Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 3. desember 2010 Föstudagur Lín Design / Laugavegi 176 / Sími 533 2220 / www.lindesign.is Íslensk jólahönnun Mjúka jólagjöfin fyrir alla fjölskylduna Kíktu í vefverslun www.lindesign.is Ekkert sendingargjald! Styr hefur staðið um viðbyggingu við Bergstaðstræti 13 en nágrannar telja fyrirtækið sem þar byggir hafi ekki tilskilin leyfi til verksins. Lögfræðing- ur nágranna vinnur að því að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt skipulagi borgarinnar er um athafnasvæði að ræða og ekki gert ráð fyrir íbúðar- húsnæði á reitnum. Fyrirtækið Móta- menn ehf. reisir viðbyggingu við húsin og ætlunin er að byggja þrjár íbúðar- hæðir ofan á það. Villa í kortagerð „Það hefur lengi staðið til að byggja við Bergstaðastræti 13 en þegar til kom áttar sig einhver á að viðbygging- arreiturinn er með rangan lit á prent- uðum aðalskipulagsuppdrætti sem passar ekki við þá heimild sem hafði verið gefin. Þessi villa gerist væntan- lega í prentvinnslunni,“ segir Bjarni Þór Jónsson, skrifstofustjóri skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Skipulagsstofnun var sent erindi þar sem stofnunin var beðin um að sam- þykkja leiðréttingu á uppdrættinum. Fallist var á að þarna hafa orðið mis- tök í prentun og þess vegna þarf ekki að kynna leiðréttingu á aðalskipulag- inu samkvæmt skipulags- og bygging- arlögum. Málið hafi farið lögformlega leið og sé nú í afgreiðslu í ráðuneyt- inu og verði fljótlega auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Málið skýrist fljólega Hann segir að Mótamenn ehf. hafi fengið leyfi fyrir fyrstu hæðinni en frekari framkvæmdir hafi verið stöðv- aðar. Þeir séu að setja upp mót, sem sé afturkræf framkvæmd, en hafi ekki leyfi til að steypa í mótin. Mjög erfitt sé að gera breytingar í grónu hverfi ef það gengur þvert á vilja íbúanna og almennt fari slíkar breytingar ekki í gegn. Ef það komi hins vegar umsókn inn á borð stofnunarinnar sem er í samræmi við skipulagið þá sé ekkert annað að gera en að leyfa viðkomandi að byggja. „Við getum ekki haft per- sónulegar skoðanir á þessu þegar búið er að samþykkja deiliskipulagið,“ bæt- ir hann við og að athugasemdir þurfi að berast áður en skipulagið er sam- þykkt. Hann segir að kæran sé vegna villunnar í kortagerðinni og verið sé að leiðrétta það. Eins vonast hann til að málið fari að skýrast fljótlega. Grípa þarf til tafarlausra aðgerða „Borgin gerði mistök í skipulags- gerðinni sem leiddi til þess að bygg- ingarleyfið var samþykkt en í úr- skurðarnefnd var leyfið fellt úr gildi,“ segir Arnar Þór Stefánsson lögmað- ur en umbjóðandi hans er nágranni Bergstaðastrætis 13. Þegar leyfi eru felld úr gildi beri borginni að grípa tafarlaust til aðgerða samkvæmt lög- um og fjarlægja ólögmæta byggingu. Borgin hafi verið mjög treg til að sinna þessari skyldu sinni og viðkomandi byggingaraðili hafi því haldið áfram að byggja. „Svo virðist sem borgin hafi engan sérstakan metnað til að stöðva framkvæmdirnar,“ segir Arnar Þór. Alvarleg mistök Ástæðuna fyrir seinaganginum segir hann líklega vera þá að menn hafi átt- að sig á að þeir gerðu mistök og reyna nú að bæta úr því á kostnað umbjóð- anda hans. Þetta líti illa út fyrir borg- ina og svo virðist sem þeir séu að bjarga eigin