Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Side 40
Hrafnkell fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1947, embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1956, stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og víðar, fékk sérfræðileyfi í lyflækningum 1962 og í Svíþjóð 1963 og sérfræðileyfi í lungnasjúkdómum árið 1967. Hrafnkell starfaði töluvert í Svíþjóð, m.a. sem aðstoðaryfirlæknir á Cent- rallasarettet í Karlskrona og aðstoð- aryfirlæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Hann var deildarlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1963–64 en tók við starfi yfirlæknis á Vífilsstaðaspítala 1968 og gegndi því starfi í þrjátíu ár til ársins 1998. Jafn- framt starfaði hann á lyflækninga- deild Landspítalans 1976–98. Þá var hann dósent í lungnasjúkdómum við læknadeild Háskólans 1969–98. Hrafnkell var gjaldkeri Félags yfir- lækna 1971–73, gjaldkeri Hjartasjúk- dómafélags íslenskra lækna 1973–75, ritari Félags íslenskra lyflækna 1974– 76 og sat í undirbúningsnefnd fyrir námsbraut í hjúkrunarfræðum á veg- um læknadeildar Háskóla Íslands. Hrafnkell var mikill áhugamaður um Sturlungu, þekkti það rit betur en flestir aðrir, vakti þjóðarathygli vegna sérþekkingar sinnar í þeim efnum og hélt fjölda fyrirlestra og sinnti leið- sögnum í Sturlungaferðum. Fjölskylda Fyrri eiginkona Hrafnkels var Helga Lovísa Kemp, f. 17.6. 1925, d. 8.3. 1990, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Lúð- vík Rudolf Stefánsson Kemp, f. 8.8. 1889, d. 30.7. 1971, bóndi og vegaverk- stjóri á Illugastöðum í Ytri-Laxárdal í Skagafirði og síðar á Skagaströnd, og k.h., Elísabet Stefánsdóttir Kemp, f. 5.6. 1888, d. 1.8. 1984, húsfreyja. Börn Hrafnkels og Helgu Lov- ísu eru Helgi, f. 25.2. 1952, stýrimað- ur í Reykjavík, kvæntur Önnu Krist- ínu Gunnlaugsdóttur, f. 21.12. 1952, þroskaþjálfa og eiga þau þrjú börn; Stella Stefanía, f. 20.12. 1955, hjúkr- unarfræðingur í Hafnarfirði en maður hennar er Einar Sigurgeirsson, f. 28.9. 1949, skipstjóri og röntgentæknir og eiga þau fjögur börn; Hrefna Lovísa, f. 6.10. 1964, ferðafræðingur í Reykjavík en maður hennar er Gunnar Karl Guð- mundsson, f. 14.12. 1959, hagfræðing- ur og forstjóri og eiga þau tvö börn. Hrafnkell kvæntist 1997, Sigrúnu Aspelund, f. 11.4. 1946, húsmóður. Foreldrar hennar: Georg Pétur Ein- arsson Aspelund, f. 15.2. 1915, d. 23.3. 1972, járnsmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Júlíana Þórlaug Guðmunds- dóttir Aspelund, f. 11.12. 1913, d. 26.12. 2006, húsmóðir. Bræður Hrafnkels: Jónas, f. 5.10. 1924, fyrrv. bifreiðarstjóri, nú bú- settur í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, fyrrv. póst- og símstjóra á Hellu; Helgi, f. 26.9. 1926, d. 1.4. 1982, lögfræðingur; Sigurður Helgi, f. 22.3. 1929, fyrrv. skrifstofustjóri ríkisspítal- anna, kvæntur Stefaníu Kemp. Foreldrar Hrafnkels voru Helgi Jón- asson, f. 19.4. 1894, d. 20.7. 1960, hér- aðslæknir og alþm. á Stórólfshvoli, og k.h., Oddný Guðmundsdóttir, f. 20.5. 1889, d. 1.12. 1976, hjúkrunarkona og húsfreyja að Stórólfshvoli, síðar í Reykjavík. Ætt Föðursystur Hrafnkels voru Sigríður, móðir Einars Ágústssonar utanrík- isráðherra, og Guðrún, móðir Ingva Ingvasonar, fyrrv. sendiherra. Helgi var sonur Jónasar, b. á Reynifelli á Rangár- völlum, bróður Guðríðar, langömmu Gunnars Ragnars, fyrrv. forstjóra Út- gerðarfélags Akureyringa. Jónas var sonur Árna, b. á Reynifelli, bróður Jóns, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Systir Árna var Ingiríður, langamma Sigurðar, afa Þórðar Frið- jónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Árni var sonur Guðmundar, b. á Keld- um Brynjólfssonar, b. á Vestra-Kirkju- bæ Stefánssonar, b. í Árbæ Bjarna- sonar, ættföður Víkingslækjarættar