Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 29. október 2010 föstudagur LAUN KARLA ERU FIMMTUNGI HÆRRI Karlar fá að jafnaði fimmtungi hærri laun en konur og óútskýrður launamunur hefur aukist undanfar- in ár, ef marka má skýrslu og gögn Hagstofunnar. Konur á Íslandi búa við þann veruleika að fá lægri laun vegna þess að þær eru konur. Skilaboð um að konur hafi hærra tímakaup en karlar, sem gengu um samskiptavefinn Facebook, byggja á röngum útreikningum. Launamunur karla og kvenna er 19 prósent. Karlar hafa með öðrum orðum nær fimmtungi hærri laun en konur, sé tekið mið af heild- arlaunum beggja kynja og fjölda greiddra stunda. Þetta sýna gögn Hagstofunnar. Skýrsla sem stofn- unin vann og birti á þessu ári sýn- ir að óútskýrður launamunur hefur aukist undanfarin ár. Fullkomnar tölur ekki til Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur á mánudaginn þar sem konur hættu að vinna klukk- an 14.25. Hlutfall launa kvenna af launum karla í þjóðfélaginu er að- eins 66 prósent og því hættu kon- ur að vinna þegar 66 prósent átta stunda vinnudags var liðinn. Ahygli vekur að enginn opin- ber aðili heldur utan um launa- mun kynja allra stétta. ASÍ hefur gert rannsóknir á launamun meðal sinna félagsmanna og þá hefur Reykjavíkurborg, og fleiri aðilar, kannað launamun kynjanna inn- an sinna vébanda. Hagstofan safn- ar viðamiklum upplýsingum um kjör landsmanna og vinnumark- aðinn en ekki í opinbera geiranum. Fullkomnar tölur um kynbundinn launamun eru því ekki til á Íslandi. 19 prósenta munur Karlar voru að jafnaði með 454 þús- und krónur í heildarlaun á mánuði árið 2009 á meðan konur höfðu 358 þúsund krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Munurinn á þessum tölum er nær 27 prósent en segja þó ekki alla söguna. Horfa verð- ur á fjölda greiddra vinnustunda sem liggja að baki. Karlar fengu að jafnaði greitt fyrir 191 vinnustund á mánuði í fyrra en konur fyrir 179 vinnustundir. Karlar fengu greitt fyrir 6,5 prósent fleiri vinnustundir í fyrra en konur. Þegar heildarlaunum er deilt niður á fjölda greiddra vinnu- stunda kemur í ljós að að karlar höfðu 2.381 krónu að jafnaði á tím- ann í fyrra en konur 2.000 krónur. Munurinn er 19 prósent en þess ber að geta að í þessum tölum er ekki tekið til þátta sem kunna að skýra hluta þessa launamunar; svo sem menntunnar og starfsreynslu. Aftur er minnt á að tölur Hag- stofunnar ná til launa á almennum vinnumarkaði en ekki til starfa á vegum ríkis og sveitarfélaga. Óútskýrður munur eykst Hagstofan birti í febrúar á þessu ári skýrslu vegna samstarfsverk- efnis Hagstofu Íslands, Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins um launamun karla og kvenna byggt á gagnasöfnum Hag- stofunnar. Á meðal helstu niður- staða, þegar tímabilið 2004 til 2007 var skoðað, var að skýrður launa- munur hafði lækkað úr 21,5 í 12,2 prósent en óútskýrður launamun- ur hafði hækkað úr 6,0 í 7,6 pró- sent. „Þótt launamunur kynjanna hafi minnkað með árunum þá hef- ur óútskýrði launamunurinn aukist sem gæti gefið til kynna aukningu á launamismunun, en að túlka þann mun sem eiginlega launamismun- un hefur hlotið talsverða gagnrýni,“ segir í skýrslunni en fram kemur að ekki sé víst að um raunverulegan launamismun sé að ræða eða hvort baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Sundurliðun á hlutfallslegum launamun. Ár Skýrt Óútskýrt Samt. 2000 – 2003 21,54 6,04 27,58 2001 – 2004 19,82 6,32 26,14 2002 – 2005 17,07 6,60 23,67 2003 – 2006 14,46 7,19 21,65 2004 – 2007 12,21 7,63 19,84 Öll árin 15,60 7,26 22,86 Heimild: Skýrsla Hagstofu Íslands: Launa- munur kynjanna (18. febrúar 2010) Sundurliðun Stéttarfélögin - launamunur Heimild: LaunakannanirSFrogVr SFR 2008 17,2% SFR 2007 14,3% VR 2008 12,3% VR 2007 11,6% Stéttarfélögin – kynbundinn launamunur Þótt launamun-ur kynjanna hafi minnkað með ár- unum þá hefur óút- skýrði launamunurinn aukist. tímakaup karla og kvenna 2009 Heildarlaun 2009 Heimild: HagStoFan karlar 2.381kr. konur 2.000kr. karlar 454.000kr. konur 358.000kr. . munurinn stafi af því að breytur vanti í líkanið sem niðurstöðurnar byggi á. Skilgreiningu á útskýrðum og óútskýrðum launamun má sjá neð- ar á síðunni. Fleiri kannanir Stéttarfélögin VR og SFR gerðu launakannanir árið 2008. Í könn- un SFR kom fram að kynbund- inn launamunur er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opin- bera. Þannig hafi meðalheildar- laun kvenna í SFR verið 27 prósent lægri en heildarlaun karla. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þátta, svo sem aldurs, vinnutíma og eft- irvinnu standi eftir að óútskýrður launamunur var 17,2 prósent. Það reyndist veruleg aukning frá árinu á undan þegar munurinn mældist 14,3 prósent. Í könnun VR árið 2008 kom fram að kynbundinn launamun- ur mældist 12,3 prósent og hafði hækkað um tæpt prósentustig frá árinu áður. Kynbundinn launa- munur virðist samkvæmt þessu vera miklu meiri hjá SFR en á al- mennum markaði. Þá má geta þess að Reykjvíkur- borg hefur nýlega gert úttekt á kyn- bundnum launamun. Þar kom fram að samkvæmt úttektinni er óútskýrður kynbundinn launa- munur 5,1 prósent að jafnaði. Hærra tímakaup kvenna? Í kringum kvennafrídaginn gengu á milli fólks á samskipta- vefnum Facebook skilaboð þar sem því var haldið fram að konur væru í raun og veru með hærra tímakaup en karlar. Stöðuupp- færsluna [e. status] sem gekk á milli á Facebook má sjá hér að ofan. Vísað var í tölur Hagstof- unnar um 360 þúsund króna meðalaun karla og 293 þúsund króna meðallaun kvenna árið 2009. Launum var svo deilt niður á vinnustundir karla og kvenna. DV bar tölurnar undir starfs- fólk Hagstofunnar þar sem í ljós kom að ekki er allt sem sýnist. Annars vegar sé verið að taka fyr- ir „regluleg laun“. Inn í regluleg- um launum séu ekki óreglulegar aukagreiðslur og yfirvinna – ein- ungis föst yfirvinna. Þar sé að- eins um að ræða regluleg laun í einu starfi. Hjá Hagstofunni fengust einn- ig þær upplýsingar að tölur um vinnustundir karla og kvenna séu fengnar upp úr vinnumarkaðs- rannsókn þar sem allur vinnu- tími einstaklings í aðal- og auka- starfi sé kannaður. Ekki sé því rétt að deila reglulegum launum niður á vinnustundir í vinnumarkaðs- rannsókn - það sé eins og að deila appelsínum með eplum. Réttara sé að skoða heildarlaun og fjölda greiddra stunda á bak við þau störf. Það leiði í ljós að karlar séu með um 19 prósent hærri laun en konur. nSkýrðurlaunamunurerþásámunursemskýramámeðþekktumog viðurkenndumþáttumsemalmennthafaáhrifálaun,tildæmisstarfshlutfalli, yfirvinnu,menntunogstarfsreynslu,enóskýrðurlaunamunurerþaðsemeftir stendur.- Vísindavefurinn Hvað er óskýrður launamunur? n„SamkvæmtHagstofunnivorumeðal- launkarlmannaárið2009um360.000 ámánuðimeð43,8vinnustundirávikueðau.þ.b.2055 kr.átímann.konurvorumeð293.000ímeðallaunog34,9vinnustundirá vikueða2098kr.átímann.Þaðerrúmlega50%meiraatvinnuleysimeðal karlmannaenkvennaog2/3semútskrifastúrháskólaerukonur.karlarlenda í76%allravinnuslysa.tilhamingjumeðdaginnkonur.“ Stöðuuppfærsla Frá kvennafrídeginum Óútskýrðurlaunamun- urkynjannahefuraukistundanfarinár.konur fjölmenntuímiðbæinnámánudaginntilað krefjastjafnréttis.mynd sigtryggur ari JÓHannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.