Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 40
Hrafnkell fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1947, embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1956, stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og víðar, fékk sérfræðileyfi í lyflækningum 1962 og í Svíþjóð 1963 og sérfræðileyfi í lungnasjúkdómum árið 1967. Hrafnkell starfaði töluvert í Svíþjóð, m.a. sem aðstoðaryfirlæknir á Cent- rallasarettet í Karlskrona og aðstoð- aryfirlæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Hann var deildarlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1963–64 en tók við starfi yfirlæknis á Vífilsstaðaspítala 1968 og gegndi því starfi í þrjátíu ár til ársins 1998. Jafn- framt starfaði hann á lyflækninga- deild Landspítalans 1976–98. Þá var hann dósent í lungnasjúkdómum við læknadeild Háskólans 1969–98. Hrafnkell var gjaldkeri Félags yfir- lækna 1971–73, gjaldkeri Hjartasjúk- dómafélags íslenskra lækna 1973–75, ritari Félags íslenskra lyflækna 1974– 76 og sat í undirbúningsnefnd fyrir námsbraut í hjúkrunarfræðum á veg- um læknadeildar Háskóla Íslands. Hrafnkell var mikill áhugamaður um Sturlungu, þekkti það rit betur en flestir aðrir, vakti þjóðarathygli vegna sérþekkingar sinnar í þeim efnum og hélt fjölda fyrirlestra og sinnti leið- sögnum í Sturlungaferðum. Fjölskylda Fyrri eiginkona Hrafnkels var Helga Lovísa Kemp, f. 17.6. 1925, d. 8.3. 1990, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Lúð- vík Rudolf Stefánsson Kemp, f. 8.8. 1889, d. 30.7. 1971, bóndi og vegaverk- stjóri á Illugastöðum í Ytri-Laxárdal í Skagafirði og síðar á Skagaströnd, og k.h., Elísabet Stefánsdóttir Kemp, f. 5.6. 1888, d. 1.8. 1984, húsfreyja. Börn Hrafnkels og Helgu Lov- ísu eru Helgi, f. 25.2. 1952, stýrimað- ur í Reykjavík, kvæntur Önnu Krist- ínu Gunnlaugsdóttur, f. 21.12. 1952, þroskaþjálfa og eiga þau þrjú börn; Stella Stefanía, f. 20.12. 1955, hjúkr- unarfræðingur í Hafnarfirði en maður hennar er Einar Sigurgeirsson, f. 28.9. 1949, skipstjóri og röntgentæknir og eiga þau fjögur börn; Hrefna Lovísa, f. 6.10. 1964, ferðafræðingur í Reykjavík en maður hennar er Gunnar Karl Guð- mundsson, f. 14.12. 1959, hagfræðing- ur og forstjóri og eiga þau tvö börn. Hrafnkell kvæntist 1997, Sigrúnu Aspelund, f. 11.4. 1946, húsmóður. Foreldrar hennar: Georg Pétur Ein- arsson Aspelund, f. 15.2. 1915, d. 23.3. 1972, járnsmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Júlíana Þórlaug Guðmunds- dóttir Aspelund, f. 11.12. 1913, d. 26.12. 2006, húsmóðir. Bræður Hrafnkels: Jónas, f. 5.10. 1924, fyrrv. bifreiðarstjóri, nú bú- settur í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, fyrrv. póst- og símstjóra á Hellu; Helgi, f. 26.9. 1926, d. 1.4. 1982, lögfræðingur; Sigurður Helgi, f. 22.3. 1929, fyrrv. skrifstofustjóri ríkisspítal- anna, kvæntur Stefaníu Kemp. Foreldrar Hrafnkels voru Helgi Jón- asson, f. 19.4. 1894, d. 20.7. 1960, hér- aðslæknir og alþm. á Stórólfshvoli, og k.h., Oddný Guðmundsdóttir, f. 20.5. 1889, d. 1.12. 1976, hjúkrunarkona og húsfreyja að Stórólfshvoli, síðar í Reykjavík. Ætt Föðursystur Hrafnkels voru Sigríður, móðir Einars Ágústssonar utanrík- isráðherra, og Guðrún, móðir Ingva Ingvasonar, fyrrv. sendiherra. Helgi var sonur Jónasar, b. á Reynifelli á Rangár- völlum, bróður Guðríðar, langömmu Gunnars Ragnars, fyrrv. forstjóra Út- gerðarfélags Akureyringa. Jónas var sonur Árna, b. á Reynifelli, bróður Jóns, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Systir Árna var Ingiríður, langamma Sigurðar, afa Þórðar Frið- jónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Árni var sonur Guðmundar, b. á Keld- um Brynjólfssonar, b. á Vestra-Kirkju- bæ Stefánssonar, b. í Árbæ Bjarna- sonar, ættföður Víkingslækjarættar