Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 46
46 útlit umsjón: ingibjörg dögg kjartansdóttir ingibjorg@dv.is 29. október 2010 föstudagur Dúsa í Skaparanum er með margt í smíðum um þessar mundir. Í vik-unni skellti hún sér í göngutúr í góða veðrinu og kom við í KIOSK á Laugaveginum þar sem samið var um að hún myndi taka þátt í því starfi og selja flík- urnar sínar þar á næstunni. „Ég hlakka til að starfa með hönnuðunum þar. Mér hættir til að einangra mig með Skaparann þannig að ég er himinlifandi yfir því að fá að vera með þeim. Það er lúxus sem íslenskt tískuáhugafólk býr við að geta keypt handgerð föt beint af hönn- uðinum og ættu allir að notfæra sér það með- an það ástand varir. Um leið og samfélagið kemst í betra horf verða íslenskir tískuhönn- uðir roknir til útlanda til að leita á stærri mark- aði.“ Fyrir sjálfstæðar konur Í upphafi árs flutti hún af Laugaveginum og hefur síðan verið að selja beint af vinnustofu sinni á Skálholtsstígnum. „Fólki finnst áhuga- vert og gaman að sjá vinnustofuna og hvernig þetta fer allt fram enda er allt gert hér, hug- myndavinnan, sníðagerðin og saumaskapur- inn. Það er auðvitað líka gaman að vera í nán- um samskiptum við kúnnana. Mínir kúnnar eru alls kyns konur á öllum aldri og úr öllum áttum. Ég hanna fyrir sjálfstæðar konur sem sitja heima í unaðslegum fötum með góða bók í hönd þegar þær eru ekki úti í brjálaðri ævintýraleit.“ Þessa dagana situr hún sveitt við að sníða og sauma jóladressin. „Þetta eru að mestu leyti kjól- ar, kápur og alls kyns fínheit. Í dag hef ég samt verið að sauma buxur á vin minn, sem er skemmtilegt því ég stefni einmitt á að gera karlmannslínu einhvern tíma á næstunni.“ Hún ætti að rúlla því upp með annarri hendinni, enda lærði hún af þeim bestu. „Ég var svo heppin að fá að læra hjá J.C. de Castelbajac sem var góður kennari og líka hjá Viktori og Rolf sem voru líka góðir kennarar en gasalega strangir.“ gamaldagsstemning og dulúð Á döfinni er einnig sýning á ljósmynd- um sem Inga Sólveig Friðjónsdóttir tók af hluta Skaparalínunnar. Myndirnar eru teknar á filmu og eru þar að auki svart–hvítar. „Við opnum svo sýning- una með stæl í nóvember og það verður ýmislegt á döfinni í kring- um það. Vinnan með Ingu Sól- veigu er alveg guðdómleg og ég elska þessa gamaldags stemn- ingu og dulúð sem henni tekst að fanga á sinn einstaka hátt. Það er ekki á hverjum degi sem manni gefst tækifæri til að vinna með ljósmyndara sem vinnur með filmu,“ seg- ir hún brosandi og kampakát. Listsköpun botnlaus uppspretta hugmynda Listsköpun hefur alltaf verið henni hugleikin og áhugi henn- ar á fegurð alls í umhverfinu og heiminum öllum hefur einna helst mótað hana sem hönnuð. „Öll listsköpun gömul og ný er botn- laus uppspretta nýrra hugmynda.“ Enda sækir hún innblásturinn oftast í tónlist, myndlist eða kvikmyndir. „Stundum þarf ekki nema eina persónu úr kvikmynd til að kveikja ímyndunaraflið og skapa heila línu út frá. Nú er mikið rætt að íslenskir hönnuð- ir sæki innblástur úr náttúrunni og ekki að undra með okkar umhverfi. Ég fæ auðvitað mikinn innblástur úr umhverfi mínu og nátt- úrunni en ég set það ekki beint inn í mína hönnun. Ég bý til hugmynd fyrir hverja nýja línu og nota líka mikið tilfinningar eða ákveð- ið hugarástand til sköpunarinnar. En það er nú líklega bara eitthvað sem ég ein sé og finn í fötunum mínum.“ Einn og einn gullþráður Það sem einna helst einkennir hönnun henn- ar er að fötin eru alltaf vel sniðin og þægileg og að mestu úr náttúrulegum efnum, þótt það komi auð- vitað stöku sinnum fyrir að einn og einn gullþráður læðist inn líka. „Fötin eiga að gæla við líkamann. Það tók mig nokkur ár að koma mér upp góðum sambönd- um við efnaframleiðendur úti í heimi sem búa til ein- stök og vönduð efni.“ „Fötin eiga að gæla við líkamann“ Dúsa í skaparanum lærði af þeim bestu, J.C. de Castel- bajac og Viktori og Rolf. Nú er hún að fara með hönnun sína í KIOsK á Laugaveginum, en hún leggur áherslu á góð snið og náttúruleg efni sem gott er að koma við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.