Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 32
Sophia Hansen var dæmd í Hæstarétti til að greiða Sigurði Pétri Harðarsyni 42 milljónir króna ásamt því sem hún fékk sex mánaða skilorðsbundinn fangels- isdóm fyrir rangar sakargiftir. Hún vill segja frá sinni hlið á málinu og segist ekkert hafa að fela. „Sigurður höfðaði mál í héraðsdómi til þess að fá skuldabréf sem hann segir mig hafi skrifað undir borguð. Á þessum skuldabréfum er Rúna yngri dóttir mín vottur, en enginn hefur hitt dæt- ur mínar í tuttugu ár nema ég og yngsta systir mín. Þær tala hvorki né skilja íslensku og ég veit ekki hvernig Sigurður Pétur hefur átt að komast í samband við þær.“ Sophia kærði málið til lögreglu á þeim for- sendum að undirskrift hennar og Rúnu væru falsaðar, en ásamt þeirra undirskriftum var vin- ur Sigurðar Péturs, fyrrverandi rannsóknarlög- reglumaður einnig skrifaður sem vottur. „Ég kærði til rannsóknarlögreglunnar og sagði þess- ar undirskriftir falsaðar en ég bendi ekki á einn eða neinn. Ég var kölluð hvað eftir annað í yfir- heyrslur og við síðustu yfirheyrslu var ég enda- laust spurð hvort ég hefði einhvern grunaðan. Ég svaraði að mann hlyti auðvitað að gruna þann sem væri að höfða mál gegn manni og er með þessa pappíra. Þeir spyrja hvort að ég meini Sig- urð Pétur og ég jánka því. Nafnið kom upp og það er greinilega nóg til þess að hann geti farið með málið til saksóknara og ég er síðan dæmd á þeim forsendum að ég hafi flekkað nafn hans og borið á hann rangar sakir.“ RÚNA ÓMARKTÆKT VITNI Sophia er mjög ósátt við dómsmeðferðina og segir að henni hafi aldrei dottið í hug að svona lagað gæti gerst fyrir íslenskum dómstólum. „Sigurður Pétur hefur aldrei þurft að sýna fram á eitt eða neitt, hvorki í héraðsdómi eða Hæsta- rétti. Hvar á hann að hafa fengið þennan pen- ing sem hann heldur fram að ég hafi hirt úr vös- um hans og hans fjölskyldu? Í öll þessi tuttugu ár sem að hann var með mér í baráttunni fyr- ir stelpunum var hann aldrei að vinna, eða að minnsta kosti mjög lítið. Síðan er farið fram á að Rúna dóttir mín komi hingað sem vitni og hún var tilbúin til þess ef hún fengi greitt flug og uppihald en það var ekki mögulegt og ekki hafði ég efni á að borga fyr- ir hana. Hún bar því vitni í gegnum síma með aðstoð túlks. Hún neitaði því fyrir rétti að hafa skrifað undir þessi skjöl en síðan er tekið fram í niðurstöðu dómsins að ekki væri tekið mark á hennar vitnisburði vegna skyldleika. Mér finnst mjög undarlegt að leggja þetta á hana. Að hún þurfi að standa í þessu öllu en svo er ekki tek- ið mark á henni sem vitni. Hvað með hitt vitn- ið sem er rannsóknarlögreglumaður? Mér finnst þetta einkennilegt.“ RÉTTARKERFIÐ EKKI BETRA Á ÍSLANDI Sophia ber íslenska réttarkerfinu ekki vel sög- una. „Mér fannst dómsmeðferðin í Tyrklandi vera fyrir neðan allar hellur þegar ég var þar að berjast fyrir dætrum mínum. Þá fannst mér rétt- arkerfið þar vera svívirða og var alltaf að dásama hvernig allt væri á Íslandi. Svo þegar ég lendi í því að þurfa að reyna á réttarkerfið hér, þá fæ ég síst betri meðferð heldur en úti. Þegar var búið að dæma þetta í héraðsdómi þá hefði mér aldrei dottið í hug annað en að Hæstiréttur myndi átta sig á hvað væri í gangi. Svo þegar sakadómur dæmir mig líka þá hætti ég að skilja réttarkerfið á Íslandi.“ SIGURÐUR LÉT EINS OG HALIM AL Sophia segist ekkert hafa talað við Sigurð Pét- ur síðan málið fór fyrir dóm. En fram að því hafi hann verið hennar stoð og stytta og helsti tals- maður út á við. „Hann hringir í mig og ég spyr hvað hann meini með þessu öllu sem hann er að gera. Hann verður brjálaður í símann, sví- virðir mig og segir að hann skuli sjá til þess að ég rotni í fangelsi. Aðferðirnar voru bara alveg eins og hjá Halim Al forðum daga. Hann var bara alveg vitstola í símanum og það kom mér alveg í opna skjöldu. Hann sleit sjálfur símtal- inu en hringir síðan stanslaust næstu þrjá daga, en ég treysti mér þá ekki til að taka símann. Mér fannst ég vera að ganga í gegnum sama dæmið og ég hafði verið að berjast við í rúm tuttugu ár. Ég get ekki lýst því hversu erfitt það var að upp- lifa manninn svona. Hann var besti vinur minn, maður sem var búinn að vera inni í einu og öllu og sem ég treysti að öllu leyti. Hann var