eitthvað sem þarf að passa upp á. Það er ekkert sjálfsagð- ur hlutur.“ Er skemmtilegra að vinna lið þar sem Íslendingar þjálfa og spila? Dagur: „Það verður að viður- kennast að við erum náttúrulega ekki í beinni samkeppni við stór- lið eins og Rhein-Neckar Löwen og Kiel. Við unnum Kiel og það gerist kannski í einu af hverjum 20 leikj- um. Við unnum Rhein-Neckar Lö- wen í fyrra. Við reynum að kroppa í þá og Aron og félagar hjá Hannover Burfgdorf reyna að kroppa í okkur. Það gefur lífinu auðvitað smá lit og það er gaman að því að svo margir Íslendingar séu í deildinni.“ Eru mikil samskipti á milli ís- lensku þjálfaranna í deildinni? Dagur: „Alfreð hefur bent mér á leikmenn. Við Aron höfum ver- ið í töluverðu sambandi í vetur. Ég og Aron þekkjumst vel síðan við spiluðum saman með landsliðinu. Vorum líka í góðu sambandi þegar hann var í Danmörku og ég í Aust- urríki. Svo snýst þetta nú aðallega um það að vinna leiki. Ég á líka í samskiptum við aðra þjálfara sem eru ekki íslenskir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.