Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 6
6 fréttir 3. desember 2010 Föstudagur 10x21 cm - 15x15 cm = 152 kr./stk. 10x15 cm = 135 kr./stk. Þönglabakka 4 - 109 Rvk - Sími: 557 4070 - www.myndval.is Sendu myndarlega jólakveðju Jólakort 2010 Samkeppni um flutning farþega til og frá Keflavíkurflugvelli: Barátta um farþega Þann 27. mars næstkomandi mun samkeppni hefjast í farþegaflutning- um á milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar, þegar fyrirtækið Iceland Excursions hefur áætlunarferðir á þessari leið, allt að 10 ferðir á dag. Kynnisferðir höfðu um árabil sérleyfi á þessari leið, en fyrir nokkrum árum tóku Samtök sveitarfélaga á Suður- nesjum það yfir í formi einkaleyf- is og sömdu við Kynnisferðir um að sinna akstrinum. Við þessa breytingu opnaðist möguleiki á samkeppni, því einkaleyfið gildir aðeins innan sveit- arfélaganna en ekki á akstursleiðinni á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflug- vallar. Þórir Garðarsson, sölu- og mark- aðsstjóri hjá Iceland Excursions, seg- ir málið hafa verið lengi í skoðun, en hefur trú á að nú sé réttur tímapunkt- ur vegna sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna hingað til lands. Ice- land Excursions rekur sína eigin um- ferðarmiðstöð í Hafnarstræti 20, við Lækjartorg, en farþegum hinnar nýju flugrútu verður boðið upp á að vera bæði sóttir og keyrðir upp á hótel án aukakostnaðar. „Það verður eitt gjald hjá okkur og innifalið í því er „pickup“ af hótelunum og markmið- ið er að vera ódýari en samkeppnis- aðilinn. Þeir sem eru til dæmis bú- settir í Laugarneshverfi geta tekið rútuna á Grand Hótel. Rútan kemur líka við á hótelunum á leiðinni út úr bænum, þannig að fólk getur kom- ið inn á öllum hótelum og tekið rút- una þaðan,“ segir Þórir. Hann bend- ir einnig á að Iceland Excursions reki sína umferðarmiðstöð án ríkisstyrkja en Kynnisferðir fái hins vegar 1,7 milljón krónur í styrk á mánuði frá Vegagerðinni. solrun@dv.is Samkeppni Farþegar munu loks hafa val um fleiri en eina flugrútu. mynd PhotoS 260 þúsund í launauppbót Útgerðarfélagið Samherji hefur ákveðið að greiða starfsmönnum í landi 260 þúsunda króna launaupp- bót í desember til viðbótar umsam- inni 46 þúsund króna desemberupp- bót. Í tilkynningu frá Samherja segir að þetta sé í annað skiptið á árinu sem Samherji greiði uppbót á laun. Starfsmaður í fullur starfi hefur því, frá og með 15. desember, fengið sam- tals 320 þúsunda króna aukagreiðslur á árinu. Í apríl lagði stjórn Samherja til að 780 milljónir króna yrðu greiddar út í arð til hluthafa á þessu ári fyrir rekstr- arárið 2009. Arctic Trucks semur við herinn Arctic Trucks í Noregi hefur skrifað undir samning við norska og sænska herinn um smíði á fjórhjóladrifsbíl- um. Í fyrstu mun fyrirtækið afgreiða 53 brynvörð ökutæki, en samning- urinn hljóðar upp á 130 milljónir norskra króna, eða rúma tvo millj- arða íslenskra króna. Samningurinn er gerður í kjölfar alþjóðlegs útboðs sem þjóðirnar stóðu sameiginlega að. Mun fyrirtækið meðal annars annast þjálfun ökumanna og við- halds- og varahlutaþjónustu. „Við erum afar stolt af því að fá þetta verkefni,“ segir Örn Thomsen, fram- kvæmdastjóri Arctic Trucks í Noregi. Hrossabændur gefa bjúgu Hrossabændur á Suðurlandi í samstarfi við Sláturfélag Suður- lands og kjötvinnsluna Krás á Selfossi hafa gefið Hjálparstarfi kirkjunnar 450 kíló af reyktum folaldabjúgum og hrossabjúgum. Hjálparstarfið veitir bágstöddum um allt land aðstoð árið um kring. Tveir félagsráðgjafar eru starfandi hjá stofnuninni og eru þeir í sam- starfi við presta og djákna