skinni. „Þeir gáfu út leyfi sem þarf svo að fella niður og reyna að bæta fyrir það. En það er ekki þeirra hlutverk að vera í svona sárabótum,“ segir hann. Hann segir þetta alvarleg mistök og breyting á aðalskipulagi krefjist kynningar og umræðna hjá borginni. Borgin virðist reyna að komast hjá því og málið hins vegar sent beint til ráð- herra. „Við erum algjörlega andvíg því og höfum farið fram á að ráðherra hafni því að staðfesta breytinguna,“ segir Arnar. „Það er einnig athyglisvert að fyrirtækið Mótamenn ehf. eru ekki skráðir eigendur á viðbyggingunni heldur Íslandsbanki. Það var gerður kaupsamningur þeirra á milli fyrr á þessu ári en honum hefur aldrei ver- ið þinglýst. Ég hef ekki séð nein gögn þess efnis að Mótamenn ehf. hafi um- boð frá bankanum til að fara í þessar framkvæmdir,“ bætir hann við. Nágrannar Bergstaðastrætis 13 eru ónægðir með viðbyggingu sem leyfi var veitt fyrir og vilja stöðva framkvæmdir. Málið er á borði ráðherra en lögmaður sem fer með mál- ið fyrir hönd íbúa hefur mótmælt. Fyrirtækið sem fékk leyfi er ekki skráður eigandi viðbyggingarinnar. Vilja ekki Við- byggingu Við erum algjörlega andvíg því og höfum sent ráðherra bréf þar sem far- ið er fram á að hún hafni því að staðfesta breytinguna Gunnhildur steinArsdóttir blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is Arnar Þór stefánsson, hdl. Svovirðist semborginhafiengansérstakanmetnað tilaðstöðvaframkvæmdirnar. Bergstaðastræti 13 Framkvæmdir viðviðbyggingu.Nágrannarogíbúar hússinsviljaaðframkvæmdirverði stöðvaðarstrax.Mynd róBert ÁfenGisdAuður í frostinu: Lögregla gagnrýnd fyrir seinagang Kona sem hafði samband við lög- regluna vegna manns sem hún gekk fram á í miðborg Reykjavíkur á fimmtudag þurfti að sannfæra lög- regluna um að koma á svæðið til að athuga með manninn, að eig- in sögn. Konan segir að mað- urinn hafi legið hreyfingarlaus á jörðinni og að hann hafi verið blár af kulda. Eftir að hafa verið hjá manninum í fimmtán til tuttugu mínútur kom lögreglubíll á svæðið. Að sögn lög- reglu var um góðkunningja lögregl- unnar að ræða sem hafi einfaldlega fengið sér „aðeins of mikla hress- ingu“. Heiða Þórðardóttir, starfsmaður fyrirtækis í miðbænum, staðfestir frásögn konunnar. Hún segist hafa hringt á neyðarlínuna sem hafi þá fyrst brugðist við ósk um aðstoð lög- reglu eða sjúkrabíls. Heiða segir að tíu mínútur hafi liðið frá því að hún hringdi þangað til lögreglubíll kom á svæðið. „Þetta var svona kannski hálftími til fjörutíu mínútur allt í allt,“ segir Heiða. „Ég hljóp út með teppi handa honum.“ Konan segir það hafa verið hræðilega lífsreynslu að koma að manninum. „Við héldum bara öll að hann væri dáinn. Ég fór bara að gráta þegar ég sá hann.“ Blár af kulda Lögregla komin að þolmörkum Lögreglumönnum hefur fækkað um 60 frá því í fyrra og er það mat embættis ríkislögreglustjóra að lögreglan sé komin að þolmörk- um hvað varðar heildarstarfs- mannafjölda miðað við núver- andi skipulag. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið vann fyrir dóms- og mannréttindaráðherra. Fram kemur í skýrslunni að lögreglumenn hafi verið 712 í fyrra en séu 662 nú. Það þýðir að miðað við höfðatölu Íslendinga er hver lögreglumaður með um 480 borgara á sinni ábyrgð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.