Halldórssonar. Móðir Árna var Guð- rún, systir Magnúsar, langafa Gunnars Bergsteinssonar, fyrrv. forstjóra Land- helgisgæslunnar. Guðrún var dótt- ir Guðmundar, b. í Króktúni Magn- ússonar, bróður Þorsteins, langafa Þórhildar Þorleifsdóttur, fyrrv. alþm. og leikhússtjóra. Móðir Guðrúnar var Guðrún Pálsdóttir, b. á Keldum Guð- mundssonar og Þuríðar Jónsdóttur, systur Páls skálda, langafa Ásgeirs Ás- geirssonar forseta. Móðir Helga var Sigríður Helga- dóttir, b. í Árbæ í Holtum Jónssonar, b. í Árbæ Runólfssonar, pr. á Stórólfshvoli Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Bergljótar, lang- ömmu Páls, afa Hjörleifs Guttorms- sonar, fyrrv. alþm. og ráðherra. Móðir Sigríðar var Helga Sigurðardóttir, b. á Barkarstöðum í Fljótshlíð Ísleifssonar og Ingibjargar, systur Tómasar Fjöln- ismanns og Jórunnar, ömmu Árna Þórarinssonar, prests á Stóra-Hrauni. Ingibjörg var dóttir Sæmundar, b. í Ey- vindarholti Ögmundssonar, pr. í Krossi Högnasonar, prestaföður á Breiðaból- stað Sigurðssonar. Móðir Sæmundar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Oddný var dóttir Guðmundar, b. á Bakka í Landeyjum Diðriksson- ar, bróður Þórðar mormónabiskups. Móðir Oddnýjar var Kristín, syst- ir Lopts mormónabiskups og Sigríð- ar, langömmu Ólafs W. Stefánssonar, fyrrv. skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Kristín var dóttir Jóns, b. á Bakka Oddssonar, b. í Þykkvabæ Jóns- sonar, hreppstjóra á Kirkjubæjar- klaustri Magnússonar, langafa Jó- hannesar Kjarvals og Jóns, afa Jóns Helgasonar, fyrrv ráðherra. Móðir Kristínar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Kanastöðum Árnasonar. Hrafnkell verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, föstu- daginn 29.10. kl. 15.00. Hilmar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959, kandídatsprófi í lögfræði við Háskóla Íslands 1965, öðlaðist hdl.-réttindi 1966 og hrl.-réttindi 1970. Hilmar hóf störf sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og sýslumanninum í Gullbringu- og Kjós- arsýslu að loknu háskólanámi og vann þar í eitt ár. Hann starfaði á lögfræði- skrifstofu Þorvalds Þórarinssonar hrl. á árunum 1966–74 en starfrækti eigin lögfræðistofu í Reykjavík frá 1974. Hilmar gegndi trúnaðar- störfum í gjaldskrárnefnd Lög- mannafélags Íslands frá 1975 og var formaður hennar frá 1991. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Hilmars er Erla Kristín Hatlemark, f. 13.9. 1942, stúd- ent frá MR og fyrrverandi flugfreyja, en þau giftust árið 1962. Erla er dótt- ir Konrads Hilmars Hatlemark, f. 1.9. 1904, d. 2.12. 1991, trésmiðs í Reykja- vík, og k.h., Margrétar Guðmundsdótt- ur, f. 7.11. 1907, d. 20.2. 1999, húsmóð- ur. Synir Hilmars og Erlu Kristínar eru Snorri Örn, f. 18.1. 1963, bóndi á Sogni í Kjósarhreppi, en kona hans er Svein- björg Þórdís Sveinsdóttir bóndi og eru börn þeirra Sunníva Hrund, f. 1985 og Heikir Orri, f. 1993; Örvar, f. 25.4. 1977, verktaki í Garðabæ, en sambýliskona hans er Arna Þóra Káradóttir flugfreyja og er dóttir þeirra Aþena Líf, f. 2009; Darri Örn, f. 2.11. 1983, en sambýlis- kona hans er Þuríður Björk Guðna- dóttir en sonur þeirra er Hilmar Örn, f. 2010. Systir Hilmars er Svanhildur Ingi- mundardóttir, húsmóðir. Foreldrar Hilmars voru hjónin Ingimundur Gíslason, f. 7.9. 1905, d. 3.12. 1978, bóndi að Búnstöðum við Þvottalaugaveg í Reykjavík, og Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 17.11. 1906, d. 8.1. 1985, húsfreyja. Ætt Ingimundur var sonur Gísla, b. í Suð- ur-Nýjabæ í Þykkvabæ Gestssonar, b. á Hrauk í Þykkvabæ Gestssonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Magnúsdótt- ir, b. í Tobbakoti í Þykkvabæ Eyjólfs- sonar, og Guðrúnar Runólfsdóttur. Guðrún var dóttir Þorsteins, b. á Ytri- Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dölum Þorvarðarsonar, og Guðfinnu Eyjólfs- dóttur. Hilmar verður jarðsunginn frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ á mánudaginn. 