kirkj- unnar vítt og breitt um landið. „Við erum þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Jónas Þórir Þóris- son, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfsins í tilkynningu. Brynjólfur skilur við skipTi í sárum Um síðustu mánaðamót var tilkynnt að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, hefði sagt starfi sínu lausu. Nokkrum dögum síðar var greint frá því að Skipti væri metið verðlaust félag í bókum Exista, móðurfélags þess. Ef ekki tekst að endurfjármagna langtímaskuldir er óvíst hvort félagið standi undir skuldunum. Brynjólfur Bjarnason lét af störf- um sem forstjóri Skipta um mán- aðamótin. Nú hefur verið greint frá því að Skipti er talið verðlaust félag í bókum móðurfélag þess, Exista. Skipti, sem er móðurfélag Sím- ans, er skráð einskis virði, meðal annars vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir um greiðslugetu félags- ins. Brynjólfur hefur verið for- stjóri Skipta frá stofnun félagsins árið 2007, en honum voru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins af Rannveigu Rist, stjórnarformanni Skipta, í tilkynningu um uppsögn hans. „Fyrirtækið hefur dafnað und- ir hans stjórn og það sýnir styrk rekstrarins að á þessum tímamót- um stefnir eiginfjárhlutfall fyrir- tækisins í 33% og það hefur stað- ið við allar sínar skuldbindingar gagnvart lánardrottnum, þrátt fyr- ir þau áföll sem dunið hafa yfir íslenskt samfélag,“ var haft eftir Rannveigu í fréttatilkynningunni. Langtímaskuldir á skömmum tíma Þrátt fyrir að eiginfjárhlutfall fé- lagsins sé um tuttugu og eitt pró- sent, sem telja mætti ágætt, er að finna veikleika í efnahagsreikningi félagsins. Þetta kemur fram í gögn- um sem Magnús Guðlaugsson, eftirlitsmaður með nauðasamn- ingum Exista, vann. Í gögnunum kemur fram að langtímaskuld- ir Skipta falla að stærstum hluta á gjalddaga á tiltölulega stuttu tíma- bili. Ef litið er til baka á afkomu fé- lagsins í fyrra og fyrstu sex mánuði þessa árs, sem hefur verið neikvæð um samtals 16,7 milljarða króna, er ljóst að erfitt mun reynast að greiða þessar skuldir. Í tilkynningu sem barst fjöl- miðlum á fimmtudag kom þó fram að samið hefði verið um hluta af skuldum Skipta. Nemur upphæðin 19 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum DV er upphæðin fengin af handbæru fé félagsins en Skipti hefur að undanförnu selt er- lendar eignir sínar. Skuldirnar sem um ræðir eru rúmir sjötíu og fjórir milljarðar króna, eða um sjötíu og átta pró- sent af öllum skuldum félagsins. Tap félagsins fyrstu sex mánuði ársins nam sex og hálfum milljörð- um króna og á síðasta ári nam tap- ið tíu komma tveimur milljörðum. Eigið fé félagsins er um tuttugu og fimm milljarðar króna. Eimreiðarhópurinn Brynjólfur Bjarnason var ráðinn forstjóri Landssíma Íslands 2002 þegar fyrirtækið var einkavætt. Hann hafði þá verið forstjóri út- gerðarfélagsins Granda hf. Brynj- ólfur var forstjóri hjá Almenna bókafélaginu 1976 til 1983. Brynj- ólfur tengist einnig svonefndum Eimreiðarhópi, en flestir meðlima þess hóps hafa verið valdamenn innan Sjálfstæðisflokksins síðasta aldarfjórðung, þeirra á meðal Dav- íð Oddsson, Geir H. Haarde, Frið- rik Sophusson, Baldur Guð- laugsson og Hannes Hólmstein Gissurar- son. AðALStEinn KjArtAnSSon blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Brynjólfur tengist einnig svonefndum Eimreið- arhópi, en flestir með- lima þess hóps hafa verið valdamenn innan Sjálfstæðisflokksins. móðurfélag Símans Ekki væsti um Brynjólf í starfi en hann var með tugi milljóna í árslaun árið 2009 og 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.