auðvit- að minn talsmaður út á við og hann hafði mitt leyfi til þess að taka út peninga af bankareikn- ingum og borga inn á lán af húsinu mínu. Hann var prókúruhafi að öllu. Þetta var mikið áfall fyr- ir mig. Þegar ég kem heim frá Tyrklandi þá verð ég vör við að bókhaldið mitt, öll gögn um söfn- unina Börnin heim, öll dómskjölin frá Strass- burg, bara allt í sambandi við mín mál, er horf- ið. Þetta var allt geymt á sama stað í merktum kössum heima hjá mér á Túngötu. Í símtalinu ber ég það á Sigurð. Hann verður mjög æstur og hann neitar í fyrstu að hafa tekið þau. Síðan við- urkennir hann að hann hafi tekið öll þessi gögn og flutt þau í geymslu í Hafnarfirði og sagði að hann hafi verið hræddur um að þeim yrði stolið. Síðan neitar hann aftur að hafa tekið þau. Hann hefur greinilega leikið tveimur skjöldum í langan tíma án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Það var nóg fyrir mig að reyna að standa upprétt og fara í gegnum allt sem á undan hefur gengið. Ég var ekkert að velta þessu fyrir mér á sínum tíma því ég treysti honum. Ég þekkti ekki þessa hlið á honum. Ég hef ekki beðið hann um þessi gögn eftir þetta símtal, það er ekki hægt að ræða við mann sem er vitstola af bræði. Ég hef ekki geð í mér til að standa í svoleiðis.“ PENINGAR HURFU „Sigurður var heima þegar ég var úti í Tyrklandi. Hann hringdi í mig daglega og var inni í öllum mínum málum. Þegar ég vann málið í Haag voru mér dæmdar bætur upp á 75.000 evrur. Þessi peningur átti að fara upp í skuldir á húsnæðis- láninu mínu. Það er gríðarlega dýrt að reka mál á erlendri grundu fyrir dómstólum og þrátt fyrir söfnun þá dugði sá peningur ekki til. Ég vildi ekki missa heimilið mitt og þessi peningur átti að fara strax til Íbúðalánasjóðs. Sigurður Pétur vissi allt um það, enda hafði hann oft hringt í mig út til að segja mér að núna þyrfti að borga inn á lánin. Um leið og ég fékk peninginn millifærði ég hann með hraði á bankareikninginn minn á Íslandi. Þessi peningur hvarf.“ Þetta varð til þess að Sophia þurfti að selja heimili sitt á Túngötu en þar hafði hún búið yfir þrjátíu ár og segir hún það hafa verið mjög erfitt. „Afi minn átti húsið á Túngötu. Móðir mín flutti inn í húsið eftir fráfall hans, en ég hafði leigt risið af afa áður en hann dó. Það allra erf- iðasta við að þurfa selja húsið var að ég var búin að halda herbergi stelpnanna eins og þær skildu við það í öll þessi ár. Allt var á sínum stað. Jóla- pakkar, afmælisgjafir og allt það sem hafði borist til þeirra í gegnum árin. Þegar ég átti að ganga frá herberginu þeirra gat ég það ekki. Ég gerði nokkrar tilraunir til þess en það það kom síðan í hlut systursonar míns. Það var mér bara of erfitt.“ ÍKVEIKJA HJÁ SOPHIU Eftir að hún seldi húsið tók við erfiður tími því enginn vildi leigja henni húsnæði eftir alla fjöl- miðlaumfjöllunina um fjármál Sophiu. „Það vildi enginn leigja mér út af því að Sigurður var búinn að vera með þetta í fjölmiðlum. Fólk vildi ekki blanda sínum fjármálum við mín fjár- mál. Loksins fékk ég þó inni á Klapparstíg. Ég leigði 40 fermetra hálfniðurgrafna kjallaraíbúð í þriggja hæða timburhúsi og rétt áður en dóm- ur fellur var ég var næstum brennd inni. Það var kveikt í húsinu. Allavega segir rannsóknar- lögreglumaður, sem rannsakaði þennan bruna, mér að þeir hafi fundið leifar af vökva við svefn- herbergisgluggann minn og þar byrjaði brun- inn. Hann sagði að ég þyrfti að vara mig því þetta hefði greinilega verið ætlað mér. Lögreglan hélt því fram að það hefði munað þrjátíu sekúndum að ég hefði brunnið inni í húsinu því þetta ger- iðst klukkan þrjú að nóttu og ég vaknaði við hit- ann frá eldinum. Það er einhver sem vill mér illt, en hvort það er í sambandi við fyrrverandi eig- inmann minn, eða eitthvað annað veit ég ekki.“ 32 VIÐTAL 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Þetta gerðist klukkan þrjú að nóttu og ég vaknaði við hitann frá eldinum. Hann var besti vinur minn. Halim Al og dæturnar Sumarið 1991 fór Halim Al með dæturnar Dagbjörtu og Rúnu í heimsókn til Tyrklands. Þegar leið að hausti tilkynnti hann Sophiu að þær kæmu ekki til baka. Ósátt „Þegar sakadómur dæmir mig líka þá hætti ég að skilja réttarkerfið á Íslandi.“ MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.