Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
Bandaríski hagfræðingurinn Frede-
ric Mishkin fær háðulega útreið í
nýrri heimildarmynd sem Banda-
ríkjamaðurinn Charles Ferguson
hefur gert um bankakreppuna sem
reið yfir heiminn haustið 2008. Fram
kemur í þættinum að hagfræðingar
við virta háskóla séu hluti vandans
að svo miklu leyti sem þeir taka að sér
verkefni og hafa svimandi háar tekj-
ur af öðru en kennslu og rannsókn-
um við háskólana sjálfa. Vísað er til
þess að Mishkin hafi fengið 124 þús-
und dollara þóknun frá Viðskiptaráði
Íslands árið 2006 fyrir skýrslu sem
hann gerði ásamt Tryggva Þór Her-
bertssyni, þá forstöðumanni Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands.
Vandaðar ríkisstofnanir?
Mishkin fékk sem svarar um 14 millj-
ónum króna fyrir skýrsluna, en hún
kom út á vormánuðum 2006 í lok
„mini-krísunnar“ sem svo er stund-
um nefnd. Skýrslan var kostuð af
Viðskiptaráði Íslands eftir að tveir
sérfræðingar hjá Danske Bank drógu
snemma árs 2006 upp afar dökka
mynd af íslensku bönkunum og horf-
um í íslensku efnahagslífi í skýrslu
sem bar heitið Iceland – The Geyser
Crisis.
Skýrsla Mishkins og Tryggva Þórs
gaf íslensku bönkunum heilbrigðis-
vottorð þrátt fyrir það sem á undan
var gengið. Þar segir meðal annars
að þótt áhyggjur af hættunni sam-
fara hröðum vexti bankanna á nýjum
sviðum viðskipta séu ekki með öllu
ástæðulausar sé gott til þess að vita
að Fjármálaeftirlitið sé meðvitað um
slíka hættu. Einnig ætti það að hafa
róandi áhrif að vita til þess að Íslend-
ingar ráði yfir vönduðum ríkisstofn-
unum sem fáist við öryggi og heil-
brigði íslenska bankakerfisins.
En bankakerfið hrundi haustið
2008 og rannsóknarnefnd Alþingis
gefur ríkisstofnunum, eins og Seðla-
bankanum og Fjármálaeftirlitinu,
ekki háa einkunn. Tryggvi Þór var
orðinn ráðgjafi Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra þegar bankakerfið
hrundi. Hann er nú þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Í bankaráð seðlabanka BNA
Mishkin neyddist til að gera grein
fyrir öllum tekjum sínum utan Col-
umbia-háskólans í New York, þar
sem hann er prófessor, þegar hann
var valinn til setu í bankaráði Seðla-
banka Bandaríkjanna árið 2006. Þar
sat hann til ársins 2008.
Í umræddri mynd Fergusons er
Mishkin spurður um greiðslurnar frá
Íslandi og má greinilega merkja van-
líðan og óróleika hans þar sem hann
situr fyrir framan tökuvélarnar.
Mishkin ritaði eftir þetta grein í
Financial Times þar sem hann bar
hönd fyrir höfuð sér og sakaði Charl-
es Ferguson um að vega að sér úr
launsátri.
Ferguson heldur fast við skýring-
ar sínar á fjármálakreppunni og tel-
ur að þekktir háskólamenn glími ekki
aðeins við vandann heldur séu þeir
hluti vandans. Hann talar um kunn-
ingjasamfélag sem hvíli á nánast
innræktuðum tengslum milli Wall
Street, stjórnvalda í Washington og
þekktra sérfræðinga úr háskólun-
um. Hann vísar til þess að á undan-
förnum 20 árum hafi verið dregið úr
regluverki og samkeppnishömlum.
Stjórnlaus græðgi hafi tekið völdin
sem borin var uppi af kunningjaveldi
og klíkuskap.
Lausbeislað kerfi
Á viðskiptavef Yahoo-finance segir
Ferguson að meirihluti tekna margra
áberandi háskólaprófessora komi frá
fjármálafyrirtækjum á almennum
markaði sem þeir selji þjónustu sína.
„Þessi staðreynd hefur augljóslega
komið niður á rannsóknarvinnu og
stefnumarkandi ráðgjöf sem fengin
er úr háskólunum.“
Við gerð myndar sinnar, The In-
side Job, kveðst Ferguson hafa rætt
við Mishkin í um klukkustund. „Ég
bað um álit hans á kreppunni en eftir
því sem leið á viðtalið kom á daginn
að hann hafði eitt og annað að fela og
leið greinilega mjög illa undir spurn-
ingum mínum.“
Ferguson svaraði Mishkin í Fin-
ancial Times og gerði aukatekj-
ur háskólamannanna að umtals-
efni. „Það sem truflaði mig einna
mest við gerð myndarinnar „The
Inside Job“ er að bandarískir há-
skólar krefjast þess ekki að prófess-
orar og aðrir starfsmenn geri grein
fyrir mögulegum fjárhagslegum
hagsmunaárekstrum, leggja eng-
ar kvaðir á þá varðandi umfang og
afla engra upplýsinga um hversu
miklar þessar tekjur utan skólanna
eru.“
Frederic Mishkin, hagfræðiprófessor við
Columbia-háskóla, er talinn í hópi hag-
fræðinga sem hafa miklar tekjur af því
að selja fjármálastofnunum ráðgjöf sína
fyrir offjár. Þetta er talið skaða rann-
sóknir, kennslu og orðspor háskólanna.
Mishkin vann skýrslu ásamt Tryggva
Þór Herbertssyni árið 2006 sem kostuð
var af Viðskiptaráði Íslands.
GAGNRÝNIR MISHKIN
FYRIR SÖLUMENNSKU
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Þessi staðreynd hefur augljóslega
komið niður á rannsókn-
arvinnu og stefnumark-
andi ráðgjöf sem fengin
er úr háskólunum.
Skýrsluhöfundar á veiðum
HagfræðingarnirFredericMishkin
(t.h.)ogTryggviÞórHerbertsson(t.v.)
viðhreindýraveiðaráAusturlandi
sumarið2009.
Þingmaðurinn og ráðgjafinn Tryggvi
ÞórHerbertssonfékkeinniggreittfyrir
skýrslunasemgafíslenskumbönkunum
heilbrigðisvottorðvorið2006.
Hagsmunaárekstrar Mishkinleiðilla
þegarþáttarstjórnandinnspurðiútí
tekjurhansutanColumbíu-háskólans,
meðalannars14milljónakrónagreiðslu
fráViðskiptaráðiÍslands2006.