Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 12
12 fréttir 29. október 2010 föstudagur
LAUN KARLA ERU
FIMMTUNGI HÆRRI
Karlar fá að jafnaði fimmtungi hærri laun en konur og óútskýrður launamunur hefur aukist undanfar-
in ár, ef marka má skýrslu og gögn Hagstofunnar. Konur á Íslandi búa við þann veruleika að fá lægri
laun vegna þess að þær eru konur. Skilaboð um að konur hafi hærra tímakaup en karlar, sem gengu um
samskiptavefinn Facebook, byggja á röngum útreikningum.
Launamunur karla og kvenna er 19
prósent. Karlar hafa með öðrum
orðum nær fimmtungi hærri laun
en konur, sé tekið mið af heild-
arlaunum beggja kynja og fjölda
greiddra stunda. Þetta sýna gögn
Hagstofunnar. Skýrsla sem stofn-
unin vann og birti á þessu ári sýn-
ir að óútskýrður launamunur hefur
aukist undanfarin ár.
Fullkomnar tölur ekki til
Kvennafrídagurinn var haldinn
hátíðlegur á mánudaginn þar
sem konur hættu að vinna klukk-
an 14.25. Hlutfall launa kvenna af
launum karla í þjóðfélaginu er að-
eins 66 prósent og því hættu kon-
ur að vinna þegar 66 prósent átta
stunda vinnudags var liðinn.
Ahygli vekur að enginn opin-
ber aðili heldur utan um launa-
mun kynja allra stétta. ASÍ hefur
gert rannsóknir á launamun meðal
sinna félagsmanna og þá hefur
Reykjavíkurborg, og fleiri aðilar,
kannað launamun kynjanna inn-
an sinna vébanda. Hagstofan safn-
ar viðamiklum upplýsingum um
kjör landsmanna og vinnumark-
aðinn en ekki í opinbera geiranum.
Fullkomnar tölur um kynbundinn
launamun eru því ekki til á Íslandi.
19 prósenta munur
Karlar voru að jafnaði með 454 þús-
und krónur í heildarlaun á mánuði
árið 2009 á meðan konur höfðu 358
þúsund krónur, samkvæmt tölum
Hagstofunnar. Munurinn á þessum
tölum er nær 27 prósent en segja
þó ekki alla söguna. Horfa verð-
ur á fjölda greiddra vinnustunda
sem liggja að baki. Karlar fengu að
jafnaði greitt fyrir 191 vinnustund
á mánuði í fyrra en konur fyrir 179
vinnustundir. Karlar fengu greitt
fyrir 6,5 prósent fleiri vinnustundir
í fyrra en konur.
Þegar heildarlaunum er deilt
niður á fjölda greiddra vinnu-
stunda kemur í ljós að að karlar
höfðu 2.381 krónu að jafnaði á tím-
ann í fyrra en konur 2.000 krónur.
Munurinn er 19 prósent en þess
ber að geta að í þessum tölum er
ekki tekið til þátta sem kunna að
skýra hluta þessa launamunar; svo
sem menntunnar og starfsreynslu.
Aftur er minnt á að tölur Hag-
stofunnar ná til launa á almennum
vinnumarkaði en ekki til starfa á
vegum ríkis og sveitarfélaga.
Óútskýrður munur eykst
Hagstofan birti í febrúar á þessu
ári skýrslu vegna samstarfsverk-
efnis Hagstofu Íslands, Alþýðu-
sambands Íslands og Samtaka at-
vinnulífsins um launamun karla og
kvenna byggt á gagnasöfnum Hag-
stofunnar. Á meðal helstu niður-
staða, þegar tímabilið 2004 til 2007
var skoðað, var að skýrður launa-
munur hafði lækkað úr 21,5 í 12,2
prósent en óútskýrður launamun-
ur hafði hækkað úr 6,0 í 7,6 pró-
sent. „Þótt launamunur kynjanna
hafi minnkað með árunum þá hef-
ur óútskýrði launamunurinn aukist
sem gæti gefið til kynna aukningu á
launamismunun, en að túlka þann
mun sem eiginlega launamismun-
un hefur hlotið talsverða gagnrýni,“
segir í skýrslunni en fram kemur að
ekki sé víst að um raunverulegan
launamismun sé að ræða eða hvort
baldur guðmundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Sundurliðun á hlutfallslegum launamun.
Ár Skýrt Óútskýrt Samt.