1.11. kl. 15.00. Hrafnkell Helgason FYRRV. YFIRLÆKNIR Á VÍFILSSTÖÐUM Hilmar Ingimundarson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Í REYKJAVÍK Einar Benediktsson SKÁLD OG ATHAFNAMAÐUR f. 31.10. 1864, d. 1940 Einar fæddist að Elliðavatni, sonur Benedikts Sveinssonar, yfirdóm- ara, alþm. og sýslumanns, og Katr- ínar Einarsdóttur húsmóður. Einar lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og lögfræðiprófi 1892. Hann var með föður sínum á Héðinshöfða 1892–94, stofnaði Dagskrá, 1896, fyrsta íslenska dag- blaðið, var málflutningsmaður í Reykjavík og síðan sýslumaður á Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu frá 1904 en fór utan 1907 og var búsett- ur í Noregi, Edinborg í Skotlandi, Kaupmannahöfn í Danmörku og í Lundúnum á Englandi til 1921, stundaði kaupsýslu og beitti sér mjög fyrir nýtingu íslenskra auð- linda. Hann var búsettur í Reykja- vík frá 1921 en bjó tólf síðustu ævi- árin í Herdísarvík. Í Reykjavík bjó Einar m.a. í húsi tengdamóð- ur sinnar, Þrúðvangi við Laufás- veg, og í Höfða sem nú er risnuhús borgarinnar. Hann bar sig lengst af mjög höfðinglega og minnir í ýmsu á síðari tíma útrásarvíkinga þó ekki hafi hann sett heilt bankakerfi á hausinn. Ljóðabækur Einars eru Sög- ur og kvæði, 1879; Aldamótaljóð, 1900; Hafblik, 1906; Hrannir, 1913; Vogar, 1921; Hvammar, 1930; Ólafs ríma Grænlendings, 1930, og Al- þingishátíðarljóð, 1930. Einar er fullþroskað skáld í sinni fyrstu ljóðabók sem er hvort tveggja í senn, í anda raunsæis og nýrómantíkur. Skáldskapur hans verður tilkomumeiri eftir því sem á líður. Hann verður skáld hinna löngu hástemmdu setninga um al- gilda visku og hin æðstu sannindi, heimspekilega þenkjandi og hallur undir algyðistrú. Einar var jarðsettur, fyrstur Ís- lendinga, í heiðursgrafreit á Þing- völlum. Hallgrímur Jónasson KENNARI VIÐ KENNARASKÓLA ÍSLANDS f. 30.10. 1894, d. 24.10.1991 Hallgrímur fæddist í Fremrikotum í Skagafirði, sonur Jónasar Hall- grímssonar, bónda þar, og k.h., Þóreyjar Magnúsdóttur húsfreyju. Hallgrímur var albróðir Frímanns Jónassonar, skólastjóra í Kópavogi. Hallgrímur stundaði nám við Al- þýðuskólann að Hvítárbakka í Borgarfirði, lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1920, stundaði nám við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn og síðan við lýðháskólann í Askov og fór í námsferð til Englands og fjölda slíkra ferða til Norðurlandanna. Hallgrímur var kennari við Barna- skólann í Vestmannaeyjum 1921– 31 og bókavörður við Bæjarbóka- safnið í Vestmannaeyjum 1926–31, og síðan kennari við Kennaraskól- ann um langt árabil eða frá 1931– 1968. Hallgrímur var einn af vinsælustu og virtustu kennurum Kennara- skólans og þegar verið var að koma upp fjölmennri kennarastétt til að stórauka almenna barnafræðslu hér á landi var ævistarf hans eink- ar mikilvægt. Hallgrímur var ágætur hagyrð- ingur og auk þess mikill áhuga- maður um ferðalög, var fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands í tuttugu sumur frá 1940, sat í stjórn félags- ins 1944–1972 og var heiðursfélagi þess og Útivistar. Hann flutti fjölda útvarpserinda, skrifaði mikið í Ár- bók Ferðafélagsins, samdi fjölda ferðalýsinga, sendi frá kvæðabók- ina Ferhendur á ferðaleiðum – ljóð og vísur, og var m.a. meðritstjóri Nýja dagblaðsins. Eiginkona Hallgríms var Elísabet Valgerður Ingvarsdóttir og synir þeirra eru Ingvar fiskifræðingur, Jónas bílstjóri og Þórir kennari. Fæddur 28.3. 1928 - Dáinn 19.10. 2010 Fæddur 27.11. 1938 - Dáinn 22.10. 2010 40 MINNING 29. október 2010 FÖSTUDAGUR ANDLÁT ANDLÁT MERKIR ÍSLENDINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.