Halldórssonar. Móðir Árna var Guð- rún, systir Magnúsar, langafa Gunnars Bergsteinssonar, fyrrv. forstjóra Land- helgisgæslunnar. Guðrún var dótt- ir Guðmundar, b. í Króktúni Magn- ússonar, bróður Þorsteins, langafa Þórhildar Þorleifsdóttur, fyrrv. alþm. og leikhússtjóra. Móðir Guðrúnar var Guðrún Pálsdóttir, b. á Keldum Guð- mundssonar og Þuríðar Jónsdóttur, systur Páls skálda, langafa Ásgeirs Ás- geirssonar forseta. Móðir Helga var Sigríður Helga- dóttir, b. í Árbæ í Holtum Jónssonar, b. í Árbæ Runólfssonar, pr. á Stórólfshvoli Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Bergljótar, lang- ömmu Páls, afa Hjörleifs Guttorms- sonar, fyrrv. alþm. og ráðherra. Móðir Sigríðar var Helga Sigurðardóttir, b. á Barkarstöðum í Fljótshlíð Ísleifssonar og Ingibjargar, systur Tómasar Fjöln- ismanns og Jórunnar, ömmu Árna Þórarinssonar, prests á Stóra-Hrauni. Ingibjörg var dóttir Sæmundar, b. í Ey- vindarholti Ögmundssonar, pr. í Krossi Högnasonar, prestaföður á Breiðaból- stað Sigurðssonar. Móðir Sæmundar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Oddný var dóttir Guðmundar, b. á Bakka í Landeyjum Diðriksson- ar, bróður Þórðar mormónabiskups. Móðir Oddnýjar var Kristín, syst- ir Lopts mormónabiskups og Sigríð- ar, langömmu Ólafs W. Stefánssonar, fyrrv. skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Kristín var dóttir Jóns, b. á Bakka Oddssonar, b. í Þykkvabæ Jóns- sonar, hreppstjóra á Kirkjubæjar- klaustri Magnússonar, langafa Jó- hannesar Kjarvals og Jóns, afa Jóns Helgasonar, fyrrv ráðherra. Móðir Kristínar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Kanastöðum Árnasonar. Hrafnkell verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, föstu- daginn 29.10. kl. 15.00. Hilmar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959, kandídatsprófi í lögfræði við Háskóla Íslands 1965, öðlaðist hdl.-réttindi 1966 og hrl.-réttindi 1970. Hilmar hóf störf sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og sýslumanninum í Gullbringu- og Kjós- arsýslu að loknu háskólanámi og vann þar í eitt ár. Hann starfaði á lögfræði- skrifstofu Þorvalds Þórarinssonar hrl. á árunum 1966–74 en starfrækti eigin lögfræðistofu í Reykjavík frá 1974. Hilmar gegndi trúnaðar- störfum í gjaldskrárnefnd Lög- mannafélags Íslands frá 1975 og var formaður hennar frá 1991. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Hilmars er Erla Kristín Hatlemark, f. 13.9. 1942, stúd- ent frá MR og fyrrverandi flugfreyja, en þau giftust árið 1962. Erla er dótt- ir Konrads Hilmars Hatlemark, f. 1.9. 1904, d. 2.12. 1991, trésmiðs í Reykja- vík, og k.h., Margrétar Guðmundsdótt- ur, f. 7.11. 1907, d. 20.2. 1999, húsmóð- ur. Synir Hilmars og Erlu Kristínar eru Snorri Örn, f. 18.1. 1963, bóndi á Sogni í Kjósarhreppi, en kona hans er Svein- björg Þórdís Sveinsdóttir bóndi og eru börn þeirra Sunníva Hrund, f. 1985 og Heikir Orri, f. 1993; Örvar, f. 25.4. 1977, verktaki í Garðabæ, en sambýliskona hans er Arna Þóra Káradóttir flugfreyja og er dóttir þeirra Aþena Líf, f. 2009; Darri Örn, f. 2.11. 1983, en sambýlis- kona hans er Þuríður Björk Guðna- dóttir en sonur þeirra er Hilmar Örn, f. 2010. Systir Hilmars er Svanhildur Ingi- mundardóttir, húsmóðir. Foreldrar Hilmars voru hjónin Ingimundur Gíslason, f. 7.9. 1905, d. 3.12. 1978, bóndi að Búnstöðum við Þvottalaugaveg í Reykjavík, og Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 17.11. 1906, d. 8.1. 1985, húsfreyja. Ætt Ingimundur var sonur Gísla, b. í Suð- ur-Nýjabæ í Þykkvabæ Gestssonar, b. á Hrauk í Þykkvabæ Gestssonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Magnúsdótt- ir, b. í Tobbakoti í Þykkvabæ Eyjólfs- sonar, og Guðrúnar Runólfsdóttur. Guðrún var dóttir Þorsteins, b. á Ytri- Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dölum Þorvarðarsonar, og Guðfinnu Eyjólfs- dóttur. Hilmar verður jarðsunginn frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ á mánudaginn. 