2000 – 2003 21,54 6,04 27,58
2001 – 2004 19,82 6,32 26,14
2002 – 2005 17,07 6,60 23,67
2003 – 2006 14,46 7,19 21,65
2004 – 2007 12,21 7,63 19,84
Öll árin 15,60 7,26 22,86
Heimild: Skýrsla Hagstofu Íslands: Launa-
munur kynjanna (18. febrúar 2010)
Sundurliðun
Stéttarfélögin - launamunur
Heimild: LaunakannanirSFrogVr
SFR 2008
17,2%
SFR 2007
14,3%
VR 2008
12,3%
VR 2007
11,6%
Stéttarfélögin – kynbundinn launamunur
Þótt launamun-ur kynjanna
hafi minnkað með ár-
unum þá hefur óút-
skýrði launamunurinn
aukist.
tímakaup karla
og kvenna 2009
Heildarlaun 2009
Heimild: HagStoFan
karlar
2.381kr.
konur
2.000kr.
karlar
454.000kr.
konur
358.000kr.
.
munurinn stafi af því að breytur
vanti í líkanið sem niðurstöðurnar
byggi á.
Skilgreiningu á útskýrðum og
óútskýrðum launamun má sjá neð-
ar á síðunni.
Fleiri kannanir
Stéttarfélögin VR og SFR gerðu
launakannanir árið 2008. Í könn-
un SFR kom fram að kynbund-
inn launamunur er viðvarandi og
vaxandi vandamál hjá hinu opin-
bera. Þannig hafi meðalheildar-
laun kvenna í SFR verið 27 prósent
lægri en heildarlaun karla. Þegar
tekið hafði verið tillit til allra þátta,
svo sem aldurs, vinnutíma og eft-
irvinnu standi eftir að óútskýrður
launamunur var 17,2 prósent. Það
reyndist veruleg aukning frá árinu
á undan þegar munurinn mældist
14,3 prósent.
Í könnun VR árið 2008 kom
fram að kynbundinn launamun-
ur mældist 12,3 prósent og hafði
hækkað um tæpt prósentustig frá
árinu áður. Kynbundinn launa-
munur virðist samkvæmt þessu
vera miklu meiri hjá SFR en á al-
mennum markaði.
Þá má geta þess að Reykjvíkur-
borg hefur nýlega gert úttekt á kyn-
bundnum launamun. Þar kom
fram að samkvæmt úttektinni er
óútskýrður kynbundinn launa-
munur 5,1 prósent að jafnaði.
Hærra tímakaup kvenna?
Í kringum kvennafrídaginn
gengu á milli fólks á samskipta-
vefnum Facebook skilaboð þar
sem því var haldið fram að konur
væru í raun og veru með hærra
tímakaup en karlar. Stöðuupp-
færsluna [e. status] sem gekk á
milli á Facebook má sjá hér að
ofan. Vísað var í tölur Hagstof-
unnar um 360 þúsund króna
meðalaun karla og 293 þúsund
króna meðallaun kvenna árið
2009. Launum var svo deilt niður
á vinnustundir karla og kvenna.
DV bar tölurnar undir starfs-
fólk Hagstofunnar þar sem í ljós
kom að ekki er allt sem sýnist.
Annars vegar sé verið að taka fyr-
ir „regluleg laun“. Inn í regluleg-
um launum séu ekki óreglulegar
aukagreiðslur og yfirvinna – ein-
ungis föst yfirvinna. Þar sé að-
eins um að ræða regluleg laun í
einu starfi.
Hjá Hagstofunni fengust einn-
ig þær upplýsingar að tölur um
vinnustundir karla og kvenna séu
fengnar upp úr vinnumarkaðs-
rannsókn þar sem allur vinnu-
tími einstaklings í aðal- og auka-
starfi sé kannaður. Ekki sé því rétt
að deila reglulegum launum niður
á vinnustundir í vinnumarkaðs-
rannsókn - það sé eins og að deila
appelsínum með eplum. Réttara
sé að skoða heildarlaun og fjölda
greiddra stunda á bak við þau
störf. Það leiði í ljós að karlar séu
með um 19 prósent hærri laun en
konur.
nSkýrðurlaunamunurerþásámunursemskýramámeðþekktumog
viðurkenndumþáttumsemalmennthafaáhrifálaun,tildæmisstarfshlutfalli,
yfirvinnu,menntunogstarfsreynslu,enóskýrðurlaunamunurerþaðsemeftir
stendur.- Vísindavefurinn
Hvað er óskýrður launamunur?
n„SamkvæmtHagstofunnivorumeðal-
launkarlmannaárið2009um360.000
ámánuðimeð43,8vinnustundirávikueðau.þ.b.2055
kr.átímann.konurvorumeð293.000ímeðallaunog34,9vinnustundirá
vikueða2098kr.átímann.Þaðerrúmlega50%meiraatvinnuleysimeðal
karlmannaenkvennaog2/3semútskrifastúrháskólaerukonur.karlarlenda
í76%allravinnuslysa.tilhamingjumeðdaginnkonur.“
Stöðuuppfærsla
Frá kvennafrídeginum Óútskýrðurlaunamun-
urkynjannahefuraukistundanfarinár.konur
fjölmenntuímiðbæinnámánudaginntilað
krefjastjafnréttis.mynd sigtryggur ari JÓHannsson