1.11. kl. 15.00. Hrafnkell Helgason FYRRV. YFIRLÆKNIR Á VÍFILSSTÖÐUM Hilmar Ingimundarson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Í REYKJAVÍK Einar Benediktsson SKÁLD OG ATHAFNAMAÐUR f. 31.10. 1864, d. 1940 Einar fæddist að Elliðavatni, sonur Benedikts Sveinssonar, yfirdóm- ara, alþm. og sýslumanns, og Katr- ínar Einarsdóttur húsmóður. Einar lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og lögfræðiprófi 1892. Hann var með föður sínum á Héðinshöfða 1892–94, stofnaði Dagskrá, 1896, fyrsta íslenska dag- blaðið, var málflutningsmaður í Reykjavík og síðan sýslumaður á Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu frá 1904 en fór utan 1907 og var búsett- ur í Noregi, Edinborg í Skotlandi, Kaupmannahöfn í Danmörku og í Lundúnum á Englandi til 1921, stundaði kaupsýslu og beitti sér mjög fyrir nýtingu íslenskra auð- linda. Hann var búsettur í Reykja- vík frá 1921 en bjó tólf síðustu ævi- árin í Herdísarvík. Í Reykjavík bjó Einar m.a. í húsi tengdamóð- ur sinnar, Þrúðvangi við Laufás- veg, og í Höfða sem nú er risnuhús borgarinnar. Hann bar sig lengst af mjög höfðinglega og minnir í ýmsu á síðari tíma útrásarvíkinga þó ekki hafi hann sett heilt bankakerfi á hausinn. Ljóðabækur Einars eru Sög- ur og kvæði, 1879; Aldamótaljóð, 1900; Hafblik, 1906; Hrannir, 1913; Vogar, 1921; Hvammar, 1930; Ólafs ríma Grænlendings, 1930, og Al- þingishátíðarljóð, 1930. Einar er fullþroskað skáld í sinni fyrstu ljóðabók sem er hvort tveggja í senn, í anda raunsæis og nýrómantíkur. Skáldskapur hans verður tilkomumeiri eftir því sem á líður. Hann verður skáld hinna löngu hástemmdu setninga um al- gilda visku og hin æðstu sannindi, heimspekilega þenkjandi og hallur undir algyðistrú. Einar var jarðsettur, fyrstur Ís- lendinga, í heiðursgrafreit á Þing- völlum. Hallgrímur Jónasson KENNARI VIÐ KENNARASKÓLA ÍSLANDS f. 30.10. 1894, d. 24.10.1991 Hallgrímur fæddist í Fremrikotum í Skagafirði, sonur Jónasar Hall- grímssonar, bónda þar, og k.h., Þóreyjar Magnúsdóttur húsfreyju. Hallgrímur var albróðir Frímanns Jónassonar, skólastjóra í Kópavogi. Hallgrímur stundaði nám við Al- þýðuskólann að Hvítárbakka í Borgarfirði, lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1920, stundaði nám við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn og síðan við lýðháskólann í Askov og fór í námsferð til Englands og fjölda slíkra ferða til Norðurlandanna. Hallgrímur var kennari við Barna- skólann í Vestmannaeyjum 1921– 31 og bókavörður við Bæjarbóka- safnið í Vestmannaeyjum 1926–31, og síðan kennari við Kennaraskól- ann um langt árabil eða frá 1931– 1968. Hallgrímur var einn af vinsælustu og virtustu kennurum Kennara- skólans og þegar verið var að koma upp fjölmennri kennarastétt til að stórauka almenna barnafræðslu hér á landi var ævistarf hans eink- ar mikilvægt. Hallgrímur var ágætur hagyrð- ingur og auk þess mikill áhuga- maður um ferðalög, var fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands í tuttugu sumur frá 1940, sat í stjórn félags- ins 1944–1972 og var heiðursfélagi þess og Útivistar. Hann flutti fjölda útvarpserinda, skrifaði mikið í Ár- bók Ferðafélagsins, samdi fjölda ferðalýsinga, sendi frá kvæðabók- ina Ferhendur á ferðaleiðum – ljóð og vísur, og var m.a. meðritstjóri Nýja dagblaðsins. Eiginkona Hallgríms var Elísabet Valgerður Ingvarsdóttir og synir þeirra eru Ingvar fiskifræðingur, Jónas bílstjóri og Þórir kennari. Fæddur 28.3. 1928 - Dáinn 19.10. 2010 Fæddur 27.11. 1938 - Dáinn 22.10. 2010 40 MINNING 29. október 2010 FÖSTUDAGUR ANDLÁT ANDLÁT MERKIR ÍSLENDINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.